Morgunblaðið - 24.02.1994, Síða 39

Morgunblaðið - 24.02.1994, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 39 Gunnar Öm Amarson, hann er gift- ur Ástu Gunnarsdóttur og eiga þau eitt barn. Örn og Jóna voru mjög samhent í sinni sambúð. Öm var oft fjarri heimili sínu sökum vinnu, og þó að börnin væm mörg gat hann alltaf farið áhyggjulaus að heiman því Jóna stjórnaði því með röggsemi. Nú í seinni tíð þegar barnabörnin urðu til sóttu þau mik- ið í Stigahlíðina. Þegar ég var stadd- ur þar var unun að horfa á hvað þau hændust að afa sínum og ömmu, enda báru þau börnin á höndum sér. Jóna lifði fyrir heimili sitt, eigin- mann sinn, börn og bamabörn. Hún var börnum sínum stoð og stytta í lífshlaupi þeirra þegar þau vom að stofna sín eigin heimili og bytja lífs- baráttuna. Því miður var Jónu ekki ætlað að eiga fleiri stundir með þeim. Það er ekki bara nánasta fjöl- skylda sem á eftir að sakna henn- ar. Það eru gríðarlega margir sem notið hafa gestrisni og velvildar þessarar heiðurskonu. Ég er þess líka alveg fullviss, að þó að við sjáum ekki Jónu lengur, er hún ömgglega með okkur ennþá. Jóna hafði gaman að því að fara eitt og annað. Emi og Jónu fannst mjög gaman að ferðast bæði innan- lands og erlendis, en mest gaman fannst Jónu að fara á bingó, annað- hvort með manni sínum eða öðrum ættingjum. Ég eins og margir aðrir sem þekktum Jónu fundum fyrir sérstakri vellíðan sem fylgdi því að vera í návist við hana. Hún var alltaf tilbúin að setjast niður með manni og ræða málin hvort sem þau vom alvarlegs eðlis eða á léttari nótunum. Nú er komið að leiðarlokum, Jóna er farin í langt ferðalag sem við vitum ekki hvar endar. Þó að stórt skarð sé rofið í vinahópinn, vona ég að Jóna fái góðar móttökur þeg- ar hún kemur á sína endastöð. Hún á það örugglega skilið. Kæri Örn, Guðný og fjölskylda, þið verðið öll að hjálpast að við að styrkja hvert annað. Söknuðurinn er mikill, en við vitum það öll að Jónu líður ekki vel ef hún finnur að þið þjáist lengi. Það er erfitt að hafa yfír einhver huggunarorð við þig, Örn minn, og fjölskyldu þína, þó vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka fyrir alla þá umhyggju sem þið Jóna hafið sýnt mér og okkur. Ég vona að sú umhyggja haldist áfram þó að stóri hlekkurinn sé brostinn. Samt til huggunar vil ég gefa þér orð í sálmi 121 í Guðs orði, þar stendur: „Ég hef augu mín til fjallanna. Hvaðan kemur mér hjálp. Hjálp mín kemur frá Drottni skapari himins og jarð- ar.“ Við getum leitað huggunar hjá þeim sem öllu ræður á erfiðleika- stundu sem þessari. Jóna verður jarðsett í dag. Hvíli hún í friði, með þökk fyrir allt og allt. Stefán Orn Jónsson, V estmannaeyjum. Þegar Dídí systir Jónu hringdi í mig og sagði mér að Jóna hefði lát- ist þá um morguninn, setti mig hljóða og ótal minningar hrönnuðust upp í huga mínum. Jóna var dóttir hjónanna Jóns Jónssonar, f. 11. október 1909, d. 13. október 1980, sem ættaður var úr Reykjavík, og Guðnýjar Jóakimsdóttur, f. 8. maí 1914, sem er ættuð frá ísafirði. Þeim hjónum varð níu barna auðið og var Jóna þriðja barn þeirra. Fjórða barn þeirra hjóna, lítill drengur, lést aðeins nokkurra mán- aða gamall. Jóna fór ung að vinna fyrir sér. Fyrstu kynni mín af henni voru þegar við hófum báðar störf hjá Kexverksmiðjunni Esju og tókst þá strax með okkur góð vinátta. Ævin- týraþráin lék oft lausum hala hjá okkur ungu stúlkunum. Hleyptum við því heimdraganum og réðum okkur í kaupavinnu austur að Hrauni í Ölfusi. Þar sem við höfðum báðar verið undir vemdarvæng okk- ar ágætu foreldra, var nú komið að þeim tímamótum að standa á eigin fótum og það gerðum við sameigin- lega þetta sumar. Öll hin leyndustu mál voru dregin fram í dagsljósið og rædd fram og til baka. Þetta sumar varð til þess að treysta vin- áttuböndin á milli okkar. Ekki létum við staðar numið þama. Héldum við síðan á vertíð vestur á Súganda- ijörð. Þar var oftast unnið myrkr- anna á milli og stundum allan sólar- hringinn ef svo bar undir. Það voru því oft þreyttar sálir sem lögðust til hvílu að loknu dagsverki. Jóna átti ættir sínar að rekja til ísafjarð- ar og nutum við góðs af því og gist- um oft hjá ömmu hennar sem dekr- aði við okkur á sinn indæla hátt. Þetta eru aðeins fáeinir dropar úr brunni minninganna. Það sem eftir er í brunninum mun ég geyma og ylja mér við í tímans rás. Jóna var ekki heilsuhraust um ævina. Hún var mjög dul kona og bar ekki tiifinningar sína á torg. Samskipti okkar voru svo til engin hin síðari ár, en við vissum þó alltaf vel hvor af annarri. Jóna eignaðist fimm börn en þau eru Guðjón Magnússon, hans kona Kolbrún Kópsdóttir, eiga þau þijú börn; María Magnúsdóttir, hennar maður er Heimir Jón Gunnarsson og eiga þau tvö börn; Guðný Rósa Magnúsdóttir, hennar maður er Guðlaugur Gunnarsson og eiga þau tvö börn; Helga Sigríður Magnús- dóttir, hennar maður er Róbert Hannesson og eiga þau tvö böm; Gunnar Öm Arnarson, hans kona er Ásta Gunnarsdóttir og eiga þau eitt barn. Ég kveð nú vinkonu mína Jónu sem hefur endað sitt tilveruskeið á þessari jörð og bið henni Guðs bless- unar. Eftirlifandi eiginmanni Jónu, Erni Stefánssyni, Guðnýju móður hennar svo og öllum ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þegar æviröðull rennur rökkvar fyrir sjónum þér hræðstu eigi, Hel er fortjald hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson) Guðrún Guðjónsdóttir. Nú er hláturinn hennar hljóðnað- ur og brosið hennar horfið, hún er dáin hún Jóna mín. Ég man alltaf eftir því þegar ég hitti hana í fyrsta sinn. Það var fyrir réttum tíu árum. Ég hafði flutt ásamt fjölskyldu minni í Stigahlíð 2 nokkmm dögum áður og mig vantaði nokkrar prakt- ískar upplýsingar varðandi stiga- þvott, þvottahús o.fl. Ég hitti konu á ganginum, en hún benti mér á að fara til Jónu, hún vissi allt um svona hluti betur en nokkur annar. Ég hringdi bjöllunni á 2. hæð t.v. og þama stóð hún, þessi lágvaxna fallega kona og tók á móti mér eins og við hefðum alltaf þekkst. Hún bauð mér inn, við töluðum einhver ósköp. Þennan dag var lagður grunnur að sérstöku vináttusam- bandi milli okkar, sem síðan átti eftir að vaxa og dafna. Eftir þennan fund var ekkert sjálfsagðara en að koma við hjá Jónu næstum daglega, fá kaffibolla og spjalla um lífið og tilveruna. Þá rann það smám saman upp fyrir mér hvað þessi fínlega kona var í rauninni stór og sterk. Hún hafði svo mikinn andlegan styrk að undrun sætti. Rósemi henn- ar, yfirvegun og létt gamansemi gerði það að verkum að mér leið svo undarlega vel í návist hennar. Þegar ég kynntist Jónu var hún orðin sjúklingur, hafði gengið í gegnum erfíða krabbameinsmeðferð og sigrað með hjálp hans Sigurðar síns. Um Sigurð Björnsson lækni talaði hún oft og sagði mér að hann vekti yfír sér eins og prinsessu. Seinna tóku við önnur veikindi og áfram barðist Jóna, brosandi og bjartsýn, allt voru þetta smámunir þegar hún sagði frá. Hún hafði meiri áhuga á að tala um björtu hliðar lífsins, erfiðleikarnir voru bara til að sigrast á þeim. Jóna var mikil félagsvera og naut þess að hafa fólk í kringum sig, enda var eins og allir löðuðust að henni. Bömin hennar fimm og barnabörnin tíu komu næstum dag- lega. Barnabömin hændust að henni og fengu oft að vera hjá ömmu næturlangt. Heimili hennar stóð öll- um opið og oft var þröng á þingi í „Hótel Stigahlíð“ eins og við kölluð- um heimili hennar gjarnan okkar á milii. Ættingjar og vinir komu við í Stigahlíðinni og þáðu þar veitingar og gistingu, en umfram allt hlýtt viðmót „hótelstjórans". Og Skotta kom og fékk nýjan fisk, rækjur og rjóma, því heima hjá sér fékk hún bara kattamat úr dós. Eiginlega finnst mér Jóna alltaf hafa verið að gefa. Hún mátti aldrei eignast neitt án þess að aðrir fengju að njóta þess með henni. Hvað sjálfa mig varðar sagðist hún alltaf vera að launa mér einhvern greiða sem ég hafði gert henni, en sjálf vissi ég sjaldnast hver sá greiði var. Nú þakka ég í hinsta sinni allar góðu gjafirnar sem mér voru gefnar. Núna er Jóna farin svo skyndi- lega. Ég á erfítt. með að trúa því að ég fái ekki að sjá hana framar. Hér sit ég hnipin og læt hugann reika um þau tíu ár sem við áttum vináttu hvor annarrar. Það er gott að eiga minningamar. í gleðinni á sorgin sinn uppruna, nú syrgi ég þær gleðistundir sem við áttum sam- an og þær voru margar. Og hvað get ég annað en þakkað fyrir þau ár sem við áttum saman, það var sá tími sem okkur var ætlaður. Ég þakka fyrir allt sem hún var mér og bið góðan guð að gæta hennar Jónu minnar. Elsku Öm, þér og fjölskyldunni færum við Erlingur og strákarnir innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um guð að líkna ykkur í sorginni. Við munum minnast Jónu eins og hún var, svo fíngerð og veikbyggð, en samt svo ótrúlega sterk. Og ekki má gleyma glettnislegu brosinu hennar og blikinu í augunum. Hvíl í friði, kæra vina. Hlín Daníelsdóttir. Fleirí minningargreinar um Jónu Björgu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast næstu daga. Minning Guðmundur Jónsson bóndi, Kjamastöð- um, Biskupstungum Fæddur 30. júlí 1905 Dáinn 15. febrúar 1994 En þeim sem vinnur verða launin reiknuð, ekki af náð, heldur eftir verðleika. (Rómveijabréf 4. kap. 4. vers.) Hinn 15. febrúar lést Guðmundur Jónsson á hjúkmnarheimilinu Ljós- heimum, Selfossi, þrotinn að kröft- um á sál og líkama. Var því dauðinn honum velkominn. En fyrir okkur vini hans sem áratugum saman höf- um haft hann sem fastan klett í tilverunni og umhverfinu verður skarðið stórt og vandfyllt. Enda var persónan þeirrar gerðar, traust og trygg sem aldrei reyndi að ota sér fram til mannvirðinga, heldur vann verk sín hljóðlátlega. Guðmundur var fæddur 30. júlí 1905 á Laug í Biskupstungum, son- ur hjónanna Vilborgar Jónsdóttur og Jóns Guðmanns Sigurðssonar, af ætt Haukdæla hinna yngri, næst- yngstur í systkinahópnum stóra. Þegar hann var í frumbernsku lést faðir hans. Það var þungt áfall fyr- ir heimilið á Laug. En Vilborg var greind og mikilhæf dugnaðarkona, sem hélt áfram búskap með hjálp barna sinna. Hjónin á Brekku, Jóhanna Bjömsdóttir og Björn Bjarnarson, gera sér ferð að Laug til Vilborgar vinkonu sinnar og bjóðast til að taka eitt barna hennar í fóstur til að létta henni róðurinn í erfiðum heimilisað- stæðum, sem hún mun hafa þegið með þökkum, þó ekki væri það sárs- aukalaust. Guðmundur hlaut það hlutskipti að yfirgefa móður sína tæpra fjög- urra ára. Fyrir voru börn Björns, Erlendur og Þóra. Þessum börnum, og reyndar fleiri sem voru þar heim- ilisföst langtímum saman, gekk Jó- hanna í móðurstað af fádæma ást og umhyggju, svo ekki varð á betra kosið að sögn Gvendar eins og hann var ævinlega nefndur. Bernskan leið því ljúflega á mannmörgu menning- arheimili, þar sem gleði og ein- drægni ríkti. Þar sem umfram allt var séð til þess að hann gæti rækt samband við móður sína og systkini á Laug. Brekka er ekki nema snertispöl frá „Konungsveginum“ gamla. Gvendi voru ofarlega í minni tíðar gestakomur, einkum samheldnin á svokölluðum Hlíðarbæjum. Meðan húsfreyjan hellti upp á könnuna settist Bjöm við orgelið. Þá upphófst mikill og fagur söngur, söngur sem áratugum saman hljóm- aði í eyrum hans. Gvendur naut þeirrar menntunar sem títt var í þá daga, farskóla sem þá var á Brekku, ávallt hjá úrvals kennurum. Framhaldsmenntunin var skóli lífsins. Hann var ekki maður bókarinnar, heldur kraftmik- ill ákafamaður, sem hafði mestan unað af vinnunni. Þáttaskil verða í lífi Gvendar, þegar Erlendur fósturbróðir hans giftist Kristínu Sigurðardóttur og þau kaupa jörðina Vatnsleysu. Þá hófst fallegt og kærleiksríkt sam- starf, þegar Gvendur gerðist vinnu- maður hjá þeim hjónum. Á Vatns- leysu eignaðist hann skjól, sem aldr- ei fauk í og entist til hinstu stund- ar. Fimm kynslóðir hafa notið hans í þeirri fjölskyldu. Gvendur átti hvorki konu né börn. Þó átti hann mörg börn, þau hænd- ust að honum og áttu þar hollan vin. Ég minnist þess hvað við systk- inin sem ólumst upp með honum sóttum eftir að vera í návist hans og hvað gott var að stinga litlum lófa í sterka hönd hans og finna hlýjan straum kærleika. Þá var hann einkar laginn að virkja okkur til hjálpar við bústörfin. Meðan hann var á Vatnsleysu átti hann ríflega hálft hundrað fjár og tvo til þijá hesta. Hvert vor að loknum sauðburði vann hann við vegagerð undir stjórn Jóns bróður síns á Laug, sá-vegur var frá Brúará að Hvítá við Bláfell. Alltaf var hann kominn heim fyrir slátt. Þegar sæluhúsið í Hvítárnesi var reist tók Gvendur að sér að flytja efnið í það á hestum og feija það yfir Hvítá ásamt vini sínum. Þetta hús átti.svo oft eftir að verða nátt- staður hans. Árið 1946 kaupir hann jörðina Kjarnastaði, sem hafði verið i eyði. Þurfti því að taka til hendinni bæði hvað varðar hús og ræktun. Fyrstu árin hafði hann aðstöðu á Vatns- leysu, flutti síðan og varð einsetu- maður, hafði þó nokkur sumur kaupadrengi sér til aðstoðar. Hann hafði lítið gert að því að vinna inn- anhússtörf. Oft bar gesti að garði og undruðust menn hvað allt var hreint og góðgerðir rausnarlegar. Gvendur var fastheldinn á gamlar venjur, notaði hestaverkfæri lengst alla manna hér í sveit. Undarlegt var þó hvað honum gekk vel að heyja, enda vinnudagur oft langur. Tímarnir breytast og kraftamir dvína. Því kom hjálp frá vesturbæj- arheimilunum á Vatnsleysu æ meir inn í búskapinn á Kjarnastöðum. Þaðan fékk hann aðstoð og aðhlynn- ingu eftir þörfum. Fyrir það var hann þakklátur. Ég sé Gvend fyrir mér á fögru vorkvöldi, halla sér fram á stafinn við bæjarhólinn á Kjarnastöðum. Hann skimar fránum augum, lömb- in leika sér í túnjaðrinum kringum mæðumar. Hann teygar ilminn úr jörðinni sem hann stendur á og fyll- ist sælu þegar augað nemur alla þá fegurð sem víðáttan og fjallahring- urinn skapa. En augað nemur alltaf staðar á einu fjalli, það er Bláfell. Að baki því býr töfradýrðin, öræfin, afrétt- urinn þangað sem var haldið vor og haust til smölunar áratugum saman og alltaf veitti það jafn mikla lífsfyllingu. Og tilhugsunin um kind- urnar og öræfin, gat bægt frá hugs- uji einsemdar sem án efa sótti að á löngum vetrarkvöldum. Gvendur var þekktur langt út fyrir sína heimabyggð fyrir hesta- kaup. Alltaf varð hann að fá millig- jöf, því hans hestar vom ævinlega betri. Ef ekki komu til peningar voru ótmlegustu hlutir látnir koma í staðinn. Margá vini eignaðist Gvendur meðal hestamanna. Hvítu hestarnir hans Svanur og Sörli voru eiginlega æskuástin hans. Þegar hann þeysti á þeim um gmndir á svifmjúku tölti fór sælutilfínning um sálina. Slíku er ekki hægt að lýsa. Þeir hefðu ekki verið falir fyrir skíra gull. Gvendur var fyrst og fremst bóndi. Þó hugsunin væri komin á flug síðustu mánuði, voru það alltaf hestarnir og kindumar, vinirnir sem alltaf mátti treysta og hægt var að tala um. Fóstursysturina Þóru mat hann mikils. Hún var honum hollráð, átti oft við hann símtöl, auk þess sem hann dvaldi hjá henni um það bil viku vor og haust. Nú saknar hún vinar í stað. Ég hef kosið að geta sem minnst um okkar persónulegu samskipti sem mörkuðust af hans hálfu af tryggð, drengsRap og umhyggju. Eg, fjölskylda mín og þeir sem ólust upp með honum og þeirra fjöl- skyldur kveðjum Gvend hinstu kveðju. Og við vitum að hann fær laun sín greidd fyrir fagurt líf. Bjöm Erlendsson. t Innilegar þakkir færum vifi öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför elskulegs sonar okkar, bróður, mágs og frænda, ÞORSTEINS JENSSONAR íþróttakennara. Margrét Gufimundsdóttir, Jens Kristjánsson, Sigriður Jensdóttir, Emii Hauksson, Guðmundur Jensson, Sigrfður Stefánsdóttir, Erlingur Jensson, Line-Maria Hansen, Freyja, Viðar, Margrét, Ingvi og Rúnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.