Morgunblaðið - 12.03.1994, Side 15

Morgunblaðið - 12.03.1994, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 15 fróðleiks má geta þess að H’rétta- tíma ríkisútvarpsins sunnudags- kvöldið 27. febrúar sl. kom fram að meðalævi Dana sé nú ein sú stysta í ríkjum OECD. Árið 1990 voru danskar konur í 21. sæti OECD-ríkjanna samanborið við 8. sæti 20 árum áður. Sama þróun hefur átt sér stað meðal danskra karla. Það má velta því fyrir sér hvort eitthvert samband sé á milli þessara breytinga og þess að Dan- ir hafa gengið hvað harðast fram í því af Norðurlandaþjóðunum að draga úr útgjöldum til velferðar- mála. Hvert stefnir? - Hvað er til ráða? Magnaukning heilbrigðisút- gjalda hér á landi hefur verið um- talsverð síðustu þijá áratugina þótt verulega hafi dregið úr henni á seinni hluta tímabilsins. Ástæður þessarar aukningar má einkum rekja til þess að uppbygging heil- brigðiskerfisins á sér stað á mjög skömmum tíma, kröfur almennings aukast samfara vaxandi velmegun, aldurssamsetning þjóðarinnar breytist, þekking í læknavísindum eykst og greiðslukerfið er lítt hvetj- andi. Frá árinu 1988 hafa heil- brigðisútgjöld hins vegar staðið í stað. Hvert stefnir? - Halda heilbrigð- isútgjöld áfram að vaxa umfram hagvöxt eða mun eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu mettast? Margt bendir til þess að án aðgerða muni útgjöld til heilbrigðismála aukast. Ekki er hægt að búast við að fram- lag hins opinbera til heilbrigðis- mála verði aukið frá því sem nú er. Því er nauðsynlegt að tryggja betri nýtingu þess fjármagns sem nú rennur til heilbrigðiskerfisins og skapa á þann hátt svigrúm til að mæta aukinni eftirspurn í fram- tíðinni. Vænlegasta leiðin til þess að mati sérfræðinga OECD er að: - Koma á aukinni samkeppni þar sem því verður við komið, t.d. á lyfjamarkaðnum og með því að bjóða út eins mikið af vörum og þjónustu og kostur er. Benda má á að fyrir Alþingi liggur nú frum- varp til lyfjalaga sem m.a. felur í sér aukna möguleika á samkeppni á lyfjamarkaðnum með fjölgun lyf- söluleyfishafa. Þess má einnig geta að á Ríkisspítölum hefur síðustu misserin verið unnið markvisst að lækkun kostnaðar með útboðum og hefur sú vinna þegar skilað verulegum árangri. - Auka þátttöku sjúklinga í kostnaði heilbrigðisþjónustunnar. Hér á landi fjármagnar hið opin- bera 87-88% af útgjöldum til heil- brigðismála. Hlutur sjúklinga er því 12-13%. Þessi skipting hefur haldist nokkuð stöðug frá 1975. í öðrum ríkjum OECD er hlutur sjúklinga í kostnaði heilbrigðisþjón- ustunnar u.þ.b. helmingi meiri að meðaltali. Til fróðleiks má geta þess að heilbrigðisstéttir eru al- mennt mjög á varðbergi gagnvart beinum greiðslum sjúklinga þar sem breytingar á greiðslukerfum hafa áhrif á notkun þjónustunnar. Með rannsóknum hefur verið sýnt fram á mikil áhrif beinna greiðslna á notkun, þ.e. að þegar beinar greiðslur aukast dregur úr neyslu. Komi til þess að hérlend stjórnvöld auki, frá því sem nú er, þátttöku sjúklinga í kostnaði heilbrigðisþjón- ustunnar með beinum greiðslum í þeim tilgangi að draga úr útgjöld- um hins opinbera, má búast við minni neyslu. Áður en slíkt yrði gert þyrftu a.m.k. að liggja fyrir óyggjandi sannanir þess að neyslan væri of mikil. - Setja greiðsluramma. Nú er það svo að þjónusta sjúkrahúsa er fjármögnuð með föstum fjárlögum, þ.e. þeim er úthlutað fastri fjárhæð til ráðstöfunar á ákveðnu tímabili. Byggist sú upphæð á útgjöldum fyrri ára. Aðferðin er einföld en það má deila um það hvort hún hvetji til aðhalds. í henni felst lítil sem engin hvatningtil að meta fjár- þörf hvers sjúkrahúss og einnig er erfiðleikum bundið að umbuna fyr- ir góðan rekstur og refsa fyrir lak- an. Lokaorð Neikvæð umræða um heil- brigðisþjónustuna hefur verið áber- andi á síðustu misserum. Kostnað- arsamdráttur hefur iðulega verið sýndur einhliða sem niðurskurður en ekkert tekið fram í þeim tilfell- um þar sem um aukna skilvirkni er að ræða. Það kemur hins vegar berlega í ljós við lestur skýrslu OECD að sú vinna sem lögð hefur verið í hagræðingu í heilbrigðis- kerfinu hefur skilað árangri á þann hátt að dregið hefur verið úr kostn- aði án þess að fóma gæðum. Ég er þess fullviss að þessi jákvæða umfjöllun verður starfsfólki heil- brigðisþjónustunnar gott veganesti í áframhaldandi vinnu við hagræð- ingu í heilbrigðiskerfinu. Þegar ég las úttekt OECD á ís- lenska .heilbrigðiskerfinu eftir alla þá neikvæðu umfjöllun sem það hefur fengið væri ósatt að segja annað en að ég hafi orðið stolt af íslensku heilbrigðisþjónustunni. Er gott til þess að vita að það eru fleiri en við íslendingar sem gera sér grein fyrir því að íslensk heilbrigð- isþjónusta er ein sú besta í heimin- um. Þessi grein er samhljóða erindi sem höfundur flutti á fundi hjá Rotary-klúbbi Reykjavíkur 2. mars sl. Höfundur er viðskiptafræðingur á Ríkisspítölum. Starfsdagar í grunnskólum eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur „Aldrei fyrr hafa borist fleiri kvartanir frá foreldrum yfir starfs- dögum í grunnskólum,“ segir í frétt Morgunblaðsins 4. febrúar sl. Haft er eftir Hrólfí Kjartanssyni deildarstjóra í menntamálaráðu- neytinu „að tilraun hafí verið gerð til þess á sínum tíma að fækka (starfs)dögunum en það sé erfítt í framkvæmd því reglurnar tengist kjarasamningum kennara". í umræðum um starfstíma skóla er því gjarnan slegið fram að vinnutími og kjarasamningar kennara standi breytingum á skólastarfi fyrir þrifum. Rétt er að hafa það hugfast að kennarar gera ekki kjarasamninga einir og sér heldur við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Kennarasam- band íslands hefur haft frumkvæð- ið að því að ræða þær breytingar sem gera þarf á kjarasamningum kennara vegna t.d. einsetningar skóla, lengri skóladags og fjölgun kennsludaga. Með nýsamþykktum kjarasamn- ingi milli Kennarasambands ís- lands og ríkissjóðs fylgir bókun sem margir binda vonir við. í bók- uninni lýsa samningsaðilar því yfír að þeir séu reiðubúnir til að taka ákvæði um vinnutíma kennara til ■"endurskoðunar vegna þeirrar stefnu skólayfírvalda að m.a. auka kennslutíma nemenda, koma á ein- setnum skóla og fjölga kennslu- dögum nemenda. I reglugerð um starfstíma skóla segir í 2. grein: „Menntamálaráð- herra skal árlega gefa út skóla- dagatal, þar sem starfsdagafjöldi er tilgreindur, ásamt föstum leyfís- dögum og öðrum þeim atriðum sem gilda fyrir hvert skólaár sérstak- lega. Ráðstöfun starfsdaganna er nánar skilgreind í 3. grein en eink- um á að miða við eftirfarandi: ,,a) Vinnu kennara að kennslu- áætlun, undirbúning skólastarfs, útskrift einkunna og/eða vitnis- burða nemenda, skýrslugerð, inn- ritun o.fl. b) foreldradaga sem varið er í viðtöl kennara og foreldra/nem- enda.“ Hver skóli skal birta nemendum, foreldrum og kennurum í upphafí skólaárs starfsáætlun samþykkta af skólanefnd og fræðslustjóra. Kennurum er það fullljóst að starfsdagar skóla eru þymir í aug- um margra foreldra og Kennara- samband íslands hefur lagt til að starfsdagarnir verði færðir til. Ég vænti þess á móti að foreldrum sé það ljóst að verði starfsdagar lagð- ir niður, allir eða að hluta, verður að vinna þau störf sem þá daga eru innt af hendi á öðrum tíma. Kennarasambandið hefur ákveðn- ar hugmyndir þar að lútandi. Vinnuskylda kennara er 1.800 klukkustundir á ári eins og al- mennt gerist á vinnumarkaði. Skipting vinjjutíma kennara er bundin í kjarasamningum og um breytingar þar á þarf að semja. Tilfærsla á starfsdögum, fjölgun kennsludaga nemenda, aukinn daglegur kennslutími nemenda, einsetinn skóli og samfelldur skóla- dagur fela í sér kostnaðarauka. Það er löngu orðið tímabært að stöðva hörmulegan niðurskurð í skólamálum okkar íslendinga og auka framlögin þannig að við stöndum a.m.k. jafnfætis þeim þjóðum sem við berum okkur gjarnan saman við. Foreldrar og kennarar þurfa að taka höndum saman og þrýsta á skólayfirvöld til að gera alla skóla einsetna, auka kennslutíma nem- enda og koma á samfelldum og lengri skóladegi fyrir öll börn, þeim að kostnaðarlausu. Stundum er sagt að skólatími Guðrún Ebba Ólafsdóttir „Foreldrar og kennar- ar þurfa að taka hönd- um saman og þrýsta á skólayfirvöld til að gera alla skóla ein- setna, auka kennslu- , tíma nemenda og koma á samfelldum og lengri skóladegi fyrir öll börn, þeim að kostnaðar- lausu.“ nemenda sé ekki í takt við tíðar- andann — það er á valdi skólayfír- valda að standa svo að skipulagi starfsins að nemendur, heimili og kennarar skili sem bestum árangri. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Morgunblaðið 27. febrúar 1994 Þessi frétt færði okkur í raun ekki nein ný sannindi enda staðfesting á því sem við vissum fyrir. Morgunblaðið er þarna að vísa til könnunar breska dagblaðsins European á gæðum og áreiðanleika bíla. Honda lenti í efsta sæti en aðeins fjórir af hverjum hundrað bílum biluðu. Bílar næsta samkeppnisaðila biluðu fimmfalt meira. M Vatnagörðum - Sími 689900 -klikkar ekki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.