Morgunblaðið - 01.03.1994, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994
Fegurðasamkeppni
Norðurlands
19 ára Akur-
eyrarmær
valin Ungfrú
Norðurland
TVÆR stúlkur, sem þátt
tóku í Fegurðarsamkeppni
Norðurlands í Sjallanum á
Akureyri, voru valdar til
þátttöku í Fegurðarsam-
keppni íslands, sem haldin
verður á Hóteli íslandi í maí.
Anna Karen Kristjánsdóttir,
19 ára Akureyrarmær, var
kjörin Ungfrú Norðurland eins
og fram hefur komið. Anna
Karen hefur stundað nám í
Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri síðustu ár en tók sér hlé
frá námi um stundarsakir og
starfar í tískuverlun. Auk
hennar ákvað dómnefnd að
Ásdís Elva Rögnvaldsdóttir
myndi einnig taka þátt í
keppninni á Hótel íslandi, en
hún er 19 ára nemi í Verk-
menntaskólanum á Akur-
eyri.
Fimm tilboð í endurbætur á Kaldbak
Pólsku tilboð-
in lang’læg’st
ÓLJÓST er hvaða tilboði verður tekið í umfangsmiklar breytingar
og endurbætur á Kaldbak EA, einu skipa Útgerðarfélags Akur-
eyringa hf., en ákvörðun þar um verður ekki tekin fyrr en að fullu
er ljóst með hvaða hætti staðið verður að jöfnunaraðgerðum til að
bæta samkeppnisstöðu íslenskra skipasmíðastöðva, en tillögur iðnað-
arráðuneytis verða kynntar síðar í vikunni.
Fimm tilboð bárust í verkið áður
en frestur rann út, en tvö tilboð
komu of seint. Lægsta, tiiboðið er
frá skipasmíðastöðinni Nauta í Pól-
landi upp á 20 milljónir króna, ann-
að tilboð frá pólskri stöð í Gryfia
hljóðaði upp á 24 milljónir króna,
þá barst tilboð frá skipasmíðastöð
á Spáni upp á rúmar 40 milljónir.
Tvö innlend tilboð bárust, frá Stál-
smiðjunni, sem bauð 44 milljónir í
verkið, og Slippstöðinni-Odda, sem
bauð 44,2 milljónir króna, auk frá-
vikstilboðs sem lækkaði upphæðina
um 1,8 milljón króna. í lægsta til-
boðinu er gert ráð fyrir 40 daga
verktíma, en 56 daga hjá Slippstöð-
inni-Odda.
Björgólfur Jóhannsson fjármála-
Morgunblaðið/Rúnar Þór
FSA sýknað af kröfu sjúkra-
liða Sem slasaðist við störf
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ á Akureyri, FSA, var sýknað í
Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær af kröfum sjúkraliða
sem hlaut mein á hægri öxl eftir átök við sjúkling á öldrunar-
deildinni Seli, en sjúkraliðinn var þar að störfum í september
árið 1987 er atvikið varð. Sjúkrahúsið var hins vegar dæmt
til að greiða sjúkraliðanum 640 þúsund krónur vegna slysa-
bóta auk vaxta og þá var FSA dæmt til að greiða málskostnað.
Atvikið átti sér stað þegar var sjúkraliðinn metinn 100% ör-
sjúkraliðinn var við vinnu sína á
öldrunardeildinni Seli. Sjúkralið-
inn ætiaði að koma í veg fyrir að
sjúklingurinn, sem er blindur,
myndi detta um konu í hjólastól,
þegar sjúklingurinn greip um úlnl-
ið hans og snéri upp á hendur
hans aftur fyrir bak, en sjúkralið-
inn losnaði ekki fyrr en aðstoð
barst frá samstarfsmanni. Sjúkral-
iðinn taldi sig hafa hlotið varan-
legt mein á hægri öxl, eða svokall-
aða „frosna öxl“. Við mat örorku
yrki í 7 mánuði frá slysadegi, 50%
í 5 mánuði eftir það og varanleg
örorka var metin 20%. Sjúkralið-
inn tilkynnti hvorki um slysið til
Vinnueftirlits né lögreglu fyrr en
sumarið 1988 er það var rannsak-
að af lögreglu.
Sjúkraliðinn fór fram á að
sjúkrahúsið yrði dæmt til að greiða
sér 3,7 miiljónir króna í skaðabæt-
ur vegna þess meins sem hann
hlaut. Taldi hann sig ekki hafa
fengið nægar upplýsingar úm
sjúklinginn sem ætti það til að
reiðast og láta hendur skipta, en
með honum væri ekki nægt eftir-
lit. Þá taldi sjúkraliðinn sig ekki
hafa haft nægilega þjálfun til að
fást við sjúkling eins og þann sem
veitti áverkann. Á þessum atriðum
m.a. byggðust aðal- og varakrafa
stefnanda, en þrautakrafa sjúkral-
iðans var að hann ætti rétt á slysa-
bótum samkvæmt ráðningarsamn-
ingi.
FSA krafðist sýknu af öllum
kröfum stefnanda, en til vara var
þess krafist að stefnufjárhæðin
yrði lækkuð verulega.
í dómi Ásgeirs Péturs Ásgeirs-
sonar hérðaðsdómara er ekki fall-
ist á að sjúkrahúsið beri ábyrgð á
tjóni sjúkraliðans hvorki á grund-
velli almennu skaðabótareglunnar
né reglum skaðabótaréttar um
húsbóndaábyrgð. Sannað þótti að
örorkan hefði hlotist af átökum
við sjúklinginn, en á aðrar málsá-
stæður stefnanda er ekki fallist
og sjúkrahúsið því sýknað af að-
al- og varakröfu sjúkraliðans.
Dómurinn féllst á þrautakröfu
hans, þ.e. varðandi greiðslu slysa-
bóta vegna 20% örorku, að upp-
hæð 640 þúsund krónur auk
vaxta. Þá ber sjúkrahúsinu að
greiða málskostnað, 200 þúsund
krónur.
stjóri Útgerðarfélags Akureyringa
sagði, að ákveða þyrfti fyrir miðjan
þennan mánuð hvaða tilboði yrði
tekið, en vinna ætti að endurbótun-
um í sumar. Verkið tekur um þrjá
mánuði og er reiknað með að skip-
ið verið komið á veiðar að því loknu
næsta haust.
Útgerðarfélagið leggur sjálft til
búnað og fleira sem setja á í skipið
upp á um 60 milljónir króna. Að
sögn Björgólfs hefur verið rætt um
13% niðurgreiðslu á verk unnin inn-
anlands, en óljóst væri við hvaða
verð væri miðað, þ.e. tilboðsupp-
hæðina, sem er um 44 milljónir, eða
heildarkostnaðinn, að viðbættum
þeim búnaði sem ÚA legði til.
Hráar tölur
Kostnaður við að senda skipið
út til Póllands nemur um 6 milljón-
um króna á verktímanum, að sögn
Björgólfs. „Það er ekki hægt að
horfa bara á hráar tölur, það er svo
margt annað sem spilar inn í þetta.
Við eigum eftir að meta alla þætti
málsins áður en ákvörðun verður
tekin.“
Baldur Pétursson deildarstjóri i
iðnaðarráðuneytinu sagði, að full-
mótaðar tillögur um jöfnunarað-
gerðir yrðu kynntar síðar í vikunni.
Hann sagði, að ef fram kæmi beiðni
frá íslenskum samkeppnisaðilum
um rannsókn á meintum undirboð-
um Pólverja yrði málið tekið til
skoðunar. Slík kvörtun hafði ekki
borist ráðuneytinu í gær, en hann
átti von á að hún bærist.
-------» ♦ ♦-------
■ KYRRÐARSTUND verður í
Glerárkirkju í hádeginu á morgun,
miðvikudaginn 2. mars, frá kl. 12
til 13. Orgelleikur, helgistund, alt-
arissakramenti, fyrirbænir. Léttur
málsverður að stundinni lokinni.
Bænastund kvenna miðvikudags-
kvöld frá kl. 20.30 til 21.30. Bæn
og fyrirbænir.
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI
Hjúkrunarfræðingar - Ijfismæður
Lausar stöður til umsóknar eru eftirf arandi:
Stada Ijósmóóur við mæðraeftirlit
frá 1. maí nk. til eins árs.
Stðður hjúkrunarfræðinga við heilsugæslu
i skólum frá 1. september nk.
Staða hjúkrunarfræðings við heimahjúkrun
Stöður hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra til afleys-
inga í sumar eru einnig lausar til umsóknar.
Hjúkrun unnin á heilsugæslustöð er sjálfstætt,
gefandi og þakklátt starf. Unnið er á dagvinnutíma.
Hafðu samband fyrir 15. mars nk. og kynntu þér
möguleika á starfshlutfalli og annað sem varðar
störfin.
Upplýsingar gefur Konny, hjúkrunarforstjóri,
í síma 96-22311.
Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon
Um 80 þátttakendur á dorgveiðimóti
UM 80 manns tóku þátt í dorgveiðimóti sem haldið
var á Ólafsfjarðarvatni á sunnudaginn var, en fjöldi
annarra reyndi fyrir sér við dorgveiðina þó þeir
væru ekki skráðir þátttakendur á mótinu. Afiinn var
einkum silungur, koli og lax og reyndist sá stærsti
vera um 3 kíló eða 6 pund. Úrslit mótsins urðu þau
að í eldri flokki sigraði Rúnar Þór Björnsson, annar
varð Árni Björgvinsson og Gunnar Jónsson varð
þriðji. í flokki ungiinga sigraði Bragi Óskarsson,
Elías Hólm Þórðarson varð annar, og Einar Ólafsson
þriðji. Mikill fjöldi áhorfenda lagði leið sína að vatn-
inu enda kjörið veður til útivistar og var fólk ýmist
á skautum, skíðum, hestum, vélsieðum eða bílum á
ferð um svæðið.