Morgunblaðið - 01.03.1994, Síða 1
64 SIÐURB
STOFNAÐ 1913
49. tbl. 82. árg.
ÞRIÐJUDAGUR1. MARZ 1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Aðildarsamingár við Evrópusambandið
Erfiðlega geng-
ur að ljúka við
gerð samninga
FULLTRÚAR Evrópusambandsins gáfu í gær í skyn að hægt væri að
veita Svíum, Finnum, Norðmönnum og Austurrikismönnum aðild að
sambandinu í tveimur umferðum. Finnar og Svíar höfðu í gærkvöldi
leyst nær öll sín ágreiningsmál við sambandið en töluverð vinna var
eftir vegna samninga Norðmanna og Austurríkismanna. Norðmenn
standa fast á kröfunni um að veita ekki fiskveiðiheimildir og Austurrík-
ismenn vilja takmarka umferð flutningabíla um Alpana. Fimm mínútum
fyrir miðnætti ákváðu utanríkisráðherrar sambandsins að framlengja
frest til að ná samningum um óákveðinn tíma.
Carlos Westendorp, Evrópuráð-
herra Spánar, sagði í gær að ekki
væri hægt að ganga frá samningi
nema Norðmenn féllust á kröfur um
fiskveiðiheimildir til handa ES-ríkj-
um í lögsögu sinni. Westendorp sagði
að einnig yrði að ganga frá nýjum
reglum varðandi atkvæðagreiðslur
innan Evrópusambandsins áður en
hægt væri að hleypa nýjum ríkjum
inn. Óttast Spánveijar að vægi þeirra
muni minnka innan Evrópusam-
bandsins er aðildarríkjunum fjölgar.
Ríkin fjögur hafa öll sett fram
töluvert af kröfum í aðildarviðræð-
unum o g gáfu stjórnmálamenn
óspart í skyn í gær að ekki yrði sleg-
ið af þeim öllum. Alois Mock, utanrík-
isráðherra Austurríkis, sagði Austur-
Uppfylla ekki
skilyrði Dana
í kvótamálum
Þórshöfn. Frá Grækaris D. Magnussen,
fréttaritara Morgunblaðsins.
POUL Nyrup Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur, til-
kynnti landsljórn Færeyja með
símbréfi í gær að lögþing Færeyja
uppfyllti ekki skilyrði sijórnarinn-
ar í tengslum við framseljanlega
kvóta. Danir hafa sett það skilyrði
fyrir endurfjármögnun erlendra
lána landstjórnarinnar að Lög-
þingið samþykki slík lög.
Thomas Arabo, sjávarútvegsráð-
herra Færeyja, lagði frumvarp fyrir
Lögþingið, sem uppfyllti í einu og
öllu skilyrði Dana. Það hlaut hins
vegar ekki eitt einasta atkvæði og
því lagði sjávarútvegsnefnd þingsins
fram nýtt frumvarp sem felur í sér
að kvótar fylgi skipum og séu ekki
framseljanlegir.
ríkismenn hafa mikinn áhuga á aðild
en þeir væru ekki reiðubúnir að
greiða hana hvaða verði sem er. Jan
Henry T. Olsen, sjávarútvegsráð-
herra Noregs, var mjög vígreifur og
sagði ekki koma til greina að veita
fiskveiðiréttindi í norskri lögsögu.
Norðmenn sögðust hins vegar í
gær vera ánægðir með það sam-
komulag sem hefði náðst við Evrópu-
sambandið varðandi olíumál. Sam-
kvæmt því fá Norðmenn að viðhalda
ríkisrekstri við olíuvinnsluna og
ákvarða sjálfir hvaða olíulindir verða
nýttar í framtíðinni.
Upphaflega hafði verið ákveðið að
ljúka aðildarviðræðunum fyrir sl.
miðnætti til að Evrópuþingið gæti
tekið þær fyrir áður en því verður
slitið fyrir kosningamar í júní. Nú
er þó talið líklegt að samningavið-
ræðurnar gætu dregist allt fram til
10. mars.
Vilja alþjóðlegt gæslulið
Reuter
YASSER Arafat, leiðtogi frelsissamtaka Palestínu,
PLO, fullyrti í gær að ísraelsher hefði átt þátt í fjölda-
morðinu sem framið var í mosku í Hebron á föstu-
dag. Hann sagði að alþjóðleg nefnd yrði að rannsaka
málið og senda yrði alþjóðlegt herlið til að tryggja
öryggi Palestínumanna á hernumdu svæðunum. PLO
krefst þess einnig að landnemar gyðinga á hernumdu
svæðunum verði afvopnaðir og hefur frestað um
óákveðinn tíma næstu lotu í samningaviðræðum við
ísraela um sjálfstjórn Palestínumanna á hernumdu
svæðunum og brottflutning ísraelska herliðsins. ísra-
elsstjórn hefur lofað að afvopna hættulegustu öfga-
mennina meðal landnema en Shimon Peres, utanríkis-
ráðherra ísraels, benti á að alþjóðlegt gæslulið hefði
ekki getað komið í _veg fyrir ódæðið á föstudag. í
gær gaf sendiherra Israela hjá Sameinuðu þjóðunum
hins vegar í skyn að slíkt væri mögulegt. Yitzhak
Rabin, forsætisráðherra ísraels, hvatti í gær PLO og
arabaríkin, sem einnig hafa frestað frekari friðarvið-
ræðum, til að taka upp þráðinn á ný. A myndinni
sést ísraelskur lögreglumaður deila við palestínska
konu í Jerúsalem.
Fjórar þotur Bosníu-Serba skotnar niður yfir Bosníu er þær brutu flugbann
Rússar lýsa yfir stuðn-
ingi við aðgerðir NATO
Moskvu, Brussel, Róm, Sarajevo, Reuter.
RÚSSAR lýstu í gær yfir stuðn-
ingi við aðgerðir Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) í Bosníu,
er tvær bandarískar F-16 orr-
ustuþotur í flugsveitum banda-
lagsins skutu í gærmorgun niður
fjórar G-4 Galeb-orrustuþotur,
sem talsmenn NATO fúllyrða að
hafi verið úr her Bosníu-Serba.
Hins vegar sögðu Rússar að ekki
væri ljóst livort vélarnar hefðu
verið serbneskar og bentu á að
Bosníu-Serbar hefðu neitað því
að þeir hefðu misst flugvélar, svo
og því að vélar þeirra hefðu tek-
ið á loft frá Banja Luka, þaðan
Jeltsín rekur yfirmami gagn-
njósna leyniþjónustunnar
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín tilkynnti í gær að Nikolaj Golúshko, yfirmanni gagn-
njósnadeildar rússnesku leyniþjónustunnar, hefði verið vikið frá. Hann
greindi ekki frá ástæðunni. Líklegt þykir að brottreksturinn tengist
deilu um sakaruppgjöf þeirra sem stóðu að valdaránstilraununum í
ágúst 1991 og í október í fyrra. Þeir voru látnir lausir úr fangelsi á
laugardag þrátt fyrir tilraunir Jeltsíns til að koma í veg fyrir það.
Golúshko kann þó einnig að hafa
verið vikið frá vegna máls bandaríska
leyniþjónustumannsins Aldrich
Ames, sem var handtekinn fyrir
rúmri viku, sakaður um njósnir í
þágu Sovétmanna og síðar Rússa.
Jeltsín var í gær þögull sem gröf-
in um lausn valdaránsmannanna en
þeirra á meðal voru Alexander
Rútskoj, fyrrverandi varaforseti, og
Rúslan Khasbúlatov, fyiTverandi
þingforseti.
Georgíj Satarov, aðstoðarmaður
hans, sagði um miðjan dag í gær,
að Jeltsín myndi koma fram í sjón-
varpi þá um kvöldið og tilkynna um
tilskipun sem ætlað væri að slá á
þá spennu sem ríkti í kjölfar lausn-
arinnar. Jeltsín kom hins vegar ekki
fram á tilsettum tíma í gærkvöldi
og Itar-Tass fréttastofan sagði ekk-
ert ávarp hafa verið fyrirhugað.
Sjá: „Kazannik sakar Borís
Jeltsín ...“ á bls. 25.
sem vélarnar flugu. Manfred
Wörner, framkvæmdastjóri
NATO, varaði Bosníu-Serba í gær
við hefndaraðgerðum, sagði að
bandalagið myndi ekki hika við
að draga sínar ályktanir yrði at-
burðanna hefnt.
Þoturnar voru skotnar niður
nærri borginni Banja Luka í Bosníu
og er þetta fyrsta hernaðaraðgerð
í nafni NATO frá því að bandalagið
var stofnað árið 1949. Vélarnar
voru staðnar að sprengjuárásum á
bæi í Bosníu. Þær sinntu í engu
endurteknum aðvörunum og voru
þá fjórar af sex Galeb-þotum skotn-
ar niður. Tvær þotanna komust
undan.
í ýfírlýsingu rússneska utanríkis-
ráðuneytisins segir að hver sá sem
hafi staðið fyrir skyndiárásinni á
Bosníu og þar með rofið ályktun
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) um flugbann, hljóti að bera
fulla ábyrgð á því sem gerðist.
í kjölfar aðgerða NATO, gerðu
Bosníu-Serbar árás á stöðvar stjórn-
arhersins og flugvöllinn í Tuzla. Þá
gerðu króatískar flugvélar loftárás
á verksmiðju í Novi Travnik.
Karadzic til Moskvu
Bandaríkin og ríki Evrópusam-
bandsins vörðu í gær aðgerðir
NATO og sögðu þær ekki eiga að
hafa áhrif á tilraunir til að stilla til
friðar. Undir það tók Manfred
Wörner. Sagði Bill Clinton Banda-
ríkjaforseti, að allt hefði verið gert
til að koma í veg fyrir árásina.
Radovan Karadzic, leiðtogi Bosn-
íu-Serba, kom til Moskvu í gær-
kvöldi. Sagði hann að verið væri að
kanna hvað hefði gerst og að fljót-
lega kæmi í ljós hvort vélarnar hefðu
verið serbneskar eða króatískar.
Bosníumenn og Króatar fögnuðu
aðgerðunum. Haris Silajdzic, for-
sætisráðherra Bosníu, sagði þær
geta flýtt friðarumleitunum og
Franjo Tudjman, forseti Króatíu,
sagði þær sýna að ásetningur Vest-
urlanda væri að stöðva Serba.
Yasushi Akashi, sérlegur sendi-
maður SÞ, kvaðst vona að atvikið
stefndi friðarviðræðum ekki í hættu
en Michael Rose, yfirmaður herafla
SÞ í Bosníu, sagði árásina sýna að
hótanir NATO væru ekki orðin tóm.
Sjá: „Fjórar... “ á bls 24.