Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 17 Febrúardagar í Kaupmannahöfn Þungbúna syrgjandi parið á myndinni var á sínum stað fyrir fram- an Ríkislistasafnið og klakabrynjan gerði það enn átakanlegra. Það fennir með sanni yfir gengin spor, en undir þessu leiði í Garnisonskirkjugiirðinum á Austurbrú hvíla heiðurshjón sem margur landinn lífs og liðinn átti margt gott upp að unna. þau tóku á móti íslendingum í meira en hálfa öld og hjá þeim bjuggu um lengri og skemmri tíma ýmsir af nafnkenndustu listamönnum þjóðarinnar. Konan ræktaði allt sitt líf af mildi og hjartgæsku þau mannúðarstörf, sem launaðir prestar tóku að sér að henni látinni og dag hvern lá leið hennar á Ríkisspítalann. Eg reyni að nálgast þetta litla látlausa leiði í hvert skipti sem ég kem til Kaupmannahafnar, því að þau heiðurshjón Þórður O. Jónsson tollvörður og Steinunn Ólafsdóttir voru sannir vinir mínir og velgjörðarmenn. Einn daginn lagði ég leið mína á Holmen, eða Doköen (Gammel Dok Kai) eins og það er kallað, en þangað er verið að flylja Arkitektaskólann frá listakademíunni á Kóngsins Nýjatorgi. Þar eru þegar bækistöðvar arkitekta með sýningar- og ráðstefnusölum ásamt stórri veitingabúð, einnig eru þar vinnustofur ýmissa tegunda listiðnaðar svo og grafík- verkstæði. Fleiri lærdóms- og menningar- setur eiga að fljiija á þessa virkislengju og fornu bækistöðvar sjóhersins, sem Kristjhán konungur V lét reisa 1685, og um skeið var einnig fyrirhugað að sjálfur fagurlistaskólinn flytti þangað, en það vakti upp svo miklar deilur í fjölmiðlum að horfið mun hafa verið frá því. Aðalröksemdin gegn flutningunum sem fáir gátu mótmælt, var að háskólinn hafði verið fluttur frá sínum fornu bæki- stöðvum, og um leið hið iðandi mannlíf, sem hafði einkennt háskólahverfið um aldir. Þótti mörgum það slæm býti. Minntist ég þess að þar er einmitt Asiastisk Plads, en þar lagðist Gullfoss, flaggskip Islenzku þjóðarinnar jafnan að bryggju í forðum daga, og vafalítið tengist staðurinn enn frekar samgöngum til og frá íslandi. Það er margt fleira að sjá á Strikinu en verzlanir, skemmtikrafta og iðandi mannfjöldann og vifji menn um stund fá frið frá skvaldri heimsins, er upplagt að leggja leið sína í Helligaandskirken þar sem skírnarfontur Thorvaldsens er fyrir háaltarinu. Á bakaleiðinni gekk ég yfir Knippelsbro og þá blasti að sjálfsögðu hin fagra bygging Börsen (Kaup- höllin) við mér og var hin myndrænasta þennan hrollkalda vetrardag og sömuleiðis Krisljánsborg. Þessar byggingar tengjast einnig sögu og örlögum Islands. Sá er hér ritar brá sér til Kaup- mannahafnar og Ósló fyrir skömmu í því augnamiði að litast um í borgunum að vetrarlagi, en þó öðru fremur til að skoða söfn og listsýningar. Menn þurfa naumast lengur að leita til heimsborganna með það í huga að skoða gilda list, því að Norðurlönd hafa hér upp á ýmis- legt að bjóða og eru auk þess í mikilli sókn. Á fáum árum hafa risið upp tvö söfn samtímalistar í Osló og Danir eru í þann veginn að hefja byggingu eins slíks í ná- grenni Kaupmannahafnar. Forvitni mín var vakin og sem mikiil áhugamaður um norræna myndlist og norræna samvinnu héldu mér engin bönd. Um árabil hefur það að auki verið draumur minn að skoða sýningu Grönning- en, sem er virtasti listhópur Dan- merkur, og sem jafnan er í sölum Charlottenborg við Kóngsins Nýj- atorg og yfirleitt í febrúarmánuði. Hef ég fylgst grannt með listhópn- um úr fjarlægð, en eins og kunn- ugt er var Jón Stefánsson lengi meðlimur í samtökunum, og seinna einnig Svavar Guðnason. Sópaði að þeim báðum er þeir voru þáttak- endur á sýningunum enda vakti framlag þeirra iðulega sérstaka eftirBraga Ásgeirsson í Holmens Kanal lá skrítin hvítur bátur með klakaþaki við bryggju en allt í kring voru ísflekar sem mynduðu skrautlega og einkar myndræna umgjörð um hann. Það var kuldaleg en fögur sjón. athygli. Auk þess má geta að De- sembristarnir voru með árlega sýn- ingu á Den Frie en í þeirra hópi eru og voru margt ágætra lista- manna. Rúsínan í pylsuendanum var svo hin mikla sýning á verkum Ric- hards Mortensen á Ríkislistasafn- inu og Monet sýningin á Lousiana hvað Kaupmannahöfn viðvíkur, og sýning á mannamyndum Munchs á Munch- safninu í Ósló, auk sérupp- hengingar á Þjóðlistasafninu. Hyggst ég fara nánar í saumana á öllu þessu og ýmsu fleira í greina- flokki á næstunni, en í upphafi bregð ég upp í tveimur greinum svipmyndum af borgunum, lista- verkum og listamönnum eins og til glöggvunar á viðkomustöðum greinarhöfundar en ég byija ferð mína í Kaupmannahöfn:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.