Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 19
f MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 19 D L I I » i I » I » ! ! - L’/ » D » I h Haraldur Sumarliðason formaður Samtaka iðnaðarins Stjórnvöld lagfæri skilyrði til reksturs og samkeppni SAMBÆRILEG rekstrarskil- yrði við erlendan iðnað eru ein forsenda þess að íslenskur byggingariðnaður geti mætt auknum innflutningi á bygging- arvörum og tilbúnum húshlut- um að sögn Haraldar Sumarl- iðasonar formanns Samtaka iðnaðarins. Greint var frá því Páll kom víða við sögu á löng- um ferli við að glæða tónlist- aráhuga og tónmenntir og leiddi marga þá á unga aldri inn á tónlistar- brautina sem síðar hafa látið mjög að sér kveða á tónlist- arsviði sem einsöngvarar og tón- listarmenn og stjórnaði fjölmörg- um kórum, segir í fréttatilkynn- ingu frá kirkjunni. i Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag að störfum í bygging- ariðnaði hefði fækkað um 11% og segir Haraldur að verkefna- staða byggingarfyrirtækja hafi þrengst til muna og sjái aðeins 7% fyrirtækja fyrir verkefni í eitt ár og um helmingur þeirra einn tO tvo mánuði fram í tím- Nokkrir þeirra tónlistarmanna og kóra sem höfðu kynni af Páli, nutu kennslu hans, stjómunar og leiðsagnar munu koma fram á þessum tónleikum. Orgelleikarar á vegum Félags ísl. organleikara, einsöngvarar, Karlakórinn Þrestir undir stjórn Eiríks Áma Sigtryggs- sonar, Kór Öldutúnsskólans undir stjórn Egils Friðleifssonar, Barna- kór Hafnarfjarðarkirkju undir stjóm Brynhildar Auðbjargardótt- ur og Kór Hafnarfjarðarkirkju undir stjórn Helga Bragasonar og nemendur og kennarar Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. Aðgangur er frír inn á þessa tónleika. ann. „Verði ekkert að gert sjáum við fram á bullandi at- vinnuleysi í sumar,“ segir hann. Haraldur segir að þegar litið sé til undanfarinna ára sé ljóst að störfum hafi fækkað um 10% á ári en veltan hafi alls ekki minnk- að að sama skapi. Fram kemur í könnun á vegum samtakanna að hún hafí aukist um 7,5% milli 1992 og 1993. „Könnunin er gerð eftir úrtaki hjá 50 litlum og meðalstór- um fyrirtækjum og allra stærstu fyrirtækin, sem em 5 eða 6, eru ekki með. Þetta em því fyrirtæki í almennum byggingariðnaði. Þar sem lítil hagræðing hefur átt sér stað stendur sú skýring ein eftir að innflutningur á húshlutum hef- ur aukist gífurlega. Sem dæmi má nefna glugga, hurðir, innréttingar, jafnvel þakefni, alls kyns efni sem unnið var hér heima en er verið að flytja inn meira og minna til- búið í dag.“ Ranglát skattlagning Aðspurður hvort skýringarinnar sé að leita í verðsamkeppni segir Haraldur. „Stundum er um að kenna verðlagningu, og ekki hægt að loka augunum fyrir því. En stundum er líka verið að flytja inn vöra sem ekki eru gerðar sömu kröfur til og hér á landi hvað end- ingu varðar. Um alvarlega skekkju er oft að ræða í álagningu tolla og skatta, eins og gerðist til dæm- is þegar gluggar vom fluttir inn með gleri og ekki þurfti að greiða þau gjöld sem borga þarf af gleri sem er framleitt hér.“ Haraldur leggur áherslu á að byggingariðnaðurinn sé ekki leng- ur heimamarkaðsiðnaður heldur samkeppnisiðnaður. „Það er ýmis- legt í okkar löggjöf sem skilgreinir muninn á almennum iðnaði, bygg- ingariðnaði og samkeppnisiðnaði. Ef það er rétt ályktun að um sam- keppnisiðnað sé að ræða er verið að leggja álögur og kröfur sem ekki eiga lengur rétt á sér í ljósi þessa.“ Haraldur nefnir sem dæmi tryggingagjald sem er 6,55% í byggingariðnaði en 3,05% í öðrum samkeppnisiðnaði. Einnig segir hann að virðisaukaskattur sé reiknaður á mjög ranglátan hátt af notkun eigin tækja og 11% vöru- gjald lagt á sumar byggingavörur og tæki. Bætt rekstrarskilyrði „Við viljum að almenn rekstrar- skilyrði séu lagfærð með lækkun tryggingagjalds og afnámi vöra- gjalds á innlendar vörur. Þá þarf að bæta aðstöðu fólks til að halda við húsum sínum, sem er mikilvæg- ur þáttur í að auka atvinnu í grein- inni. Það má meðal annars gera með því að veita lán til viðgerða sem kosta undir einni milljón króna en það er lágmark til að fólk fái fyrirgreiðslu Húsnæðisstofnunar. Miða ætti við 500 þúsund enda er það þjóðhagslega mikilvægt að slíkt viðhald sé í viðunandi horfi. Haraldur Sumarliðason Síðan leggjum við afar mikla áherslu á að fólk fái skattafrá- drátt vegna endurbóta og viðgerða á húsum og eram sannfærðir um að ríkið muni ekki tapa á því, það muni bara minnka svörtu vinn- una.“ Samtök iðnaðarins gera einnig þá kröfu að nýta sér heimildir í EES-samningi um að setja sér- ákvæði í íslenska vöruvottun og staðla um sérstök kröfuþrep sem lúta að veðri og öðrum náttúruleg- um aðstæðum. Einnig er talið mikilvægt að styðja við verkefna- útflutning á íslenskum byggingar- iðnaði til annarra landa og segir Haraldur að Þýskaland sé vænleg- ur kostur í því samhengi þótt sú hugmynd sé á framstigi sem stend- ur. „Við sjáum fram á gífurlega mikið atvinnuleysi því verkefna- staðan er dapurleg sém stendur og eins og staðan er í dag lítur ekki út fyrir annað en bullandi atvinnuleysi í sumar,“ segir Har- aldur að lokum. Tónleikar helgaðir minn- ingn Páls Kr. Pálssonar TÓNLEIKAR verða haldnír í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 13. mars kl. 17, sem helgaðir verða minningu Páls Kr. Pálssonar sem lést á fyrra ári og var organleikari Hafnarfjarðarkirkju í áratugi og fyrsti skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Páll Kr. Pálsson. AF INNLENDUM VETTVANGI ÁSLAUG ÁSGEIRSDÓTTIR Viktor segir að þegar einsetinn skóli verður kominn á verði ekki þörf fyrir skóladagheimilin, því að með einsetnum skóla verði öll börn í skólanum á morgnana og fram yfir hádegi. Kennsla verði væntan- lega aukin og þar af leiðir að ekki verði þörf fyrir sams konar rekstur skóladagheimila og áður. Þá minnki einnig þvælingur barnanna á milli stofnana, sem sé þeim fyrir bestu. Stefnt er að því að allir grunnskól- ar borgarinnar verði einsetnir árið 2000, en enn sem komið er sú breyt- ing skammt á veg komin í kerfinu. Einstaka skólar era komnir á skrið með undirbúning en aðrir eru skemmra á veg komnir. Heilsdagsskólar látnir brúa bilið Önnur breyting á rekstri skóla- dagheimilanna og sem hefur veraleg áhrif á þjónustuna sem skóladag- heimilin nú veita er sú stefna sem tekin verður upp í haust að boðið verður eingöngu upp á hálfs dags vistun fyrir börn og heilsdagsskólinn látinn brúa bilið sem gæti myndast í dagskrá barnanna, þar sem það er hægt. Viktor segir að þannig verði hægt að bjóða fleiri pláss á skóladagheimilunum. Áslaug segir framkvæmdina enn vera nokkuð óljósa auk þess sem henni þyki þetta vera óviðunandi úrræði fyrir ung börn. Þetta bæti fjórða dvalarstaðnum í líf þeirra sem sé einungis til þess fallið að vatda ringulreið í lífi þeirra. Fyrir eigi börnin sér hefðbundið heimili, síðan séu þau í skóla og á skóladagheim- ili þar sem ekki eru sömu starfs- menn og börn og ef brúa eigi eitt- hvert bil sem myndist með heilsdags- skólanum bætist við fjórði dvalar- staðurinn, starfsfólkið og börn. Viktor segir að það liggi fyrir að færa eigi stjórn grunnskólanna al- farið yfir til sveitarfélaganna haust- ið 1995 og þá þurfi að semja uppá nýtt við kennarafélögin. Þar sé tæki- færi til þess að ræða þessi mál í heild sinni og taka þurfi mið að þeim breytingum sem séu í farvatninu. Kostnaður mjög mismunandi Kostnaður við rekstur þessara tveggja dagvistarúrræða er mjög mismunandi og er rekstur skóladag- heimila mun fjárfrekari. Það kostar einstæða foreldra 6.000 krónur á mánuði að hafa barn í hálfri vistun á skóladagheimili og 8.600 fyrir all- an daginn. Kostnaður við rekstur skóladag- heimilanna er um 108 milljónir á ári fyrir tæplega 350 börn. Þar af legg- ur Reykjavíkurborg til 79 milljónir en foreldrar 29 milljónir. Alls eru um 6.000 börn á skóladag- heimilisaldri í borginni en alls hafa um 2.000 börn nýtt sér þjónustu heilsdagsskólanna í vetur. Foreldrar greiða 110 krónur á klukkutíma fyr- ir vistun í heilsdagsskóla, en þó aldr- ei meira en 6.500 krónur á mánuði fyrir hvert barn. Ef fleira en eitt barn er frá hveiju heimili er veittur 50% afsláttur af vistuninni ef kostn- aður fer fram úr þeirri upphæð. Viktor segir að kostnaðurinn við heilsdagsskólann sé um 85 milljónir króna, 50 milljónir komi frá foreldr- um sjálfum, en borgin leggi til 35 milljónir. FARSIMANOTENDUR Á aðfaranótt laugardagsins 12. mars var skipt um stjórntölvur í farsímastöð Pósts og síma. Þeir sem hafa gert einhverjar breytingar á hringiflutningi farsíma sinna eða á talnalæsingu þeirra til útlanda frá því síðastliðinn þriðjudag, skal bent á að þær breytingar hafa tapast. Nú eru því allir farsímar á landinu skráðir með sömu upplýsingum um hringiflutning og læsingu og þeir voru síðastliðinn mánudag. POSTUR OG SÍMI FARSIMAKERFÍ POSTS OG SÍMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.