Morgunblaðið - 24.02.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
21
Fríkirkjan í Reykjavík 90 ára
eftir Cecil
Haraldsson
Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykja-
vík var stofnaður rétt fyrir alda-
mótin síðustu. Þegar í stað fór
söfnuðurinn að halda uppi opinber-
um guðsþjónustum. Fyrst um sinn
voru þær haldnar í Góðtemplara-
húsinu. Ekki töldu frumherjar
safnaðarins það vera nema til
bráðabirgða, enda húsið lánað og
leigt til ýmiss konar annarrar
starfsemi.
Mörg ljón voru í vegi. Söfnuður-
inn var fámennur og fátækur, en
mönnum þótti ljóst að ætti hann
að lifa og dafna, væri frumskilyrði
að hann kæmi sér upp kirkju. Því
var fljótlega farið að huga að
kirkjubyggingu og var fyrsta
byggingarnefndin kosin á aðal-
fundi árið 1901.
Lóðir undir kirkju buðust á fleiri
en einum stað. Sú lóð, sem fyrir
valinu varð, við austanverða
Tjörnina, var keypt af Oddfellow-
reglunni fyrir 600 krónur og er
kvittun greiðslunnar undirrituð af
Birni Jónssyni, ritstjóra. Mörgum
þótti seint þoka, þótt ekki þætti
tiltökumál nú tæpri öld síðar, að
bygging kirkju tæki einhver ár,
en fyrir einbeittan áhuga og stað-
fasta þrautseigju var smíði kirkju
lokið í ársbyrjun árið 1904. Yfir-
smiður kirkjunnar var Sigvaldi
Bjarnason, snikkari.
Kirkjan var vígð á sunnudegi í
föstuinngangi, 22. febrúar árið
1904, af séra Ólafi Ólafssyni,
presti safnaðarins. Um vígsluna
segir séra Ólafur í minningarriti á
tuttugu og fimm ára afmæli safn-
aðarins: „Gat engum manni bland-
ast hugur um það, að þessi nýja
kirkja bætti úr mikilli þörf hér í
Reykjavík; því að svo taldist mönn-
um til, að ekki ætti nema tíundi
hver maður eða þar um bil kost
á, að komast í sóknarkirkju bæjar-
ins, þótt feginn vildi; ...“
Sú kirkja, sem þá var vígð, var
ekki nema hluti þeirrar kirkju, sem
nú stendur og strax í desember
kom fram á safnaðarfundi tillaga
um að stækka kirkjuna og var hún
samþykkt í einu hljóði. Húsa-
gerðarmeistari Rögnvaldur Ólafs-
son gerði alla uppdrætti er lutu
að stækkun kirkjunnar, en Jó-
hannes snikkari Jósefsson tók að
sér smíði og var yfirsmiður.
Verkið hófst snemmsumars árið
1905 og var lokið í október og var
kirkjan hin nýja vígð hinn 12.
nóvember árið 1905. Var þá kom-
in kirkjan eins og við þekkjum
hana útlits að frátöldum kór og
viðbyggingum við turninn. Þegar
leið að 25 ára afmæli Fríkirkju-
safnaðarins var enn farið að ræða
stækkun kirkjunnar og samþykkt
var á safnaðarfundi haustið 1923
Fríkirkjan í Reykjavík
„Yígsluafmælis Frí-
kirkjunnar í Reykjavík
verður sérstaklega
minnst við guðsþjón-
ustu sunnudaginn 27.
febrúarkl. 14:00. Að
guðsþjónustunni lok-
inni verður boðið til
kaffiborðs í Safnaðar-
heimilinu við Laufás-
veg 13.“
að auka enn við. Var þá byggður
kórinn og kirkjan þannig gerð vígð
hinn 21. desember árið 1924 af
séra Arna Sigurðssyni. Uppdrætti
að breytingunni gerði Einar Er-
lendsson, húsameistari, en yfír-
smiður var Sigurður Halldórsson.
í tengslum við byggingu kórsins
ákvað kvenfélag safnaðarins að
gefa kirkjunni altaristöflu. Leitað
var til Jóns biskups Helgasonar
og hjá honum leitað ráða um val
á altaristöflu. Segir svo í Fimmtíu
ára stafssögu kvenfélagsins: „Jón
biskup brást skjótt við og lofaði
að útvega hana hjá þekktum
dönskum málara. ... Myndi taflan
verða eins vönduð og framast
væri kostur á.“
Altaristaflan er fagur og
vandaður kirkjugripur. Myndefnið
er fengið í Mattheusarguðspjalli:
Til sölu
lítið hús á baklóð við Laugaveg
Ýmsir möguleikar.
Upplýsinpar gefur
Sigríður Asgeirsdðttir, hðraösdðmslögmaður, sími 610133.
A' Alfa Laval
FORYSTA I ÁRATUGI
VARMASKIPTAR
F Y R I R :
• MiSstöövarhitun - engin tæring
• Neysluvatnshitun - ferskt vatn
• SnjóbræSslur - til frostvarnar
I (orjá áratugi hafa húseigendur á Islandi
sett traust sitt á ALFA LAVAL plötuvarmaskipta.
Reynsla sem enginn annar býr aS.
ÞaS þarf þvi ekki aS leita annaS.
Heildarlausnir á varmaskiptakerfum:
Dælur, þensluker, lokar, mælar.
SINDRI
-sterkur i verki
BORGARTÚNI31 ■ SÍMI 6272 22
antískra verka, en flest stærri org-
el á Islandi eru fyrir barrokkverk.
Árið 1985 var orgelið endurnýj-
að og stækkað. Það er nú 38
radda, pípurnar eru 2.730.
Vígsluafmælis Fríkirkjunnar í
Reykjavík verður sérstaklega
minnst við guðsþjónustu sunnu-
daginn 27. febrúar kl. 14:00. Að
guðsþjónustunni lokinni verður
boðið til kaffiborðs í Safnaðar-
heimilinu við Laufásveg 13.
Höfundur er prestur Frí-
kirkjunnar í Reykja vík.
„Komið til mín, allir þér sem erf-
iði hafið og þungar byrðar, og ég
mun veita yður hvíld.“ (Matt.
11:28). Skírnarfontur kirkjunnar
er einnig gjöf kvenfélags safnað-
arins, fenginn frá Ítalíu í ársbyrjun
1930, gerður úr ítölskum marmara
af bestu tegund. Á stríðsárunum
voru byggðar viðbyggingar við
tuminn norðan og sunnan. Var
kirkjan þá komin með það útlit,
sem nú er og prýðir austurenda
Tjarnarinnar í miðborg höfuðstað-
arins.
í tilefni afmælisins var síðastlið-
ið sumar skipt um alla klæðningu
utan á kirkjunni, nema á þaki, sem
endurnýjað var 1975. Sú klæðn-
ing, sem nú er á kirkjunni, er sú
þriðja frá því byggt var upphaf-
lega, enda hefur alla tíð verið vel
að verki staðið bæði með byggingu
og viðhald. Má þar nefna að eini
fúi, sem komist hefur í þessa virðu-
legu og miklu timburbyggingu,
var í gólfbitum og orsök þeirra
var að lokast hafði fyrir loftop við
jarðrask þegar næsta hús var gert
að listasafni. Ekki er hægt að
skrifa svo um kirkju að ekki sé
getið orgels hennar, enda oft höf-
uðprýði.
Orgelið var sett upp árið 1926
og var þá talið eitt hljómfegursta
og fullkomnasta á Norðurlöndum.
Forystu um þá framkvæmd alla
hafði þáverandi organisti kirkj-
unnar, Páll ísólfsson. Orgelið er
fyrst og fremst til flutnings róm-
Cecil Haraldsson
Vorgolf I Algarve 13.-21. apríl.
GOLFFERÐ
FYRIR ALLA
Fínpússaðu sveifluna fyrir sumarið við bestu
hugsanlegu aðstæður.
Við höfum þegar tryggt okkur bestu
rástima á öllum helstu völlunum!
Verðdæmi
langt undir pari!
37.900
m.v. tvo í stúdíói.
32.200 kr. m.v. fjóra í stúdíói.
Ferðinni lýkur á
OPNA
ÚRVALS-ÚTSÝNAR
mótinu þar sem í
boði eru
glæsileg verðlaun.
39.500
m.v. tvo í stúdíói.
36.700 kr. m.v. fjóra í íbúð.
VILAR DO GOLF
53.700
m.v. tvo í raðhúsi.
49.800 kr. m.v. sex í raðhúsi.
kr.
! Ae»»ó»«rA
©
^ Frábær
^ aðstaða á
CQ sérhönnuðum
byrjendavelli
„Frábær golfaðstaða fyrir alla kylfinga."
Heimir Karlsson í VISA-SPORTI22. feb.
Fáið allar nánari upplýsingar um vorferðina og golf i Portúgal hjá
golfráðgjafa okkar á skrifstofu Úrvals Útsýnar, Peter Salmon.
Kynningarmyndband á staðnum.
Innifalið i verði: Flug, gisting, ferðir til og fra flugvelli erlendis ásamt islenskn golffararstjórn.
MÚRVAL-ÚTSÝN
RYggin? tvrir gæðum
| fim Lágmi/lu 4. sími 699 300. nd í Hafnarfirdi: sfmi 65 23 66.
tuRA ±41 p/4 Rdðbúslorg á Akureyri: stmi 2 50 00
I; | - og bjú umboósmðnnum um land alll.