Morgunblaðið - 01.03.1994, Síða 34

Morgunblaðið - 01.03.1994, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994 Ágústa Sveins- dóttir - Minning Fædd 15. ágúst 1924 Dáin 19. febrúar 1994 Amma okkar, Ágústa Sveins- dóttir, lést í Landspítalanum þann nítjánda febrúar síðastliðinn. Þrátt fyrir verulegt og sívaxandi heilsu- leysi hin síðustu misseri bar andlát hennar óneitanlega snöggt að garði, og ekki er laust við að ákveð- ins tómleika gæti að ættmóðurinni allri. Virkur þátttakandi í uppeldi voru, fastur heimilisgestur, kjöl- Testa fjölskyldutengsla, hjálpsemin og greiðviknin holdi klædd - hún skilur eftir sig skarð í lífi voru sem ekki verður fyllt. Þó má segja að með því að fá að fara með þessum hætti hafi hún fengið ósk sína uppfyllta, því sárþjáð af ólæknandi kvillum átti hún sífellt færri gleði- stundum að fagna, og eflaust fer betur um hana nú. Leiða má líkum að því að í andlegum skilningi hafi ættmóðirin „verið tilbúin" eins og það er gjarnan kallað. I það minnsta hafði hún oftar en einu sinni minnst á eigin jarðarför sem hún vildi hafa „svolítið létt yfir“, og nefndi í því sambandi það frem- ~*ar óvenjulega jarðarfarartónverk „Spanish Eyes“. Að sjálfsögðu mun orðið við þeirri ósk hinnar látnu. Sem virkur þátttakandi í uppeldi voru sýndi ættmóðirin ungum ærslabelgjum oft mikið umburðar- lyndi. Líkt og hjá eiginmanni henn- ar og afa vorum heitnum, Gústafi Adolf Ólafssyni, var viðkvæðið gjarnan á þá leið að það hefði „hvort eð var þurft að rýma til fyrir nýjum birgðum", svo sem eins ' og þegar fótbolti nokkur breytti dýrindis gólfvasa í óálitlega brota- hrúgu. Þó var okkur pollunum sagt til syndanna færum við sjálfum okkur að voða, svo sem eins og með ævintýralegum bæjarferðum í kjölfar loforða um að halda okkur fjarri götunni. Seinna meir, er pollarnir tóku að stálpast, var ættmóðirin ávallt full áhuga um og reiðubúin til að aðstoða við úrlausn hvers kyns vandamála, stórra sem smárra, jafnvel er slíkir smámunir voru sem tómur hégómi í samanburði við hennar eigin heilsubresti. Jafn- framt gladdi það hana ávallt mikið er vel gekk hjá börnum og bama- börnum. Þegar því annar okkar bræðra festi kaup á íbúð í haust sem leið var ættmóðirin honum innan handar á allan hátt, enda ekki laust við að andi hennar svífi þar yfir vötnum. Þar er til dæmis að finna sófasett hvar undirritaðir ásamt öðrum barnabömum sátu nánast á hverjum sunnudegi til margra ára, með pönnuköku í ann- arri hönd og kókflösku í hinni, og fylgdust með fjölskyldulífi á sléttu nokkurri Vestanhafs. Enn þann dag í dag er sem pönnukökubragð- ið geri vart við sig er sest er í sófann. Greiðvikni og ósérhlífni í garð ‘ barna og barnabarna sem og ann- arra munu ávallt vera helstu ein- kenni minningarinnar um ættmóð- ur vora. Ekki var þó svo að hún væri ávallt sátt við framferði eða skoðanir dóttursonanna. Þannig átti strangtrúuð sjálfstæðiskonan ERFIDRYRKJUR1 HðTEL ESJA sími 689509 V _______/ á stundum erfitt með að skilja efa- semdir sumra, en lét sér þó oftast nægja að hrista höfuðið með sjálfri sér í von um aukinn pólitískan þroska þeirra með aldrinum. Þá gramdist sumum stundum að þurfa að sitja fyrir á frægum „stiga- myndum“ af barnabörnunum um hver jól langt fram eftir þrítugs- aldrinum, en ættmóðirin lét slíkt óánægjuhjal sem vind um eyrun þjóta. Þeir hinir sömu nöldurseggir hafa þó ítrekað staðið sjálfa sig að þyí að skoða þessar myndir af áhuga, innan um ótal aðrar fjöl- skyldumyndir sem nánast þekja heilu veggina í nú annars mann- lausri íbúð - ættmóðirin hafði vit fyrir oss, þá sem oftar. Meðal þess sem öðru fremur gladdi ættmóður vora munu hafa verið ferðalög og mannamót, enda mikil félagsvera. Alin upp við lítil efni kunni hún sannarlega vel að meta það að geta á sínum fullorð- insárum veitt sér þann munað að ferðast um framandi lönd, og deildi hún því áhugamáli giftusamlega með afa vorum heitnum. Árum saman annaðist hún síðan eigin- mann sinn af mikilli umhyggju í erfiðum veikindum hans. Áð hon- um látnum sneri ættmóðirin sér um sinn aftur í talsverðum mæli að ferðalögum, nú í félagsskap bama sinna, tengdabarna og bamabarna, eða ágætrar vinkonu sinnar Vibekku heitinnar Jónsdótt- ur. Einveran að eiginmanninum látnum átti þó aldrei of vel við ættmóðurina, slík félagsvera sem hún var. Naut hún sín því þeim mun betur á mannamótum og þá ekki síst innan fjölskyldunnar, þar sem hún gegndi þó löngum sjálf því hlutverki að „uppfarta“ mann- skapinn. Rúmum sólarhring fyrir andlát sitt átti ættmóðir vor ein- mitt ánægjulegar stundir í áttræð- isafmæli Kristínar Kristvarðar- dóttur, uppeldissystur afa vors heitins, og fer óneitanlega vel á því að hin látna taki góðar minn- ingar með sér yfir móðuna miklu. Við minnumst ömmu okkar með söknuði, virðingu og þakklæti fyrir fleira en upp yrði talið. Hvíli hún í friði. Ágúst Einar og Gústaf Adolf Skúlasynir. Elsku stelpan mín. Ég gleymi þér aldrei þegar þú tókst á móti mér þá aðeins 17 ára gamalli, en þá hafði ég flutt inn á heimili þitt í algjöru leyfisleysi, meðan þú og Ólafsson voruð á Spáni. Ég og Gústa gerðum upp herbergin tvö, máluðum og betrekktum og ég var flutt inn. Þið komuð heim og buðuð mig velkomna, aldrei nein spurning. Þú varst mér sem móðir og Ólafs- son sem faðir. I fjögur ár bjó ég með ykkur inni á svefnherbergis- gangi og aldrei varð okkur sundur- orða, ég elska þig fyrir það. Þú og Ólafsson, ég elska ykkur. Eins og Katrín Ösp sagði við dánarbeð þitt, ég bið að heilsa afa. Báðar vorum við ljón og áttum sama afmælisdag og oftast héldum við upp á hann saman. Stundum heima hjá þér, stundum uppi í sum- arbústað, eða þá um víða Evrópu, nema þá var engin peruterta. En þú manst hvað París var skemmti- leg. Og ferðalögin voru mörg, en eitt var þó alveg spes, þegar við fórum yfir frönsku Alpana, sjö sam- an í fimm manna bíl, allir í klessu, en höfðum samt alltaf gaman af öllu saman, mjög gaman. Svo hitt- um við Óla og Stínu og krakkana á frönsku Rívíerunni, þá var nú kátt í kotinu. Eða þegar við vorum í Rúdesheim í Rínardalnum, í fyrra- sumar, með hvítvín í glasi og dill- andi lifandi tónlist í öllum hornum, já það var sko mikið fjör og dans, grín, gleði og stjörnuljós. Við töluðum oft svo mikið saman og við höfum alltaf verið bestu vin- konur og trúað hvor annarri fyrir ótrúlegustu hlutum og getað verið alveg vissar, að það færi ekki lengra, sem þá var sagt. Stundum grétum við saman, stundum hlógum við saman, oftast hlógum við sam- an, mikið. Elsku vinkona mín, þakka þér fyrir samfylgdina, elskuna, hlýjuna, jógúrtina og rista-brauðið. Og eitt er víst að þú munt alltaf vera hjá mér í sunnudagssúkkulaðinu, þar sem þú hélst uppi samræðunum, sagðir fréttir úr fjölskyldunni og lagðir á ráðin, hélst fjölskyldunni saman. En eitt er það sem ég nú á þess- ari stundu þoli ekki. Ég þoli það e.kki að þú skyldir deyja frá okkur, þú sem varst eini fasti punkturinn í tilverunni. Hvert á Gústi að labba núna á morgnana og fá morgun- kaffi, eða þá Stína hans Óla? Hvetj- um á Sirrý að fara með í Kringluna eða þá Systa hans Alla og hvar á Alli að komast í rúsínur og súkku- laði? Hver á að baka peruterturnar í ferminguna hennar Kristínar Eik- ar minnar? Hver á að búa til heims- ins bestu svínakótilettur á jólunum, rækju og humarkokkteil, hvað held- ur þú að Skúli og strákarnir segi um það? Elsku Gústa mín ég samgleðst þér innilega að fá að deyja svona skjótt og fallega, eins og þú hefur alltaf verið, falleg og góð. Ég sam- gleðst þér að þú skulir hafa verið svo tilbúin til þessa ferðalags. Ég samgleðst þér að vera komin til mannsins sem þú elskar. Ég elska þig, ég elska ykkur bæði. Björg. Mig Iangar með fáum orðum að kveðja góða nágrannakonu mína er lést skyndilega 19. febrúar. Það hvarflaði ekki að mér kvöldinu áður er hún kallaði á mig upp til sín að það yrði okkar síðustu samveru- stund, en dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér. Á sunnudag frétti ég að Ágústa væri látin og vakti það hjá mér mikinn söknuð að missa svona góða konu úr húsinu. Það var fyrir um það bil átta árum að Ágústa flutti í Dalalandið og fann ég fljótt að þarna var kona sem höfðaði vel til mín, og ófáar ferðir fór ég upp til hennar í kaffi- sopa og voru þá málin rædd. Ágústa trúði mér fyrir því að hún væri gæfumanneskja, hefði átt góðan mann, góð börn, tengdabörn og barnabörn, og fannst mér aðdáun- arvert hvað þau hugsuðu öll vel um hana. Að lokum vil ég þakka þér, Ágústa mín, fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og hlýhug í minn garð. Síðan votta ég börnum hennar, tengdabörnum, barnabörnum, bróður og mágkonu mína innilegustu samúð. Guð blessi ykkur öll. Blessuð sé minning góðrar konu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín vinkona, Guðný. Mig langar að skrifa nokkrar lín- ur um Gústu mína sem lést laugar- daginn 19. febrúar. Daginn áður vorum við saman í afmæli kátar og hressar. Það hvarflaði ekki að mér að það yrði í síðasta sinn sem ég sæi hana á lífi. Það eru svo margar góðar minn- ingar sem koma í hugann þegar ég hugsa til þín. Ég man eftir öllum gjöfunum sem þú gafst mér þegar þið Gústi komuð heim frá útlönd- um, þið gleymduð mér aldrei. Og öllum bíltúrunum sem ég fór í, þegar ég var lítil, með ykkur Gústa, mömmu og pabba og við krakkarn- ir sungum svo mikið og enginn sussaði á okkur. Ég man líka þeg- ar þið sóttuð okkur Sirrý á Úlfljóts- vatn og við fórum í viku frí til Akureyrar. Það er svo margt sem kemur í hugann. Ágústa Sveinsdóttir var gift föð- urbróður mínum Gústaf A. Ólafs- syni hæstaréttarlögmanni. Þau áttu saman þrjú börn sem eru: Sig- ríður, gift Skúla Guðmundssyni og eiga þau saman tvo drengi; Ólafur, kona hans er Kristín Sigurðardótt- ir, þau eiga þijú börn; og Gústaf, kvæntur Björgu Hauksdóttur og eiga þau tvær dætur. Það var mikil vinátta milli móður minnar og Gústu, þær voru bestu vinkonur, töluðu saman í síma á hveijum degi og fóru saman í bæ- inn tvisvar til þrisvar í viku. Eftir að þær urðu báðar ekkjur fóru þær saman til Spánar, Ítalíu og París- ar. Þær voru svo góðar saman og þeim þótti svo vænt hvorri um aðra. Þegar móðir mín lá á sjúkrahúsi í einn mánuð áður en hún dó kom Gústa til hennar á hveijum degi í heimsókn. Ég veit að Gústa sakn- aði móður minnar mikið, en nú er hún komin til hennar og Gústa, svo nú eru þau öll saman og líður áreiðanlega vel. Hvíldu í friði. Þín Hrafnhildur. Fædd 19. apríl 1930 Dáin 20. febrúar 1994 Fallega, góða mamma mín með stóru augun er farin í sína hinstu ferð. Oft sat hún kyrr, langa stund í senn og horfði út í fjarskann eins og hún væri farin í ferð til land's sem ég og aðrir áttum engan að- gang að. Þá sat maður hljóður og þorði ekki að yrða á hana fyrr en það var nokkurn veginn ljóst að hún væri að koma til baka. Hvert mamma fór á þessum augnablikum vissi ég ekki, stundum datt mér í hug að hún væri að hvíla sig á umhverfinu og þessu hversdags- lega amstri með því að útiloka sig frá því með þessum einfalda hætti, en miklu oftar fannst mér sem hún væri farin til Gests litla, sonar síns sem hún missti fyrir mörgum árum. Augnaráðið var þannig. Kannski hvarf hún til að leika ögn við hann í landinu þar sem ljósið ætíð logar. Þótt ég bíði nú hljóð allan dag- inn kemur hún aldrei til baka. En minningarnar streyma látlaust um hugann, ég sit og segi dætrum mínum frá lífi hennar, skoðunum og draumum, frá systkinum henn- ar og foreldrum, stundum man ég ekki nógu vel einstök atriði og segi þá eftir að hafa velt vöngum: nei, ég man þetta ekki nógu vel, ég verð að spyija hana mömmu betur um þetta. Á sömu stundu veit ég að það er orðið of seint og sársaukinn og söknuðurinn heltekur sálina. Bara að ég hefði spurt oftar, lengur og betur. Þótt ég hafi horft upp á þjáningar hennar og baráttu við krabbamein, eða miklu heldur af- leiðingar geislameðferðar, trúði ég alltaf á bata hennar. Mömmur deyja ekki. Amma mín er farin, en andi hennar og minningar munu lifa í hjarta mínu. Hún var heppin, því kvalirnar voru stuttar. Nú ei hún komin til afa Ólafssonar, en h ín var mikið búin að sakna hans. Þess vegna sætti ég mig alveg við dauða henn- ar. Ég elska hana, þessa yndislegu mannveru, eins og við öll gerum. Ég þakka þér, amma mín, fyrir allar samverustundirnar og skilaðu kveðju til afa frá okkur öllum. Katrín Ösp. Að óvænt yrði boðið upp í síð- asta dans lífsins og dansinn stiginn til enda án nokkurs hiks. Þannig hafði tengdamóðir mín óskað sér að lífshlaupið mætti enda og gleðst ég fyrir hennar hönd að óskin sú var uppfyllt. Það mun taka tíma að átta sig á því, að morgunganga í Daialand- ið er nú liðin tíð. Engin Gústa bros- andi á stigapallinum segjandi: „En gaman, gakktu í bæinn.“ Ekki sest aftur við eldhúsborðið og hlustað á frásagnir af lífshlaupinu. Eins og þegar lítil stelpa, pínulítið myrkfæl- in og með kaldar tær, skreið í skot- ið hjá Einari afa sínum, sem henni þótti afar vænt um og sem passaði hana svo oft, þegar mamma var að vinna. Þegar stelpan var tíu ára og fór ein í rútu austur í Biskups- tungur með koffortið sitt til að vinna sumarlangt sem barnfóstra. Kvíðin vistinni hjá bláókunnugu fólki, sem reyndist síðan svo elsku- legt og gott. Þegar stelpan á leið úr skólanum setur í sig kjark og labbar inn hjá kaupmanninum. Læst vera að skoða í hillur, maginn í hnút, en nær að stynja upp: „Þekkir þú mig?“ Þögn. Síðan: „Já, dóttir sæl“. Boðið í bakherbergi, rabbað saman. Stór stund og búin að ráða sig í vinnu er skóla lýkur. Þegar stelpan 16 ára í vinnu á matsölustað roðnar, fær aukinn hjartslátt og kiknar í hnjánum, Þegar móðir mín leit fyrst dags- ins ljós á kreppuárunum á ísafirði, 19. apríl árið 1930, trúðu fæstir því að hún myndi lifa. Amma mín, Kristín Karlína Jónsdóttir frá Aðal- vík, og afi minn, Gestur Sigurðsson af Ströndum, áttu son sinn Magn- ús á þriðja ári þegar mamma og tvíburasystir hennar fæddust. Þær fæddust tveimur mánuðum fyrir tímann og voru þijár og fjórar merkur. Amma vafði þær inn í bómull, því húð þeirra var óþrosk- uð, lagði þær í kommóðuskúffu, setti þriggja pela flösku með heitu vatni á milli þeirra og stillti skúff- unni við hlið kolaeldavélarinnar þar sem hitinn var mestur. Það var með ólíkindum að litlu telpurnar skyldu lifa, en amma sagði að það væri álfkonu að þakka. Álfkonan hefði birst sér í draumi stuttu fyrir fæðingu barn- anna og lofað henni hjálp, því hún hefði gætt hólsins hennar í Aðal- vík. Amma hafði sýnt náttúrunni virðingu sína og hélt því dætrunum litlu að launum. Þær voru síðar skírðar í höfuðið á álfkonunni, Álf- hildur Erla og Hulda Elsa. Amma mín fæddi síðan sjö börn til viðbót- ar, Sigurð, Öldu, Steinunni, Þóri, Stein, Báru og Sóleyju. Af tíu systkinum eru nú sex á lífi. Mamma mín eignaðist sjálf fimm börn. Við vorum elstar, ég og Þórdís, en með eiginmanni sín- um, Gunnari Guðmundssyni húsa- smið, átti hún Ásdísi, Gest og Stef- aníu. Gest litla misstu þau ungan, aðeins tveggja ára gamlan. Lýsingin sem ég gaf eiginmanni mínum væntanlegum á móður minni daginn sem ég fór með hann suður í Keflavík til að kynna hann fyrir henni, var þessi: Hún er fal- leg, lítil og nett, með stór augu Hulda Elsa Gests- dóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.