Morgunblaðið - 24.02.1994, Síða 37

Morgunblaðið - 24.02.1994, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 37 fyrir leik. Er ég sat hjá honum síð- asta kvöldið sem hann lifði ræddum við um stöðu mála hjá okkar gamla félagi í knattspyrnunni. Þá ræddum við um fyrirhugaðar rannsóknir næsta dag og það að hann ætlaði heim þar á eftir. Þannig maður var Steinþór, hann gafst aldrei- upp, var alltaf bjartsýnn á að úr myndi ræt- ast. Er ég nú kveð vin minn hinstu kveðju vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar senda eftirlifandi eiginkonu og börnum innilegustu samúðar- kveðjur okkar. Þeirra missir er mik- ill. Megi algóður guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Haraldur Haraldsson. , Ég vil í stuttri minningargrein um vin minn Steinþór Þórarinsson, sem jarðsunginn verður í dag, minn- ast á nokkur atriði í okkar samskipt- um frá því ég kynntist honum fyrst 1975. Það ár gekk hann að eiga systurdóttur mína, Laufeyju Jó- hannsdóttur, sem hefur ávallt verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Steinþór heitinn var skipasmiður að mennt, en vann sem húsasmiður lengi vel. Þau hjónin bjuggu á Akur- eyri í nokkur ár. Steinþór eða Steini, eins og hann var ávallt nefndur inn- an fjölskyldunnar og meðal vina, vann m.a. frá upphafi að byggingu íþróttahallar Akureyrar. Árið 1980, meðan á byggingunni stóð, varð Steini fyrir því slysi, að detta úr 12-14 metra hæð á steypt gólfið í íþróttahöllinni og var það krafta- verki næst að hann skyldi lifa þetta af án meiri háttar áverka. Steini spilaði þá með meistaraflokki KA í knattspyrnu og var í mjög góðu lík- amlegu formi, sem vafalítið hefur hjálpað talsvert._ Árið 1985 hóf hann störf fyrst hjá Útvegsbanka íslands og síðar meir íslandsbanka. Fyrir rétt fjórum árum fékk hann kvef og uppúr því bronkítis. Röntgen- mynd þá leiddi í ljós lungnabólgu, sem læknaðist ekki þrátt fyrir sýkla- lyfjakúr. Lungnaspeglun leiddi síðan í ljós að um illkynja sjúkdóm var að ræða, ekki aðeins í lunga heldur hafði breiðst út í bein þegar hér var komið sögu. Steini var mikill ákafa- maður og vildi og krafðist að fá sannleikann og ekkert nema sann- leikann um eðli síns sjúkdóms. Sá úrskurður sem hann fékk var að batahorfur væru nánast engar en reyna mætti meðferð. Steini hafði ávallt verið mikill keppnismaður og hófst hans seinasti kappleikur — nú við dauðann sjálfan. Sem betur fer reyndust spárnar ekki réttar og átti hann mjög svo gott einkennalít- ið hálft fjórða ár. Auðvitað vissi ég og þeir læknar sem stjórnuðu með- ferðinni að baráttan væri vonlítil, en kraftaverk hafa skeð. Ég er sann- færður um að ást og væntumþykja Steina til fjölskyldunnar hafi vafalít- ið leyst úr læðingi ótrúlega orku, sem læknavísindin skilja ekki enn til fullnustu. Þegar tók að halla undan fæti reyndi svo sannarlega á styrk eiginkonu og barna, sem stóðu sig eins og hetjur á meðan á dauða- stríðinu stóð. Sem betur fer lést Steini í svefni, en þá var þegar búið að taka þá ákvörðun að allri með- ferð yrði hætt. Að öllum líkindum hefði hann brotnað við þau válegu tíðindi. Með okkur Steina tókst strax hin mesta vinátta sem aldrei bar skugga á. í lokaorrustunni kynntist ég hon- um mjög náið og fann þá enn betur hvílíkur mannkostamaður Steinþór Þórarinsson var. Hann var sannköll- uð hetja í orðsins fyllstu merkingu. Elsku Laufey mín, Helga, Atli Rúnar og Hildur. Minnist allra þeirra skemmtilegu og dásamlegu stunda sem þið áttuð með honum. Guð gefi ykkur styrk á þessum erf- iðu tímamótum. Minningin um góð- an eiginmann og föður mun lifa. Lífið heldur áfram þrátt fyrir sáran missi. Haukur Jónasson. Maðurinn með ljáinn hafði að lok- um betur. Ekki það að Steini væri búinn að gefast upp, það var ekki hans stfll. Tæki hann eitthvað í sig varð skoðunum hans ekki haggað — að minnsta kosti ekki áreynsluiaust — og þess vegna sá hann enga ástæðu til uppgjafar. Aðeins þremur dögum fyrir andlátið kom hann upp á efri hæðina til að athuga hvort ég ætti í fórum mínum leiðbeiningar um hvernig skrifa ætti grein. „Ég hef verið að grúska svolítið í ætt- fræði og mig langar til þess að kaupa ættfræðiforrit. Það er ekki nóg að fylla út nöfnin, ég verð að geta skrifað eitthvað með tii þess að vit sé í því,“ sagði hann. Þegar við höfðum rabbað góða stund um allt mögulegt, m.a. veik- indin, stóð hann upp og kvaddi. Ég hafði orð á því að mér.fyndist hann vera að braggast. „Já, já,“ svaraði hann. „Þetta er allt að koma. Það er verst hvað ég er máttfarinn. Ég þarf að fara meira út að ganga, þá kemur þetta.“ Daginn eftir fór. hann í hefð- bundna meðferð á Landspítalanum og var væntanlegur heim eftir nokkra daga, en það var þá sem líkaminn og máttarvöldin tóku af skarið. Steinþóri Þórarinssyni og Lauf- eyju Jóhannsdóttur kynntumst við Bjarni ekki fyrr en fyrir tæpum sjö árum þegar þau fluttu í húsið til okkar, en þegar vinátta er annars vegar skiptir árafjöldinn ekki alltaf höfuðmáli. Djúpstæð vinátta getur myndast á skömmum tíma. Við komumst að raun um að þau voru að flytja úr Hrafnhólum 6, en þar höfðum við Bjami einmitt búið með drengjum okkar áður en við fluttum í Hlíðarnar. Þessi staðreynd fannst okkur strax í upphafi lofa góðu. Eitt mesta gæfuspor Steina tel ég hafa verið stigið þegar hann kvæntist Laufeyju 1. nóvember 1975 á allraheilagramessu. Enda kom í ljós eftir að hann greindist með krabbameinið fyrir þremur árum, að hún var stoð og stytta íjöl- skyldunnar og stóð alla tíð við hlið hans eins og klettur. Það var að- dáunarvert að fylgjast með hvernig var tekið á veikindunum innan heim- ilisins strax frá upphafi. Þar heyrð- ist aldrei neinn barlómur heldur byggðust samskiptin á jákvæðu hugarfari, opinskáum umræðum og þegar annað dugði ekki réð gálga- húmorinn ríkjum. Það einkenndi Steina einnig að hann eirði sér aldrei verkefnalaus, sem ég tel reyndar hafa verið bæði kost hans og löst. í sumarfríum varð hann alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og þannig notaði hann hluta þess til að leggja parket á íbúð okkar Bjarna. I annað sinn vorum við að ræða um að mála þyrfti sameignina. Nokkru síðar sagðist hann hafa keypt málningu og vildi ganga strax til verks. „Eg á sumarfrí inni, þannig að ég get notað það til að mála.“ Hann var ekkert að tvínóna við hlutina heldur tókst strax á við verkefnin eftir því sem þau komu. Þetta sama viðhorf, að vera aldrei verkefnalaus, einkenndi starf hans. Hvort sem hann var í geisla- eða lyfjameðferð lá hann fyrir eins stutt og mögulegt var, en dreif sig síðan í vinnuna, jafnvel samdægurs ef því var að skipta. Vinnufélaga sína "heimsótti hann í vikunni áður en hann dó. Við urðum samferða inn gangstíginn þegar hann kom til baka með fangið fullt af möppum. „Ég náði í nokkur verkefni. Ég verð að hafa eitthvað fyrir stafni, annars hætti ég að geta hugsað," sagði hann um leið og við gengum upp tröppurnar. Þar tók Hildur dóttir hans á móti okkur og sagði að lækn- irinn biði inni. „Nú, þá verð ég lík- lega að líta til hans,“ sagði hann um leið og hann kvaddi. Allt viðmót hans og framkoma virkaði þannig á okkur að það kom öllum í opna skjöldu þegar lát hans bar að, þrátt fyrir að allir vissu hvert stefndi. Elsku Laufey, Helga, Atli, Hildur og Valný. Við Bjarni og strákarnir biðjum þess að þið öðlist styrk á þessum erfiðu tímum. Iiildur Friðriksdóttir. Okkur langar með fáeinum orðum að minnast góðs vinar, Steinþórs Þórarinssonar, eða Steina eins og hann var alltaf kallaður. Hvers vegna er maður í blóma lífsins tek- inn frá okkur? Þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Einhver hlýtur þó tilgangurinn að vera. Við verðum að trúa því að hans bíði mikilvæg verkefni fyrir handan. Fyrir fjórum árum varð ég undir- rituð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þeim sæmdarhjónum Steina og Laufeyju. Laufey var kennari minn síðustu ár mín í grunn- skóla og málin þróuðust þannig að ég var barnapía þeirra í mörg ár. Það tók mig ekki langan tíma að átta mig á því að ég var ekki bara einhver stelpa sem passaði börnin þeirra, heldur líka vinur. Það hefur alltaf verið mér mikils virði og ég man hvað ég var ofsalega stolt og glöð þegar við Laufey komumst að því að við vorum frænkur. Mér þótti sárt að sjá á eftir Steina, Laufeyju og börnunum til Reykjavikur en sem betur fer hélst alltaf gott samband. Seinna sá ég að þessi flutningur var lán í óláni því að nokkrum árum síðar varð heimili þeirra í Reykjavík mitt annað heimili. Mér varð tekið opnum örmum og hefur alltaf iiðið eins og einni af íjölskyldunni. Þetta breyttist ekkert eftir að sambýlis- maður minn Hlynur Birgisson kom til sögunnar, það bættist bara einn við íjölskylunda. Steini og Hlynur náðu mjög vel saman og gátu rætt allt á milli himins og jarðar. Sárt þykir okkur að Laufey Elísa dóttir okkar fái ekki tækifæri til að kynn- ast Steina. Steini barðist i þijú ár hetjulegri baráttu við illvígan sjúkdóm sem að lokum hafði betur. Við hlið hans stóð Laufey konan hans eins og klettur. Aldrei kvartaði Steini þótt sárþjáður væri og baráttan var til staðar til hinstu stundar. Það er huggun að nú þjáist hann ekki leng- ur. Minningin um yndislegan mann mun lifa í hjörtum okkar, mann sem hugsaði fyrst um aðra og síðan um sjálfan sig. Hann var sannkallaður vinur í raun. Því miður fékk ég ekki tækifæri til að hitta hann síð- ustu mánuðina en það er okkur mikils virði að aðeins fáeinum dög- um fyrir andlátið áttu hann og Hlyn- ur dagstund saman. . Það er erfitt að sætta sig við að eiga ekkj eftir að hitta Steina oftar í Mávahlíðinni, en við munum ylja okkur við minningar um góðan dreng. Þær minningar munu lifa. Elsku Steini. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Lauféy, Helga, Atli Rúnar, Hildur, Valný og aðrir aðstandend- ur, megi guð styrkja ykkur í þess- ari miklu sorg. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahl- il Gibran.) Inga Huld og Hlynur. Að morgni 16. febrúar sl. barst okkur KA mönnum sú fregn að þá um nóttina hefði látist á sjúkrahúsi í Reykjavík félagi okkar Steinþór Þórarinsson fyrrum leikmaður meistaraflokks félagsins í knatt- spyrnu. Lát hans kom þó ekki alveg á óvart því hann hafði átt við veik- indi að stríða undanfarin misseri. Steinþór var á 43ja aldursári er hann lést, fæddur 3. nóvember 1951. Hann byijaði að leika með mfl. KA í knattspyrnu 1968-1969 þá enn Jeikmaður í öðrum aldurs- flokki. Á þessum tima og allt til haustsins 1974 sendu Akureyrarfé- lögin sameiginlegt lið til_ þátttöku í íslandsmóti undir merki ÍBA. Stein- þór varð síðar leikmaður ÍBA liðsins og lék með því síðustu árin fyrir skiptinguna. Sumarið 1975 sendi svo KA lið til þátttöku í íslands- móti og þá í þriðju deild. Hópurinn var ekki reynslumikill því auk Stein- þórs kömu aðeins þrír leikmenn úr gamla ÍBA kjarnanum til leiks í upphafi móts, þó fleiri bættust við er leið á sumarið. Þáttur „gömlu mannanna" var því stór þegar liðið fetaði sig úr þriðju deild til þess að öðlast rétt til keppni í fyrstu deild á aðeins þremur árum. Styrkur liðs- ins reyndist ekki nógur til að festa sig þar í sessi og næstu árin á eftir skiptust á skin og skúrir. En frá þessum tíma minnumst við Stein- þórs í stöðu bakvarðar, hann var kraftmikill og fljótur og geystist gjarnan upp kantinn með boltann þegar færi gafst. Steinþór lék á annað hundrað leiki með meistaraflokki KA og var meðal leikjahæstu manna þegar keppnistímabili lauk haustið 1980. En um veturinn sem á eftir fylgdi meiddist Steinþór alvarlega í vinnu- slysi ér hann féll af þaki Iþróttahall- arinnar niður á steypt salargólfíð. Þau meiðsli komu í veg fyrir frek- ari keppni í knattspyrnu en stuðn- ingurinn við KA var áfram til stað- ar. Hann annaðist þjálfun yngri flokka félagsins og varð síðar að- stoðarþjálfari meistaraflokks um tveggja ára skeið. Fyrir tæpum áratug flutti Stein- þór til Reykjavíkur og starfaði þar síðan. Knattspyrnufélag Akureyrar sendir eftirlifandi eiginkonu Stein- þórs, Laufeyju Jóhannsdóttur, börn- um þeirra og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur og biður þeim blessunar á sorgarstund. Jóhannes Bjarnason. Ég sá Steina fyrst á stoppistöð við Miklubrautina þar sem við biðum eftir leið 1 og held að ég hafi fyrst tekið eftir honum fyrir það að hann beið öðruvísi eftir strætó en ég; ein- hvern veginn óhagganlegur meðan ég skimaði óþolinmóður upp á horn í von um að hann færi nú að koma. Við stóðum þarna flesta morgna part úr ári án þess að annar yrti á hinn. Auðvitað tóku Laufey og Svana af okkur ómakið, þær höfðu lengi vitað hvor af annarri og einhveiju sinni þegar þær hittust datt þeim í hug það snjallræði, þar sem þær unnu sitt hvorum megin við hádegi, að gæta yngstu dætra okkar til skiptis. Eitthvert kvöldið röltum við svo til Laufeyjar og Steina í Máva- hlíðina þar sem ég hitti fyrir „fé- laga“ minn af stoppistöðinni. Okkur varð strax vel til vina og ég mat hann því meir sem ég kynntist hon- um betur. Hann var prýðilega greindur og vel að sér um margt enda efnilégur grúskari og ekki spillti að hann talaði umbúðalaust um hlutina, á kjarngóðri norðlensku ef því var að skipta. Viðmótið var hlýtt og glaðlegt og greiðviknari mann hef ég ekki hitt. Milli fjölskyldnanna tókst góð vinátta og upp í hugann koma marg- ar skemmtilegar stundir, sumarbú- staðaferðir og tíðar kvöldheimsóknir auk þess sem við tókum upp þann ágæta sið að kveðja árið með viðeig- andi hætti á gamlársdagsmorgni. Fótboltadelluna áttum við Steini sameiginlega. Oft mæltum við okk- ur mót á vellinum eða horfðum á leiki í beinni útsendingu og þömbuð- um þá kaffið stíft, svona eins og til að auka á spennuna. Við ræddum leikinn af djúpstæðri þekkingu og sáum auðvitað í hendi okkar hvað betur mætti fara en eflaust hefur þrautreyndum meistaraflokks- manninum úr KA fundist athuga- semdir félaga síns frístundaspark- arans nokkuð frumstæðar á stund- um. Fótboltaáhugi vinar míns átti þó til að sveiflast nokkuð í takt við gengi KA-manna, þegar miður gekk í þeim herbúðum var hann „eigin- lega búinn að missa áhuga á þessu, búinn með minn skammt“, en svo blossaði áhuginn upp þegar minnst varði,_mest þó daginn sem KA-menn urðu ísiandsmeistarar um árið. Fyrir þremur árum kom í ljós að Steini var haldinn þeim illskeytta sjúkdómi krabbameininu. Það er ekki auðvelt að setja sig í spor fjöl- skylduföður sem fær svo harðan dóm. Erfíðust hlýtur þó að vera til- hugsunin um aðskilnaðinn við sína nánustu, að geta ekki lengur fylgst með uppvexti barna sinna og ég veit að sú tilhugsun hefur verið honum erfíð svo stoltur sem hann var af þeim. Hann tókst hins vegar á við sjúk- dóminn af fádæma æðruleysi og baráttuþrekið var óbilandi. Við töluðum oft um veikindi h'ans en uppgjöf var alltaf víðs fjarri og þeg- ar hann sagði mér einhveiju sinni að hann hygðist taka upp þráðinn við trésmíðarnar að nýju að fengn- um bata var hann svo sannfærandi að mér datt á þeirri stundu ekki annað í hug en að honum tækist þetta og efast reyndar ekki um að honum hefði farist það allt listavel úr hendi svo næmur sem hann var á gott handverk. Við hittum hann síðast í mann- fagnaði vestur í bæ þremur dögum áður en hann dó. Það var orðið ljóst fyrir nokkur að hveiju dró en þama var hann mættur, auðvitað hund- veikur en ákveðinn í að skemmta sér hið besta og standa meðan stætt væri. Hann var á leið í lyfjameðferð daginn eftir og ég talaði um að líta inn til hans á spítalann. Honum fannst betur til fundið að við Svana röltum til þeirra í Mávahlíðina þegar hann kæmi heim í miðri vikunni. Hann kvaddi hins vegar í millitíð- inni en ég veit að ef sú jarðneska íþrótt knattspyrnan er í hávegum höfð á æðri tilverustigum (sem ég efast ekki um fyrir mitt leyti) mun- um við setjast niður yfir góðum leik og þamba kaffið og hver veit nema við eigum þá í fórum okkar flösku af þeim heilnæma drykk Chartre- use, áþekka þeirri sem við ætluðum að dreypa á á vori komanda. Elsku Laufey, Helga, Atli, Hildur og Valný, þið eigið alla samúð okk- ar heimilisfólksins á Kjartansgötu en við vitum að minningin um góðan dreng mun fleyta ykkur yfir erfíð- asta hjallann. Blessuð sé minning hans. Ólafur Axelsson. Fleiri minningargreinar um Steinþór Þórarinsson bíða birt- ingar og munu birtast næstu daga. , ■ f/ KVÖU&ÍlÓLS KOPAVOGS^ Spennandi námskeið hefjast í næstu viku FITUSNAUTT FÆÐI GERBAKSTUR VELRITUN kennt á tölvur FJOLGUN OG UPP- ELDITRJÁPLANTNA Tölvunámskeiö: WINDOWS OG WORD PERFECT FYRIR WINDOWS WORD PERFECT FYRIR WINDOWS Innritun i símunt 641507 og 44391 kl. 18-21

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.