Morgunblaðið - 24.02.1994, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
„Sjáðu til, smíðar var ekki það
sem ég kaus helst að leggja fyrir mig.“
Veist þú hvort við erum eitr-
aðar? Eg beit mig nefnilega
í tunguna.
Ást er. . .
\qJ
. .. að vinna í spilakassa.
TM Reg. U.S Pat Otf.—all rights reserved
© 1993 Los Angeles Times Syndicate
Hann bíður eftir ykkur... í
Brasilíu.
HOGNI HREKKVISI
BRÉF TII. BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Hvalurinn
- og falleinkunn fjölmiðla
Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni:
Seint hélt ég að ég ætti eftir að
þurfa að veija blóði drifnu samkom-
una sem kallast AIþjóðahvalveiði-
ráðið.
Rafn Geirdal kemur með óvana-
lega fordómalausa grein um hvala-
málið í bréfi sínu til blaðsins þ. 18.
febrúar sl. Þó hnýtur hann eðlilega
um þau ósannindi sem flestir ís-
lenskir fjölmiðlar hafa linnulaust
borið á borð fyrir íslensku þjóðina.
Rétt er að benda Rafni Geirdal
á að í nokkrum málaflokkum hér á
Iandi búum við íslendingar við
óvanalega sterkt „sovéskt" ástand
í fjölmiðlum. Þetta eru mál sem í
daglegu tali kallast „áfram-ísland“-
málaflokkar. Langstærst þessara
mála nú á síðustu árum er hvala-
málið þar sem íslendingar hafa svo
ótrúlega klúðurslega egnt flestar
siðmenntaðar þjóðir á móti sér í
krafti blindrar hagsmunagæslu og
Shírínovskíjlegrar þjóðernisrembu.
Flestir íslenskir fjölmiðlar, fyrir
utan Morgunblaðið stundum og ein-
staka sinnum Stöð 2, hafa enda-
laust borið þau ósannindi á borð
fyrir þjóðina að AIþjóðahvalveiði-
ráðið sé hvalfriðunarráð, þótt slíkt
sé algjör bábilja því miður. Betur
að svo væri fyrir okkur hvalavini.
Þótt vitað sé að mikill meirihluti
ráðsins sé á móti óheftum hvalveið-
um eða réttara sagt án vísindalegr-
ar forskriftar slíkra veiða varðandi
stærð hvalastofnanna og veiðiþol
og annað í þeim dúr, þá er það því
miður óhagganleg staðreynd í huga
allra sæmilega heiðarlegra áheyrn-
ar- eða sendinefndarfulltrúa sem
setið hafa fundi ráðsins að Alþjóða-
hvalveiðiráðið er hvalveiðiráð því
miður, en ekki hvalfriðunarráð. Ég
vildi svo sannarlega að þjóðar- og
fjölmiðlalygin hefði rétt fyrir sér í
þessu máli. En því er bara alls ekki
að heilsa.
Við Rafn Geirdal og aðra heiðar-
lega sannleiksleitendur í málinu get
ég aðeins sagt í tilefni fyrirspurna
hans í blaðinu:
A. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur
tekið mjög málefnalega afstöðu til
langflestra mála varðandi hvalveið-
ar sem ég þekki. Einu athugasemd-
irnar sem ég gerði við störf þess
lúta að endalausri þjónkun við
ólundarsendinefndir á borð við þá
japönsku, norsku og þá íslensku.
B. Ráðið vinnur fullkomlega í
samræmi við ákvæði Hafréttarsátt-
málans og reyndar gott betur að
mati flestra almennra alþjóðalög-
fræðinga sem eitthvað hafa sett sig
inn í þessi mál.
C. Niðurstöður vísindanefndar
ráðsins hafa í einu og öllu verið
virtar af pólitíska ráðinu. En þjóðar-
lýgisfjölmiðlunin hér heima hefur
talið þjóðinni trú um að svo hafi
ekki verið. Að sjálfsögðu hefur ekki
eitt einasta dæmi verið nefnt um
að svo hafi ekki verið, enda erfítt
að finna slík dæmi.
Ég skora á þá sem mest hafa
borið þessi ósannindi inn í landið,
þá félagana Jóhann Siguijónsson
og aðra hlutdræga og hagsmuna-
tengda vísindamenn í Hafrannsókn-
arstofnun, ásamt hvalafréttamenn-
ina á Sjónvarpinu, þá Pál Bene-
diktsson og Olaf Sigurðsson, að
benda á eitt einasta dæmi þess að
Frá Björgvin Magnússyni:
Ég Geirastaða geng á kletta
glaður með skapið létta
Fljótsdalshérað fysir mig að skoða
fagurt í morgunroða.
Er sólin dátt við Dyrfjöll hlær
döggin glitrar kristalstær
Bjamarey hefur brosin mildu
björtu og sígildu.
Snæfell ber heiðan himinn við
heyri ég Lagarfossins nið
milljónir fugla fljúga og syngja
Fljótsdalshéraðið tekst að yngja.
Sónata þessi sungin er
sveitin kær til dýrðar þér
við lækjarklið og lindanið
langspilið stillir héraðið.
Í tjömum speglast töframyndir
tærar og bláar ótal lindir
fífill og sóley faðmast glöð
friskandi súpa daggarmjöð
bláklukka með brosi ljúfu
blasir við á hverri þúfu.
Hér eru ótal höfuðból
Á Hallfreðarstöðum Páls var skjól
Alþjóðahvalveiðiráðið hafi ekki far-
ið eftir samþykktum vísindanefndar
ráðsins. Það hefur a.m.k. ekki átt
sér stað þau sl. 'átta ár sem ég hef
verið viðloðandi flest ársþing þess.
Það er svo aftur enn önnur hlið
á sovéska ástandinu í fjölmiðlum
hér á landi að hvergi nokkurs stað-
ar á Vesturlöndum byðu fjölmiðlar
lesendum sínum og áhorfendum
upp á frásagnir og „unnin“ viðtöl
eftir fréttamenn sem virðast hafa
það eitt að markmiði sínu áð hatast
út í allt sem lýtur að náttúrufriðun
og dýravernd. En slíkt á sér því
miður víða stað í hinni vanþróuðu
fjölmiðlun hér á landi.
Langverst er hin grímulausa hat-
ursumræða fréttastofu Ríkissjón-
varpsins á hendur öllu sem tengist
okkur hvalavinum eða grænfrið-
ungum. Þar er alltaf aðeins öðru
sjónarmiðinu hampað í málinu.
Framferði heillar fréttastofu sem
þessarar á sér örugglega fáar ef
nokkrar hliðstæður á norðurhveli
jarðar, nema ef vera kynni í Færeyj-
um. Hinir fáu og smáu og úthróp-
uðu hvalavinir þar hafa víst svipaða
sögu að segja og við hér i hinu
bananalýðveldinu í NA-Atlantshaf-
inu. Hlægi þeir sem hlæja vilja að
því. Mér er samt ekki sama.
MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON,
meðlimur í Hvalavinafélagi ís-
lands.
á Héraði fjölmörg blómleg bú
bæði var og eru nú.
Heita sannir höfðingjar
Héraðsbúar alls staðar.
Hér eru yrkisefnin nóg
einkum í Hallormsstaðaskóg.
Guttorm lofar lerkiskógurinn
líka birkið með ilminn sinn.
Sigriin frú og bóndinn Blöndal
bæði þóttu mannval.
Héraðsbúar haust og vetur
hylla Eiða menntasetur
sem að unga fólkið fræðir
fegrar lífið, andann glæðir.
Landið er allt með létta brá
Lagarfljót og Jökulsá.
Héraðsfjöllin föpr og blá
fagna gestum tigin og há
velkomna segja vini alla
vötn á meðan til ægis falla.
Beinageit við Blönduhnúk
brosir og segir tungumjúk
Fljótsdalshérað fagra, bjarta
famist þér fel, þú átt mitt hjarta.
BJÖRGVIN MAGNÚSSON
frá Geirastöðum.
Flj ótsdalshérað
Víkveiji skrifar
Víkveija leiðist óskaplega sú
beygingaleti, sem virðist
þjaka æ fleiri. Það er afar algengt
að á ritstjóm Morgunblaðsins berist
símbréf, þar sem í yfirskrift segir
til dæmis Til: Morgunblaðið, Frá:
Jón Jónsson. Og þessi leti er svo
sannarlega ekki bundin við ýmsa
sendendur símbréfa. Víkveiji fór
fyrir skömmu á veitingahús. Þar
höfðu húsráðendur haft fyrir því
að prenta spjöld á borðin, með text-
anum: Þetta borð er frátekið fyr-
ir: ... og að sjálfsögðu var nafn
gestsins ritað í nefnifalli.
Starfsmenn útvarpsstöðva eru
margir slæmir að þessu leyti, en
leti þeirra er helst bundin við eftir-
nöfn kvenfólks. Þeir tilkynna blá-
kalt að nú hafi verið spilað lag með
Andreu Gylfadóttir, Sigríði Bein-
teinsdóttir eða Sigrúnu Hjálmtýs-
dóttir. Að feður þessara ágætu
kvenna skuli fá að eiga dóttur er
áf 6jr fr‘á,"þeirísltúru',eigá'dóttir.
Skrifari sá á föstudag þátt í Rík-
issjónvarpinu um nýbúa og
framlag þeirra til íslenskrar menn-
ingar. Slík þáttargerð er auðvitað
allra góðra gjalda verð og þátturinn
að mörgu leyti hinn athyglisverð-
asti. Það vakti þó athygli Víkveija,
að jafnvel þó nýbúarnir töluðu hina
ágætustu íslensku, þá var tal þeirra
þýtt. Svo var til dæmis með tal
manns sem rekur veitingahús í
Reykjavík. Hann talaði prýðilega
íslensku, en það var vissulega hægt
að heyra á mæli hans að íslenska
er ekki hans móðurmál. Þýðing var
hins vegar alveg óþörf og farið of-
fari í henni. Þannig svaraði maður-
inn til dæmis, þegar hann var spurð-
ur hvers vegna hann hefði sest að
hér á Iandi, að hann væri kvæntur
íslenskri konu. Þarna þótti þýðand-
anum greinilega ástæða til að bæta
úr, því í textanum á skjánum sagð-
ist maðurinn vera giftur íslenskri
köiiuI'Þáð er gfeinilega á fleiri svið-
um en matreiðslunni sem nýbúarnir
geta kennt íslendingum eitt og
annað.
xxx
Víkveiji ætlaði að bregða sér á
skíði einn mánudaginn fyrir
skömmu, enda var veður þá með
miklum ágætum. Hins vegar kom
á daginn að skíðasvæðið í Skála-
felli var lokað þennan dag og í Blá-
fjöllum var lokað kl. 18. Víkveija
var gefin sú skýring, af manni sem
til þekkir, að ávallt væri lokað í
Skálafelli á mánudögum og lokun-
artíminn í Bláfjöllum væri ákveðinn
með löngum fyrirvara. Þetta þykir
Víkveija með ólíkindum, ef satt er.
Það sem eftir var þessarar viku var
lokað á þessum skíðasvæðum vegna
veðurs og því var búið að svipta
fólk tækifæri til að skreppa á skíði
þennan eina dag sem kom til greina,
bara vegna þess að þetta hefur
verið svona hingað til.