Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
45
SAMmí
ÁLFABAKKA 8, SfMI 78 900
SAMmí
I
«€B€C
SNORRABRAUT 37, SÍMI 25211 OG 11384
SAMm I
.s:u/bio
ÁLFABAKKA 8, SfMI 78 900
AVALLT I FARARBRODDI IVIEÐ AÐAL MYNDIRNAR
FRUMSÝNUM STÓRMYNDINA FRUMSÝNING Á STÓRGRÍNMYNDINNI
SVALAI
Sannsöguleg grínmynd
„COOL RUNNINGS“ er sannsöguleg grínmynd
„COOL RUNNINGS" Ólympíulið Jamaica á hálum ís
„COOL RUNNINGS" svellköld grínmynd
„COOL RUNNINGS" grínmynd sem segir sex
ÞESSA GRÍNMYND VERÐA ALLIR AÐ SJÁ - HÚN ER FRÁBÆR!
Aðalhlutverk: Leon, Douge Doug, John Candy, Rawle Lewis.
Framleiðandi: Dawn Steel. Leikstjóri: Jon Turtel-Taub.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
ALADDIN
Sýnd kl. 5 og 7.
m/ísl. tali
SKYTTURNAR ÞRJAR
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
FULLKOMINN HEIMUR FRELSUM WILLY
Sýnd kl. 9.
Sýnd kl. 5 og 7.
THE HOUSE OF THE SPIRITS
HUSANDANNA
★ ★★1/2SV. MBL. ★★★1/2HK. DV.
★ ★★★HH. PRESSAN ★★★★JK. EINTAK
Við hjá Sambíóunum erum stolt af að frumsýna núna þessa frá-
bæru stórmynd, sem hefur farið sigurför um alla Evrópu og er þeg-
ar orðin mest sótta mynd allra tfma í Danmörku.
Myndin er byggð á sögu eftir Isabel Allende.
„THE HOUSE OF THE SPIRITS“ - MYND ÁRSINS 1994
Aðalhlutverk: Jeremy Irons, Glenn Close, Meryl Streep, Winona
Ryder. Byggð á sögu eftir Isabel Allende. Framleiðandi: Bernd
Eichinger. Leikstjóri: Bille August.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 10.30.
ATH.: Sýnd kl. 7 og 10.30 í sal 2! B.i. 16 ára.
1 1 IjM
Sýnd kl. 4.40,6.50,9 og 11.10.
ALADDIN
Sýnd kl. 5
m/tsl. tali.
Aðalhlutverk: Robin Williams, Sally Field, Plerce Brosnan og Harvey
Fierstein. Leikstjóri: Chris Columbus (Home Alone 1 og 2).
★ ★★ViWIBL ★★★'AMBL ★★★’ÆMBL
Myndin hefur notið griðarlegrar aðsóknar í Bandaríkjunum og það
er auðvelt að sjá hvers vegna. Hún er mjög skemmtileg, fjörug og
fyndin svo maður skeliir uppúr og Williams er í banastuði... ★★*'/;
Al. MBL.
★ ★★DV ★★★DV ★★★DV
Það er varla hægt að hugsa sér betri skemmtun fyrir alla fjölskyldu-
meðlimi en að fylgjast með hinni þrifalegu Mrs. Doubtfire...
★ ★★DV.
Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15.
FRUMSYNUM MYND ARSINS 1994
lllllllllllllllllllllllllllll M11111■1111111llll11111 llll I
Afsökrniarbeiðnin
★ ★★1/2SV. MBL. ★★★1/2HK. DV.
★ ★★★HH. PRESSAN ★★★★JK. EINTAK
„THE HOUSE OF THE SPIRITS" - stórmyndin, sem byggð er á sögu
eftir Isabel Allende.
„THE HOUSE OF THE SPIRITS" - myndin, sem farið hefur sigurför
um alla Evröpu.
Aðalhlutverk: Jeremy Irons, Glenn Close, Meryl Steep, Winona
Ryder. Byggð á sögu eftir Isabel Allende. Framleiöandi: Bernd
Einchinger. Leikstjóri: Bille August.
Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum S. 16 ára.
Illllllllllllllllllllllllllll
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Sagan af Quiju. Sýnd í
Háskólabíói. Leikstjóri:
Zang Yimu. Handrit: Liu
Heng eftir sögunni Mála-
ferli Wanfjölskyldunnar
eftir Chen Yuan Bin. Að-
alhlutverk: Gong Li, Lei
Lao Sheng, Ge Zhi Jun,
Liu Pei Qui, Yang Liu
Zhun.
Kínverskar bíómyndir
hafa verið sérstakur bragð-
bætir í íslensku bíólífi upp á
síðkastið og er Sagan af
Quiju engin undantekning.
Hún er eftir Zang Yimu leik-
stjóra m.a. Rauða lampans
og segir frá staðfastri svei-
takonu er Gong Li, eig-
inkona leikstjórans og
stjarnan í Rauða lampanum,
leikur, sem leitar allra leiða
hjá hinu opinbera til að fá
hreppstjórann í sveitinni til
að biðja hana og fjölskyldu
hennar afsökunar.
Svoleiðis var að hrepp-
stjórinn og bóndi hennar
höfðu deilt með þeim afleið-
ingum að sá fyrrnefndi réðst
á bóndann og sparkaði í
klofíð á honum. Lögreglu-
stjórinn í sveitinni dæmir
hreppstjórann til greiðslu
fésekta en það er ekki málið
fyrir eiginkonunni, sem
finnst að fjölskylda sín hafi
verið lítilsvirt, og hún vill
að hreppstjórinn biðjist af-
sökunar. En hann er stór
upp á sig, heiður er í veði,
hann ætlar ekki að biðja
neina kvensnift afsökunar,
og þar með hefst þrauta-
ganga eiginkonunnar, sem
leitar réttlætis á æ hærri
stigum réttarkerfisins.
Þannig er sagan af Quiju
saga af baráttu hins smæsta
gegn kerfi sem fæst ekki til
að viðurkenna að hrepp-
stjóranum beri skylda til að
biðjast afsökunar, þótt það
að öðru leyti taki málaleitan
hennar vel. Þetta er heill-
andi og skemmtilega sögð
dæmisaga tekin í sveit ög
borg um vetrartímann og
samúð áhorfandans með
eiginkonunni eykst í jöfnu
hlutfalli við fjölda ferða
hennar á vit kerfisins og
eftir því sem nær dregur
barnsburði en hún er kas-
ólétt allan tímann.
Leikstjórinn Yimu hefur
áður skoðað stöðu konunar
í karlaveldinu Kína þar sem
ríkja ströng siða- og hefða-
lögmál. Það er ekki eigin-
maðurinn, sem varð fyrir
árásinni, sem rís upp gegn
óréttlætinu. Hann lætur sér
nægja peningagreiðsluna.
Því er Sagan af Quiju sagan
um sæmd konunnar og
hvernig hún ávinnur sér
virðingu með því að þrjósk-
ast sífellt við og leitar rétt-
ar. Hreppstjórinn verður
fulltrúi karlaveldisins sem
neitar að beygja sig undir
vilja konunnar en undir lok-
in fær sagan óvæntan endi
og glænýtt sjónarhorn, sem
setur söguna í víðara sam-
hengi.
Myndin er byggð á sög-
unni Málaferli Wanfjöl-
skyldunnar eftir Chen Yuan
Bin og er indælis lýsing á
einföldu og einangruðu kín-
versku sveitalífi þar sem rík-
ir vinskapur og samheldni
og stöðugt rýkur upp af
hlóðum og núðluskálum í
andkulinu og gestum öllum
er tekið fagnandi. Yimu not-
ar listilega endurtekningar
í frásögninni af píslargöngu
hinnar óléttu eiginkonu.
Hann sýnir ávallt sömu
löngu leiðina sem konan
þarf að fara tii yfirvalda
aftur og aftur, fyrst í þorp-
ið, svo bæinn, svo borgina,
og alltaf byrjar ferðin á litla
sveitaveginum, sem breikk-
ar í sýsluveg, sem breikkar
í þjóðbraut sem verður að
umferðarnið stórborgarinn-
ar. Það lýsir bæði einangrun
sveitarinnar og leggur
áherslu á þau ósköp öll sem
vanfær konan leggur á sig
fyrir kurteislega afsökunar-
beiðni. Það er ekki hægt
annað en að heillast.
■ SÉRA Þórhallur
Heimisson flytur tvo næstu
laugardagsmorgna, 26.
febrúar og 5. mars, fræðslu-
erindi í Safnaðaratlivarfi
Hafnarfjarðarkirkju, Suð-
urgötu 11, sem hann nefnir
Kristin trú og nýtrúar-
hreyfingar, en hann hefur
kynnt sér þetta efni í fram-
haldsnámi í guðfræði erlend-
is. Erindin hefiast kl.'11.
Að þeim loknum býður sókn-
arnefnd upp á léttan máls-
verð í hádeginu.