Morgunblaðið - 01.03.1994, Síða 16

Morgunblaðið - 01.03.1994, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994 Neyðarástand í at- viimumálum á Islaudi Hvers vegna er atvinnan flutt úr landi? eftir GuðmundJ. Guðmundsson — I nótt varð harður árekstur milli rússnesks og íslensks togara um 20 mílur suðvestur af Reykja- nesi. Mikill leki kom að báðum skipunum eftir áreksturinn og barst Slysavarnarfélaginu neyðar- kall frá báðum skipunum kl. 1.22. Svo giftusamlega tókst til að skip- veijar beggja skipanna, samtals nímlega 40 menn, komust um borð í björgunarbáta og samkvæmt heimildum fréttastofu munu allir hafa komist lífs af. íslenski togar- inn var í siglingu með ísfisk á markað í Þýskalandi en rússneski togarinn var á leið til Reykjavíkur með fisk, aðallega þorsk, til vinnslu í Reykjavík. Sem betur fer er þetta skáld- skapur enn sem komið er en gæti vissulega orðið raunveruleiki hve- nær sem er, enda verður íslensk fiskvinnsla í sívaxandi mæli að treysta á landanir rússneskra tog- ara en á sama tíma sigla íslensk skip utan með íslenskan óunninn og hálfunninn fisk í stórum stíl sem hráefni til vinnslu í evrópskum fiskvinnslustöðvum. Samtímis er neyðarástand í atvinnumálum vekafólks á íslandi. Samkvæmt upplýsingum hag- fræðings Þjóðhagsstofnunar flutt- um við fyrstu 10 mánuði ársins í fyrra af höfðingsskap okkar við erlent verkafólk út óunninn en slægðan ísaðan fisk og þar með atvinnu íslensks verkafólks sem hér segir. Karfi: 28.405 tonn. Þorskur: 10.338 tonn. Ýsa: 6.400 tonn. Ufsi: 4.146 tonn. Þá fluttuin við út sjófryst flök — hálfunna vöru sem fer til frekari vinnslu í erlendum fiskiðjuverum sem hér segir: Þorskur: 26.860 tonn. Ýsa: 5.748 tonn. Ufsi: 9.120 tonn. Karfi: 19.263 tonn. Samtals 60.991 tonn. Meðan þesu fer fram verða vel búnar íslenskar fisk- vinnslustöðvar og verkafólk í sí- vaxandi mæli að treysta á landan- ir rússneskra togara. Hver er ástæða þessa? Heldur útgerðaráð- allinn og sölusamtök hans að full- vinnsla sjávarafurða hér heima sé tóm della? Því er haldið fram við okkur aö þýskar húsmæður kaupi í matinn allan þennan óunna karfa sem þangað er fluttur frá íslandi og að þær kaupi hann hærra verði ísaðan eða frystan í heilu lagi held- ur en flakaðan og að sama máli gegni um Japani. Þessu geta þeir trúað sem vilja. Sannleikurinn er hins vegar alit annar. Lapg stærst- ur hluti karfans fer í fullvinnslu í vinnslustöðvum í Bremerhaven og víðar og sama gildir um annan óunninn og hálfunninn fisk frá Is- landi áSín fluttur er utan. Hefði hann verið unninn hér heima hefði þar skapast vinna sem nemur að minnsta kosti 2.300 ársverkum. Rétt er að taka fram að nokkuð öðru máli gegnir með Japani í þessu sambandi, hina mjög svo vaxandi viðskiptaþjóð okkar. Jap- anir eru mjög fastheldnir á neyslu- venjur sínar allar og við breytum því ekki að þeir kaupi af okkur karfann og grálúðuna heilfrysta enda greiða þeir mjög gott verð fyrir þessar vörur. Fjöldaatvinnuleysi — neyðarástand Það er skollið á ijöldaatvinnu- leysi á íslandi og á þessu ári verða greiddar atvinnuleysisbætur upp á hátt í fjóra milljarða króna með sama áframhaldi. Þetta virðast sjálfsagt ekki vera miklir peningar í augum þeirra sem ráða íslenska ríkinu því enginn áhugi virðist á því hjá þeim að skapa minnst 2.300 störf með því einu að vinna þann fisk heima sem nú er fluttur óunn- inn eða hálfunninn úr landi. Af hveiju tonni af karfa sem landað er hér heima og aðeins 'er flakað skapast 20 þúsund krónur til að greiða vinnulaun við vinnsl- una og við framleiðslu umbúða. Þessu til viðbótar koma liafnar- gjöld og flutningsgjöld til íslenskra skipafélaga og manni finnst nú að muni um minna. Af þorski og ýsu fæst enn meira en 20 þúsuna krón- ur af hveiju tonni sem flakað er innanlands enda er um að ræða verðmætara hráefni sem fer í dýr- ari umbúðir. Ef við aðeins flökum þann fisk sem nú er fluttur óunn- inn út myndu skapast viðbótar gjaldeyristekjur upp á hundruðir milljóna króna. Höfum við efni á að gefa þetta frá okkur? Lítum nú aðeins á frystitogar- ana. Um borð í þeim er fiskurinn aðeins flakaður. Óllu öðru er hent en aðeins flökin fryst og síðan siglt með þau utan eða þeim er umskip- að um borð í flutningaskip. En hvert fara þau? Auðvitað til frek- ari vinnslu erlendis. Nú er verið að byggja upp stórverksmiðjur með styrkjum frá Evrópubandalaginu, bæði á Humbersvæðinu í Bretlandi og í Bremerhaven í Þýskalandi. Þessar verksmiðjur munu byggja afkomu sína á óunnu og hálfunnu hráefni frá íslandi að verulegu leyti, þær þýsku ekki hvað síst á karfa. Við erum góður hráefnis- gjafi. Stundum eiga sér stað roksölur íslenskra skipa erlendis og þeim er slegið upp í fjölmiðlum, en minna frjallað um þegar verðið er lágt. En það er önnur hlið á þessu máli. Hún er sú að gjaldeyristekjur þjóðarinnar og atvinna hér heima verður mun minni. Maður hlýtur því að spyija: Hafa íslendingar efni á þessu? Höfum við efni á því að vera með þúsundir fólks at- vinnulaus og vera búnir að byggja upp frystihús og vélvæða þau þannig að þau eru hin fullkomn- ustu í veröldinni? Hráefnisútflutn- ingurinn í minnkandi kvóta kippir rekstrargrundvellinum undan fisk- vinnslu okkar. Chile, Grimsby og Bremerhaven Það hefur lengi verið landlæg skoðun að magn skipti meira máli en gæði. Þannig vildu menn lengi selja ódýrustu vinnsluafurðirnar til Bretlands því að af þessu fór meira magn en af betur unnum afurðum. Þessi skoðun verður að víkja nú þegar, því að það ástand sem við blasir nú er þetta: íslenskt vinnuafl er atvinnulaust í hópum. Ríkið greiðir milljarða í atvinnu- leysisbætur. Þjóðin verður af milljörðum í gjaldeyristekjum og skatttekjum. Það verða víst aðrir en almennt verkafólk til þess að hrópa húrra yfir þessu ástandi — það fólk sem hefur alla tíð hvenær sem er verið tilbúið til að vinna nótt og dag ef því var að skipta en fær nú ekki vinnu af því að það er verið að flytja hana út. Þjóðhollustan er nú slík hjá þeim sem nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar að þeir virðast ekki skeyta neitt um að skapa sem mest verðmæti hér heima úr aflan- um. Þannig brugðust stjórnendur Granda hf., eins auðugasta fyrir- tækis á landinu, við þegar lífeyris- sjóðir verkafólks keyptu hlutafé í fyrirtækinu fyrir 150 milljónir að þeir ruku t.il og keyptu stóran hlut í frystihúsi í Chile. Ekki hefur það ráðslag komið íslensku verkafólki til góða. Þar starfa örfáir yfirmenn íslenskir en aðrir starfsmenn eru þarlendir. Á sama tíma er gifurlegt og vaxandi atvinnuleysi í Reykja- vík, heimabyggð Granda hf., en Grandi lætur ekki þar við sitja heldur selur hráefni í stórum stíl í þýskar fiskvinnslustöðvar. SH á verksmiðju í Grimsby sem byggð var 1980 og rekin hefur verið með stórtapi þar til nú á allra síðustu árum að rekstur hennar hefur staðið í járnum eða skilað lítilsháttar hagnaði, enda ætti vart að standa mikil ógn af breskum vinnulaunum. Það ætti að hafa glatt stjórnendur SH þegar borgar- yfirvöld í Grimsby heiðruðu þá fyr- ir að efla atvinnulíf í borginni. Lít- ið fer fyrir slíkum viðurkenningum hér a landi. SÍF hefur varið geysilegu fé til að gera upp gamla verksmiðju í Frakklandi til þess að þurrka salt- fisk. Þá seljum við Norðmönnum hrá- efni í saltfisk til þess að þeir geti keppt við okkur á viðkvæmum mörkuðum. Enn skal nefna þá napurlegu staðreynd að þegar við gengum í EES voru miklir möguleikar á því að losna við að greiða tolla af karfa- og síldarflökum í Þýska- landi. Það fékkst hins vegar ekki í gegn og tollur af hvorutveggja er enn 13-18%. Um þetta hefur verið undarlega hljótt enda þótt að hér hafi verulegir hagsmunir brugðist þar sem Þjóðveijar eru mikil síldar- og fiskneysluþjóð. Sjálfir verða þeir að veiða og neyta Aðalfundur NEMA Aðalfundur NEMA, Nemendasambands Menntaskólans áAkureyri, verður haldinn miðvikudaginn 2. mars kl. 17.00 í Búmannsklukkunni.Torfunni. Allir MA stúdentar eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Guðmundur J. Guðmundsson „Það er skollið á fjölda- atvinnuleysi á Islandi og á þessu ári verða greiddar atvinnuleysis- bætur upp á hátt í fjóra milljarða króna með sama áframhaldi.“ kvikasilfursmengaðrar síldar úr Eystrasalti. Algerlega óunninn karfi er hins vegar tollfijáls. Síldin er óseljanleg til Þýskalands. Við erum áfram hráefnisframleiðend- ur. Nýir markaðir — vöruþróun — rannsóknir Nú þegar kvótinn er stöðugt að verða minni og minni er enn verið að flytja stóran hluta afla íslenskra togara og frystitogara sem hráefni til erlendra verksmiðja. Hvernig stendur á því að við höfum ekki efni á því að vinna þessi flök sem fryst eru um borð í íslensku frysti- togurunum hér heima í stað þess að flytja þau út í erlendar vinnslu- stöðvar til fullvinnslu? íslenskt verkafólk er tilbúið til starfa en markaðsfræðingarnir og sölu- mennimir virðast ráðalausir og verklitlir og helst ekki lyfta litla- fingri fyrr en allt er í óefni. Þannig var í það minnsta að þegar sovéski fiskmarkaðurinn hrundi að fyrst var farið að huga að markaði í Asíu. Okkar helsta viðskiptaland þar er Japan en Jap- anir kaupa nú af okkur frysta loðnu og loðnuhrogn í stórum stíl sem hvort tveggja var áður óseljan- leg vara. Japansmarkaður er vax- andi. Þeir kaupa auk karfa grálúðu og loðnu, mikið af skelrækju og ýmsar utankvótategundir sem annars voru ónýttar. Salan nú á frystri loðnu og loðnuhrognum til Japans er okkur búbót upp á eina tvo milljarða. Þessi reynsla ætti að vera okkur vísbending um frek- ari markaðssókn í Asíu. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar tók Japan í fyrra við 10,3% heildarútflutnings sjáv- arafurða, Tævan 2,5% og önnur Asíulönd 0,6%. Asíumarkaður tek- ur því við nú tæpl. 14% heildarút- flutningsins og hefur vaxið á 10 árum úr sáralitlu í þetta. Á milli síðasta og næstsíðasta árs jókst hlutdeild Japana í útflutningi okk- ar um 2,3% og loðnuafurðirnar sem þeir kaupa nú svara til 3% heildar- útflutningsins í fyrra. Þannig er það ljóst að þeirra hlutfall í útflutn- ingi okkar mun á þessu ári hækka umtalsvert. Þetta er því markaður sem fer mjög hraðvaxandi. Þessir nýju tekjupóstar leiða hugann að því að það mætti gera aðrar sjávarafurðir, þar með talið loðnumjöl, verðmætari vöru en nú er. Þannig erum við með þriðja flokks vinnslu í loðnuverksmiðjun- um, eða eldþurrkun í stað gufu- þurrkunar. Við framleiðum sem sagt eldþurrkað mjöl sem er ódýr- asta mjöl sem hægt er að fá og ef mjölneyslan í heiminum minnk- aði skyndilega, þá dyttu íslending- ar fyrstir út af þessum markaði. Hvers vegna eru ekki sett gufu- þurrkunartæki í loðnuverksmiðj- urnar? Þarna er gífurlegt verkefni sem þarf að hefjast handa við, — framkvæmd sem íslenskir málm- iðnaðarmenn mega ekki missa í hendur útlendinga. En hvað nú með íslenskan fisk- iðnað? Undanfarið hafa íslenskar sjávarafurðir verið með mjög merkilegar vöruþróunarrannsóknir í gangi sem borið hafa góðan árangur. Híns vegar er þetta og raunar allt þróunarstarf og rann- sóknir mjög ijárvana og það breyt- ist ekki þótt að niðurstöður þeirra bendi til þess að hægt sé að selja fullunnar vörur beint til stói’versl- anakeðja og hótelkeðja í Evrópu fyrir miklu betra verð, eða þriðj- ungi hærra en nú enda þótt hrá- efni í þessum vörum sé a.m.k. þriðjungi minna. En íslendingar eru greinilega ekki upp á það komnir að vera „sóa“ peningum í vöruþróun, nýjar framleiðsluvörur og í að kanna og vinna nýja mark- aði enda þótt möguleikar til að bijótast inn á helstu stórmarkaði og hótelkeðjur Evrópu og víðar séu vissulega fyrir hendi. Ekki aldeilis. Aðeins 0,3% af veltu íslenskra sjávarafurða fara til þessarar rann- sókna- og tilraunastarfsemi. Það er eins og stóru aðilarnir í framleiðslu og sölu sjávarafurða séu steinrunnir því ekki verður betur séð en að einu framfarirnar sem orðið hafa í útflutningi og vöruþróun í seinni tíð hafi orðið í saltfiskvinnslunni, en vel að merkja eftir að einokun SIF var rofin. Staðreyndin er sú að afli okkar í þorski og hefðbundnum tegund- um hefur stórminnkað. Við erum með þúsundir fólks atvinnulausar. Við greiðum milljarða í atvinnu- leysisbætur. En útgerðarmenn og fisk- vinnslustjórar virðast aðeins þrá það eitt að selja óunninn fisk og að við verðum eins og þjóðir þróun- arlandanna sem selja helst hrá- efni. Þetta verður að breytast strax og það verður að stefna á full- vinnslu hér heima og stórefla rann- sóknir og vöruþróun á öllum svið- um sjávarútvegs og framleiðslu. Það gengur ekki lengur að halda Hafrannsóknastofnun í slíku fjár- svelti að hún rétt skrimtir, stofnun þar sem vinna afbragðs fiskifræð- ingar og stjórnandinn einn hinn virtasti í heiminum. Stofnuninni er skammtað svo naumt að hún hefur ekki einu sinni getað enn kannað íslenska fiskveiðilögsögu. Þannig fannst hér allt í einu háf- ur, búri og blálanga, allt geysiverð- mætar tegundir, og menn göptu af undrun. Þá kemur hér upp að skammt undan Reykjanesi bæði innan og utan lögsögunnar eru takmarkalítil karfamið. Okkur datt í hug að reyna að setja þar veiðar- færi í sjó af því að einhver skip voru búin með kvóta. Rússar höfðu hins vegar mokveitt þar í 25 ár á undan og við horft á þá og hlegið að þeim. Trillur á djúpslóð Engum dettur í hug í kvótasam- drættinum að skipa frystitogurun- um að veiða þarna, heldur skulu þeir áfram fá að veiða fyrir innan trillubátana og trillubátamir sendir út á djúpslóð. Frystitogarar skarka á grunnslóð allt upp að 6 mílum frá landi og segja trillubátamenn gjaman að ísland sé ægifagurt þegar þeir horfa til lands og sjá jöklana og fjöllin fögru og nokkra frystitogara bera á milli þeirra og lands. Á meðan þessu fer fram heldur atvinnuleysi áfram að aukast á Islandi, atvinnuleysisstyrkir að vaxa. Þúsundir eru atvinnulausar með þetta 45 þúsund krónur í bætur á mánuði, stór hluti verka- fólks með í kringum 50 þúsund krónur í mánaðarlaun og leyfir sér svo að vera að kvarta. En sem betur fer hefur hagfræðideild Há- skóla íslands tekið slíkt fólk ærlega í karphúsið. Höfundur cr fornmdur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Rcykja vík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.