Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 VlDSKlPn/AtVlNNUlÍF Eignarleiga Tap Glitnis var 19,5 milljónir í fyrra TAP Glitnis hf., dótturfyrirtækis Islandsbanka, á síðasta ári nam alls um 19,5 milljónum króna eftir að 140 milljónir höfðu verið lagðar á afskriftarreikning til að mæta tapi á útlánum þess. Af þessum 140 miiyónum nema framlög vegna þriggja erfiðustu útiána- málanna 97 milljónum. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem tap verður af rekstrinum. Ragnar Önundarson, sljórnarformaður Glitnis, sagði á aðalfundi félagsins í gær að eftir sem áður væri fjár- hagsstaðan traust því eigið fé og víkjandi lán eigenda hefðu verið 486 milljónir í lok árs 1993 eða 12,7% af heildarfjármagni. í rekstraráætlun fyrir árið 1994 er gert ráð fyrir að hagnaður verði af starfsemi félagsins. Hreinar tekjur að teknu tilliti til verðbreytingarfærslu reyndust 181 milljón á árinu 1993 en þær drógust saman um 4 milljónir frá árinu á undan. Rekstrarkostnaður reyndist 85 milljónir en hann er 11 milljónum lægri en árið á undan. Tap fyrir reiknaðan tekjuskatt og eignarskatt var alls um 43,6 milljónir en til frá- dráttar komu ofreiknaður eignar- skattur og lækkun á tekjuskatts- skuldbindingu að fjárhæð 21,1 millj- ón. Nýir samningar Glitnis á síðasta ári námu alls 1.100 milljónum sem er heldur hærri íjárhæð en árið á undan. Samningseign félagsins minnkaði þó lítillega frá fyrra ári og reyndist 2.887 milljónir króna sam- anborið við 2.944 milljónir árið á undan. Endurgreiðslur samninga reyndust því hærri en fjárhæð nýrra samninga. Á árinu keypti Glitnir starfandi eignarleigufélag, Fasteignaleiguna hf., af einum viðskiptamanna sinna fyrir 23 milljónir. Ragnar Önundar- son stjórnarformaður sagði í ræðu sinni á aðalfundi félagsins, að það hefði verið á stefnuskrá Glitnis um skeið að fara inn á þetta svið. Ætlun- in væri að fara afar hægt í sakimar til að byija með, þrátt fyrir að lágir vextir og lágt verðlag fasteigna gerðu það hugsanlega eftirsóknar- vert að hefja þessa starfsemi nú. Á aðalfundi Glitnis í gær var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 110 milljónir með því að breyta víkjandi láni í hlutafé. Þessa aukn- ingu má rekja til nýrra laga um um lánastofnanir, aðrar en banka og sparisjóði, sem þrengja reglur um notkun á víkjandi lánum. Aðalfundurinn samþykkti að greiða 10% arð af hlutafé. Hlutabréfamarkaður Gengl hlutabréfa í Flugleiðum janúar 1993 til mars 1994 Qt90’K ■■■>■■ ....—H--------j—j.—. | I 1 I ! i jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágú. sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars Flugleiðabréf hafa lækkað um 7% GENGI hlutabréfa í Flugleiðum lækkaði um 7% í viðskiptum á Verð- bréfaþingi íslands á fimmtudag í kjölfar þess að tilkynnt var um taprekstur félagsins á síðasta ári og að ekki yrði gerð tillaga um arðgreiðslu á aðalfundi. Þá verður ekki gerð tillaga um útgáfu jöfn- unarhlutabréfa. í viðskiptum á fimmtudag var gengið 1,06 en var í viðskiptum með bréfin þar á undan skráð 1,14. Mikil lækkun hefur einnig orðið á tilboðum í bréfín á Verðbréfa- þingi. Þannig voru hagstæðasta kauptilboð í Flugleiðabréf 1,08 á miðvikudag og hagstæðasta sölutil- boð 1,15. Um miðjan dag í gær I s SÝNÍ höfðu mörg kauptilboð í bréfin ver- ið dregin til baka og var aðeins eitt kauptilboð skráð á þinginu á geng- inu 0,85 en hagstæðasta sölutilboð var 1,10. Davíð Björnsson, deildarstjóri hjá Landsbréfum, sagði að svo virtist sem markaðurinn væri orðinn virk- ari en áður að taka tillit til nýrra upplýsinga. Sama dag og tilkynnt hefði verið um mjög góða afkomu Eimskips hefði gengið í félaginu hækkað. Aftur á móti þegar til- kynnt hefði verið um afkomu Flug- leiða hefðu orðið viðskipti á nokkru lægra gengi en áður gilti. Pálmi Sigmarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Handsali, sagðist hafa orðið var við það viðhorf á hlutabréfamarkaðnum að horfur í rekstri Flugleiða til lengri tíma litið væru almennt taldar nokkuð góðar. Hins vegar ætti félagið við tíma- bundna erfiðleika að etja vegna tapreksturs í innanlandsflugi, minnkandi tekna af hveiju sæti og mikillar skuldsetningar. Aðspurður um þá lækkun sem orðið hefði á bréfunum á markaðnum benti hann á að viðskipti með þau hefðu verið sáralítil að undanförnu. „Enn sem komið er, er ekki hægt að draga ályktanir af viðbrögðum markaðar- ins þó vísbendingar hafi komið fram um að verið sé að endurmeta hvaða verð menn séu tilbúnir að greiða fyrir bréfin,“ sagði Pálmi. Veitingahús Westermaim fær þijár stjömur París. Reuter. KOKKURINN Antoine Westermann í Strassborg og veitingastaður hans Biirehisel fá þrjár stjörnur í nýjustu handbók Michelin yfir bestu veitingahús Frakklands. Þijár stjörnur er hæsta einkunn, sefh gefin er af Michelin, og geta einungis tuttugu frönsk veitingahús skartað þessari eftirsóttu viðurkenningu. Sala á Michelin-útgáfunni fyrir þetta ár hefst í Frakklandi á morgun. HUS HÆSTARÉITAR ýning á teikningum, líkani, tölvugrafík, byggingarefni og öðru sem *tengist fyrirhugaðri nýbyggingu Hæstaréttar. Sýningargestum gefst tækifæri til að meta með eigin augum áhrif hússins á nágrenni sitt, kynnast verkinu og undirbúningi þess, ásamt öðrum staðsetningarmöguleikum fyrir aðsetur æðsta dómstóls þjóðarinnar. Sýning að Hví Opið kl. 12-18 ATHUGIÐ: Sídasta sýningarhelgi Búrehisel, veitingastaður West- ermanns, er staðsettur í garði skammt frá Evrópuþinginu og bygg- ingu Evrópuráðsins í Strassborg. Westermann er sérhæfður í sígildri Elsass-matargerð og er maturinn oft borinn fram með soðnum hveitiboll- um eða „spátzle“-núðlum. Þá má á matseðlinum einnig finna ýmsa nú- tímalegri og framúrstefnulega rétti á borð við karamelluhjúpaðar dúfu- bringur og andalifur með hráum ætuþistli. Rauða Michelin-bókin með stjörn- ugjöfinni, sem er ómissandi handbók flestra mataráhugamanna, kom fyrst út árið 1900 og kemur nú út í 85. skipti. Michelin minnist þess í útgáfu þessa árs, að hálf öld er liðin frá innrás bandamanna í Normandí, með því að birta kort er sýnir fram- rás sveita þeirra. Segir einnig að herráð bandamanna hafi byggt landakort sín á Michelin-bókinni fyr- ir árið 1939. Nítján veitingahús halda þremur Michelin-stjörnum í nýjustu útgáf- unni. Fimm þeirra eru í París: Joel Robuchon, La Tour d’Argent, Taille- vent, L’Ambroisie og Lucas-Carton. Tvö þriggja stjörnu veitingahús eru fyrir í Strassborg og nágrenni: Le Crocodile og L’Auberge de I’Ill í 111- háusern. Paul Bocuse í Lyon, sem fékk þriðju stjörnuna sína árið 1965 og hefur því verið lengst allra fran- skra veitingahúsa óslitið með þijár stjörnur, heldur að sjálfsögðu sínum hlut. Þá má nefna að tvö virðuleg veit- ingahús í París, Drouant og Ledoy- en, voru hækkuð úr einni stjörnu í tvær. Nýja Michelin-bókin ber breyttum tímum greinilega merki þar sem mun meiri áhersla er lögð á verðlag en ekki bara gæði. Var mörg hundruð veitingastöðum og hótelum sleppt úr bókinni á þeirri forsenda að mat- ur þeirra og þjónusta væri hreinlega of dýr miðað við gæði. Einna harð- ast kom þetta niður á bænum Moug- ins, skammt frá Cannes á frönsku Rivíerunni. Þijú þeirra fjögur veit- ingahúsa í bænum, sem voru með stjörnur í fyrra, er nú sleppt. „Þetta er greinilegt tákn þess að franskir veitingamenn verða að laga sig að nýjum kröfum neytenda og nota einfaldari hráefni til að draga úr kostnaði," segir í Michelin-bók- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.