Morgunblaðið - 01.03.1994, Síða 37
eftir liggja. Þó var hann ekki alls
kostar tilbúinn í sína síðustu bar-
áttu, því að hann bjóst ekki við,
frekar en aðrir, að árásin kæmi úr
þessari átt. Á ótrúlega stuttum tíma
varð Gylfi að játa sig sigraðan, eins
og svo margir aðrir í baráttu við
vágest sem læknavísindin standa
oft ráðþrota gegn. Jafnvel sterkustu
vígi falla í slíkum slag.
Það er sárt að horfa á eftir góð-
um félaga á þennan hátt. Félaga
og vini á besta aldri sem átti svo
margt ógert. Starfsfélagar hans á
Morgunblaðinu kveðja hann með
söknuð í hjarta og þakklæti fyrir
allt og allt. Hér er mikill öðlingur
kvaddur og það er mikill söknuður
meðal þeirra sem voru þess heiðurs
aðnjótandi að kynnast Gylfa Hjálm-
arssyni, það voru viss forréttindi.
En á einum stað hlýtur sorgin að
vera mest. Elsku Vera, Magnhild
og Vera Ósk, þið eigið samúð starfs-
manna Morgunblaðsins. Megi góður
Guð blessa ykkur og styrkja í sorg
ykkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Með vinarkveðju.
Sigmundur Ó. Steinarsson.
Þegar komið er að því að kveðja
góðan dreng vefst manni tunga um
tcnn. Maður rifjar gjarnan upp at-
burði í lífinu sem tehgjast samveru-
stundum sem geymdar eru í minn-
ingunni. Gylfi Hjálmarsson lést
langt um aldur fram. Hann veiktist
af þeim óútreiknanlega sjúkdómi,
krabbameini, á síðasta ári og lést
á Landakoti eftir erfiða sjúkdóms-
legu sunnudagsmorguninn 21. febr-
úar sl. Við Gylfi kynntumst á Morg-
unblaðinu árið 1966. Áður hafði ég
kynnst honum lítillega í tengslum
við íþróttaiðkanir, en íþróttir voru
einmitt hans helsta áhugamál. Hef
ég aldrei kynnst nokkrum manni
sem var jafnfróður um íþróttir og
Gylfi. Hann var nánast gangandi
alfræðiorðabók þegar rætt var um
íþróttir.
Árið 1969 fluttum við til Kanada
og þar urðu kynni okkar enn nán-
ari. Við fórum þangað í þeim til-
gangi að víkka sjóndeildarhringinn
og auka þekkinguna. Gylfa líkaði
vel í Kanada og bjó þar til ársins
1988. Hann kunni vel að meta þann
vinnuaga sem viðgengst þar. Hann
hafði oft orð á því að við gætum
margt af Kanadamönnum lært í
skipulagi og rekstri fyrirtækja.
Gylfi var mikill nákvæmnismaður
og var alltaf með allt sitt á hreinu.
Hann hóf störf hjá einu af stærstu
fyrirtækjum í Kanada, Sears, og
vann þar öll árin. Þar vann hann
sig fljótt í álit og voru honum falin
ýmis trúnaðarstörf. Gylfi var íhalds-
samur, traustur og ljúfur starfs-
maður. Ég held til dæmis að hann
hafi aldrei komið of seint til vinnu
og aukafrídagar voru sem eitur í
hans beinum. Hann sinnti störfum
sínum af mikilli kostgæfni og var
hvers manns hugljúfi. Hann átti
trausta vini sem honum þótti vænt
um. Honum var það mikið kapps-
mál að vinunum vegnaði vel. Það
sýndi hann í verki með framkomu
sinni.
Sem dæmi um íhaldssemi Gylfa,
verður mér minnisstæður sá dagur
er hann kom niður á Mogga og
sagði mér að hann hygðist flytja
aftur heim. Það sem skipti meðal
annars miklu máli í þeirri stóru
ákvörðun var hvort hann fengi aft-
ur vinnu á auglýsingadeild blaðsins.
Þar voru meðal annars nokkrir af
hans bestu vinum og honum þótti
ákaflega vænt um fyrirtækið eins
og öllum þeim sem verða-á annað
borð vinir blaðsins. Það var því
auðsótt mál að ráða Gylfa aftur til
blaðsins. Hann vann því aðeins hjá
tveimur fyrirtækjum um ævina.
Við, íjölskyldan, áttum þess kost
að heimsækja Gylfa og Veru til
Kanada árið 1987. Þá sýndu þau
hjónin okkur mikla velvild og vin-
áttu. Við áttum þar margar
ánægjustundir sem seint munu
gleymast. Það er því með söknuði
sem við kveðjum góðan dreng um
leið og við vottum eiginkonu hans
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994
37
Stefán Guðmunds
son — Minning
Fæddur 13. maí 1925
Dáinn 19. febrúar 1994
Veru og dætrunum Magnhild og
Ósk, foreldrum, systkinum og öðr-
um ættingjum okkar dýpstu samúð
á þessari sorgarstund. Guð blessi
ykkur öll.
Baldvin Jónsson og fjölskylda.
Þegar maður missir góðan vin
verður hversdagsleg minning um
hann dýrmæt og hvunndagurinn
jafnvel eftirsóttur því á svona
stundum þegar sorgin knýr dyra,
hugsar maður: „Því getur ekki allt
orðið eins og það var?“ Þannig
hugsa ég eftir að Gylfi vinur minn
dó úr krabbameini i sl. viku.
í minningunni rifjast upp fjöl-
mörg hversdagsleg samtöl um dag-
inn og veginn, samtöl sem nú eru
mér mikilvæg og gleymast ekki.
Mér finnst svo skrýtið að eiga ekki
eftir að setjast lengur niður með
Gylfa og ræða pólitík, sem var
uppáhald okkar beggja sem um-
ræðuefni. I þessum samtölum kom
lífsskoðun hans skýrt í ljós. Gylfi
trúði á vinnuna, fjárhagslegt sjálf-
stæði einstaklinga, sparnað og á
sterka fjölskyldu. Að mínu mati var
Gylfi nokkuð íhaldssamur en vildi
treysta velferðarþjóðfélagið svo að
enginn liði skort.
I vinnuna mætti Gylfi ávallt í
jakkafötum með bindi enda sýndi
hann vinnustað sínum, þ.e. Morgun-
blaðinu, virðingu og var metnaðar-
fullur starfsmaður. Sagði hann oft
að ef menn bæru ekki virðingu fyr-
ir sjálfum sér og hefðu metnað fyr-
ir sjálfa sig, væri lítil von um að
þeir hefðu einhvern metnað fyrir
hönd vinnustaðar síns. Ef svo væri,
væri lítil von til að fyrirtækið spjar-
aði sig og greiddi út laun. Þessi
vinnuheimspeki lýsir Gylfa vel og
mættu fleiri á tímum atvinnuleysis
tileinka sér hana.
Síðastliðna tvo mánuði barðist
Gylfi við illvígan sjúkdóm, þ.e.
krabbamein. A íþróttamannamáli
má segja að þetta hafi verið ójafn
leikur frá byijun því sjúkdómurinn
hafði þó nokkra forgjöf. Hugrekki
Gylfa og baráttumóður entist fram
á síðustu stund. í lokin birtist dauð-
inn sem vinur og fylgdi Gylfa inn
í ljósið.
Við sem sitjum hér eftir eigum
minningu um góðan dreng og fyrir
það ber okkur að vera þakklát.
Sorgin mun veðrast í burtu en minn-
ingin ekki.
Jón Kristinn Snæhólm.
Elskulegur föðurbróðir minn
Stefán Guðmundsson lést í Land-
spítalanum 19. febrúar sl.
Stefán fæddist í Reykjavík 13.
maí 1925, yngsta barn foreldra
sinna, Elínar Stephensen og Júlíus-
ar Guðmundssonar. Elín var dóttir
Elínar Thorstensen og Magnúsar
Stephensen landshöfðingja, en Júl-
íus var sonur Andreu H.B. Weywadt
og Stefáns Guðmundssonar versl-
unarstjóra á Djúpavogi. Foreldrar
Stefáns dvöldu í Kaupmannahöfn
fyrstu hjúskaparár sín þar sem Júl-
íus vann við verslanir Örum og
Wulff s og þar fæddust börn þeirra,
öll nema Stefán. Þau fluttu síðan
heim til íslands aftur 1921 þar sem
Júlíus gerðist stórkaupmaður og
útgerðarmaður.
Elín og Júlíus eignuðust sex börn:
Agnar elstur, búsettur í Reykjavík,
Eva, sem lengst af bjó í Danmörku
og lést 1984, Elín (Mússí), búsétt
í Danmörku, Valborg (Lillen), bjó
í Reykjavík og lést 1987, Ása, bú-
sett í Kanada, og Stefán, sem nú
er látinn. Þau systkinin eignuðust
öll maka og böm. Stefán ólst upp
í foreldrahúsum en missti föður sinn
1941, réttra sextán ára gamall.
Eftir það bjó hann með móður sinni
en síðar hjá bróður sínum, Agnari,
og fjölskyldu hans en Agnar reynd-
ist honum bæði sem bróðir og fað-
ir. Stefán gekk í Miðbæjarbarna-
skólann en var síðan tvo vetur við
nám í Verslunarskólanum. Hann
hafði mikinn áhuga á flugi eins og
margir ungir menn á þeim árum
og lauk einkaflugprófi en flugskír-
teini hans var númer 65. Um tíma
vann hann hjá Jarðborunum ríkisins
og við hvalveiðar. Síðar lauk hann
námi í járnsmíði frá Iðnskólanum
og vann við járnsmíðar bæði hjá
Stálsmiðjunni og Glófaxa. Árið
1954 kvæntist Stefán Þuríði Guð-
mundsdóttur. Foreldrar hennar eru
Þórhalla Oddsdóttir húsmóðir ættuð
úr Breiðafirði sem lifir í hárri elli
og Guðmundur Kristján Guðmunds-
son bóndi og sjómaður ættaður úr
Arnarfirði sem lést 1968. Þau hjón
bjuggu allan sinn búskap á Kvigind-
isfelli í Tálknafirði og eignuðust
sautján börn og eru öll á lífi nema
eitt. Þuríður og Stefán eignuðust
þrjú börn. Elstur er Haukur Már,
verkfræðingur hjá Lýsi hf., f. 1955,
kvæntur Soffíu Bryndísi Guðlaugs-
dóttur, skrifstofukonu hjá Euro-
card. Þeirra börn eru Lilja Björk,
f. 1979, Guðlaugur Örn, f. 1982,
og Edda Þuriður, f. 1985. Næst er
Arnheiður Svala, verzlunarkona, f.
1960, gift Jens Gunnari Ormslev,
framleiðslustjóra, bæði hjá Hans
Petersen hf. Þeirra dætur eru Elín
Áslaug, f. 1986, og Eva Birna, f.
1990. Yngstur er Guðmundur Þór,
trésmiður, f. 1964, kvæntur Jacque-
line Raatz, sem er við framhalds-
nám í sálarfræði. Þau eru búsett í
Seattle í Bandaríkjunum. Þuríður
eignaðist dóttur áður, Hrefnu
Helgadóttur, sem er tölvuritari við
Bifreiðaskoðun íslands hf. á Akur-
eyri, f. 1948. Gekk Stefán henni i
föður stað og reyndist henni sem
besti faðir. Börn Hrefnu frá fyrra
hjónabandi eru Stefán, Hugrún og
Elfa. Núverandi sambýlismaður
hennar er Ingólfur Þorsteinsson bif-
reiðaskoðunarmaður hjá Bifreiða-
skoðun íslands hf. á Akureyri.
Árið 1970 fóru Stefán og Þuríður
með börn sín til Svíþjóðar eins og
margir aðrir á þeim tíma og fékk
Stefán vinnu við skipasmiðastöð
Kockums í Malmö en Þuríður vann
við verslunarstörf. Þeim líkaði vel
vistin í Svíþjóð en þó fór svo að þau
fluttu aftur heim til íslands 1981.
Eftir heimkomuna starfaði Stefán
lengst af sem hlaðmaður hjá Flug-
leiðum en Þuríður vann sem sauma-
kona. Þau voru ötul og samhent
ásamt börnum sínum við að koma
sér upp húsnæði og sjá sér farboða.
Stefán bjó á heimili mínu þegar
ég var lítil telpa. Hann hefur verið
unglingur og ungur maður þá og
var jafnan kallaður Númi af fjöl-
skyldu og vinum. Hann var þá og
síðar grannvaxinn og spengilegur,
meðalmaður á hæð, íþróttamanns-
lega vaxinn og fjaðurmagnaður í
hreyfingum. Stefán var laglegur og
prúður maður og bauð af sér góðan
þokka. Hann gat verið gamansamur
en var hrekklaus og óáreitinn, hæg-
látur og hlédrægur. Hann var vel-
viljaður og trygglyndur og unni fjöl-
skyldu sinni mjög og hafði yndi af
barnabörnum sínum og langafa-
barni. Hann var handlaginn og
fékkst meðal annars við að búa til
listmuni úr járni. Ungur hreifst
hann af flugi og hafði alltaf mikinn
áhuga á því. Hann var mikill nátt-
úruunnandi, áhugamaður um dýra-
líf, einkum fugla og þekkti þá á
flugi og skemmti börnum og barna-
börnum með því að herma eftir
hljóðum þeirra. Um tíma átti hann
trillu og sigldi á henni út á Flóa til
að veiða.
Stefán naut góðrar heilsu lengst m
af ævi sinnar. Fyrir rúmu ári veikt-
ist hann þó og rannsóknir leiddu í
Ijós að um illkynja sjúkdóm var að
ræða. Þrátt fyrir aðgerð og frekari
meðferð tókst ekki að komast fyrir
meinið. Hann tók hlutskipti sínu
með jafnaðargeði og Þuríður stóð
traust eins og klettur við hlið hans
ásamt börnum þeirra. Þau voru öll
mjög þakklát fyrir góða umönnun
lækna og Heimastoðar Krabba-
meinsdeildar Landspítalans. Stefán
var mikill gæfumaður í hjónabandi
og átti ástríka og dugmikla konu
og mannvænleg börn og barnabörn.
Ástvinum hans öllum flyt ég inni-
legar samúðarkveðjur frá föður
mínum, mér og systkinum mínum
og fjölskyldum okkar.
Blessuð sé minning Stefáns Guð-
mundssonar.
Guðrún Agnarsdóttir.
t
Móðir mín,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sundabúð, Vopnafirði, 28. febrúar.
Hreinn Sveinsson.
Eiginkona mín, t KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR,
Laufásvegi 45,
lést í Landspítalanum sunnudaginn 27. febrúar.
Guðni Guðmundsson.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓHANNA JÚLÍUSDÓTTIR,
Hverfisgötu 123,
Reykjavík,
andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt 28. febrúar.
Helgi Hafliðason,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginkona mín og fósturmóðir,
STEFANÍA GUÐRÚN ÁSKELSDÓTTIR,
Grenimel 4,
lést í Landakotsspítala laugardaginn 26. febrúar.
Óskar Eyjólfsson,
Sæmundur Bjarkar Árelíusson.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir og amma,
BERGUÓT GUÐMUNDSDÓTTIR,
Kársnesbraut 66,
Kópavogi,
lést í Landspítalanum föstudaginn 25. febrúar.
Guöni Jónsson,
Guðrún Guðnadóttir,
Bergljót Steinsdóttir.
t
Faðir okkar,
MAGNÚS S. HARALDSSON,
áðurtil heimilis
á Álfaskeiði 27,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, 27. febrúar sl.
Sigríður Magnúsdóttir,
Haraldur Magnússon,
Gunnar Magnússon,
Guðbjörg Áslaug Magnúsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÁGÚSTA SVEINSDÓTTIR,
Dalalandi 14,
Reykjavik,
er lést í Landspítalanum 19. febrúar
sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 1. mars,
kl. 15.00.
Sigríður Gústafsdóttir, Skúli Guðmundsson,
Ólafur Gústafsson, Kristín Sigurðardóttir,
Gústaf Gústafsson, Björg Hauksdóttir
og barnabörn