Morgunblaðið - 24.02.1994, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 24.02.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1994 27 Reuter Elísabet í Guyana Elísabet II Bretadrottning og eiginmaður hennar, Filippus prins, sóttu heim Guyana í Suður-Ameríku á þriðjudag og hér heilsar drottning gömlum hermanni úr síðari heimsstytjöld. Guyana var lengi bresk nýlenda. Gestirnir héldu frá Guyana til Belize sem er smáríki í Mið- Ameríku og einnig gömul bresk eign. Væntanlegar þingkosningar á Italíu Bandalag Berlusconis gæti náð meirihluta Rómaborg. Reuter. BANDALAG hægriflokka á Ítalíu, undir forystu flokks fjölmiðla- jöfursins Silvios Berlusconis, gæti fengið meirihluta þingsæta í kosningunum 27. og 28. næsta mánaðar, samkvæmt skoðana- könnun sem var birt í gær. Könnunin var gerð á vegum ít- alska dagblaðsins La Repubblica og hún er sú fyrsta sem gefur vís- bendingar um skiptingu þingsæt- anna. Samkvæmt henni fá flokkur Berlusconis, Forza Italia (Áfram Deilt út 40 tonnum af þorski við þinghúsið Kaupmannahöfn. Frá Sigjúnu Davíðs- dóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. HÓPUR sjómanna frá Borg- undarhólmi og Norður-Sjá- landi mætti í gærmorgun að þinghúsinu við Kristjánsborg- arhöll og gaf vegfarendum þorsk eins og hver vildi hafa. Sjómennirnir eru að mótmæla því að á meðan þeir séu í hálf- gerðu veiðibanni vegna lítilla kvóta, velti inn erlendur fiskur í danskar fiskvinnslustöðvar. Bjorn Westh sjávarútvegsráð- herra sagðist vera tilbúinn til að reyna að leysa vandann með því að gefa þorskveiðarnar frjálsar, en takmarka fjölda veiðidaga, auk þess að huga að fiskverði og stuðningi við þá, sem vilja hætta veiðum. Markmiðið með því að gefa veg- farendum físk sögðu sjómennirnir vera að vekja athygli á að eins og stæði þyrftu þeir að henda þorski í tonnatali vegna kvóta. Betra væri því að einhveijir nytu góðs af. í apríl verða gerðar nýjar rann- sóknir á stærð þorskstofnsins í Eystrasalti, en enn er of snemmt að segja til um hvort niðurstaða þeirra gefur tilefni til kvótaaukn- ingar. Danskir fiskifræðingar viður- kenna að mat þeirra á stofnstærð verði sífellt ónákvæmara. Mikill vafi leiki á um það hvort veiðiskýrsl- ur standist, því talið sé að mun meira sé veitt, en þær gefi til kynna. Sjómenn segja að mokveiði pólskra togara sýni að enginn hörgull sé á þorski á þessum slóðum og þrýsta mjög á að veiðiheimildir verði rýmk- iaðar._________________;----- Ítalía), og bandamenn hans í öðrum hægriflokkum, Norðursambandinu og flokki nýfasista, 310-340 þing- sæti af 630. Bandalag vinstriflokka, undir forystu Lýðræðisflokks vinstri- manna (PDS), kommúnistaflokks- ins fyrrverandi, fær 200-240 þing- sæti en bandalag miðflokka, ítalska sáttmálans og íjóðarflokksins, 55-75 þingmenn, ef marka má könnunina. Aðrir flokkar og óháðir frambjóðendur fengju 35 þingsæti. Niðurstaða könnunarinnar er ekki í samræmi við aðrar kannanir, þar sem tveir af hveijum þremur kjósenda voru enn óákveðnir. í þeim könnunum var lítill munur á fylgi bandalaganna. Þá hafa margir fréttaskýrendur og fjármálamenn á Ítalíu látið í ljós efasemdir um að eitthvert eitt bandalaganna nái meirihluta. Erfitt er að spá um úrslit kosn- inganna þar sem kosið verður sam- kvæmt nýrri og flóknari kosninga- Iöggjöf. 75% þingmannanna verða kjörnir í einmenningskjördæmum og fjórðungurinn í hlutfallskosning- um landslista. /jP Skíði & skíðafatnaður Einstakur stíll -gœdi tgegn. Hagstœðasta verð í Evrópu. ÚTIVISTARBÚÐIN viö Umferðarmiðstöðina, simar 19800 og 13072. * * Ovænt ákvörðun Leoníds Kravtsjúks Ukraínuforseta Hyggst ekki bjóða sig fram til endurkjörs Getur þrýst á þingmenn um að aflýsa forsetakosningum Kiev. Reuter. LEONÍD Kravtsjúk, forseti Úkraínu, mun ekki bjóða sig fram í forsetakosningum sem fram eiga að fara í júní næstkomandi. Úkraínska sjónvarpið hafði eftir forsetanum á þriðjudag að hann sæktist ekki eftir endurkjöri þar sem honum fyndist almenningur ekki skilja að hann einn væri ekki ábyrgur fyrir efnahagskrepp- unni í landinu eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur. ? Homhimnum stolið úr augum látinna Róm. The Daily Telegraph. HNEYKSLI er tengjast dauðanum á einn eða annan hátt, hafa valdið miklu fjaðrafoki á Italíu að undanförnu, enda hafa bæði læknar og prestar flækst í málin. Eru læknarnir sakaðir um að fjarlægja hornhimnur úr augum látinna í leyfisleysi en prest- arnir sakaðir um mútur. Starfsfólk San Camillo, stærsta spítala Rómar, gaf lögreglu ábend- ingu um að hornhimnur hefðu ver- ið fjarlægðar úr augum látinna, án þess að ljölskyldur þeirra hefðu gefið leyfi til þess. Höfðu grun- semdir vaknað um að eitthvað væri athugavert, er ættmenni sáu blóð seytla úr augntóttum hinna látnu. Hafa fjögur lík verið grafin upp vegna rannsóknarinnar og í gær átti að grafa upp tvö til viðbót- ar, vegna þess að grunur lék á að læknar hefðu fjarlægt sjálf augun, þar sem þeir hefðu haft lítinn tíma til stefnu og óttast að þeir næðust. í Tórínó hefur 21 grafari verið handtekinn, grunaður um að stela skartgripum, gulltönnum og stein- um af leiðum. Á þriðjudag voru svo tveir prestar, en þeir eru bræð- ur, handteknir, sakaðir um að þiggja fé af syrgjendum fýrir þjón- ustu sína, auk þess sem útfarar- stofur greiddu þeim fé fyrir að beina til þeirra viðskiptum. í viðtalinu segir Kravtsjúk að þátt- taka hans í kosningunum þýddi að hann myndi veija efnahagslega og pólitíska stöðu landsins. Andstæðing- ar sínir í kosningum myndu ekki beita sér fyrir uppbyggilegri stefnu, heldur reyna að sanna að hann hefði ekki sinnt skyldum sínum. Viðtalið sem sjónvarpið vitnaði í, var annað viðtalið, sem erlendar sjónvarpsstöðvar tóku við Kravt- sjúk á þremur dögum, þar sem hann sagðist ekki ætla í framboð. Áætlað er að forsetakosningar fari fram 26. júní, þremur mánuðum eftir þingkosningar, en óvíst er hvort af þeim verði. Ekki er ljóst hvort Kravtsjúk, sem þekktur er fyrir pólitísk hrossa- kaup, hyggst hætta stjórnmálaaf- skiptum eða hvort hann vill með þessu þrýsta á þingið um að aflýsa forsetakosningunum. í viðtali við erlenda sjónvarpsstöð sagði Kravt- sjúk að ekki væri nægur tími til að undirbúa forsetakjör, svo skömmu eftir þingkosningar. „Ég er sammála því að forsetakosningar eiga að fara fram, eins og almenn- ingur hefur krafist, en ég tel að það sé líklega ekki rétt að þær verði innan svo skamms tíma,“ sagði Kravtsjúk í viðtalinu og vísaði til þess að nýtt þing, sem kosið verður í lok mars, kemur saman í maí og forsetakosningar eru áætlaðar í júní.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.