Morgunblaðið - 24.02.1994, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 24.02.1994, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 33 Bær í örum vexti Tryggjuni blómlegt atvinnulíf í Firðinum eftir Hafrúnu Dóru Júlíusdóttur Því verður ekki á móti mælt að Hafnarfjörður hefur blómstrað und- anfarin ár undir stjóm Alþýðu- flokksins. Dagvistarheimili barna og skólar hafa risið, vel hefur verið stutt við íþrótta- og æskulýðsmál, aðstaða fyrir eldri borgara hefur stóraukist, miðbærinn vaknað af löngum dvala og svo mætti lengi telja. Auðvitað hefur slík uppbygg- ing kostað mikið fé, en hún var svo sannarlega það sem til þurfti og slíkt kunna bæjarbúar að meta. Það er út af einhveiju sem allt þetta fólk flyst til Hafnarfjarðar. Árið 1993 varð hvergi eins mikil fólks- fjölgun í neinu sveitafélagi eins og í Hafnarfirði. Fólk skilur að þarna er bær í ömm vexti og bæjarfélag sem reynir að fullnægja kröfum þess. En áfram verður að halda. Ef allir væru ánægðir yrði lítil fram- för, stendur einhversstaðar og því er sífellt þörf á að skoða mál frá nýjum sjónarhornum. Á mörgum sviðum eru möguleikar á að koma með nýjar hugmyndir, bæta vinnu- brögð og framkvæmd mála. Skólamál, málefni æskunnar, umhverfismál og málefni fjölskyld- unnar; allt eru þetta málefni sem að ég vil hafa áhrif á. í skólamálum vil ég sjá aukin tengsl milli kennara, nemenda og foreldra. Nauðsynlegt er að gera foreldrum kleift að fylgjast vel með vinnu barna sinna og því sem fer fram í skólanum, þeirra vinnustað. Styðja þarf betur við heilsdagsskól- ana, þar sem það er staðreynd að mörg böm eru án umsjár fullorð- inna stóran hluta úr degi vegna vinnu beggja foreldra utan heimilis- ins. Við viljum að bömunum okkar líði vel og þau séu ömgg. Vinna beggja foreldra er staðreynd sem samfélagið verður að koma á móts við, með góðri gæslu fyrir eða eftir skólatíma eða með lengri skóladegi. Böm og unglingar þurfa að hafa nóg fyrir stafni. Iþrótta- og æsku- lýðsmál þurfa að vera uppbyggjandi og þroskandi fyrir hvern einstakl- ing. Allir þurfa að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfí. Á sviði umhverfismála liggja bæði hættur og tækifæri. Þörf er á að efla almenna meðvitund fólks á því hvað við sjálf getum gert til að vemda og bæta umhverfi okkar. Við Hafnfírðingar eigum svo marg- ar „perlur“ sem við þurfum að standa vörð um. Vekja þarf athygli á sérstæðu umhverfí bæjarins og tengja það við ferðamálin. Slíkt hefur bæði þýðingu sem umhverfís- mál og sem tekjuaukning fyrir bæinn með fjölgun ferðamanna til bæjarins. Heimilið er hornsteinn og kjöl- „Skólamál, málefni æskunnar, umhverfis- mál og málefni fjöl- skyldunnar; allt eru þetta málefni sem að ég vil hafa áhrif á.“ festa þjóðfélagsins. Efla þarf mögu- leika fyrir samvistir fjölskyldunnar með einum eða öðrum hætti. í því hraða þjóðfélagi sem við búum í, þar sem allir eru meira eða minna á ferð og flugi, er afar mikilvægt hvernig við nýtum tímann, ekki síst Hafrún Dóra Júlíusdóttir þann tíma sem fjölskyldan hefur saman. Það getur vel verið að tími sé peningar, en ég er sannfærð um það að það besta sem foreldrar geta eytt í börnin sín eru ekki pen- ingar heldur tími. Er ekki upplagt að nota Ár fjölskyldunnar til þess að leggja enn betri rækt við velferð barna okkar og búa fjölskyldunni nauðsynlegt umhverfi til að styrkja þá stoð sem hún er í þjóðfélaginu? Til þess að hafa áhrif á þau málefni sem mér eru hugleikin og leggja mitt af mörkum til þess að viðhalda þeirri jákvæðu þróun sem einkennt hefur Hafnarfjörð undan- farin ár, býð ég mig fram í 6.-8. sæti á lista Alþýðuflokksins í því prófkjöri sem fram fer 26. og 27. febrúar næstkomandi. Höfundur er þátttakandi í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Áskorun til Hafnfirðinga eftir Sverri Ólafsson Vart hefur farið framhjá nokkru mannsbarni á landinu, sú mikla uppsveifla sem verið hefur í Hafnarfirði sl. tvö kjörtímabil. Þessi uppbygging hefur átt sér stað í öllum geirum mannlífsins, fyrst undir styrkri stjórn Guðmundar Árna Stefánssonar fv. bæjarstjóra og síðan Irigvars Viktorssonar nv. bæjarstjóra. Eg tel að ekki sé ofmælt, að kalla þessa miklu endurreisn, „bylt- ingu hafnfírsks samfélags". Eftir langa óstjóm Sjálfstæðis- flokksins þurftu menn svo sannar- lega að taka á honum stóra sínum til þess að yfirvinna þann fortíðar- vanda og slóða óleystra verkefna, sem sjálfstæðismenn skildu eftir sig. Þar var við möjg og flókin vandamál að etja. í fjármálum, skólamálum, skipulagsmálum, at- vinnumálum og ekki síst menning- armálum. Þegar slíkum undirstöðumálum þarf að sinna, sem að framan grein- ir, er ljóst að styrka stjórn þarf ef vel á að vinnast og þessa stjórn höfum við Hafnfirðingar, Guði sé lof, haft sl. tvö kjörtímabil. Margir mætir menn og konur hafa komið þar við sögu og lagst á eitt um að gera Hafnarfjörð að því fyrirmyndar bæjarfélagi sem hann er í dag og Hafnfirðingar jafnt sem aðrir landsmenn eru stoltir af. í þeim málaflokki þar sem ég best þekki til, menningarmálum, höfum við Hafnfírðingar sameigin- lega lyft Grettistaki. Reyndar hafa menningarmálin borið hróður Hafnarfjarðar langt út fyrir landsteinana og vakið þar verðskuldaða athygli, þjóðinni allri til gagns og sóma. Ásamt Guðmundi Árna Stefáns- syni og Ingvari Viktorssyni hefur að öðrum ólöstuðum Tryggvi Harð- arson, formaður bæjarráðs, verið styrkasta stoð þeirra sem í menn- ingarmálum hafa viljað veg og virð- ingu Hafnarfjarðar sem mesta. Tryggvi hefur verið óþreytandi stuðnings- og samstarfsmaður menningar og lista í Hafnarfírði „Hafnfirskt, já takk!“ eftir Guðjón Sveinsson íslendingar hafa nánast alla tíð getað státað af nægri atvinnu. í dag eru breyttir tímar. Atvinnu- leysi er orðið viðvarandi vandamál hér á landi og virðist ekkert ganga að finna bót á því. Ef töfralausn í atvinnumálum væri til þá væri örugglega búið að beita henni gegn atvinnuleysi og hundruð at- vinnulausra Hafnfirðinga þyrftu ekki að mæla göturnar. Hvað er þá til ráða? Hafnarfjarðarbær hefur staðið fyrir atvinnubótavinnu og hefur þannig hjálpað mörgum en at- vinnubótavinna er aðeins til bráðabirgða, ekki lausn til fram- búðar. Það sem þarf að gera er að komast að rótum vandans og lækna meinið. Engin ein leið leys- ir allan vandan em margt smátt gerir eitt stórt. Til að geta snúið hjólum atvinnulífsins við þarf að koma til hugarfarsbreyting hjá öllum bæjarbúum. Á meðan at- hafnamenn leita sífellt til annarra bæjarfélaga eða landa er lítil von um að hægt verði að skapa aukin atvinnutækifæri hér í bæ. Nýlegasta dæmið um dýrkun íslendinga á erlendri framleiðslu og vantrú á innlendum afurðum er kaup Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. á breskum álgluggum og gleri í háhýsið við Fjarðargötu. Á með- an athafnamenn hugsa á slíkum „Við eigum að hætta að sækja vöru og þjónustu til Reykjavíkur og beina sjónum okkar að eigin bæjarfélagi. „Hafnfirskt, já takk!““ nótum er ekki hægt að ætlast til þess að hugarfarsbreyting eigi sér stað hjá almenningi. Það er því skömm að því að slíkt fyrirtæki sem fengið hefur fyrirgreiðslu hjá bæjaryfirvöldum og þar með fjár- muni bæjarbúa, skuli ekki hugsa um eigin hag og stuðla að aukinni atvinnu bæjarbúa með því að kaupa hafnfirskt. í það minnsta íslenskt. Meðal þess sem hægt er að gera er að við Hafnfirðingar tækj- um hver fyrir sig upp nýja stefnu í verlunarvenjum okkar. Við eig- um að hætta að sækja vöru og þjónustu til Reykjavíkur og beina sjónum okkar að eigin bæjarfé- lagi. „Hafnfirskt, já takk!“ Stórmarkaðir eins og Fjarðar- kaup og Bónus hafa dafnað vel í firðinum og eru meðal ódýrustu matvöruverslana landsins. Aðra sögu er að segja um sér- verslanir. Sérverslanir í Hafnar- firði hafa löngum átt erfitt upp- dráttar vegna þess að við förum til Reykjavíkur ef okkur vanhagar Tryggvi Harðarson ’t' Ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni og Ingvari Viktorssyni, hefur að öðrum ólöst- uðum Tryggvi Harðar- son formaður bæjar- ráðs, verið styrkasta stoð þeirra sem í menn- ingarmálum hafa viljað veg og virðingu Hafn- arfjarðar sem mesta.“ og alltaf verið boðinn og búinn til að ganga fram fyrir skjöldu, til varnar þessum mikilvæga mála- " flokki, þegar skammsýnir menn hafa viljað skaða það sem áunnist hefur. Þá hefur Tryggvi verið mikilvirk- ur í uppbyggingu íþrótta og æsku- lýðsmála í bænum auk fjölmargra annarra starfa. Það er því ekki of sagt, að Tryggvi muni tvímæla- laust vera einn öflugasti burðarás bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. I prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfírði nk. helgi er bæði mikið og gott mannval. Það kann því að vera úr vöndu að ráða fyrir þá sem ekki þekkja náið til bæjarmálanna. Því vil ég segja þetta, Hafnfírð- ingar góðir, og tala af nokkurri reynslu. Mætið öll sem ein á kjör- stað og hafíð hugfast: Viljirðu áframhaldandi uppbygg- ingu Hafnarfjarðar á sviði atvinnu- mála, viljirðu áframhaldandi styrka stjórn fjármála, viljirðu félags- og skólamálin í góðum höndum, viljirðu þá menningu sem okkar merka bæjarfélag á skilið, hafnir þú afturhaldi og athafna- leysi, þá er valið auðvelt. Tryggva Harðarson í 2. sæti. Það verður mitt val. Með bestu kveðju. Höfundur er framkvæmdastjóri Listahátíðar í Hafnarfírði. Guðjón Sveinsson um eitthvað. Með því að beina viðskiptum okkar til verslana og þjónustufyrirtækja í okkar eigin bæjarfélagi sköpum við aukna atvinnu fyrir bæjarbúa. Því segi ég „Hafnfirskt, já takk!“ Hugsum hafnfirskt. Höfundur er verslunarmaður og frambjóðandi í prófkjöri Alþýðufiokksins í Hafnarfirði. Býður sig fram í unna ð til þriðja sæti listans íkomaudi prófkjöri.. ÁLAFOSSBÚÐIN Pósthússtræti 13 • Símar 91-13404 og 22090 Erum flutt í Pósthússtræti 13 (sunnan við Hótel Borg). Kynnum nýja staðsetningu okkar með frábærri útsölu út febrúar Lopi 20-40% afsláttur Ullarvömr á frábæru verði Gjafavörur í miklu úrvali Síðasti útsöludagur ÁLAFOSSBÚÐIN Pósthússtræti 13 • Símar 91-13404 og 22090

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.