Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 Jóhanna Einars- dóttir — Minning Þín sál var 511 hjá fögrum lit og línum, og ljóðsins töfraglæsta dularheimi. Þú leiðst í burtu frá lágum jarðarseimi, í ljóssins dýrð, á hugar-vængjum þínum. Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dægur-glys. (Steinn Steinarr) Það er svo skrýtið að hugsa um það að jafnaldra okkar skuli vera farin frá okkur. Dauðinn hefur alltaf verið svo fjarlægur, eins og eitthvað sem ekki getur gerst. Þegar hugurinn hvarflar aftur til framhaldsskólaára okkar fyrir ijórum árum, þar sem við sátum öll í „hominu okkar“ í FB létt í lund, rifjast upp það andrúmsloft sem ríkti þar. Lífið var eins og að spila á spil og við ætluðum öll að vinna. Áhyggjur voru eitthvað sem var langt í burtu og dauðinn eitthvað sem bjó hinum megin við fjöllin langt frá öllum sigrum okk- ar og markmiðum. Ef við hefðum aðeins vitað að nokkrum árum seinna hittumst við öll aftur á þvílíkri sorgarstund sem nú, erum við hrædd um að svo stutt hefði ekki verið í hlátur okkar. Við viljum þakka Jóhönnu fyrir þær stundir sem við áttum saman þótt þær hefðu mátt vera fleiri í seinni tíð. Elsku Leifur og fjölskylda, það er erfitt að koma orðum að því hvað við samhryggjumst ykkur. Þó að Jóhanna muni alltaf lifa í miningu okkar, er þó lítill gull- moli sem mun ávallt varðveita minningu hennar — litla hnátan ykkar. Megi æðri máttarvöld fylgja ykkur og styrkja í sorg ykkar. Dýrleif, Elfa og Einar. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Þar er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Síminn hringir og við stöndum eftir í hálftómum heimi. Jóhanna er dáin. Veröldin, tilveran, tilgangur lífs og dauða, allt yfir okkar skilning hafið. í huga okkar hrannast upp spumingar, en við þeim eru fá svör. Tungumál okkar hefur ekki að geyma þau orð sem geta sefað þá sorg, þegar ung kona er hrifin fyrirvaralaust frá komabami sínu, manni og fjölskyldu. En sagt er að þeir deyi ungir sem guðimir elska. Okkur systumar langar að minnast æskuvinkonu okkar með nokkmm fátæklegum orðum. Dagurinn byijaði snemma hjá okkur í Kjósinni. Iðulega þegar morgunverkin vom búin og kýrnar komnar í haga, var bankað og spurt: „Vilj’iði vera memm?“ Það stóð aldrei á því. Hún Jóhanna var góður félagi. Haldið var upp í „bú“. En búið, sem var fullt af gömlum eldhúsáhöldum, var okkar annað heimili um sumartímann. Það var staðsett hátt upp í ásnum, þar sem útsýnið var best. Við sáum yfir Meðalfellsvatn og við sjóndeildar- hringinn, fyrir miðjum Eyjakrók, skartaði Snæfellsjökull sínu feg- ursta. Skýr mynd birtist í huga okkar þegar við hugsum aftur. Eram við þá staddar í „drottningarleik“. Þar var Jóhanna búin að flétta ýmis blóm saman í krans, t.d. geldinga- hnappa, fjólur og hrossapunt og setti hún kransinn á höfuðið, sól- eyjar á bak við eyran og þakti peysuna sína af gleym-mér-ey. í okkar augum var hún alvöru drottning sem og hún var. Aldrei munum við eftir því að Jóhanna skipti skapi, heldur var hún ávallt hlæjandi. Hlátur hennar var sérstakur og smitandi og fékk hún alltaf alla til að hlæja með sér. Sumrin liðu hvert af öðra og bættist einn félagi í hópinn, Gísli Ragnar Einarsson, en hann var í sveit á Hjalla í Kjós. Við félagam- ir fjórir nýttum hér eftir þarfasta þjóninn til allra okkar ferðalaga. Þeir vora ófáir útreiðartúramir síðla kvölds og oftast var dagurinn of stuttur til að rýma þær sam- verastundir sem við þurftum. Jó- hanna bar alltaf hag hestsins fyr- ir brjósti, t.d. vildi hún hvorki ríða á gijóti né nota písk þar sem henni fannst það ill meðferð á okkar þarfasta þjóni. Við minnumst einn- ar útreiðarferðar þegar við fóram §ögur inn í sumarbústaðahverfi við Möðravelli. Áð var á grösugum bala við Svínadalsá. Lék Jóhanna á als oddi eins og alltaf. Hlátur- inn, gleðin, áhyggjuleysið og æskufjörið átti þessa stund. Eftir mikinn þankagang um hvað lífið og líðandi stund bæra í skauti sér, þá var litið á klukkuna og hún var orðin alltof margt, eins og venja var. ÞeyStust Jóa og Gísli áfram, en Jóhanna lét ekki segjast og fékk Lára á sitt band, hvað varðar velferð hestanna. Þetta sýnir okkur hversu sjálfstæð og umhyggjusöm Jóhanna var gagn- vart öllu og öllum sem hún átti samskipti við. Gísli Ragnar Einarsson lést síðla sumars 1991 eftir harða bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Blessuð sé minning hans. Við systumar eram þakklátar fyrir að okkur skyldi hlotnast sá heiður að kynnast töfrandi per- sónu, Jóhönnu, þegar við vorum að vaxa úr grasi. Algóður Guð, blessaðu og styrktu litlu Guðrúnu Ósk, Leif, Löllu, Einar, systkini og alla aðra vandamenn á þessum erfiðu stund- um. Elsku Jóhanna, blessuð sé minning þín. Þú verður alltaf „memm“ svo lengi sem við lifum. Hver óttast er lífið við æskunni hlær sem ærslast um sólríka vegi, og kærleikur útrás í kætinni fær, sé komið að skilnaðardegi. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsheijardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson frá Grímsstöðum) Samúðarkveðjur. Lára og Jórunn frá Eyjum II, Kjós. Ég stóð stjörf með blaðið í hönd- unum og starði á dánartilkynning- una og las hana margoft yfir því ég trúði ekki mínum eigin augum. t Móðir okkar og amma, JÓNA RÍKEY BÍLDDAL GUNNARSDÓTTIR, Háagerði 23, lést á öldrunardeild Hvítabandsins þann 11. mars. Skarphéðinn Skarphéðinsson, Gunnar H. Bílddal og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, INGIBJÖRG INGADÓTTIR, Hraunbæ 102, lést laugardaginn 5. mars. Minningarathöfn fer fram frá Bústaða- kirkju mánudaginn 14. mars kl. 10.30. Jarðsungið verður frá Gröf í Skaftár- tungu sama dag. Guðlaugur Þór Böðvarsson. t Eiginkona mín, móðir okkar og amma, ERNA ÞORLEIFSDÓTTIR, Öldugranda 5, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. mars kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir, t.a.m. Krabba- meinsfélagið. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurjón Jóhannsson. t Útför bróður okkar, RICHARDS PÁLSSONAR, Gyðufelli 14, ferframfrá Fossvogskirkju mánudaginn 14. mars kl. 13.30. (sleifur A. Pálsson, Oddgeir Pálsson, Anna Regfna Pálsdóttir, Bergljót Pálsdóttir. Minning Garðar Eyjólfsson Fæddur 29. september 1930 Dáinn 6. mars 1994 Hann Gæi barðist lengi við ill- vígan sjúkdóm. Rimmu þeirri mætti hann af sama æðraleysi og prýddi hann ávallt. Rétt eins og þetta væri eðlilegur hluti af sjálfu lífínu. Glettnin og rómuð hlýja skinu í gegn þótt augljóst væri að sjúkdómurinn væri í stöðugri sókn. Og svo var hann allur. Þó löngu væri séð hvert stefndi verð- ur fréttin alltaf jafn snögg og óvænt. Erfítt er að hugsa sér Bjarma- landið án Garðars. Myndir renna um hugann og eftir því sem þeim fjölgar skín ljós þessa manns skærar. Halldór Laxness lýsir í Brekkukotsannál á snilldarlegan hátt því hvemig Bjöm í Brekku- koti lifír í fullkomnum samhljóm við náttúrana og umhverfi sitt. Með Garðari á Bjarmalandi kynnt- umst við sömu lífsstefnu í raun. Og er svo sannarlega ekki leiðum að líkjast. Þau kynni teljum við eitt mesta lán okkar í lífinu. Fyrir ungan bókaorm varð skúrinn hans Gæja skemmtilegasti háskóli sem sá fyrrnefndi hafði sótt. Þar lærð- ist honum að meta gildi hins vand- virka verklags og skýrrar hugsun- ar þar sem virðingin fyrir verkinu sjálfu sat í öndvegi. En verkið var lítils virði ef ekki fylgdu því lif- andi umræður um tilgang hvers handbragðs og um samhengi hlut- anna í tilverunni. Þama drakk bókaormurinn í sig meiri sannindi en hann hafði áður numið og hafa reynst honum betra veganesti í lífi og starfi en margt annað. Saman eignuðust þessir félagar bátkænu — heldur lúna. í „samein- ingu“ tókst þeim að gera hana sjóklára að loknum mörgum vinnustundum í skúmum góða. Gæi smíðaði, hinn rétti honum verkfæri og þvældist gjama fyrir. Gæi spurði með sínu rólega fasi um gildi menntunar og gang þjóð- mála. Hinn reyndi að svara en rak oft í vörðurnar. Skólinn á oft erf- itt með að svara látlausum athug- unum íhugulla spekinga. Þegar fleytan var sjósett gladd- ist Garðar yfir unnu verki „okk- ar“. Bókaormurinn hafði líka loks- ins skilið samspil hugar og hand- ar. Hann hafði loksins komist í góðan skóla. Róðrar, sem fylgdu í kjölfarið, reyndust næsti áfangi. Tilgangurinn var ekki endilega sá að veiða. Allt eins vildi Gæi njóta kyrrðarinnar á hafi úti, fylgjast með leik hvala, fugla og sjávar. Þar rannu saman maður og nátt- úra. Handverksmaðurinn birtist bókaorminum sem glöggskyggn náttúrufræðingur. Og enn fékk bókaormurinn að njóta alvöra kennara. Svo mun og gilda um marga fleiri. Garðari var nefnilega gefin sú hugsjón að skapa — tína til hluti úr ýmsum áttum til þess að galdra úr þeim nýtilega hluti sem aðrir máttu hafa not af. Hvert stykki handleikið af kostgæfni, slegið á létta strengi um forsögu þess um leið og strokið var af alúð. Og alltaf var stutt í glettnina — þá kímni sem gladdi af hjartans list en aldrei á kostnað náungasn. Þannig var andrúmsloftið í skúm- um hans Gæja — skóla lífsgilda og hagleiks. Það var svo stutt síðan ég hafði talað við Jóhönnu og rætt um að kíkja í heimsókn til hennar, en það varð ekkert úr því þar sem að tíminn var of naumur. Minningamar um hana Jóhönnu geymi ég í huga mér og þær mun enginn taka frá mér. Unnusta, dóttur og fjölskyldu hennar votta ég mína innilegustu samúð. Guð gefi þeim styrk á þess- um erfiðu tímum. Eins bið ég Guð að styðja og styrkja Sveinbjörgu, bestu vinkonu hennar, sem stödd er erlendis. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Elsku Jóhanna, ég kveð þig með söknuði um leið og ég þakka þér fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Þín Perla. Elsku vinkona. Hvað er hægt að segja á svona stundu, nú er tími þinn liðinn hjá okkur og það bíður þín stærra hlutverk hinum megin, þar sem þú getur fylgst með okkur öllum og leiðbeint eins og þú gerðir alltaf. Þú áttir alltaf góð ráð fyrir alla sem vildu. Þú varst alltaf tilbúin fyrir alla og það voru engin takmörk fyrir væntum- þykju þinni til foreldra, systkina, ömmu og afa, frændsystkina, vina og seinna til unnusta þíns og dótt- ur. Elsku Jóhanna, það fer stór hluti af mér með þér því stór hluti minninga minna er frá barnæsku og unglingsáram okkar, þegar við vorum óaðskiljanlegar. Hátíðleg- asta minningin er þegar við geng- um saman til altaris við ferming- una okkar. Erfiðasta minningin er þegar þú fluttir til Hveragerðis og leiðir okkar skildu. Það er nóg af minningum eftir en ég ætla að geyma þær þangað til við hittumst aftur. Þín vinkona, Þórdís. Lítill drengur fer í daggæslu hjá ókunnugum að Bjarmalandi. Á fyrsta degi markar bragur fólksins hjarta bamsins. Ekki bara hún Rúna heldur líka bömin og ekki síst hann Gæi. Barnssálin skynjar hlýju og einlægni í góðum manni. „Áf hveiju er hann Gæi svona góður?“ spyr bamssálin af ein- lægni. Frekari mannlýsingar er vart þörf. Þar vill líka barnið dvelja — hjá honum Gæja. Og þegar barnið verður unglingur helst væntumþykjan fyrir góðum manni og við bætist innileg virðing fyrir skoðunum hans og nálægð. Og nú er Gæi horfinn af vett- vangi. Við sem eftir sitjum yljum okkur við góðar minningar um mann sem alla tíð gaf mikið og hafði svo mikil áhrif á samferða- fólk sitt. Þakklæti okkar til hans verður aldrei í orð fært. Megi blessun hvíla yfir minningunni um Garðar Eyjólfsson. Hjálmar, Valgerður, Ingvar og Bryndís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.