Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 Jóna Björg Jóns- dóttir - Minning Fædd 10. desember 1938 Dáin 17. febrúar 1994 Örfá orð, örstutt kveðja til Jónu systur minnar, sem lést á afmælis- daginn minn, 17. febrúar. Elsku Jóna mín, ekki vildi ég trúa því að þú værir að kveðja þetta líf þegar ég kom að heimsækja þig á Land- spítalann að kvöldi 16. febrúar. Ég vonaðist eftir kraftaverki, vonaði að þér ætti eftir að batna, þér sem varst svo ung, aðeins 55 ára gömul kona í blóma lífsins. Minningarnar streyma um hug- ann, minningar sem ég mun varð- veita vel. Oft var nú gaman hjá okkur þegar við vorum saman á ferðalögum með slysavamakonum bæði hér heima og erleridis. Manstu hvað var oft gaman, hvað við sváf- um stutt og skemmtum okkur vel. Og á daginn vorum við að versla alla daga þegar við vorum í útlönd- um. Alltaf varstu að hugsa um litlu bamabömin þín, þú sást alltaf eitt- hvað fallegt sem þú þurftir að kaupa handa þeim. Og á kvöldin þegar við vomm svo þreyttar en við gátum spjallað svo mikið saman og hlegið að mörgu langt fram á nótt. Þessi fáu orð eiga að vera þakk- lætisvottur fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína fjölskyldu. Margt er þó ósagt, Jóna mín, en við eigum eftir að hittast síðar og kveð ég þig á meðan, kæra systir. Elsku Össi minn, mamma, Guð- jón, María, Guðný, Helga, Gunnar, tengdaböm, bamaböm og aðrir ást- vinir, ég votta ykkur öllum mína innilegustu samúð. Missir ykkar er mikill og bið ég góðan guð að varð- veita ykkur og styrkja. Megi minn- ing um ástkæra eiginkonu, dóttur, yndislega móður og ömmu létta ykkur sáran missi. Guð veri með ykkur. Vertu sæl, elsku Jóna mín, og ég bið góðan guð: Gættu hennar vel og gefðu henni styrk. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Erfidrykkjur (ilæsileg kalíi- hlaðborð lallegir sídir og nijög g()ð þjónusta. lipj)lýsing<ir í síma 2 23 22 FLUGLEIDIR léTIL LIFTLEIIII Elskuleg móðir mín, amma og tengdamamma er nú farin frá okk- ur. I huga okkar var hún hetja sem neitaði alltaf að gefast upp. Heim- ili „ömmu Jónu“ var fallegt og geisl- aði af hlýju og gleði og yfírleitt var mikill gestagangur í 'Stigahlíðinni þar sem allir voru velkomnir. Börn- in okkar vildu sem oftast vera hjá ömmu sinni þó ekki ætti hún alltaf gott með þáð vegna slæmrar heilsu. Minningin um hana mun aldrei gleymast og við viljum þakka fyrir þau ár sem við fengum að njóta með henni. Við sendum okkar bestu þakkir til gjörgæsludeildar Land- spítalans fyrir sérstaka umönnun og ekki síst fyrir þann styrk sem við fengum frá hjúkrunarfólki og læknum. Elsku pabbi, amma, systk- ini mín og makar þeirra, ömmu- böm, systkini mömmu og aðrir ást- vinir, megi Guð veita ykkur styrk í sorginni. Helga Sigr., Róbert, Thelma Dögg og íris Björk. Við bijóst mitt hún hljóð og helsjúk lá, sem hafði sungið um ástir og þri Nú féllu henni tár bleika brá; Nú blæddi henni, ástínni minni. Þá grét ég í síðasta sinni. Þá söng ég Guð mitt síðasta lag; þá særði hann og bað hvert mitt hjartaslag að lofa henni ennþá að lifa einn dag og leika sér ástinni minni þá bað ég í síðasta sinni. Svo hætti það sjúka hjarta að slá, sem hafði sungið um ástir og þrá. Svo lagði ég hana líkfyalir á og laut nið’r að ástinni minni þá kyssti ég í síðasta sinni. (Davið Stefánsson) Guðjón, María, Guðný Rósa, Gunnar Örn, Kolbrún, Heimir Jón og Ásta. ) Hin andlega veröld er okkur nærri, og örþunnt tjaldið, sem heimana skilur. Og gátan, sem öllum gátum er stærri, skal greiðast sem ský, er sólina hylur. Þá fáum við öll að sjá og sanna samband og nálægð veraldanna. (J.M. Neale, þýðing Sveinn Víkingur) í dag er til moldar borin kær systir og mágkona sem mun verða sárt saknað af okkur og fjölskyldu okkar. Jóna Björg Jónsdóttir, en það hét hún fullu nafni, var fædd í Reykjavík 10. desember 1938. Hún var þriðja elsta bam þeirra Jóns Jónssonar verkstjóra hjá Reykjavíkurborg, sem nú er látinn, og Guðnýjar Jóakimsdóttur hús- móður, sem nú sér á eftir öðru barni sínu. Ég minnist þess frá æskudögum mínum þegar Jóna stóra systir mín fylgdi mér í mína fyrstu kennslu- stund. Það var mikill styrkur að henni. Jóna giftist fyrri manni sínum Magnúsi Karlssyni og eignuðust þau þijár dætur, Maríu, Guðnýju Rósu og Helgu. Þau slitu samvistir en Magnús er nú látinn. Seinni maður Jónu er Öm Stefánsson físk- matsmaður og eiga þau Gunnar Öm. Fyrir hjónaband eignaðist hún soninn Guðjón. Barnabömin, auga- steinar ömmu sinnar, eru nú tíu og eiga þau eftir að sakna ömmu sinn- ar sárt. Jóna var mikil húsmóðir og lifði fyrir fyölskyldu sína. Henni leið best þegar hún hafði sem flesta af sínum hjá sér. Á þeim tíma sem við vomm með börnin ung var mikill sam- gangur milli fyölskyldnanna og minnast börnin og við þess þegar komið var á heimili Jónu hversu hlýlega var tekið á móti okkur og hennar stórkostlegu gestrisni. Þeg- ar við þurftum á pössun að halda fyrir bömin voru þau ávallt velkom- in í Stigahlíðina og sóttu þau á um að koma þangað. Þó fjölskylda hennar væri stór var ávallt nægjan- legt hjarta- og húsrými fyrir aðra. Erum við þakklát fyrir það. Þegar Jóna fór í sína síðustu aðgerð hafði hún á orði að hún yrði komin af sjúkrahúsinu eftir viku. En raunin varð önnur og átti hún ekki afturkvæmt þaðan. Margs er að minnast og gott er að hafa minningarnar fyrir sig. Þegar við í dag kveðjum kæra syst- ur og mágkonu erum við viss um að hittast aftur. Eiginmanni, böm- um, barnabörnum og aldraðri móð- ur sendum við innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorg sinni. ~ Blessuð sé minning hennar. Magnea og Guðmundur. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund . fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. (H.P) Okkar ástkæra amma Jóna er farin frá okkur á'nýjan stað þar sem henni líður vel. Hún amma var okkar hetja og barðist fram á hinstu stund. Það var alltaf svo gott að koma í Stigahlíðina til ömmu og afa hvort sem var til að eyða helg- inni hjá þeim eða koma í hádegis- mat. Á meðan ég, Gunnar Öm, var í ísakskóla átti ég alltaf samastað hjá ömmu Jónu hvort _sem var fyrir eða eftir skólatíma. Á hveiju vori kom hún út í skóla til að hlusta á okkur syngja, mig og Jónu Björgu frænku mína. Og þá leyndi stoltið sér ekki hjá ömmu. Hún amma bar hag okkar bama- barnanna fyrir bijósti, en nú er hún amma farin frá okkur allt of fljótt. Amma, við þökkum þér þann tima sem við fengum að njóta þín og biðjum Guð um að styrkja afa Öm, mömmu, pabba, systkini mömmu og maka þeirra, langömmu, og aðra þá sem eiga um sárt að binda. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín að eilífu, Gunnar Örn og Sigríður Tinna. Elsku amma nú ert þú horfin frá okkur og kemur ekki aftur, það er svo sárt að kveðja þig eftir þennan stutta tíma sem við áttum með þér ég, Jóna Björg, og Ama Rut systir mín. Þú varst okkur báðum mikil stoð í okkar lífí. Ég, Jóna Björg, á ömmu og afa mikið að þakka því hjá þeim átti ég mitt annað heimili frá unga aldri. Mín velferð var þeim ofarlega í huga og eftir að Ama Rut fæddist áttum við báðar gott skjól í Stigahlíðinni hjá afa og ömmu. Með þessum orðum langar okkur að biðja Guð um að styrkja afa, börnin hans, tengdabörn og okkur barnabörnin í sorginni. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Blessuð sé minning ömmu okkar. Jóna Björg og Arna Rut. Amma Jóna er dáin. Þetta sögðu mamma og pabbi mér einn daginn. Vegna þess að ég gat ekki kvatt ömmu mína áður en hún dó, langar mig að gera það með þessum línum og þakka henni alla ástúðina og umhyggjuna sem hún sýndi mér. Ég mun áfram heimsækja afa Örn í Stigahlíðina, því ég veit að hann er einmana nú. Við munum þá tvö horfa á myndina af ömmu Jónu á náttborðinu hans afa og rifja upp ljúfar minningar um hana. Vertu blessuð, amma mín og Guð varðveiti þig. Ég mun aldrei gleyma þér. Þín Ruth. Það er ótrúlegt hve stutt er á milli lífs og dauða. Enginn veit hvað lengi hann dvelur á þessari jörðu en ég held að engum hefði dottið í huga að þessi sjö-níu daga spítalavist hennar Jónu, eins og hún orðaði það, myndi draga hana til dauða. Þessi aðgerð var smávægi- leg, miðað við allt annað sem hún var búin að ganga í gegnum. Ég held að ég hafí aldrei gert mér grein fyrir hvað hún var í raun og veru búin að vera meira og minna veik í gegnum árin, en dugnaði hennar í þessum síðustu veikindum mun ég aldrei gleyma. Miðvikudaginn 9. feb. sl. fór ég ásamt móður minni til að heim- sækja hana en þá var hún búin að fara í tvo uppskurði og var í öndun- arvél og mjög mikið veik. Hjúkrun- arfræðingurinn sagði okkur að hún væri nýbúin að fá lyf og því myndi hún sennilega ekki vita af okkur. En dugnaðurinn og harkan sem hún ávallt beitti sjálfa sig varð sterkari og með miklum tilfærslum sann- færði hún okkur um að hún vissi vel af okkur. Þessari stundu mun ég aldrei gleyma meðan ég lifí. Og eitt er víst að hún Jóna gafst aldr- ei upp þó að líffærin hafí þurft að láta undan. Margt kemur upp í hugann á svona stundu, þó sérstaklega er mér minnisstætt ættarmótið á Laugarvatni sl. sumar. Hvað hún og Ossi skemmtu sér konunglega og okkur hinum. Ég held að þetta mót hefði aldrei orðið svona skemmtilegt án þeirra. Og stundin sem við Helga áttum með þeim á leið niður á Edduhótel. Þá fannst mér aðdáunarvert hvað hún Helga var góð við hana móður sína. Á yngri árum var ég öllum stund- um í Stigahlíð 2. Það kom varla fyrir sú helgi að ég bæði ekki um að fá að sofa. Alltaf var það sjálf- sagt mál þrátt fyrir fullt hús af fólki, ekki bara börnum heldur einn- ig gestum utan af landi. Sjálfsagt hefðu margir fengið nóg, en allir voru velkomnir í Stigahlíð 2. Ég man hana aldrei öðruvísi en síbak- andi, enda kom það á daginn þegar ég sjálf fór að búa og vantaði upp- skrift að kökum þá hringdi ég L Jónu. Árið 1984 lést föðuramma mín og mig langaði að gróðursetja blóm og setja á leiðið hjá henni, en það hafði ég aldrei gert áður. Þá bauðst Jóna til að hjálpa mér. Svona var hún. Alltaf boðin og búin til að hjálpa. Það er svo ótalmargt sem hægt er að segja en ég kveð með sökn- uði og þeirri trú að henni hafi verið ætlað stórt hlutverk hinum megin. Eisku Össi, Gaui, Maja, Guðný, Helga, Gunnar og öll barnabömin. Missir ykkar er mikill, en ég veit að hún mun vaka yfír ykkur öllum. Guð blessi yndislega frænku. Hulda. Ekki hvarflaði að mér þegar ég hitti Jónu fyrir rúmum mánuði síðan að það væri í síðasta sinn. Áður en við kvöddumst talaði hún um að- gerðina sem í vændum var, hress i bragði. Við sem þekktum Jónu vonuðum að hún næði sér fljótt eins og alltaf áður. Sú von varð aðeins þremur vikum seinna að engu. „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Nú þegar ég minnist Jónu Bjarg- ar Jónsdóttur leita þessi orð á mig. Þín systir Anna. ERFIDRYKKJUR sími 620200 P F. R L A N Þannig var Jóna. Hún vildi alltaf allt fyrir aðra gera. Eigingirni var ekki til í hennar orðabók. Minning- ar um góða konu hrannast upp og eru dýrmætar aðstandendum. Ég kynntist Jónu bam að aldri þegar hún giftist Erni móðurbróður mínum. Böm eru ótrúlega næm á fólk. Strax þá leið mér svo undar- lega vel í návist hennar. Framkoiha hennar og viðmót allt var slíkt. Enda varð heimili þeirra hjóna í Stigahlíð 2 fjótt miðstöð allra ætt- ingjanna, hvort sem þeir komu frá Vestmannaeyjum, Ákureyri eða næsta nágrenni. Alltaf vom Örn og Jóna þar fyrir okkur og maður ‘fann sig svo velkominn. Seinna í gosinu var líka gott að eiga þau að. Við skyldfólkið úr Eyjum áttum þar mörg innskotin. Þá gætti Jóna ásamt dætram sín- um, Maríu, Guðnýju og Helgu, son- ar míns Einars Þórs meðan ég sjálf var í skóla. Jóna var gift Emi Stefánssyni og áttu þau saman soninn Gunnar Öm. í fyrra hjónabandi átti Jóna börnin Guðjón, Maríu, Guðnýju og Helgu og gekk Öm þeim í föður- stað. Þó Jóna hafi alltaf verið góð mamma þá var hún ekki síður góð amma. Mér er minnisstætt hvað hún ljómaði öll þegar hún talaði um bamabömin sín en þau era orðin tíu. í erfíðum veikindum móður minnar í haust og vetur hafa Jóna og Öm ásamt bömum sínum reynst henni afskaplega vel. Fyrir það er- um við systumar ævinlega þakklát- ar. En nú er Jóna farin svona skyndi- lega. Kveðjustundirnar era erfíðar. Því vil ég segja: Sjáumst aftur kæra vina. Allt hefur sinn tíma. Elsku Öm, Guðjón, Mæja, Gunn- ar, Guðný og Helga og öll bama- bömin. Guð blessi ykkur og styrki á þessum sorgarstundum. Ir.nilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra frá fjölskyldu minni. Ragnheiður Einarsdóttir. Með þessum fátæklegu orðum viljum við minnast vinkonu okkar, Jónu Bjargar Jónsdóttur, sem lést á Landspítalanum hinn 17. febrúar 1994 eftir tiltölulega stutta en erf- iða sjúkdómslegu. Jóna fæddist í Reykjavík hinn 10. desember 1938. Foreldrar hennar era frú Guðný B. Jóakimsdóttir sem nú horfir á eftir elskulegri dóttur sinni, og Jón Jónsson sem er látinn. Kynni mín af Jónu hófust þegar hún kynntist frænda mínum Emi Stefánssyni. Heimili þeirra í Stiga- hlíð 2 stóð mér alltaf opið og var ég alltaf velkomin þangað, þó að margt væri í heimili. Einnig naut fjölskylda mína sömu gestrisni og ég þegar fram liðu stundir. Sumir era veitendur og aðrir þiggjendur í þessu lífí. Jóna var örugglega veit- andi. Heimili hennar og Amar var alltaf opið þeim ættingjum sem lengra vora að komnir, og ef þeir ætluðu að mæla sér mót, var staður- inn sem ákveðinn var oftast Stiga- hlíðin hjá Jónu. Þegar leiðir skilja svona óvænt, situr maður og hugsar hvernig það verður í framtíðinni þegar maður á leið til Reykjavíkur og kemur við í Stigahlíðinni, hvort ekki verði tóm- legt þar. Auðvitað verður hennar saknað þar, en ég vona að þegar fram líða stundir ríki sama gleði þar og ríkti á meðan Jóna var þar við stjórnvölinn. Dugnaður og vinnu- semi Jónu var mikil. Hún stóð sem klettur úr hafínu þó heilsan væri oft ekki upp á það besta. Jóna giftist Magnúsi Karlssyni hinn 27. apríl 1965. Þau eignuðust saman fjögur yndisleg böm: Þau Guðjón Magnússon, hann er giftur Kolbrúnu Kópsdóttur og eiga þau þijú böm; Maríu Magnúsdóttur, hún er gift Heimi Jóni Gunnarssyni og eiga þau tvö böm; Guðnýju Rósu Magnúsdóttur, er hún í sambúð með Guðlaugi Gunnarssyni, ’ Guðný átti tvö börn fyrir þá sambúð; og Helgu Sigríði Magnúsdóttur, gift Róberti Hannessyni, og eiga þau tvö böm. Jóna og Magnús slitu samvistir 1967. Magnús er nú látinn. Hinn 28. desember 1974 giftist Jóna frænda mínum Erni Stefáns- syni. Þau eignuðust einn dreng,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.