Morgunblaðið - 01.03.1994, Side 18

Morgunblaðið - 01.03.1994, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994 78. BUNAÐARÞING Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra í ræðu á Búnaðarþingi í gær Landbúnaðurinn er ekki vel undir samkeppni búinn Ekki verið að taka upp ný höft eins og gefið hefur verið í skyn heldur verið að leggja niður höft HALLDÓR Blöndal landbúnað- Morgunblaðið/Árni Sæberg Þingsetning HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra flytur ávarp við setningii 78. Búnaðarþings, en á þinginu verður m.a. tekin afstaða til tillagna um að sameina Búnaðarfélag Islands og Stéttarsamband bænda í ein samtök. arráðherra sagði í ávarpi sem hann flutti við setningu Búnað- arþings í gær að hann teldi óhjákvæmilegt að útreikning- ar og ákvörðun verðjöfnunar- gjalda á innfluttar búvörur yrði í landbúnaðarráðuneytinu eins og tíðkaðist í nálægum löndum. Það væri vegna þess að fagþekkingin væri þar til staðar sem aftur tryggði þann stöðugleika í framkvæmdinni sem nauðsynlegur væri. „Við megum ekki gleyma því að verðjöfnunargjöldum er beitt í öllum nálægum löndum og að við erum nú að tala um að taka þau upp í staðinn fyrir innflutningsbann. Við erum þess vegna ekki að tala um ný höft eins og gefið hefur verið í skyn; við erum að leggja nið- ur höft. Við erum að marka leiðina til meira fijálsræðis í verslun og viðskiptum með landbúnaðarvörur en við höf- um áður þekkt,“ sagði land- búnaðarráðherra. Halldór Blöndal sagði að eins og atvinnumálum íslendinga væri nú komið yrði að róa lífróður til þess að missa ekki eitt einasta atvinnu- tækifæri úr landinu og eins og allar aðrar þjóðir ættu íslendingar að nota fríverslunarsamninga til þess að hagnast á þeim en ekki láta aðra hagnast á sér. Bændur hljóta að snúa sér að öðrum viðfangsefnum Vandi landbúnaðarins verður ekki leystur nema nýir tekjumögu- leikar opnist. Það er sama þróunin og hefur orðið í öðrum vestrænum löndum að bændur hljóti í vaxandi mæli að snúa sér að öðrum við- fangsefnum en matvælafram- leiðslu. Með bættum samgöngum hefur það færst mjög í vöxt að heimilisfólk til sveita sæki vinnu í þéttbýli og ég er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að greiða fyrir slíkri þróun m.a. með ákvæðum í skattalögum,“ sagði Halldór Blön- dal. Landbúnaðarráðherra sagði, að það ætti að játa það í hreinskilni að íslenskur landbúnaður væri ekki vel undir þá samkeppni búinn sem fælist í að innflutningur á búvörum yrði í grófum dráttum gefínn frjáls innan tveggja eða þriggja missera, ef undan væru skildar hráar slátur- afurðir. Hann sagði að þýðingar- mestu greinar landbúnaðarins, mjólkur- og dilkakjötsframleiðsl,an hefðu verið reyrðar í fjötra fram- leiðslustýringar sem eingöngu hefði haft þann tilgang að koma í veg fyrir offramleiðslu. Slík einhliða áhersla hlyti til lengdar að draga úr hagkvæmni og veikja fjárhags- legan grunn bændastéttarinnar, enda hefði hún gert það, og einkum ætti það við um sauðfjárbændur. Nær þijú ár eru nú liðin síðan búvörusamningurinn um sauðfjár- ræktina var gerður og sagði land- búnaðarráðherra að hann hefði ekki breytt þeirri skoðun sinni að for- sendur samningsins væru brostnar eins og þær voru lagðar fyrir af þeim sem undirskrifuðu hann. Til- gangurinn hafí verið sá að fram- leiðslan héldist í hendur við neysl- una innanlands en útflutningur yrði óverulegur. Þetta hefði ekki gengið fram og fyrir því væru einkum þijár ástæður. í fyrsta lagi hefðu færri bændur hætt sauðfjárbúskap en gengið hefði verið út frá og væri það m.a. skýrt með því að atvinnu- ástand hefði almennt farið versn- andi. í öðru lagi hefði neysla á dilka- kjöti og reyndar kjötneyslan í heild dregist saman þó verð til neytenda hefði lækkað að minnsta kosti um 20% að raungildi á undanfömum árum. Sagðist Halldór telja óhjá- kvæmilegt að nema úr gildi laga- ákvæði um staðgreiðslu dilkakjöts til að auka svigrúm sláturleyfíshafa á kjötmarkaðinum og styrkja þann- ig samkeppnisstöðu dilkakjötsfram- leiðslunnar. í þriðja lagi sagði hann að sú hörmulega niðurstaða lægi nú fyrir að engir nýtilegir markaðir hefðu verið byggðir upp fyrir dilka- kjötið erlendis allan þann tíma sem útflutningsbætur stóðu bændum til boða. Þetta sýndi kannski betur en allt annað hversu illa hafi verið staðið að markaðs- og sölumálum bænda erlendis síðustu áratugi og þetta væri líka skýringin á því að útflutningsbæturnar hefðu verið skornar af með einu hnífsbragði sem auðvitað hafi verið harkaleg aðgerð. Á hinn bóginn hefði mjólk- uriðnaðinum sérstaklega tekist vel að byggja sig upp. Þar væri eigin- fjárstaðan sterk og vöruþróun hefði verið mikil og nú væru í undirbún- ingi hagræðingaraðgerðir innan hans sem myndu styrkja samkeppn- isstöðu hans enn frekar. Möguleikínn að skapa sess á lúxusmarkaði Halldór Blöndal sagði að þar sem sú staðreynd lægi fyrir hvað dilka- kjötið varðar að íslendingar gætu ekki keppt í verði við helsu útflutn- ingsþjóðirnar fælust möguleikarnir í því að það tækist að skapa þess- ari vöru sérstakan sess á þröngum lúxusmörkuðum. Á þessum for- sendum væri nú verið að vinna bæði í Evrópu og vestanhafs og áhersla lögð á að kynna kjötið sem sérstaka hollústuvöru vegna lítillar mengunar og heilbrigðra fram- leiðsluhátta. Þetta væri í takt við þá þróun sem væri í nálægum lönd- um og byggðist á vaxandi áhyggj- um fólks af umhverfismengun og ónáttúrulegum framleiðsluháttum. Sú þróun birtist m.a. í því að selj- endur matvæla leggi sig í vaxandi mæli eftir því að geta kynnt og boðið fram sérvörur sem vottaðar væru sem vistvænar eða lífrænt framleiddar. Skilgreiningar, staðlar og vottunarkerfi fyrir slíkar vörur væru misjafnlega á veg komin eftir löndum og afurðaflokkum og slíkt starf væri nú að hefjast með skipu- legum hætti hér á landi á vegum starfshóps undir forystu yfírdýra- læknis. „Með þessu erum við íslendingar komnir á þá leið sem liggur til vist- væns eða lífræns búskapar. Við þykjumst sjá að við eigum þar mikla möguleika vegna þess að við höfum lagt okkur eftir heilbrigði og holl- ustu í búskaparháttum okkar. Einn- ig á þessu sviði þurfum við að gá að okkur vegna þess að ein af for- sendunum fyrir því að við höfum í þessum efnum erindi sem erfiði er að ástand landsins sé gott og ekki á það gengið,“ sagði Halldór. Jón Helgason formaður Búnaðarfélags íslands víð setningu 78. Búnaðarþings Oviðunandi að halda land- búnaðinum í ótta og óvissu BÚNAÐARÞING var sett á Hótel Sögu í gærmorgun að viðstöddum forseta íslands, frú Vigdísi Finn- bogadóttur, Halldóri Blöndal landbúnaðarráðherra, búnaðar- þingsfulltrúum, alþingismönnum og fleiri gestum. Búnaðarþing þetta er hið 78. í röðinni, og ef samþykkt verður tillaga sem lögð verður fyrir þingið nú í vikunni um sameiningu Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda gæti það jafnframt orðið hið síðasta sem haldið verður. í setningarræðu sinni sagði Jón Helgason formaður BÍ og forseti Búnaðarþings að íslenskur land- búnaður stæði nú frammi fyrir mestu breytingum á starfsskilyrð- um sem orðið hefðu i meira en hálfa öld. Með niðurfellingu út- flutningsbóta fyrir tveimur árum hefði markaðurinn orðið nær ein- göngu bundinn við sölumöguleika innanlands, og með nýgerðum fríverslunarsamningum hefði öllu banni á innflutningi búvara verið aflétt, nema þeim sem hægt væri að sanna að sjúkdómahætta staf- aði af, og samkvæmt samningun- um yrðu það því innflutningsgjöld og innlend rekstrarskilyrði sem móta stöðu búvöruframleiðslunn- ar. Þrátt fyrir að aðdragandi samninganna hafi verið alllangur lægi ekki enn ljóst fyrir hvernig íslensk stjórnvöld, sem bæru ábyrgð á samþykkt þeirra, ætluðu að láta þá bitna á landbúnaðinum, og sagði Jón að það væri að sjálf- sögðu algjörlega óviðunandi að halda landbúnaðinum þannig í spennitreyju ótta og óvissu. Jón Helgason sagði í ávarpi sínu að hvað þetta varðar hefði byijunin reyndar ekki lofað góðu. Þannig hefðu rekstrarskilyrði garðyrkjunn- ar að engu verið bætt, svo sem með lækkun tolla eða orkuverðs, þrátt fyrir að hún hefði nú fengið á sig árstíðabundið ótakmarkaðan toll- fijáisan og niðurgreiddan innflutn- ing á ýmsum tegundum blóma og grænmetis í beinni samkeppni við innlenda framleiðslu. Þó hefði þessi fórn garðyrkjunnar verið rökstudd með miklum gróða þjóðarbúsins á öðrum sviðum. Hann sagði að Bún- aðarfélagi íslands væri útilokað að inna af hendi leiðbeiningarþjónustu í landbúnaði á viðunandi hátt ef engar forsendur lægju fyrir um hvað morgundagurinn myndi bera í skauti sínu. „Landbúnaðurinn verður að fá eins langan tíma og nokkur kostur er til að aðlaga sig breyttum aðstæð- um. Svo langan aðdraganda þarf til undirbúnings og framleiðslu í flest- um greinum hans. Ríkisvaldið verður því þegar í stað að setja fram af- dráttarlaus markmið og vilja á þessu sviði. Þetta er þeim mun brýnna þar sem vonir standa til að aðrar breyt- ingar á ytri aðstæðum geti gefið nýja möguleika og sóknarfæri og vegið þannig á móti því sem ljóst er að tapast. En viðhorf og aðgerðir ríkisvaldsins hafa svo margþætt áhrif að þau ráða úrslitum um grundvöllinn að afkomu þeirra sem vilja sækja fram á nýjum vett- vangi,“ sagði Jón Helgason. Kasta fjöreggi landbúnaðarins á milli sín Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda sagði í ávarpi sem hann flutti við setningu Búnaðarþings að það hefði ef til vill aldrei verið jafn rétt og nú að ís- lenskur landbúnaður stæði á tíma- mótum. Þeir atburðir hefðu að und- anförnu verið að gerast og væru að gerast þessa dagana sem gætu ráð- ið úrslitum um framtíð landbúnaðar- ins á íslandi. Á Alþingi væri verið að takast á um leikreglur við fram- kvæmd ýmissa fjölþjóðasamninga er snerta viðskipti með búvörur milli landa, og þar væri í raun og veru verið að fjalla um starfsgrundvöll íslensks landbúnaðar á komandi árum, þótt í augum þeirra sem ekki væru málum kunnugir kynni þetta að líta út eins og hvert annað póli- tískt þras. „Um þetta mál, þar sem segja má að stjómmálamenn séu að kasta á milli sín fjöreggi landbúnaðarins, nota leiðandi ráðherrar orð eins og „smotterí-smámál-byggt á misskiln- ingi“, eða þá að þeir segja að þeir viti naumast um hvað málið snúist, eða bera við að það hafi verið samið um eitthvað allt annað fyrir jól. Þeir virðast hins vegar kjósa að gleyma um hvað var samið í búvörusamn- ingnum milli bænda og ríkisvaldsins. Ég hefi áður sagt að íslenskum land- búnaði stafaði meiri hætta af skiln- ingsleysi og skammsýni stjórnmála- manna en alþjóðasamningum um aukið viðskiptafrelsi. Einhvern veg- inn fínnst mér þessi orð ráðherranna staðfesta þá skoðun mína,“ sagði Haukur. Hann sagði hættumerkin fyrir ís- lenskan landbúnað því miður ekki vera einungis útávið, heldur væru einnig hættumerki úr röðum bænda sjálfra. Þar ætti hann við þá sundr- ungu og botnlausu samkeppni sem nú yrði vart við í auknum mæli milli búgreina og milli framleiðenda innan einstakra greina. „Það að selja afurðirnar á lægra verði en kostar að framleiða þær hlýtur fyrr eða síðar að leggja fjár- hag bænda í rúst og gerir þeim ómögulegt að hagræða og bæta rekstur sinn eins og nauðsynlegt er til þess að geta tekist á við breyttar aðstæður. Éinnig vekur það óraun- hæfar væntingar meðal neytenda um mögulegt verð búvara. Takist okkur ekki að ná sátt milli framleið- enda um markaðsmálin getur það ekki leitt til annars en upplausnar og gjaldþrots fjölmargra bænda. Ef slíkt áfall kæmi til viðbótar þeirri þröngu tekjustöðu, sem margir bændur standa nú þegar frammi fyrir vegna samdráttar í framleiðslu og þverrandi atvinnumöguleika, gæti það leitt til alvarlegra byggða- hruns en við höfum séð í marga áratugi," sagði Haukur Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.