Morgunblaðið - 24.02.1994, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1994
55
VETRAROLYMPIULEIKARNIR I LILLEHAMMER
Glæsileg endurkoma WHts en
Kerrigan stendur best að vígi
VonirTonyu Harding um gullverðlaun urðu að engu eftir skylduæfingarnar
NANCY Kerrigan dansaði undir laginu „Desperate Love“ í skyldu-
æfingum listhlaupsins á skautum í Hamar í gærkvöldi. Samúðin
var með bandarísku stúlkunni, sem hefur verið íheimsfréttunum
að undanförnu eftir að hafa orðið fyrir árás landa sinna tengdum
helsta mótherjanum, Tonya Harding, og hún stendur best að
vígi fyrir frjálsu æfingarnar á morgun, en Harding er úr leik.
Helsta stjarna síðasta áratuginn, þýska stúlkan Katarina Witt,
sýndi að hún hefur engu gleymt og er í sjötta sæti, en leið fyrir
að vera á meðal þeirra fyrstu,sem sýndu æfingarnar. Heims-
meistarinn Oksana Baiul frá Ukraínu var frábær og er í öðru
sæti, en Evrópumeistarinn Surya Bonaly frá Frakklandi var ekki
síðri þrátt fyrir þriðja sætið í gærkvöldi.
Kerrigan fékk fyrsta sætið hjá
sjö dómurum, en tveir tóku
heimsmeistarann fram fyrir. „Þetta
var stórkostlegt," sagði sú banda-
ríska. „Ekkert vandamál kom uppá
og þetta var gaman — ég var svo
sannarlega ánægð með það sem ég
gerði. Ég er enn aum í hnénu, en
það kom hvorki í veg fyrir nauðsyn-
legar æfingar né hindraði mig í
keppninni."
Kerrigan var einnig í fyrsta sæti
eftir skylduæfingarnar í síðustu
heimsmeistarakeppni, en féll síðan
niður í níunda sæti. Þjálfari hennar,
Evy Scotvod, var ánægður. „Æfing-
arnar gengu samkvæmt áætlun og
hún stóð undir væntingum. Áhorf-
endur voru einnig frábærir. Þeir
sýndu skilning á því sem á undan
hefur gengið og stuðningur þeirra
bar þess glögglega merki.“
Katarina Witt, sem sigraði í list-
hlaupi á Ólympíuleikunum 1984 og
1988, sýndi gamla takta og var end-
urkoma hennar glæsileg, þrátt fyrir
að hún hefði tvisvar farið útaf lag-
inu. Hún var fjórða í röðinni, en var
í sjötta sæti að loknum skylduæfing-
um kvöldsins. Hún fékk um 5,2 í
einkunn að meðaltali fyrir tækni.
Tveir dómarar gáfu henni 5,7 og
aðrir tveir 5,6 fyrir listræna tján-
ingu, en svo virtist sem dómararnir
væru að spara hærri tölurnar til
seinni tíma. Þýska stúlkan, sem er
28 ára, var ánægð með árangurinn,
þó fyrir liggi að möguleikar á verð-
launum séu ekki fyrir hendi, en
markmið hennar var að standa sig
og skemmta áhorfendum. „Eftir
fyrsta snúninginn ieið mér mjög
vel,“ sagði Witt. „Ég naut þess að
dansa í takt við tónlistina — naut
augnabliksins. Ég er mjög ánægð
með æfingamar og það sem ég
gerði, en það er erfitt að sannfæra
dómarana. Enda var ég ekki að
þessu fyrir þá, heldur vildi ég vera
með sýningu fýrir áhorfendur. Ég
gerði mitt besta og það eitt skiptir
mig máli.“
Tonya Harding missti stig í lend-
ingu eftir fyrsta stökkið og síðan
varð þrefaldur snúningur aðeins tvö-
faldur, en fyrir bragðið urðu vonir
hennar um gull að engu — og verð-
launasæti reyndar ekki inní mynd-
inni. Hún fékk 5 í einkunn að meðal-
tali fyrir tækni og 5,4 og 5,5 fyrir
útfærsluna.
Harding var ekki eins og hún á
að sér eða eins og Jill Trenary,
Bandaríkjamaðurinn, sem sigraði á
HM 1990, sagði: „Á útfærslu hennar
gat heimurinn séð hvað hún hefur
gengið í gegnum." Bandaríska stúlk-
an var fámál og aðspurð um hvað
hefði farið úrskeiðis svaraði hún:
„Ekkert. Þetta var í lagi.“
Baiul, sem er aðeins 16 ára sigur-
vegari frá HM í fyrra, sýndi mikla
snilli enda gáfu sex dómarar henni
5,9 af 6 mögulegum fyrir útfærsluna
og þulir Eurosport sjónvarpsstöðvar-
innar sögðust ekki hafa séð aðra
eins sýningu síðan hjá Witt á síð-
asta áratug.
Bonaly gerði heldur engin mistök,
en einkunnir hennar voru frá 5,6 til
5,8. „Ég var stíf. Þetta Kerriganmál
hefur sett aukinn þrýsting á mig,“
sagði stúlkan, sem sýndi listir sínar
á svellinu í Laugardal fyrir Ólympíu-
leikana í Albertville.
Gull í augsýn
NANCY Kerrigan frá Bandaríkjunum hafði ástæðu til að brosa eftir að úrslit
voru ljós í skylduæfingum listhlaupsins á skautum í gærkvöldi. Hún fékk bestu
einkunn hjá dómurunum og hér þakkar hún áhorfendum stuðninginn.
Bonnie Blair sigraði glsesilega í 1.000 m skautahlaupi:
Sigursælust bandarískra
kvenna í sögu leikanna
BONNIE Blair var í sérflokki f
1.000 m skautahlaupi kvenna í
gær og sigraði örugglega með
mesta mun í sögu leikanna á
einni mínútu, 28,74 sekúndum,
en heimsmetið, sem er sex
ára, er 1.17,65. Blair, sem sigr-
aði í 500 m skautahlaupi i síð-
ustu viku, hefur þar með unnið
til fimm gullverðlauna á Ólymp-
íuleikum og er sigursælust
bandarískra kvenna í sögu
þeirra.
Anke Baier frá Þýskalandi setti
persónulegt met, bætti sig um
0,3 sek. og fór á 1.20,12, sem
tryggði henni silfrið. Fyrrum heims-
meistari, kínverska stúlkan Ye Qia-
obo Ye, fékk bronsið og þar með
voru fyrstu skautaverðlaun Kína á
leikunum í höfn.
Blair sigraði í Albertville, en. þá
var hún aðeins 0,02 sek. á undan
kínversku stúlkunni. „Þetta var
mikill sigur fyrir mig,“ sagði banda-
ríska stúlkan, „einkum síðustu 600
metrarnir, sem ég fór hraðar en á
undanförnum sex árum. Þetta verð-
ur stór stund í minningunni, en ég
á eftir að koma aftur sem áhorf-
andi,“ bætti hún við, en Blair hefur
tilkynnt að hún ætli að hætta eftir
heimsmeistarakeppnina í ár.
Blair skaut þekktum löndum sín-
um aftur fyrir sig eins og dýfinga-
stúlkunni Pat McCormick, sundkon-
unni Janet Evans og fijálsíþrótta-
stjömunni Evelyn Ashford, sem all-
ar sigruðu fjórum sinnum á Ólymp-
íuleikum, og er eina bandaríska
konan, sem hefur sigrað í fimm
greinum á Ólympíuleikum. Hún
fékk bronsið í 1.000 m skauta-
hlaupi á leikunum 1988 og hefur
unnið til fleiri verðlauna í skauta-
hlaupi á Ólympíuleikum en nokkur
Bandaríkjamaður, en Eric Heiden
fékk fimm gull á leikunum í Lake
Placid 1980. Valery Grishin frá
Sovétríkjunum varði ólympíutitlana
í 500 og 1.000 m skautahlaupi árið
1960 frá 1956 og er Blair fyrst til
að endurtaka leikinn, en hún er sú
eina sem hefur sigrað í 500 m
skautahlaupi og varið titilinn í tví-
gang.
„Arangurinn er eitthvað, sem
mig hefði aldrei dreymt um, en með
tímanum geri ég mér ef til vill grein
fyrir hvað ég hef gert,“ sagði 29
ára gamla konan frá Wisconsin.
„Um leið er síðasti sigurinn líka
dálítið sár, því ég keppi ekki fram-
ar á Ólympíuleikum.“
Blair sagðist hafa farið fram úr
björtustu vonum. „Á fyrstu Ólymp-
íuleikum mínum, 1984. leið mér
eins og ég hefði sigrað þegar ég
varð í áttunda sæti. Mig dreymdi
aldrei um að 10 árum síðar gengi
ég af velli með fimm gull og eitt
brons.“
Ye Qiaobo missti af síðasta tæki-
færinu á gulli og hún gat ekki leynt
vonbrigðum sínum. „Hún á svo
mörg gull, ég veit ekki hvað mörg,“
sagði hún um Blair. „Ég vildi óska
að ég hefði fengið eitt gull, en
draumurinn er úti. Hún er alltaf
heppin á ólympíuári og hún hefur
verið mjög sterk hér.“ Kínverska
stúlkan grét við verðlaunaafhend-
inguna. „Ég grét vegna þess að ég
gat ekki gert mitt besta. Mér þykir
það leitt, en stundum er ég ekki
mjög sterk andlega." Enda hefur
óheppnin fylgt henni. Hún féll á
lyfjaprófi og fékk því ekki að vera
með á ÓL 1988, en sagðist sak-
laus, kenndi liðslækninum um að
hafa látið sig taka ólögleg lyf. í
Albertville fyrir tveimur árum tap-
aði hún fyrir Blair í 500 m hlaupi
eftir að hafa verið hindruð í keppn-
inni og ekki fengið að endurtaka
hlaupið auk þess sem hún tapaði
þá naumlega fyrir bandarísku stúlk-
unni í 1.000 m hlaupinu.
URSLIT
Listhlaup kvenna
Fyrrí hluti listhlaups kvenna fór fram í
gær, en þá kepptu stúlkumar í skylduæfmg-
unum. A föstudaginn keppa þær siðan í
fijálsum æfmgum og þá ráðast úrslitin.
Staða efstu stúlkna er þannig:
Nancy Kerrigan (Bandarfkjunum).....0,5
Oksana Baiul (Úkrafnu).............1,0
Surya Bonaly (Frakklandi)..........1,5
Chen Lu (Kfna).....................2,0
Tanja Szewczenko (Þýskalandi)......2,5
Katarina Witt (Þýskalandi).........3,0
Yuka Sato (Japan)..................3,5
Josee Chouinard (Kanada)...........4,0
Anna Rechnio (Póllandi)............4,5
Tonya Harding (Bandaríkjunum)......5,0
Íshokkí
8-liða úrslit:
Kanada - Tékkland..................3:2
Eftir framlengingu. (0:1, 1:1, 1:0).
Brian Savage (26.40, 54.35), Paui Kariya
(65.54) — Otakar Janecky (19.34), Jiri
Kucera (35.42)
■Paul Kariya tryggði Kanada sigur rétt
eftir að einn Tékki var sendur i „skammar-
krókinn" fyrir að krækja í mótheija.
Finnland - Bandaríkin..............6:1
(2:0, 2:1, 2:0).
Saku Koivu (12.51), Mika Nieminen (16.08,
24.05), Hannu Virta (26.21), Marko Kipr-
usov (46.59), Janne Ojanen (55.11) - David
Sacco (20.54)
■Kanada og Finnland mætast í undanúi'
slitum á morgun.
Svíþjóð - Þvskaland................3:0
(0:0, 1:0, 2:0).
Fredrik Stillman (34.14), Stefan Oemskog
(47.42), Magnus Svensson (49.10).
Slóvalda - Rússtand................2:3
(2:1, 0:1, 0:0).
Peter Stastny (10.42), Miroslav Satan
(19.41) - Pavel Torgaev (16.27), Andrei
Nikolichin (39.25), Alexander Vinogradov
(68.39).
■Rússar og Svíar maitast í undanúrslitum
i á. morgun.. JÍil iisli.:l.iliiáiilíli