Morgunblaðið - 24.02.1994, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
35
Hafnfirðingar - Styðj-
um Helgu í þriðja sætið
eftir Gunnar
Svavarsson
Helga H. Magnúsdóttir býður
sig fram í prófkjöri
Alþýðuflokksins í Hafnarfirði
í prófkjöri Alþýðuflokksins í
Hafnarfirði sem fer fram'26. og
27. febrúar næstkomandi býður sig
fram Helga H. Magnúsdóttir.
Helga hefur búið sína starfsævi í
Hafnarfirði en hún er dóttir hjón-
anna Magnúsar B. Finnbogasonar
og Laufeyjar Jakobsdóttur, sem
betur er þekkt undir nafninu amm-
an í Gijótaþorpinu. Helga er gift
Hinriki Einarssyni og eiga þau
þijú böm, en Helga vinnur hjá
Félagsstofnun stúdenta.
Félags- og stjórnunarstörf
Helga hefur látið mikið að sér
kveða innan íþróttahreyfmgarinn-
ar og komið víða við í stjórnunar-
störfum. Hún hefur setið í stjóm
HSÍ og var 6 ár formaður landsl-
iðsnefndar kvenna, verið í stjóm
handknattleiksdeildar Fram og
setið í aðalstjóm Fram, en Helga
lék handknattleik með FH og síðan
Fram í fjölda ára. Helga er núna
formaður barna- og unglinga-
nefndar ÍSÍ en nefndin hefur verið
að gera mjög góða hluti og hefur
verið með stefnumótunar- og víð-
tæka kynningarvinnu í gangi.
Helga á einnig sæti í stjórn hand-
knattleiksdeildar FH og situr í
ferðamálanefnd Hafnarfjarðar.
Þetta er aðeins hluti af þeim mörgu
félags- og stjómunarstörfum sem
Helga hefur komið að en öllum
þeim hefur hún tekið þátt í af elju
og dugnaði og ekki látið sitt eftir
liggja.
„Með störfum sínum,
elju og dugnaði hefur
Helga sýnt að þar fer
frambjóðandi sem hægt
er að treysta.“
Iþrótta- og félagsstörf barna
og unglinga
Eitt af markmiðum Helgu er að
hlúa að æsku Hafnaríjarðar með
markvissri uppbyggingu og for-
varnarstarfi. Aðstoða þurfí íþrótta-
félög bæjarins, skáta- og æskulýðs-
hreyfíngar. íþróttastarf í bænum
er mjög mikilvægt bænum og ekki
hvað síst æskunni, hyggja þarf að
því að sú uppbygging og sá kraftur
sem hefur verið i íþróttamálum
bæjarins haldi áfram á markvissri
Helga H. Magnúsdóttir
braut. Félagsaðstaða unglinga í
bænum er góð en huga þarf sér-
staklega áð hópnum sem er að ljúka
skyldunámi, því ekki eru allir
áhugasamir um íþróttaiðkun og því
þarf bærinn að geta boðið þessum
hóp viðunandi aðstöðu fyrir afþrey-
ingu og áhugamál.
Ferðabærinn Hafnarfjörður
Ferðamálanefnd Hafnarfjarðar
Hafufirskar gaillkislur
eftir Gylfa Norðdahl
Sú náttúruauðlind sem skipt hef-
ur ísland og byggðir þess mestu
máli eru án efa fiskistofnarnir við
landið. Afkoma íslensku þjóðarinn-
ar hefur mótast um langt skeið af
aflabrögðum og markaðsmöguleik-
um sjávarafurða. Það geta allir
verið því sammála, leikir sem lærð-
ir, að fiskveiðar og fiskvinnsla eru
þær greinar sem borið hafa hitann
og þungann af þeirri velmegun sem
hér hefur ríkt sl. áratugi. Ekki er
óvarlegt að álykta á þessu herrans
ári 1994 að svo muni verða áfram
í næstu framtíð.
Þess vegna þarf Hafnarfjörður
að styrkja fjárhagslega afkomu sína
og sjálfstæði með því að stækka
og efla hlutdeild sína í þeirri ís-
lensku auðlind sem fiskistofnarnir
eru. í því augnamiði má ekki láta
neins ófreistað til að efla hlut hafnf-
irskrar útgerðar og fiskvinnslu. Til
að mynda þurfa ráðamenn bæjarfé-
lagsins að gera sér glögga grein
fyrir því að flárfesting í hafnfirskri
útgerð getur ekki á neinn hátt tal-
ist vera að kasta fé á glæ. Ekki
einasta er aukin útgerð atvinnu-
skapandi heldur getur slík aukning
mjög fljótlega af sér miklar tekjur
fyrir bæjarfélagið. Hafa skal í huga
að tölfróðir hafa reiknað út að eitt
starf úti á sjó leiðir af sér þijú störf
í landi.
Hvað fiskvinnslu varðar er það
augljóst að lægri álögur á greinina
gera hana betur í stakk búna til
að keppa um hráefni á fiskmörkuð-
„Fiskvinnsla og útgerð
eru fjöregg hafnfirsks
atvinnulífs og uppbygg-
ingar. Hafnarfjarðar-
höfn og hafnarmann-
virki er sú gullkista sem
staða hafnarsjóðs ber
glöggt vitni.“
um og þeim mun meiri hráefni sem
hafnfirskri fiskvinnslu tekst að afla
sér, þeim mun meiri atvinna fyrir
hafnfirskar hendur. Það leiðir aftur
af sér minnkandi atvinnuleysi og í
beinu framhaldi af því meiri tekur
til bæjarfélagsins. Hér ber því allt
að sama brunni.
Fiskvinnsla og útgerð eru fjöregg
hafnfirsks atvinnulífs og uppbygg-
ingar. Hafnaríj arðarhöfn og hafn-
armannvirki er sú gullkista sem
staða hafnarsjóðs ber glöggt vitni.
Hafnfirska velmegun má víða líta
augum í gervi háreistra og glæsi-
legra bygginga, í vel hirtu og fal-
legu umhverfi, skóla, dagheimili,
íþróttaþús og svo mætti iengi telja.
Hafnfírsk velmegun verður þó ekki
til í ofangreindum byggingum,
heldur er ofantalið einfaldlega lofs-
verð uppbygging og árangur sem
hlýtur að fylgja í kjölfar vel rekinn-
ar atvinnustefnu og réttri fjárfest-
ingu dugmikilla bæjarbúa og bæjar-
yfirvalda. Slíkt umhverfi hefur ver-
Gylfi Norðdahl
ið skapað í Hafnarfirði undir for-
ystu Alþýðuflokksins.
Ekki þykir viturlegt að hafa öll
sín egg í sömu körfu. Því þurfa
Hafnfirðingar að halda vöku sinni
í leit að nýsköpun í atvinnulífinu
eins og reyndar hefur verið gert
undanfarin ár og hafa bæjaryfirvöld
farið þar fremst í flokki. Sú nýsköp-
un sem hvað mestri velgengni er
spáð í næstu framtíð er ugglaust
þjónusta við ferðafólk. í þeim efnum
er Hafnarfjörður vel í sveit settur
og umhverfi hans og saga vel til
þess fallið að laða að ferðafólk og
ætti hlutur Hafnarfjarðar að geta
orðið nokkur ef rétt er á málum
haldið. Fyrstu sporin hafa þegar
verið stigin í þróun þessarar at-
vinnugreinar og lofá þau góðu fyrir
Hafnfirðinga.
Harla yrði allt það sem á undan
er talið lítils virði ef ekki væri í
Hafnarfirði ungt og efnilegt fólk
til að halda áfram þeim góðu verk-
um sem hafin eru. Hvort sem fólki
líkar það betur eða verr, er það nú
einu sinni svo að íþróttahreyfíngin
og skólarnir eru meðal stærstu og
áhrifaríkustu uppalenda æskufólks
hér í Hafnarfírði, eins og reyndar
víðast hvar annars staðar á land-
inu. Með það í huga ætti okkur
ekki að vera sárt um það fé sem
bæjaryfirvöld hafa af stórhug og
framsýni lagt il þessara mála og
annarra sem styrkja' æsku þessa
bæjar til að takast á við verkefni
framtíðarinnar.
Höfundur er verkstjóri og
þátttakandi í prófkjöri
Alþýðuflokksins til
bæjarstjómarkosninga í
Hafnarfirði.
sem Helga situr í hefur á síðustu
tveimur árum átt stóran þátt í átaki
sem gengur undir nafninu „Vinur
Hafnarfjarðar" og allir landsmenn
þekkja. Vissulega er Hafnarfjörður
á ferðakortinu en þó hefur straum-
ur ferðamanna ekki legið til bæjar-
ins, hvorki innlendra né erlendra.
Þessa markvissu kynningarstarf-
semi sem byijuð er þarf að efla
enda er bærinn mjög góður valkost- -
ur fyrir ferðamenn. Bærinn getur
boðið þjónustu á öllum sviðum s.s.
söfn, veitingahús, markað, gistihús
og að ógleymdu einu vistlegasta
tjaldstæði landsins á Víðistaðatúni.
Uppbygging ferðatengdrar þjón-
ustu kemur einnig til með að skapa
fleiri störf i bænum og er það vel.
Málefni aldraðra
Einn af þeim málaflokkum sem
Helga heldur á lofti er málefni aldr-
aðra. Það þarf að hlúa vel að gamla
fólkinu og það þarf að vera hægt
að bjóða ódýrar en góðar þjónustu-
íbúðir fyrir aldraða, en um leið
huga vel að þeim sem vilja búa
áfram heima. Þeir þurfa aðgang
að félagslegri þjónustu og heima-
hjúkrun. Einnig þarf að efla félags-
starf aldraðra og almennt stefnu-
markandi aðgerðir í öldrunarmál-
um.
Traustur frambjóðandi
Með störfum sínum, elju og
dugnaði hefur Helga sýnt að þar
fer frambjóðandi sem hægt er að
treysta. Vegna áhuga hennar á
málaflokkum sem skipta bæjarbúa
svo miklu máli, auk þess að vera
með vilja til að vinna að markvissu
aðgerðum í öllum málum bæjarar-
ins vil ég hvetja alla sem ætla að
velja fólk til forystu í Alþýðuflokkn-
um fyrir kosningarnar í vor að
veita Heigu brautargengi í próf-
kjörinu um næstu helgi.
Höfundur er verkfræðingur og
starfar sem fræðsiustjóri hja
Bifreiðaskoðun íslands hf.
DRATTARBEISLI
Bílavörubúðin
FJÖÐRIN
Skeifunnu 2 - Sími 812944
HJA
ANDRESI
Skólavörðustíg 22A - sími 18250 - póstkröfuþjónusta.
Danskar buxur, nýkomnarverð kr. 4.900,-.
Vönduð jakkaföt í úrvali verö kr. 14.900,-.
| Febrúartilboð
Jakkaföt ájður-krr9799Ú,- nú kr. 6.900,-
Stakir jakkar áflw^ífrHHHI,- nú kr. 3.900,-
VANDAÐUR FATNAÐUR Á GÓÐU VERÐI
auglýsingar
I.O.O.F. 5 = 1752248'/a = Sp.
St. St. 5994022419 VII
□ HLÍN 5994022419 IVA/ 2
I.O.O.F. 11 = 17502248’/2 = 9. II
Hvítasunnukirkjan
Völvufeli
Almenn samkoma kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
i kvöld kl. 20.30:
LofgjörAarsamkoma.
Lautinant Sven Fosse talar.
UTIVIST
Hallveigarstig 1 • simi 614330
Myndakvöld fimmtudaginn
24. febrúar kl. 20.30
Sl. sumar fór 30 manna hópur
fró Útivist í 12 daga gönguferð
um austurrisku alpana. Lovlsa
Christiansen fararstjóri segir fró
og sýnir myndir sem teknar voru
í ferðinni. Sýnt veröur í Stakka-
hlíð 17, húsnæði Skagfirðinga-
féiagsins.
Föstudagur 26. febrúar:
Kl. 20.00 Tunglskinsganga.
Farið verður I Stóru-Sandvík á
Reykjanesi. Brottför frá BSl,
bensínsölu. Verð 1.400/1.600,
frítt fyrir börn 15 ára og yngri.
Helgarferð 26.-27. febrúar:
Góuferð I Bósa.
Nánari upplýsingar og miðasala
é skrifstofu Útivistar.
Útivist.
z
3ca Aðaldeild KFUM,
Holtavegi
Fundur í kvöld kl. 20.30 þar
sem sr. Lárus Halldórsson hefur
biblíulestur. Efni hans veröur úr
Jóhannesarbréfum.
Allir karlar velkomnir.
Orð Iffsins,
Grensásvegi 8
Almenn samkoma U kvöld kl.
20.30. Allir hjartanlega velkomnirl
FráSálar-
— rannsókna-
félagi
íslands
Opið hús
Miðillinn Kristin Þorsteinsdóttir
heldur skyggnilýsingafund f sal
Stjórnunarskólans, Sogavegi 69,
föstudaginn 25. febrúar
kl. 20.30.
Bókanir í simum 18130 og
618130.
Stjórnin.
Spíritistafélag íslands
Anna Carla Ingvadóttir miðill er
með einkatíma í lækningum og
hvernig fyrri jarðvistir tengjast
þér f dag. Upplýsingar f síma
40734. Euro - Visa.
Opið frá kl. 10-22 alla daga.
V
I !•: 1. A (i S S T A R F
Kópavogur - Kópavogur
Sjólfstæðiskvennafélagið Edda, Kópavogi, heldur fund um bæjarmál
í kvöld, fimmtudag 24. febrúar, kl. 20.30 í Hamraborg 1.
Gestir fundarins veröa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópa-
vogi: Gunnar Birgisson, Guðni Stefánsson, Birna Friðriksdóttir,
Arnór L. Pálsson og Bragi Mikaelsson.
Sjálfstaeðisfólk fjölmennið.
Stjómin.
Fulltrúaráð Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði
Fulltrúaráðsfundur veröur haldinn í Sjélfstæðishúsinu, Strandgötu
29, f kvöld, fimmtudaginn 24. febrúar, kl. 20.00.
Á dagskrá fundarins er:
- Tillaga kjömefndar um framboðslista til bæjarstjómarkosninga í maí.
- Kynning á afstöðu Sjálfstæðisflokksins til fjárhagsáætlunar bæjarins.
- Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga.
- Önnur mál. .
Stiórn fulltruaráðsms.