Morgunblaðið - 01.03.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 01.03.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUIl 1. MARZ 1994 21 Engin íslensk kvikmynd í Rouen Engin íslensk kvikmynd verður í ár sýnd á Norrænu kvikmynda- hátíðinni í Rouen í Frakklandi, hvorki meðal samkeppnismynda til verðlauna né nokkurs staðar í hinni viðamikiu kynningu á nor- rænum kvikmyndum. íslendingar hafa nær alltaf átt þarna stóran sess. í fyrra hlaut myndin Ingaló eftir Ásdísi Thorodd- sen fyrstu verðlaun og Sólveig Arn- ardóttir kjörin besta leikkonan, auk þess sem kynntar voru allar myndir gerðar eftir sögum Halldórs Laxness og Auður Laxness var þar heiðurs- gestur. Og 1992 var lögð sérstök áhersla á Island með yfírlitssýningu á íslenskum kvikmyndum ailt frá Höddu Pöddu 1923 og átta mynda sýningum frá kvikmyndavorinu, fyr- irlestrum, myndasýningu og þrenn verðlaun komu í hlut íslensku mynd- anna Ryð eftir Lárus Ými og Börn Náttúrunnar eftir Friðrik Þór. í febr- úar sl. voru þessar myndir og fleiri frá fyrri hátíðum sýndar í tvær vikur á vegum Norrænu hátíðarinnar í Odeon kvikmyndahúsinu í París og sáu þær 3500 manns. I stuttu símtali við Morgunblaðið sagði framkvæmdastjóri hátíðarinn- ar Isabelle Duault, að Islendingar hefðu nú haft lítið úrval af nýjum kvikmyndum. Hún hefði reynt að fá kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar Hin helgu vé í samkeppnina, en hann kvaðst ekki hafa áhuga. Myndin keppir ekki í Cannes, svo það hefði ekki átt að rekast á, en norrænar myndir geta keppt bæði í Berlín og í Rouen. Hún sagði erfítt að búa til flokka gamalla mynda frá íslandi árlega, því myndaforðinn er svo lít- ill. En hún kvaðst hafa áhuga á að taka upp þráðinn og fá íslenskar myndir aftur næsta ár. Vegna sam- vinnu við Nordic films undanfarin 4 ár tókst að koma upp tveggja vikna sýningunni í Odeon kvikmyndahús- inu í París í vetur, sem vakti mikla athygli. Þá reyndi hún að hafa sam- band við menntamálaráðuneytið á íslandi til að geta með smástyrk boðið kvikmyndagerðarmönnunum til að kynna myndir sínar í París eins og höfundum hinna Norðurlanda- myndanna, en fékk aldrei neitt svar. Nú eru í gangi áform um að fara með þessar norrænu myndir til margra borga í Frakklandi. Hún sagði að kvikmyndahátíðin hefði tek- ið þátt í gerð undirtitla á frönsku, sem gerði áframhaldandi dreifíngu auðveldari. Norræna kvikmyndahátíðin í Rou- en 1994 er að vanda viðamikil. Auk nýju samkeppnismyndanna frá Norð- urlöndunum fjórum, verður nú í til- efni af 40 ára dánarafmæli Knuts Hamsun 12 mynda flokkur eftir sög- um hans frá 1921 til 1992, þar á meðal af Sulti og Pan og einnig allar myndir danska kvikmyndastjórans fræga Carls Dreyers. Þá er sýnd valin syrpa af myndum frá Norður- löndunum fjórum frá seinni árum, flokkur stuttmynda úr norðri og myndir frá kvikmyndaskólunum í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Helsinki. Prógram er frá dögum Gústafs III í Svíþjóð sem frægir kvik- myndagerðarmenn svo sem Alf Sjö- berg, Vilgot Sjöman og Ingmar Bergman sóttu efnivið í. Sérstaklega verður heiðraður finnski kvikmynda- gerðarmaðurinn Matti Kassita, sem á að baki 30 myndir og verður við- staddur í Rouen, og sænski kvik- myndgerðarmaðurinn Roy Anderson sem í 25 ár hefur gert myndir, nú síðast umdeilda mynd um eyðni “Eitthvað kom fyrir“. Á síðari árum hefur Eistrasaltsríkjunum verið boð- in þáttaka og þeirra hlutur er í þetta sinn kynning á lettneska kvikmynda- gerðarmannninum Hertz Frank, sem verður viðstaddur og 12 af 25 heim- ilamyndum hans. Í sambaiidi við sýn- inguna verða að venju sýningar á málverkum, ljósmyndum, fyrirlestrar og ljóðakynningar á höfundunum Stig Dagerman, Gunnar Ekelof, Ost- en Sjöstrand og Inger Christensen o. fl. Auk þess sem kynningar eru í blöðum á norrænu efni hvers konar. Keppnismyndirnar í ár eru, kynnt- ar undir enskum titlum: Frá Svíþjóð My great big daddy eftir Kjell Ake Anderson, frá Danmörku Black Har- vest eftir Anders Refn og Family Matters eftir Suisanne Bier, frá Nor- egi Stella Polaris eftir Knut Erik Jensen og Du, Pappa eftir René Bjerke, frá Finnlandi Land of Happi- ness eftir Markku Pölölen og Pater Noster eftir Veikko Aaltonen og frá Eistlandi Baltic love eftir Peeter Urbla. Veitt eru verðlaun fyrir bestu norrænu kvikmyndina, besta karl- leikarann og besta kvenleikarann, og síðan 5 aukaviðurkenningar af ýmsu tagi. Vorið er framundan Nú er rétti tíminn að kynna sér einstakt tilboð Komatsu til íslenskra verktaka og framkvæmdaraðila. Tilboðið á sér enga hliðstæðu á markaðinum, og það greiðir götuí' þeirrá scm hafa áhuga á nýjum trausturn vinrmvélum - stórum sern srnáum. Hafðu samband strax! . KOMAllSU Vorið er framundan KRAFTVÉLAR HF - FUNAHÖFÐA 6-112 REYKJAVÍK - SÍMI (91) 634500 - FAX (91) 634501 Tilboð í Bónus og McDonald’s Big Mac (Venjulegt verð kr. 377.-. Þetta tilboð gildir út mars -94, aðeins fyrir ofangreint og er ekki breytanlegt.) McDonaids Með kassakvittun og tilboðsmiða frá Bónus. VEITINGASTAÐUR FJÖLSKYLDUNNAR, SUÐURLANDSBRAUT 56 *Veldu þér eina af þessum þremur metsölubókum á ótrúlegu verði, aðeins 495 kr., sem sérstakt inngöngutilboð í bóka- klúbbinn Nýjar metsölubækur ! Okeypis Fríöindakort og glæsilegur i blekpenni j aö gjöf! Glæný innbundin metsölubók á gjafveröi, aöeins 495 krónur! Mánaðarbækur bókaklúbbsins Nýjar metsölubækur munu kosta 995 kr. Verð hliðstæðra bóka á almennum markaði er 2.480 kr. Fríöindakort ijölskyldunnar ókeypis! Á þriðja hundrað aðilar í verslun og þjónustu veita korthöfum afslátt. Glæsilegur blekpenni aö gjöf ef þú tekur tilboðinu innan 10 daga! Áætlað verðmæti pennans er 2.500 kr. Siminn er (91) 688 300 VAKA- HELGAFELL 'I H móts viíí óskir f> i n a r!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.