Morgunblaðið - 01.03.1994, Síða 52
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 8040 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85
ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
Loðnuhrogna-
frysting hafin
Vestmannaeyjum.
FRYSTING loðnuhrogna hófst
í ísfélaginu í Eyjum í gær og
voru þá fryst 50 tonn sem feng-
ust úr afla Heimaeyjar og
Gígju. Frystingu lauk síðdegis
í gær, en vonast er til að hún
hefjist aftur í dag enda var von
á loðnu til löndunar hjá ísfélag-
inu i dag.
Jón Olafur Svansson, fram-
leiðslustjóri ísfélagsins, sagði að
þeir hefðu eiginlega þjófstartað
frystingunni. Hrognin hafi verið
á mörkum þess að vera vinnslu-
hæf og því hefði þetta verið í allra
fyrsta lagi að hefja vinnslu
hrogna.
Hann sagðist búast við að
hrognin úr förmum Guðmundar
og Heimaeyjar, sem væntanleg
eru til Eyja í dag, verði mun betri
og vinnsla geti þá hafist af krafti.
Hann sagði að þeir hefðu 1.000
tonna kvóta til hrognafrystingar.
- Grímur
Bjór seld-
urágamla
verðinu
í DAG eru liðin fimm ár frá því
bjór var lögleyfður hér á landi
og af því tilefni munu nokkrar
krár selja bjórinn á sama verði
og var í gildi 1. mars 1989.
Þegar litið er yfir sölutölur ÁTVR
sl. fimm ár kemur í ljós að sala
bjórs var mest árið 1989 eða alls
tæplega 7 milljónir lítra. Salan dróst
saman næstu þrjú ár og varð um
5,6 milljónir lítra árið 1992. í fyrra
varð hins vegar um 5% aukning
þegar salan nam tæplega 5,9 millj-
ónum lítra. Innlend bjórframleiðsla
hefur á þessum fimm árum smám
saman sótt í sig veðrið á markaðn-
um og er markaðshlutdeild íslensku
tegundanna nú nálægt 75%.
Sjá Viðskipti/Atvinnulíf bls. 22
Fuglalíf í Grímsey
Lóa hefur
haft vetur-
Valdimar Traustason, sem fylgst
hefur með lóunni um skeið, sagði
að hún væri ekki í vorbúningi og
teldi hann því að hún hefði orðið
eftir hér í eynni í haust og dregið
fram lífið í fjörunni þar sem nóg
' sé um æti. Veturinn var góður
^■framan af, en afspymuleiðinleg tíð
í janúarmánuði.
Grímseyingar hafa einnig orðið
varir við sérkennilegan grátittling
um nokkurt skeið, en hann er nán-
ast hvítur að lit, álíka ljósri tjúpu.
Hafa menn orðið hans várir þegar
fuglum er gefið korn, en hann fylg-
ir þá gjarnan hópnum.
Þá hafa tvær vepjur verið á flæk-
ingi hér upp á síðkastið, en þeirra
varð nýlega vart. Ekki er algengt
að vepjur sjáist hér að vetrarlagi.
► í Fuglahandbókinni kemur fram að
fyrst hafí orðið vart við varp þeirra
hér á landi árið 1959, en þær hafí
ekki numið hér land fyrir fullt og
fast.
HSH
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakar penmgakeðjiir
Ólögmætar og1 heimilt að
gera hagnað upptækan
'Setn í eynni
til ákvæða í lögum frá 1977 um
opinberar fjársafnanir, en þar segir
að fjársöfnun með keðjubréfum sé
óheimil og brot gegn lögunum varði
sektum nema þyngri refsing liggi
við samkvæmt öðrum lögum.''
Jón segir að hagnaður sem feng-
inn er með ólögmætum hætti eins
og í gegnum peningakeðju sé ekki
skattskyldur en í hegningarlögun-
um sé heimild til að gera slíkan
hagnað upptækan, auk sekta, og
verði málin meðhöndluð í samræmi
við það.
Grímsey.
FUGLALÍF hefur verið fjöl-
skrúðugt í Grímsey í vetur, en
talið er að lóa hafi verið hér frá
því í haust, þá hefur hvítur grá-
tittlingur verið á ferðinni og
tvær vepjur.
Jón Baldvin Hannibalsson um búvörudeiluna
RANNSÓKNARLÖGREGLA rikisins hefur nú svokallaðar peninga-
keðjur til rannsóknar og er rannsókn á frumstigi. „Peningakeðjur
eru ekki heimilar og það er refsivert að standa fyrir peningakeðj-
um,“ segir Jón H. Snorrason, deildarstjóri hjá RLR. Hann segir að
þær keðjur sem í gangi eru séu í skoðun og séu þær allmargar og
beini RLR sjónum sínum meðal annars að upphafsmönnum þeirra.
Keðjunum sé hrundið af stað í von um fljótfengið fé og sjaldnast
hagnist aðrir en upphafsmenn þeirra.
Ríkissaksóknari hafði samband
við RLR og embætti lögreglustjóra
og sýslumanns á Akureyri og ósk-
aði eftir að peningakeðjur yrðu
kannaðar. Jón segir peningakeðjur
ólöglegar og vísar í því sambandi
Niðurstaða er
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að endanleg
niðurstaða hafi fengist milli formanna sljórnarflokkanna um breyt-
ingar á búvörufrumvarpinu í gærkvöldi sem Alþýðuflokkurinn fall-
ist á. Þá lá endanlegur frumvarpstexti fyrir sem verður lagður
fram á fundi landbúnaðamefndar í dag. Davíð Oddsson forsætisráð-
herra lagði fram málamiðlunartillögu í gærdag sem alþýðuflokks-
menn gátu þó ekki fallist á í öllum atriðum. Var unnið að málinu
fram eftir degi og endanleg niðurstaða fékkst svo á tíunda tíman-
um í gærkvöldi. Breytingin sem felst í samkomulaginu er um að
sú tenging í frumvarpsdrögum formanns landbúnaðarnefndar við
tollafyrirkomulag eftir gildistöku Úrúgvæsamnings GATT er felld
út úr frumvarpinu. Málamiðlun náðist um útvikkun á vörulistanum
yfir vömr sem landbúnaðarráðherra er heimilt að leggja á verðjöfn-
unargjöld og verðjöfnunarheimildin er þrengd þannig að hún nái
eingöngu til vara og hráefna sem einnig eru framleidd innanlands.
Morgunblaðið/Júlíus
A Reykjavíkurflug’velli
SEINNI þota sænsku læknanna og hjúkrunarfólksins lenti á Reykja-
víkurflugvelli um kl. 21 í gærkvöldi. Sjúkraflutingabíll sótti hópinn
út á flugvöll og keyrði hann á Borgarspítalann.
i
Líffæri sótt til íslands
TVEIR hópar sænskra lækna og hjúkrunarfólks komu til Islands
með einkaflugvélum í gær til að sækja líffæri á Borgarspítalann
til ígræðslu í Svíðþjóð.
Jón Baldvin sagði að það hefði
verið meginkrafa Alþýðuflokksins
að felld yrði út tenging frumvarps-
ins við tollafyrirkomulag eftir gild-
istöku GATT og ijármálaráðuneytið
pþefði einnig lagt áherslu á það.
„Einnig var gerð málamiðlun um
útvíkkun vörulistans, sem fjallar að
meginefni um að blóm og græn-
meti verða á viðaukalista yfir þær
vörur sem landbúnaðarráðherra er
heimilt að leggja á verðjöfnunar-
gjöld í stað núverandi tolla á þessar
vörur. Á móti kemur að þessar
heimildir og aðrar verðjöfnunar-
heimildir í frumvarpinu ná aðeins
til þeirra vara og hráefna sem fram-
leidd eru hér á landi. Þetta merkir
að það er eingöngu um að rpeða
vemd fyrir innlenda framleiðslu,
eins og upphaflega var samkomulag
um en ekki íþyngjandi gjaidtöku á
innflutt blóm og grænmeti sem
ekki er framleitt hér á landi. Þar
með er komin efnislega niðurstaða
í málið en eftir er að sjá hvort sam-
komulag verður um framhaldsmeð-
ferð málsins á þingi,“ sagði Jón
Baldvin í gærkvöldi.
fengin
Egill er ánægður með
breytingarnar
Egill Jónsson formaður landbún-
aðarnefndar vildi ekki tjá sig um
niðurstöðuna í gærkvöldi og sagðist
ætla að leggja breytingatillögurnar
fyrir landbúnaðarnefnd í dag. Hann
sagðist vera ánægðari með þessar
síðustu breytingar en fyrri breyt-
ingar sem gerðar hefðu verið og
sagði þær styrkja frumvarpið enn
frekar.
Egill vann nefndarálit við frum-
varpið í gær með lögfræðingunum
sem hafa verið honum til ráðuneyt-
is að undanförnu. Egill hafði ekki
samráð um gerð nefndarálitsins við
Gísla S. Einarsson, fulltrúa Alþýðu-
flokksins í landbúnaðarnefnd, og
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun Gísli skila séráliti við
frumvarpið ef nefndarálit formanns
nefndarinnar stangast á við skilning
alþýðuflokksmanna á samkomulag-
inu. Egill sagðist í gær hafa ætlað
sér að afgreiða frumvarpið úr land-
búnaðarnefnd í dag en myndi þó
ekki gera það nema í samkomulagi
við aðra nefndarmenn sem þyrftu
að fá tíma til að kynna sér frum-
varpsdrögin.
Páll Ammendrup, læknir á Borg-
arspítalanum, sagði að líffærin sem
um ræddi væru hjarta, lungu og
nýru og væri læknahóparnir frá
sjúkrahúsinu í Gautaborg annars
vegar og sjúkrahúsinu í Lundi hins
vegar. Hann sagðist gera ráð fyrir
því að þegar værið búið að ráðstafa
lífærunum.
Páll sagði að á síðasta ári hefðu
nokkrir líffæraflutningar farið
fram.