Morgunblaðið - 01.03.1994, Side 35

Morgunblaðið - 01.03.1994, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994 35 þegar hún afgreiðir ungan myndar- legan mann, Gústaf Adolf Ólafs- son. Kynnin hefjast og börnin fæð- ast eitt, tvö og þijú. Farið í sigling- ar með Gullfossi, ferðast með lest- um og flugvélum út í heim. Dýrðar- dagar. En ekki rætt mikið um það erfiða í lífshlaupinu, enda létti það ekki lundina. Nú er dansinn búinn, elsku Gústa mín. Ég þakka þér alla ást þina í minn garð og hjálpina í gegnum sætt og súrt og alla ást þína og umhyggju fyrir börnunum. Við söknum þíii. Kristín. Tengdamóðir mín, Ágústa Sveinsdóttir, Dalalandi 14, Reykja- vík, er látin. Hún andaðist að kvöldi 19. febrúar sl. í Landspítalanum af völdum heilablóðfalls sem hún fékk að morgni þess sama dags, á heimili sínu. Því skeyti var ekki ætlað að geiga, og strax ljóst að sjúkdómslegan yrði stutt. Við, sem stóðum næst Gústu - en svo var hún gjaman nefnd í daglegu tali - minnumst þess glöggt hve oft hún hafði orð á einkanlega í seinni tíð, að gott ætti það fólk sem fengi að fara fljótt og þjáningalítið þegar kallið kæmi, og slíks óskaði hún sér. Þessi ósk hennar rættist sem betur fer. Ágústa Sveinsdóttir var fædd í Reykjavík 15. ágúst 1924. Hún var dóttir Sveins Jóhannssonar kaup- manns og Sigríðar Einarsdóttur. Hún ólst upp hjá móður sinni og móðurafa, sem var henni mjög kær, og síðar með fósturföður sín- um Bjarna Guðmundssyni, lengst af starfsmanni hjá Söginni, og tveimur hálfbræðrum sínum, Ein- ari, sem lést á unga aldri, og Al- freð sem er málarameistari í Reykjavík. Ágústa fór ung að vinna, en kynntist sextán ára að aldri eiginmanni sínum Gústafi Adolf Ölafssyni hæstaréttarlög- manni. Hann lést 24. febrúar 1987. og örlítið frönsk í háttum. Og hún mun spyrja þig mikils. Þessi konulýsing fannst honum að vonum nokkuð yfirdrifin, þótt spennandi væri í sjálfu sér, og því varð hann undrandi þegar hann sá að hún stóðst fullkomlega. Mamma þín var lítil kona, en mikil kona, varð honum að orði daginn sem hún lést, á konudaginn 20. febrúar. Þar held ég að hann hafi hitt naglann á höfuðið. Ég var ekki alin upp hjá mömmu, en frá því ég var lítil var ég tíður gestur á heimili hennar og stjúpa míns. Þau bjuggu fyrstu árin í Reykjavík, en fluttust til Keflavíkur árið 1960. Mestan hluta starfsævi sinnar vann mamma í mötuneyti Loftleiða, síðar Flug- leiða, en stjúpi minn hefur lengst af starfað hjá Aðalverktökum, þar sem hann nú er eftirlitsmaður. Þegar ég stofnaði sjálf heimili og eignaðist börn, styrktust tengsl okkar mömmu. Eins og nafna mín eignaðist ég tvíburadætur og að sjálfsögðu voru þær skírðar í höfuðið á mömmu og systur henn- ar. Þar sem mamma bjó í Keflavík og ég í Reykjavík var ekki hægt að hlaupa á milli húsa til að ræða um daglegt amstur, kvef í börnun- um, kökur sem lyftu sér ekki og aðrar merkilegar uppákomur, en hins vegar vorum við báðar með nokkuð háa símareikninga. Þannig hefur það verið alla tíð. Þótt við heimsæktum hvor aðra reglulega og ég hafi mörgum sinn- um sest upp á hana með alla mína fjölskyldu þegar ég bjó erlendis eða stóð í flutningum, hafa símtölin okkar ekki síður verið mikilvæg. Hún fylgdist grannt með barna- börnunum, einkum heilsu þeirra og skólagöngu og mest gladdist hún þegar þeim gekk vel í skólan- um. Hina síðustu mánuði sagði hún oft eins og upp úr þurru, bæði við mig og aðra: Eg hef verið svo hepp- in með börnin mín og barnabörnin. Hún gerði sér grein fyrir því sem mörg stórmennin átta sig ekki allt- af á, að kannski er gæfa barnanna Þau eignuðust þijú börn: Sigríði, sem er starfsmaður Flugleiða hf., gift undirrituðum og eigum við tvo wni, Ágúst Einar og Gústaf Adolf; Olaf Guðbjörn, hæstaréttarlög- mann, kvæntur Kristínu Sigurðar- dóttur,_ og börn þeirra eru Grétar Már, Ágústa Margrét og Steinar Þór; og Gústaf Adolf, verzlunar- mann, kvæntur Björgu Hauksdótt- ur og eiga þau tvær dætur, Katr- ínu Osp og Kristínu Eik. 011 eru þau búsett í Reykjavík. Fundum okkar Gústu bar fyrst saman árið 1964, er ég var boðinn í kaffi til tilvonandi tengdaforeldra minna. Ég var þá farinn að snigl- ast það mikið í kringum heimasæt- una á bænum að þetta þótti tíma- bærtt og málið sennilega talið tap- að. Ég hálfkveið fyrir að mæta, og feimnin sagði mér að þetta yrði ekki auðvelt. Eg vissi þá þegar að yfir þessu heimili var reisn, og ennfremur að Gústaf Ólafsson var einn af virtustu starfandi lögmönn- um á þeim tíma. Þetta allt saman var yfirdrifið til að skjóta uppburð- arlitlum sveitastrák skelk í bringu. En ég fann strax að kvíði minn hafði verið ástæðulaus, og mér var tekið opnum örmum. Það virðist oft vera þannig að það sem nógu lengi hefur verið til staðar í kringum okkur, hluti af hversdagslífinu, er orðið sjálfsagt, og þess vegna erum við enn frekar óviðbúin þegar kallið kemur til þeirra samferðamanna sem næst okkur standa. Gústa var félagslynd og léttleikinn henni eðlislægur, og þegar ég riíja upp kynni mín af henni kemur það fyrst í hugann, en síðan hvað af öðru. Hún var fagurkeri í öllu atferli og lagði mikið uppúr því að vandað væri til hlutanna, hafði nákvæman smekk fyrir útliti, litum, litum í lífinu, og hvað var í stíl og hvað ekki. Hún vildi lifa „í stíl“. Hún hafði mikið yndi af ferða- lögum, og höfðu þau hjónin gert hið eina sem skiptir máli þegar upp er staðið. Mamma nefndi það oft að hún hefði svo sannarlega gengið menntaveginn hefðu aðstæður leyft það. Hún talaði um tónlist sem draumafagið, en ég held að verkalýðsmál hefðu ekki farið henni síður vel úr hendi. Þótt hún byggi sjálf við góðan efnahag gat hún endalaust rætt um kaup og kjör alþýðunnar og það var ekki ósjaldan sem hún varð reið yfír aðgerðum ríkisstjórnarinnar, eink- um þegar henni fannst þær bitna á þeim sem minnst mega sín. Á slíkum stundum var ekki viðlit að taka af henni orðið. Aldrei ræddi hún þessi mál nema að finna nokk- urn veginn lausnir á þeim í leið- inni. Skoðanir hennar á öllum málefnum voru afdráttarlausar og hún hikaði ekki við að láta þær í ljós á þennan beinskeytta hátt sinn. Skipti þá engu máli hver á hlustaði. Mamma var orðheppin og hafði gaman af að láta eitt og annað fjúka sem hristi upp í mönnum. Hún hafði því unun af að vera með skemmtilegu og hressu fólki, enda all víðreist á árum áður, innan- lands sem utan, meðan heilsa Gú- stafs heitins leyfði. Við hjónin ferðuðumst töluvert með Gústu eftir að hún var orðin ein, og er mér sérlega minnisstæð ferðagleði hennar og fúsleiki til að allt mætti fara sem best fram. Það er ánægju- legt að minnast þess nú, þegar fyrir liggur að ekki verður ferðast meira að sinni, að við áttum oft saman stórar stundir. Ef einhver spyrði mig núna hvað ég héldi um áframhaldandi ferðamennsku, myndi ég ef til vill geta mér þess til að nú eftir endurfundina tækju þau hjónin fljótlega til við þau ferðalög sem höfðu verið á dag- skrá þegar heilsan sagði á sínum tíma að nóg væri ferðast. Gústa vandaði stefnu sína dags um lönd, og kærleiksríkt og hjálp- samt líferni hennar gerir minning- una um þessa konu í heild ákaflega bjarta. Jafnvel nú hin síðari árin, þegar segja má að heilsu Gústu hafi hrakað ört, og hún oftar en ekki þjáð, man ég varla eftir því að hún væri ekki með áhyggjur af öðrum, og hvernig best mætti verða að liði þeim sem liðsinna þurfti. Endalaust verður mér og öðrum sem til þekktu minnisstæð einstök umönnun hennar um Gú- staf heitinn í hans langvinnu og erfiðu veikindum. Fáir, ef þá nokkrir, hafa reynst mér betur á lífsleiðinni en Gústa, og hef ég þó kynnst mörgu afskap- lega góðu fólki um dagana. Ég kveð tengdamóður mína með eftirsjá og virðingu. Skúli Guðmundsson. Hinn 19. febrúar síðastliðinn andaðist á Landspítalanum mág- kona mín, Ágústa Sveinsdóttir, af völdum heilablóðfalls langt um ald- ur fram, að mér finnst nú, er árun- um fjölgar. Hún hafði að vísu kennt sér einhvers meins síðastliðið kynntust flestir henni sjálfri sem skemmtilegri konu. En menn báru líka alltaf virðingu fyrir henni, því þeir skynjuðu réttlætiskennd henn- ar og sterka siðferðiskennd. Það var líka einstakt að sjá hve mikla virðingu mamma og stjúpi minn báru hvort fyrir öðru. Slíkt er orðið fátítt í mörgum hjónabönd- um. Og aldrei heyrði ég systur mína svara foreldrum sínum nema af stakri alúð og kurteisi. í augum mömmu var heimilið heilagur staður. Og örugglega var heimili hennar eitt það hreinleg- asta og rólegasta sem ég þekkti. Það var því ekki að undra þótt maður liti á það sem einskonar heilsuhæli þegar streitan sótti á mann. Ef mömmu fannst framkoma fólks til skammar fékk það að heyra álit hennar. Mér er minnis- stætt lítið atvik frá síðasta hausti. Þá var hún orðin fárveik og að mestu rúmliggjandi. En henni leiddist það óskaplega að blaðburð- armenn staðarblaðsins skyldu hafa það fyrir sið að stytta sér leið yfir lóðina hennar og þramma um leið ofan í viðkvæm tijábeðin. Slíkt fannst henni ósæmilegt. Hún hringdi að sjálfsögðu til blaðsins og las yfir viðkomandi fólki, en lét ekki þar við sitja, heldur settist upp á borðið undir eldhúsglugga- num og sat þar og beið eftir blað- burðarmönnunum hátt á annan tíma. Hún ætlaði sér nefnilega að ræða við piltana. Mamma var lítil kona, en mikil kona sem gafst aldrei upp. En við sjúkdóminn réð hún ekki. Ég sé hana alltaf fyrir mér, fallega og ákafa konu sem vildi allt vita og spurði mikils. En ég minnist henn- ar líka þar sem hún sat hljóð og fjarræn, farin til landsins þar sem sonurinn beið hennar. Þar er hún núna og ég veit að þar líður henni vel. Við sem sitjum hljóð og bíðum, eigum eftir að sakna hennar svo lengi sem við lifum. Ég bið góðan guð um að styrkja okkur öll í van- mætti okkar og sorg. Kristín Marja. haust, en engu að síður kom skyndilegt fráfall hennar sem þruma úr heiðskíru lofti yfir okkur öll, fjölskyldur og aðra vandamenn. Frá fyrstu kynnum okkar Ág- ústu heitinnar eru nú liðin meira en fjörutíu ár, er unnusti minn, Alfreð bróðir hennar, kynnti okk- ur, væntanlegar mágkonurnar. Sá kunningsskapur, er þá tókst með okkur, þróaðist brátt upp í þá góðu vináttu, sem haldist hefur æ síðan, þar til nú að dauðinn aðskilur okk- ur. Hefur þar aldrei borið skugga á, og sama má segja um fjölskyld- ur okkar beggja. Ævinlega var „Gústa mín“ sama trygglynda vin- konan, skilningsrík og góðviljuð og sérstaklega örlát í gjafmildi sinni. Var jafnan auðfundið, hve vel hún naut þess að gleðja okkur öll, bæði börn og fullorðna við sem flest tækifæri. Og ekki síður minn- umst við, ég og fjölskylda mín, margra indælla samverustunda, er glaðlyndi hennar og spaugsemi kætti okkur 611. Mér er því sár harmur og tregi í huga, er ég nú kveð hana hinsta sinni, en jafnframt ber að þakka þér það að hafa átt hana svo lengi að einlægum tryggðavini á vegferð okkar hér á jörð. Sigríður mágkona. Hún amma í Daló er dáin. Nú get ég ekki heimsótt hana oftar í Dalalandið. Ég var ekki gamall, þegar amma bauð mér í fyrsta skipti einum í heimsókn til sín og heimsóknirnar áttu eftir að verða margar. Við amma gerðum ýmislegt saman. Við fórum í leiki og stundum kenndi ég ömmu að leika með dót- ið mitt. Við töluðum líka mikið saman og hún sagði mér frá afa, en afi var dáinn, þegar ég fædd- ist. Amma átti líka stóra mynd af afa í stofunni sinni og hún gat talað við hann. Henni þótti svo Mig langar til að minnast vin- konu minnar Huldu Gestsdóttur með nokkrum orðum, en hún lést á Landspítalanum að morgni 20. febrúar eftir löng og erfið veikindi. Hulda og eiginmaður hennar, Gunnar. toru með þeim fyrstu sem ég og fjölskylda mín kynntumst er við fluttum til Keflavíkur árið 1968 og hélst upp frá því vinátta á milli okkar sem aldrei bar skugga á. Margar ánægjulegar stundir áttum við saman og þótt Hulda væri kannski ekki allra, var hún þeim sem hún tók traustur og góð- ur vinur. Dætrum mínum var hún alla tíð sérstaklega góð og lét sér annt um þeirra hagi, sem sýnir glöggt hvern mann hún hafði að geyma. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Huldu samfylgdina og ég trúi því að sonur hennar, Gestur, hafi tek- ið vel á móti mömmu sinni fyrir handan. Gunnari og dætrunum sem og öðrum ættingjum votta ég dýpstu samúð. Guð blessi þig, Hulda mín. Þín vinkona, Selma. Elskuleg amma okkar, Hulda Elsa, lést aðeins 63 ára gömul hinn 20. febrúar síðastliðinn. Við syst- urnar viljum minnast hennar með nokkrum orðum. Amma tók alltaf vel á móti okk- ur þegar við heimsóttum hana suð- ur í Keflavík. Þótt það færi yfir- leitt mikið fyrir okkur systrunum heima við, vorum við frekar hljóðl- átar hjá ömmu, því á heimili henn- ar ríkti einstök ró. Hún hafði gam- an af því að segja okkur sögur af sér og tvíburasystur sinni, Erlu, og frá uppvaxtarárum þeirra á ísafirði. Hún talaði alltaf við okkur eins og við værum fullorðnar og það þótti okkur mjög vænt um. Við sátum oft við eldhúsborðið, amma með kaffibollann og spila- stokkinn og við með hökuna niður á bringu af áhuga. Ein saga er okkur ofarlega í huga. vænt um afa. Nú er amma líka komin til Guðs og búin að hitta afa og ömmu Margréti. Ömmu þótti mjög gaman að fara í ferðalög og hún fór oft með afa til útlanda og í ferðir á íslandi og sváfu þau þá oft í tjaldi. Við amma fórum stundum saman f ferðalög. Einu sinni fórum við meö fjölskyldunni til Ítalíu og fleiri landa. Ég man, þegar við vorum að sigla á gondól í Feneyjum og gondólaræðarinn var að kenna okkur að kalla „Hoy“, þegar við sigldum yfir annan skurð, svo ekki yrði árekstur, ef annar gondóll væri að sigla þar. Það gekk bara vel hjá okkur ömmu og það varð enginn árekstur. Ég man líka eftir gervi-galdranorninni-4 götunni í Miinchen, sem fór að leika listir sínar, þegar ég gaf henni pening- inn, sem amma lét mig fá. Vi^ amma hlógum svo mikið og hún hló svo hátt, eins og hún gerði oft, þegar henni fannst skemmti- legt. Við amma fórum líka í ferða- lög á íslandi, í sumarbústaðinn og vestur í Dali, þar sem afi fæddist. Amma í Daló var alltaf svo góð við okkur krakkana. Hún var alltaf að hugsa til okkar og vildi allt fyrir okkur gera. Það veit víst eng- inn, hvað amma er búin að baka margar perutertur handa okkur. Og hver á nú að baka perutertu fyrir mig, þegar ég verð sex ára? Það voru alltaf svo miklar veiting- ar hjá ömmu,. þegar við heimsótt- um hana. Amma sagði oft við mig, að ég væri besti vinur hennar. Elsku amma, þú ert besti vinur minn og við munum öll sakna þín mikið, en það var samt betra, að þú þurft- ir ekki að vera lengi á spítala eins og afi og amma Margrét. Við þökk- um þér, amma mín, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og við munum hugsa mikið til þín og líði þér vel hjá Guði. Þinn vinur, Steinar Þór. » Rétt áður en amma fermdist slasaðist hún með þeim afleiðing- um að hún fékk blóðeitrun í annan fótinn. Læknirinn sem annaðist hana sagði að til þess að bjarga lífi hennar yrði að taka af henni fótinn fyrir neðan hné. Amma þvertók fyrir það með öllu og lýsti því staðfastlega yfir að ef það ætti að taka fótinn af henni yrði að taka hann af Erlu líka. Ekki kom til þess að taka þyrfti fótinn, sem betur fer, en viðbrögð hennar voru dæmigerð fyrir þijóskuna, sem einkenndi hana alla tíð. Amma hafði mikinn áhuga á dulrænum efnum og þá sérstak- lega á huldufólki. Brýndi hún oft fyrir okkur að sýna því virðingu, bæði með hátterni okkar og hugs- un. Ömmu var það mikið hjartans mál að við gengjum menntaveginn og þá sérstaklega að við færum í háskóla. Hún fylgdist alltaf mjög vel með gangi mála í þeim efnum, jafnvel eftir að hún var orðin veik. Hún sýndi stuðning sinn bæði í orði og verki. Stúdentsgjöfin frá henni og Gunnari afa til okkar allra voru innritunargjöldin í Háskóla íslands. Þessi veglega og táknræna - gjöf er nokkuð sem við gleymum aldrei og verðum þeim ævinlega þakklátar fyrir. Þegar leiðir skiljast streyma minningar af ýmsum toga fram í hugann. Við systurnar eigum að- eins góðar minningar um þessa fallegu og einstöku konu, og við erum þakklátar að hafa átt hana fyrir ömmu. Það sem okkur þykir sárast er að missa hana svona unga frá okkur því að við hefðum með réttu átt að fá að njóta henn- ar svo miklu lengur. Það er þó-c huggun að vita að núna líður henni vel og þarf ekki að þjást lengur. Við munum ávallt varðveita minningu hennar í hjörtum okkar því hún var yndisleg amma og hafði svo margt að gefa. Blessuð sé minning ömmu. Soffía, Erla og llulda. »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.