Morgunblaðið - 24.02.1994, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 24.02.1994, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1994 41 Minning Elín Guðbjörg Sveinsdóttir Fædd: 7. júlí 1898 Dáin: 29. desember 1993 Tengdamma mín, Elín Guðbjörg Sveinsdóttir, Álfheimum 8 í Reykja- vík, andaðist á Landspítalanum 29. desember síðstliðinn 95 ára að aldri. Mig langar að fara um Elínu fáein- um orðum, þótt seint sé, enda er hún mér og flestum öðrum er til hennar þekktu einkar minnisstæð. Elín átti mikið andlegt og líkam- legt þrek; var sívinnandi langt fram á elliár, enda kvik í hreyfíngum og grönn. Elín var kona alvörugefin, en átti líka mannlega hlýju í ríkum mæli og gat brugðið fyrir sig græskulausu gamni. Hún var hógvær og kurteis, en gat verið ákveðin ef því var að skipta; aðfinnslur hennar meira í ætt við umhyggjusemi en nöldur og kvartanir. Jafnframt voru greiðvikni og gjafmildi ríkir þættir i eðlisfari hennar, þótt aldrei bæri hún há laun. Nutu margir þessara eðlis- kosta hennar, þar á meðal ég og mín fjölskylda. Elín fæddist á Reyni í Mýrdal 7. júlí 1898. Voru foreldrar hennar hjónin Gróa Guðmundsdóttir (f. 1859, d. 1905) og Sveinn Sigurðsson (f. 1855, d. 1910) bóndi þar. Voru böm þeirra auk Elínar: Guðmundur (f. 1884), lést innan mánaðar; Guð- ríður (f. 1886) húsfreyja í Vík og Reykjavík; Ásgeir (f. 1889) dó það sama ár; Ólöf (f. 1891) dó ung; Ás- geir (f. 1895) drukknaði ungur við sjóróðra; og Ágúst (f. 1895) verka- maður lengst af í Keflavík, lifði til hárrar elli. Ekki var heiglum hent að færa björg í bú af miðunum út af hafn- lausri sandströnd Suðurlands frá sveitabæjum í Skaftafellssýslum, og alltof oft tók Ægir sinn toll í manns- lífum, þótt gjöfull væri; en Ásgeir bróðir Elínar drukknaði ungur við sjóróðra og ennfremur dóu báðir for- eldar hennar meðan hún var enn innan við fermingu. Hljóta slíkir at- burðir í lífi ungrar stúlku að hafa áhrif á ómótaða unglingssál, en Elín brotnaði ekki undan þessum þunga og aldrei var ég var við beiskju í fari hennar. Þegar móðir Elínar dó sá hún um heimili föður síns, en við fráfall hans tóku hjónin á hinni hálflendunni á Reyni hana í fóstur næstu fjögur árin. Hétu þau Sigríður Brynjólfs- dóttir og Einar Brandsson. Reyndust þau Elínu sem bestu foreldrar og taldi hún það mikið lán að hafa feng- ið skjól hjá þeim á þessum mótunará- rum. Ekki var fjölbreytt atvinna í boði á fyrstu áratugum aldarinnar fyrir ungar stúlkur, síst þær sem stóðu uppi einar síns liðs; því síður kom til greina að setjast á skólabekk, þó að góðar gáfur og vilji væri fyrir hendi. Þar réðu peningamálin og ald- arandinn úrslitum. Þegar Elín fluttist frá Reyni, gerð- ist hún því vinnukona í Norður-Vík á árunum 1914-15 og í Suður-Vík 1915-18, en fór þá til Reykjavíkur og vann þar ýmis störf á vetuma, en var kaupakona í sveit á sumrin. Elín giftist 12. október 1921 Þór- arni Auðunssyni (f. 15. mars 1892) frá Eystri-Dalbæ í Landbroti. Áttu þau heima í Eystri-Tungu 1921-22, en þá fóru þau að Fagurhlíð í sömu sveit. í Fagurhlíð byggðu þau upp öll hús bæði fyrir fólk og fénað og bættu jörðina á margan annan hátt. Meðal annars leiddu þau bæjarlæk- inn gegnum kjallarann á nýreistu íbúðarhúsi og komu þar fyrir 6 KW túrbínu, sem gekk fram yfir 1970, einni þeirri fyrstu á sveitabæ á land- inu. Var rafmagnið notað til ljósa, hitunar og eldunar, enda enginn reykháfur á íbúðarhúsinu. Voru Skaftfellingar í fararbroddi um raf- lýsingu frá heimarafstöðvum á þess- um árum. Þau Elín og Þórarinn bjuggu í Fagurhlíð til ársins 1940, er þau fluttu búferlum í Mosfellssveit, en á þeim tíma var uppgangur í landbún- aði í sveitunum umhverfis Reykjavík, enda nutu þær nálægðar við stærsta markað landsins í ört vaxandi höfuð- borg og átti það ekki síst við um mjólkurframleiðsluna. Hins vegar voru aðdrættir og samgöngur allar enn með því örðugasta í Skaftafells- sýslu á þessum árum sökum vega- lengdar, óbrúaðra stórfljóta og hafn- leysis. Þau Elín og Þórarinn voru fyrst í ráðsmennsku hjá Eiríki Ormssyni og hans íjölskyldu á Skeggjastöðum í Mosfellsbæ í fjögur ár. Eftir það áttu þau heima í eitt ár á Úlfarsá og Markholtsmelum, en hófu síðan að reisa nýbýlið Láguhlíð 1945 úr landi Lágafells, er Thor Jensen átti. Fluttu þau í Láguhlíð 1946. í Hlíð reistu þau Elín og Þórarinn eigin höndum og með dyggri aðstoð bama sinna íbúðarhús, þurrheys- hlöðu með votheysgryfjum og fjós, og voru mannvirki þessi sambyggð, en slíkt byggðarlag var algengt um þessar mundir. Auk þess byggðu þau hænsnahús með geymslu og lítið fjár- hús. Þórarinn lagði allar raflagnir sjálf- ur og þau leiddu líka heitt vatn í bæinn og Jjósið og komu upp súg- þurrkun með heitum blæstri. Þá ræktuðu þau og Sveinn sonur þeirra síðar nálega hvem lófastóran blett á jörðinni, rúmlega 20 ha, tíndu grjót úr skriðum og létu ræsa fram mýr- ar. Var mjög vandað til allra fram- kvæmda í Hlíð og umgengni öll hin snyrtilegasta. Enda þótt mjólkurframleiðslan væri gildasti þátturinn í búskap þeirra Elínar og Þórarins, lögðu þau einnig stund á aðrar búgreinar,'svo sem eggjaframleiðslu og rófna- og kartöflurækt, enda bauð nálægðin við þéttbýlið upp á slíka búskapar- hætti. Komrækt reyndu þau enn- fremur um tíma sem forræktun fyrir túnræktun og áttu nokkra tugi sauðkinda. Hlíð var lítil jörð og bauð ekki upp á stórkostleg umsvif, en með alúð og útsjónarsemi tókst þeim Elínu og Þórami að reka þar ágætt bú á þeirr- ar tíðar mælikvarða. Þau fóm vel með skepnur og voru samhent og dugleg og nutu hjálpar barna sinna við bústörfin. Elín og Þórarinn eignuðust fjögur börn: Valgerði (f. 1922), húsmóður, ekkja Stefáns Guðjónssonar verka- manns. Eignuðust þau tvær dætur, Dóm og Kristjönu, en misstu einn son ungan. Valgerður átti áður Elínu Sigurðardóttur; Guðlaugu Guðnýju (f. 1925), sérleyfishafa og rútubíl- stjóra, ekkju Ingvars Sigurðssonar sérleyfishafa. Eignuðust þau tvo syni, Þór og Sigurð, og tvær dætur, Sigríði og Elínu; Olöfu (f. 1928), kennara við Langholtsskóla. Fyrrver- andi eiginmaður hennar er Árni Jó- hannsson verktaki. Eiga þau tvo syni, Ágúst Þór og Guðjón, og tvær dætur, Guðbjörgu Gígju og Jóhönnu Hörpu; Svein (f. 1931), fyrst bónda í Láguhlíð og síðar í Kolsholti vestra í Villingaholtshreppi í Flóa. Eigin- kona hans er Halla Aðalsteinsdóttir. Eiga þau tvo syni, Þórarinn og Aðal- stein, og tvær dætur, Elínu Bjarn- veigu og Öldu Agnesi. Eg sá Þórarinn aldrei, en honum er lýst svo, að hann hafi verið hægur í fasi og yfirvegaður, hár og grannur og fríður í andliti. Léku flest verk í höndunum á honum. Fyrrverandi tengdasonur þeirra hjóna, Árni Jó- hannsson, viðhafði þau orð í mín eyru, einu sinni þegar búskapinn í Hlíð bar á góma, að Þórarinn hefði verið „bóndi af lífi og sál“. Þórarinn Auðunsson hafði verið við nám í unglingaskólanum í Vík, en var líka víðlesinn og sjálfmennt- aður, sér í lagi á svið raffræði og raflagna. Hafði hann unnið við þá iðn sem ungur maður á vegum Hall- dórs Guðmundssonar og Bjarna Run- gólfssonar í Hólmi og í tengslum við það starf komið í flestar sveitir lands- ins. Hann var og ungmennafélags- maður og hafði kennt sund í Land- broti. Ekki nutu Þóarinn og Elín lengi ávaxta verka sinna í Hlíð. Þórarinn hafði um árabil verið heilsuveill, og lést 24. júní 1957. Flutti Elín um það bil ásamt dótturdóttur sinni, El- ínu Sigurðardóttur, sem var alin upp í Hlíð hjá afa sínum og ömmu, fyrst í Drápuhlíð 17 til Guðlaugar og Ing- vars og síðan í Álfheima 8 til Ölafar dóttur sinnar og Áma tengdasonar síns. Hins vegar tók Sveinn sonur Elínar og Þórarins við búinu í Hlíð ásamt eiginkonu sinni Höllu Aðal- steinsdóttur, en þau hjón bjuggu í Hlíð til ársins 1969, er þau seldu jörðina og festu kaup á Kolsholti vestra í Flóa, og hafa búið þar síð- an. Var þá þéttbýlismyndun mjög farin að þrengja að bændum í Mos- fellssveit. Því fer fjarri að Elín hafi sest í helgan stein, þó að hún væri komin í skjólið hjá dóttur sinni og tengda- syni. Þau Ólöf og Ámi unnu bæði úti, enda fjölskyldan stór og nýbúið að reisa raðhús í Álfheimunum. Hvíldi því heimilishaldið mjög á herð- um Elínar jafnframt því sem hún ól upp dótturdóttur sína og nöfnu og tók þátt í uppeldi barna Ólafar og Áma. Annars voru þær mæðgur Elín og Ólöf samrýndar um flesta hluti og samtaka um öll heimilisstörf, milli þeirra ríkti trúnaðartraust; en þrátt fyrir miklar annir fann Elín samt tíma til að sinna hugðarefnum sínum: starfa með Kvenfélagi Lang- holtssóknar, hlusta á útvarp, lesa og prjóna. Þá ferðaðist hún nokkuð um landið á efri árum sínum og fór meira að segja til Grikklands. Þar að auki gerði hún sér far um að heimsækja vini og ættingja og alveg sérstaklega þá sem áttu við einhver bágindi að stríða. Til að mynda leit hún oft inn til kjörmóður sinnar, þegar hún bjó ein ekkja í Sólheimum, við hnignandi heilsu. Eftir að við Elín Sigurðardóttir fórum að vera saman, var það sér- stök en jafnframt ánægjuleg lífs- reynsla fyrir mig, sem kom úr lítilli fjölskyldu, að kynnast heimilisbragn- um í Álfheimum 8, meðan börnin voru enn öll heima. Það var ekki ein- asta að fjölskyldan væri stór, heldur var líka mjög gestkvæmt á hemilinu. Þar komu næstu nágrannar, vinir og ættingjar og fólk úr fjarlægum landshornum, sumir jafnvel til að gista meðan þeir ráku erindi sín í höfuðstaðnum. Þar var alltaf einhver að koma eða einhver að fara. Minnti heimilið einna helst á stórbýli í þjóð- braut héma áður fyrr. Öliu þessu fólki sinnti Elín af stakri alúð og sömuleiðis Ólöf, þegar hún var ekki að vinna utan heimilis. Það var ævinlega matur handa öllum, kaffi á könnunni og eitthvað góms- ætt með því svo sem pönnukökur, kleinur, heimabakað flatbrauð og fleira í þeim dúr. Og þótt mikið væri að gera, gaf Elín sér samt tíma til að setjast niður stundarkom og spyija gestina almæltra tíðinda og ræða landsins gagn og nauðsynjar. Hafði Elín einstakt lag á að láta öll- um líða vel er voru nálægt henni, t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA BJÖRNSDÓTTIR, Brekastig 24b, áöur til heimilis í Klöpp, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin fró Landakirkju Vestmannaeyja laugardaginn 26. febrúar kl. 14. Georg Þ. Kristjánsson, Kristrún Harpa Rútsdóttir, Björn Kristjánsson, Margrét Sigrún Skúladóttir, Guöfinna S. Kristjánsdóttir, Hafsteinn Stefánsson, Margrét G. Kristjánsdóttir, Reynir S. Jóhannesson, Drffa Kristjánsdóttir, Björn Þorgrímsson, Mjöll Kristjánsdóttir, Sigurjón Birgisson, Óðinn Kristjánsson, Hulda Saeland Árnadóttir, Þór Kristjánsson og barnabörn. jafnt ungum sem öldnum, enda var kynslóðabilið svokallað óþekkt fyrir henni. Þá átti Elín auðvlet með að laga sig að breyttum aðstæðum og tímum, eins og lífshlaup hennar ber glöggt vitni og kynnast nýju fólki með ólík viðhorf og bakgmnn. Börnin uxu úr grasi, urðu fullorð- in og stofnuð sín eigin heimili; ég og mín kona fluttum norður í land; Elín var ekki unglamb lengur, en heimilishaldið í Álfheimum 8 tók engum sýnilegum breytingum við það. Þar var iðulega margt um mann- inn. Barnabörn Elínar gátu komið með sín börn í pössun í Álfheima, ef þann- ig stóð á, ellegar fengið þar inni um stundarsakir með fjölskyldur sínar, meðan beðið var eftir varanlegu hús- næði. Þá gistum við, ég og mín fjöl- skylda, iðulega í Álfheimum, þegar við komum í bæinn. Og þegar sonur minn og dóttir fóru að ferðast á eig- in spýtur, lá leið þeirra oft þangað. Elín Sveinsdóttir var kirkjurækin, en bar ekki trú sína á torg. Hún fylgdist vel með þjóðmálabaráttunni allt til loka og hafði mjög fastmótað- ar skoðanir sem hún gat varið og rökrætt. Ung að árum drakk hún í sig hugsjónir ungmennafélagshreyf- ingarinnar. Hún var alla tíð stök bindindiskona; áleit áfengi og tóbak og önnur vímuefni leiða til ófarnað- ar. Þar var hún viss í sinni sök eins og á svo mörgum sviðum. Elín hafði mikinn skilning og samúð með sveitafólki, lífsbaráttu þess og kjör- um. Hún fylgdi Framsóknarflokkn- um að málum og ekki þótti mér lak- ara að skoðanir okkar tengdamömmu skyldu fara saman að þessu leyti. Hins vegar var hún misánægð með forystu flokksins eins og gengur, en það er einmitt einkenni þeirra sem heilir eru í pólitík að gera meiri kröf- ur til sjálfs sín og eigin liðsmanna en andstæðinganna. Síðasta rúma eina og hálfa árið sem Elín lifði bjó hún við hnignandi heilsu, en hafði jafnan áður á lífsleið- inni verið einkar heilsuhraust. Hún var þá stundum á sjúkrahúsi, en náði tímabundnum bata á milli, kom heim og reyndi að sinna störfum sín- um. í júlí í sumar fór Elín svo í síð- asta sinn í upphlutinn sinn og hélt upp á 95 ára afmælisdaginn sinn í hópi vina og ættingja. En leiðin var orðin löng og starfið mikið að vöxtum og ellin beygir alla að lokum, jafnvel styrkustu stofna. Það er gangur lífs- ins, því lögmáli verðum við öll að lúta. Elín lést 29. desember síðastliðinn eins og áður segir. Hún var jarðsung- in .frá Landakotskirkju 6. janúar af sr. Sigurði Hauki Guðjónssyni. Fé- lagar úr Karlakómum Fóstbræðrum sungu við jarðarförina og var Árni Jóhannsson einn meðal söngmanna, en milli hans og Elínar ríkti ætíð gagnkvæm vinátta. Var athöfnin öll einstaklega falleg, bæði orð prestsins og söngurinn. Þótt Elín hefði aldrei mikil manna- forráð um dagana, var fjölmenni við útförina, erfidrykkjuna í Safnaðar- heimili Langholtssóknar og í Foss- vogskirkjugarði, þar sem hún var lögð til hinstu hvílu við hlið eigin- manns síns. Sýnir það betur en orð fá lýst, hve Elín Guðbjörg Sveinsdótt- ir var mörgum kær. Magnús Óskarsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Maríubakka 22, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 25. febrúar kl. 15.00. Ellert Jensson, Helga Auðunsdóttir, Kolbeinn Sigurðsson, Vilborg Auðunsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÖKULL SIGURÐSSON, Vatni, Haukadal, Dalasýslu, verður jarðsunginn frá Stóra-Vatns- hornskirkju laugardaginn 26. febrúar kl. 14.00. Sætaferðir frá BSÍ kl. 10.00. Hugrún Þorkelsdóttir, Sigrún Sóley Jökulsdóttir, Ólafur Bjarni Stefánsson, Jörundur Jökulsson, Sigrún Sigurðardóttir, Sigurður H. Jökulsson, Helga H. Agústsdóttir, Auður Edda Jökulsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson og barnabörnin. + Faðirokkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGILL GUÐJÓNSSON vörubifreiðastjóri, Rauðholti 11, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 26. febrúar kl. 13.30. Svanborg Egilsdóttir, Sigfús Ólafsson, Páll Egilsson, Guðjón Egilsson, Stefán R. Egilsson, Pálmi Egilsson, Gunnar Egilsson, Guðríður Egilsdóttir, Sigrún Egilsdóttir, Sigríður Egilsdóttir, Hanna B. Bjarnadóttir, Ólína Maria Jónsdóttir, Katrin Ríkharðsdóttir, Heiðdís Þorsteinsdóttir, Sæunn Lúðvíksdóttir, Guðmundur B. Sigurðsson, Stefan Persson, Guðmundur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, BRYNDÍSAR GUÐRÚNAR ANDERSEN, Hraunbæ 30. Mogens Markússon, Sigþór H. Markússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.