Morgunblaðið - 24.02.1994, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
Morgunblaðiö/Kúnar Pór
Leikfimikennarinn geðþekki Kári Árnason og Gísli Jónsson eigandi Sjallans í syngjandi sveiflu
ásamt gestum.
Syngjandi skagfirsk
sveifla í Siallanum
Skemmtanir
Margrét Þóra Þórsdóttir
Látum sönginn hljóma heitir
söngdagskrá sem frumsýnd
var í Sjallanum á Akureyri nýlega
og verður hún sýnd á laugardags-
kvöldum í vetur. Það er árviss við-
burður í Sjallanum að bjóða upp á
slíkar skemmtanir á þessum tíma
og nú verður það sveiflukóngurinn
skagfirski Geirmundur Valtýsson
sem hreiðrar um sig í þessu fom-
fræga húsi það sem eftir lifir vetrar
ef marka má viðtökur frumsýning-
arkvöldið. Með Geirmundi stíga á
svið valinkunnir hljómlistarmenn og
söngvarar.
Boðið er upp á þríréttaða máltíð
fyrir sýningu, hvítvínsbætta sjávar-
réttasúpu, sinnepsgljáðan lamba-
hrygg með smjörsteiktum sveppum
og hasselbackkartöflu og súkkulaði-
frauð með Grand Mamiersósu.
Kostar máltíðin ásamt sýningunni
og dansleik með hljómsveit Geir-
mundar 3.900 krónur.
Gestir í námunda við undirritaða
virtust á einu máli um að máltíðin
hefði verið afar vel heppnuð og
höfðu á orði að þeir hefðu aldrei
fengið jafnbragðgóðan mat í Sjall-
anum og þetta kvöld og þá var þjón-
ustan einstaklega lipur. Súpan var
matarmikil, full af rækjum og
hörpuskel og bragðaðist afskaplega
vel. Lambahiyggurinn reyndist Ijúf-
meti og skammturinn svo vel úti
látin að huhgraður bóndi nýkominn
úr fjósi hefði án efa ekki torgað
meiru. Súkkulaðifrauðið bráðnaði í
munni rétt í þann mund sem ungl-
ingnum Geirmundi Valtýssyni var
varpað svart hvítum á tjald við svið-
ið syngjandi hástöfum Bíddu við,
fyrsta Iagið sem hann gerði vinsælt
og þeir sem hvað oftast báðu um
það í óskalögum unga fólksins fyrir
margt löngu eru vist enn að biðja
um það í þætti Hermanns Ragnars,
Ég man þá tíð, eða svo sagði kynn-
ir kvöldsins Bjarni Hafþór Helgason
sem lék á alls oddi í kynningum
sínum.
1 kjölfarið kom hvert lagið á fæt-
ur öðru þar sem skagfirska sveiflan
var í öndvegi; Nú er ég léttur, Með
vaxandi þrá, Lífsdansinn og eftir
því sem á leið magnaðist fyörið í
salnum þar til svo var komið að
dansfíklar gátu ekki hamið sig,
stóðu á fætur og dönsuðu af innlif-
un. Þá var þess ekki langt að bíða
að Ieiðin lægi upp á stóla og allra
mestu stuðboltarnir
dönsuðu á borðum.
Fram kom hjá kynni
kvöldsins að gera
mætti ráð fyrir að
um 2,5 milljónir ís-
lendinga hefðu verið
á balli með Geir-
mundi í gegnum tíð-
ina, enda hefur hann
leikið nánast í hveiju
samkomuhúsi lands-
ins þannig að ekki
er að undra þó fólk
þekki lögin og taki
hraustlega undir.
Þrír söngvarar
koma fram með
Geirmundi, Helga
Möller, Ema Gunn-
arsdóttir og Ingvar „ . .
Grétarsson og áttu Ge.rmundur
þau sinn þátt í hversu vel tókst til
að ná upp ijörinu í salnum, það
þarf einstök dauðyfli til að hrífast
ekki með þegar fjórmenningamir
fóru á flug. Magnús Kjartansson
stjómar hljómsveit Geirmundar af
sinni alkunnu snilld, en auk hans
lögðu þeir Vilhjálmur Guðjónsson
og Þorsteinn Kjartansson sveitinn
lið.
Þegar hafa nokkur starsmanna-
í þjóðhátíðarstemmningu.
félög, saumaklúbbur og fleiri hópar
bókað sig á Geirmundarsýningu
Sjallans og óhætt er að fullyrða að
þessir hópar verða ekki fyrir von-
brigðum.
Helga Möller og Erna Gunnarsdóttir áttu góða spretti í sýningunni.
Reuter
Jim Sheridan með Gullbjörninn og Crissy Rock með Sifurbjörninn.
Fyrir miðju stendur Terry George handritshöfundur „In the Name
of the Father“.
VIÐURKENNIN G
Jim Sheridan
hlaut Gullbjörnhm
Árlega er þess beðið með mikilli
eftirvæntingu hver hlýtur viður-
kenninguna Gullbjörninn fyrir aðild
sína að kvikmyndum. Að þessu sinni
var það breski leikstjórinn Jim
Sheridan sem hreppti verðlaunin
fyrir myndina „In the Name of the
Father“. Breska leikkonan Crissy
Rock hlaut hins vegar Silfurbjörn-
inn sem besta leikkonan í kvik-
myndinni „Ladybird, Ladybird".
Verðlaunaafhendingin fór fram 21.
febrúar sl.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Nokkrir nemendur lærðu andlitsförðun eða -málun en aðrir nutu
góðs af. Hér má sjá Svölu Dröfn Sigurjónsdóttur mála andlit Hebu
Hannesdóttur, en Tinna Garðarsdóttir fylgist með. Fremst hægra
megin er Hildur Hilmarsdóttir að mála Olaf Daða Eggertsson. Fyr-
ir miðri mynd sést Lilja Sigurgeirsdóttir mála Ingu Kristinu Kjartans-
dóttur, en Sandra Salvör Kjartansdóttir fylgist með.
NEMENDUR
Fjölbreytt starf-
semi í Foldaskóla
Nemendur Foldaskóla í Grafar-
vogi héldu árlega þemaviku
14.-18. febrúar í samvinnu við fé-
lagsmiðstöðina Fjörgyn. Um 330
nemendur mynduðu fjórtán hópa
og fór verkefnavinna fram í Fjörg-
yn, skólanum og úti í bæ. „Þetta
er annað árið í röð sem við höldum
þemaviku sem þessa. Þetta er mjög
skemmtileg tilbreyting og tókst í
alla staði mjög vel,“ sagði Steinþór
Gestsson, forstöðumaður Fjörgynj-
ar, í samtali við Morgunblaðið.
Yfirskrift þemavikunnar var 50
ára afmæli lýðveldisins og því
kynntu nemendur sér tískuna sl.
50 ár, íslenskar kvikmyndir, tækni-
framfarir, íslenska tónlist og fleira.
Einnig var nmendum kennd silki-
málun, málm- og trésmíði, leiklist,
myndlist, matreiðsla, förðun og
myndbandagerð. Þar sem einn hóp-
urinn var að undirbúa útvarpssend-
ingar heimsótti hann flestar út-
varpsstöðvamar til að kynna sér
hvernig slik starfsemi færi fram.
Verður sent út á fm 104,5 dagana
21.-25. febrúar.
Þeir voru í málm- og trésmíðadeildinni, Hrafn Garðarsson, Kjartan
Sveinsson, Brynjólfur Gísli Gíslason og Guðmundur Berg Hjaltason
við líkön af húsum. Útbúin höfðu verið þjófavarnarkerfi sem flaut-
uðu ef gluggi var opnaður eða dyr.