Morgunblaðið - 12.03.1994, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.03.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 23 Ungir dansarar með verðlaunagripinn Silfurskóinn. Danskeppni hald- in á Hótel Sögu DANSKEPPNI Dansskóla Hermanns Ragnars verður haldin á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 13. mars ki. 14. Fjöldi dans- para, böm og unglingar, taka þátt í keppninni og verður keppt í fjómm flokkum, A- og B- flokki í hverri grein. Auk verðlaunagripa og verð- launapeninga í öllum flokkum verður keppt um Silfurskóinn, listasmíði Sigurðar Steinþórs- sonar, gullsmiðs, en gripi þessa gáfu Unnur og Hermann Ragn- ar í tilefni af 35 ára afmæli skólans sl. vor. Skóinn unu þá Helga Þóra Björgvinsdóttir og Daði Runólfsson. Sérstakur dómari er á staðnum sem dæm- ir um fallegasta fótaburðinn í danskeppninni og verður Silfur- skórinn afhentur í vor á loka- dansleik skólans. Húsið opnar kl. 13 á sunnudag. Bókagjöf til Tokai- háskólans í Japan ALMENNA bókafélagið hefur fært Tokai-háskólanum í Japan bóka- gjöf að verðmæti 100.000 krónur. í háskólanum fer fram kennsla í íslensku við norrænu deildina þar. Nýlega var staddur hér á landi prófessor Nobuyoshi Mori og kynnti hann sér það úrval bók sem Almenna bókafélagið hefur farm að færa. Gjöfin samanstendur af bókum úr bókaflokknum íslensk þjóðfræði t.a.m. íslenskt_málfar, íslenskt orð- takasafn og íslenskir málshættir. Einnig munu bækur Einars Más Guðmundssonar, Tómasar Guð- mundssonar og Gunnars Gunnars- sonar prýða gjöfina. í fréttatilkynningu frá AB segir: „Það er trú Almenna bókafélagsins að tengsl Japana og íslendinga munu stóreflast í náinni framtíð. Það er þjóðinni því mikilvægt að þekking á íslandi og íslensku máli sé til staðar í Japan, að sama skapi og hliðstæð þekking á Japan og japönsku máli er nauðsynleg okkur íslendingum. Það er von Almenna bókafélagsins að þessi bókagjöf verði til þess að auka tengsl Japana og íslendinga." Minningarathöfn í Stykkishólmi Stykkishólmi. MINNINGARATHÖFN um Gísla Guðmund Kristjánsson, sjómann í Stykkishólmi, sem fórst í sjó- róðri hinn 1. desember sl., var haldin í Stykkishólmskirkju 5. mars sl. Prestur var sr. Gunnar Eirikur Hauksson en organleik annaðist Davið Enns forsöngvari kirkjunnar og lék Lana Betts á flautu og sljórnaði kirkjukórnum sem annaðist sönginn. Gísli var fæddur á Akureyri 21. apríl 1942 og voru foreldrar hans Auður Júlíusdóttir og Kristján Guð- mundsson, skipasmiður. Þriggja ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum til Stykkishólms þar sem Kristján tók við framkvæmdastjórn Skipasmíðastöðvarinnar þar og hér átti Gísli jafnan heima. Hann lærði skipasmíði en það fór nú svo að sjómannslífið tók hann föstum tök- um og sjómennskan var hans aðal- starf gegnum árin. Gísli eignaðist fljótlega bát og stundaði fískveiðar á honum í Breiðafirði þar til yfir lauk og seinustu sjóferðina fór hann til að afla ígulkera sem þá voru í mikilli sókn á markaði, á miðin inn á sundum. Hann var einn á bát sín- um þegar þetta bar að. Á sínum tíma lærði Gísli i Kenn- araskólanum til að búa sig undir að kenna handavinnu. Gísli var kvæntur Þóru Halldórs- dóttur frá Borgarnesi og áttu þau saman tvær dætur en áður átti Þóra dóttur. Kirkjan var þétt skipuð við minningarathöfnina sem öll var hin hátíðlegasta. - Árni. -------------------- ■ AÐALFUNDUR Mígrensam- takanna verður haldinn þriðjudag- inn 15. mars nk. kl. 20.30 í Bjark- arási, Stjörnugróf 9, Reykjavík. Að loknum aðalfundastörfum mun Þórarinn Tyrfingsson, læknir hjá SÁÁ, fjalla um róandi ávanalyf og mígren. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. H í TILEFNI af 95 ára afmæli KR verða haldnir unglingatónleikar í stóra sal KR við Frostaskjól, laug- ardaginn 12. mars og hefjast kl. 19.30. Húsið opnar kl. 18.45. Fram koma Bubbi Morhtens, Bubblefli- es, Hjassið og Spilaborgin. Kynn- ir er Jón Gústafsson. Miðaverð er 600 kr. og aldurstakmark er 13 ár. ■ í BLÍÐU og stríðu - ástin og hjónabandið er umfjöllunarefni í laugardagskaffi Kvennalistans 12. mars. Valgerður Jónsdóttir, þjóðfélagsfræðingur, segir frá ný- útkominni bók sinni með þessu nafni. Kaffið er Laugavegi 17, 2. hæð' og hefst kl. 11. ÞINGINORÐURLANDARAÐS LOKIÐ Norræn blaðamannaverð- laun afhent í fyrsta skipti Fyrrum sendikennari á íslandi fyrsti verðlaunahafinn Stokkhólmi. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ERIK Skyum-Nielsen, fyrrverandi danskur sendikennari á Islandi, er fyrsti handhafi norrænna blaðamannaverðlauna sem afhent voru í Stokkhólmi á þingi Norðurlandaráðs í vikunni. Verðlaunin voru stofnuð af Nordbok sem er norræn bókmennta- opg bókasafns- nefnd. Verðlaunin nema rúmum 250 þúsund íslenskum krónum. Erik Skyum-Nielsen hlýtur verðlaunin fyrir skrif sín um norrænar bókmenntir, en hann hefur skrifað bæði í dagblaðið Information og tímaritið Bogens Verden, en einnig í önnur norræn blöð og tímarit. Erik Skyum-Nielsen er fæddur árið 1952 og bjó um tíma á íslandi og var þá danskur sendikennari. Hann er vel máli farinn á íslensku og hefur þýtt margar íslenskar bækur á dönsku, meðal annars eft- ir Guðberg Bergsson, Thor Vil- hjálmsson og Einar Má Guðmunds- son. Hann vinnur í hlutastarfi á Konunglega bókasafninu í Kaup- mannahöfn en skrifar reglulega í Information um bókmenntir. Grein- ar hans eru mikið lesnar méðal þeirra sem fylgjast með í bókmennt- um og þar sem hann liggur ekki á skoðunum sínum vekja þær ósjald- an deilur. Nú síðast deildi hann á bókaútgefendur fyrir að hraða sér um of við útgáfuna, svo bækur færu iðulega illa yfirlesnar á mark- aðinn og höfundar fengju ekki tæki- færi til að vanda sig. Þetta hafa nokkrir bókaútgefendur, sem stóðu að þeim bókum er dæmi voru tekin af, tekið óstinnt upp. Á þinginu eru flokkabandalög hægri-, vinstri-, jafnaðar- og miðju- flokka. Allir flokkarnir, nema jafn- aðarflokkarnir, höfðu boðið Krist- ínu að starfa með sér, en Kristín valdi vinstriflokkana. I viðtali við Morgunblaðið sagðist Kristín hafa ákveðið að starfa með vinstriflokk- unum, því þeir hefðu verið tilbúnir til að láta hana starfa i umhverfis- nefndinni. Þar hefði hún setið und- anfarið og lagt áherslu á að fá að halda því starfi áfram. Miðjuflokk- arnir hefðu fengið eitt nefndarsæti Auk þess sem Erik Skyum-Niel- sen hefur skrifað um bækur og bókaútgáfu almennt en ekki síst í rökstuðningi fyrir tillögunni er bent á að kynferðisleg misnotk- un barna aukist stöðugt og sé í mörgum löndum orðin hluti af klámiðnaðinum. Hluti af þessari misnotkun á sér stað í löndum eins út á þátttöku Kristínar, en vildu ekki láta það ganga til hennar. Einnig sagði Kristín að miðflokk- arnir hefðu boðið sér þátttöku í norrænu flokkssamstarfí þeirra, en sér þætti það ekki viðeigandi. Kristín sagði að til greina hefði komið að stofna grænan hóp. Til að stofna hóp þarf fjóra þátttakend- ur, en þau voru aðeins þijú, svo sú áætlun datt upp fyrir í bili. Finnsku græningjarnir starfa innan vébanda miðflokkanna. um norrænar bókmenntir og þar hafa íslenskar bókmenntir notið sérlega góðs af. Það eru fáir Danir sem geta skrifað af jafnmikilli þekkingu um þær. Nú í vikunni birtist til dæmis grein í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter um Jakobínu Sigurðardóttur, sem er bæði nokkurs konar minningar- grein um hana og úttekt á verkum hennar og stöðu í bókmenntum og í sögulegu tilliti. og Tælandi, Filippseyjum og Sri Lanka, þar sem tekið er upp efni, sem síðan er meðal annars dreift á Norðurlöndum. Á Norðurlöndum er bannað að selja og dreifa slíku efni, en það er ekki saknæmt að hafa það í fórum sínum. Bæði í Svíþjóð og í Danmörku hefur verið rætt um að áhrifamik- ið væri að koma því í lög að óheim- ilt sé að hafa barnaklámefni í fór- um sínum. Gegn þessari hugmynd hefur því verið borið við að ekki sé hægtað fara að leita skipulega að þessu efni og því ekki hægt að fylgja slíkum lögum eftir. Hug- myndin er þó ekki að farið verði að leita, heldur að rannsóknir verði gerðar, ef grunur leiki á um að slíkt efni sé að finna í fórum við- komandi, Ííkt og tíðkast um eitur- lyf- Þingið hefur nú samþykkt að leggja til við þing landanna að saknæmt verði að hafa barnaklám- efni í fórum sínum, að auka sam- vinnu milli tollgæslu landanna til að koma í veg fyrir dreifingu, að löndin framfylgi barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og geri það á sama hátt. Kvennalistinn í kosninga- bandalagi vinstriflokka KRISTÍN Einarsdóttir, þingmaður Kvennalistans, tók þátt í kosninga- bandalagi vinstri flokkanna á þingi Norðurlandaráðs í vikunni. Að- spurð sagði hún að þátttaka hennar á þeim væng fæli ekki í sér neina pólitíska stefnumörkun, heldur væri bandalagið eingöngu tæknilegs eðlis, rétt eins og tíðkaðist á þingi almennt. Þing Norðurlandaráðs gegn bamaklámi AÐGERÐIR til að koma í veg fyrir misnotkun á börnum í barnaklám- efni kom til umræðu á þingi Norðurlandaráðs í vikunni. í tillögum, sem nokkrir þingmenn, þar á meðal Rannveig Guðmundsdóttir, stóðu að, er lagt til að það verði saknæmt að hafa slíkt efni í vörslu sinni. í tillögunni er lagt til að norrænu þingin taki mið af barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna á þessu sviði. Tillagan endurspeglar umræður um þessi mál, meðal annars í Danmörku og Svíþjóð. Bökunarkynning! Dröfn Farestveit, hússtjórnarkennari, kynnir brauðbakstur með El-Gennel heimilisbökunarvélinni í verslun okkar í dag frá kl. 10-15. Komið og kynnist hvernig má baka úrvals brauð og spara meira en 35.000 krónur á ári í heimilishaldinu! Sérstakt kynningarverð á brauðvélum í dag! Einar hf. Borgartúni 28 7? 622901 og 622900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.