Morgunblaðið - 12.03.1994, Page 29

Morgunblaðið - 12.03.1994, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 29 Viðvaranir til neytenda SJONARHORN í ERLENDUM blöðum og tímaritum má iðulega sjá greinar þar sem neytendur eru varaðir við matvælum sem gætu reynst þeim varhugaverð til neyslu. Slíkar viðvaranir ná sjaldnast hingað. Þegar hér hafa komið upp tilfelli þar sem varasöm vara hefur farið á markað, hefur neytendum ekki verið gefið upp heiti viðkom- andi vörutegundar, þannig að þeir geti varið sig skaða með því að fjarlæga hana úr eigin hillum. Þetta viðhorf verður að breytast. Hvítlauksblanda í feitmeti á ekki að standa við stofuhita í tímaritinu Inform, sem er tímarit um feitmeti, olíur og þess konar efni, er vakin athygli á við- vörun sem Matvæla- og lyfjaeftir- lit Bandaríkjanna hefur nýlega sent frá sér. Stofnunin vekur at- hygli á að hvítlaukur í feitmeti, eins og hvítlauksolíu, hvítlauks- smjöri og öðrum svipuðum fíturík- um afurðun, verði að geyma í kæli. Stofnunin sendi frá sér samskonar viðvörun til neytenda árið 1989 þegar þrír einstaklingar í New York þurftu á sjúkrahúsvist að halda vegna bótulisma-eitrun- ar, en þeir höfðu allir neytt verk- smiðjuframleiddrar hvítlauks- ídýfu sem geymd hafði verið við stofuhita. í ljós hefur komið, að margir gera sér ekki grein fyrir þeirri hættu sem getur stafað af slíkum blöndum. Talsmaður stofnunar- innar segir að af slíkum heimatil- búnum blöndum geti stafað jafn- vel enn meiri hætta þar sem verk- smiðjum, sem framleiða slíkar blöndur, sé fyrirlagt að bæta út í þær efnum sem hindri bakteríu- gróður. Hér á landi eru framleidd mat- væli sem innihalda hvítlauk eins og smurostar, ídýfur o.fl. Spurn- ing er hvort ekki sé nauðsynlegt að vekja sérstaka athygli neytenda á að geyma þessar vörur í kæli. Neytendur varaðir við vegna blýs í keramikvörum. í verslunum hér má sjá ódýrt keramik eða leirvörur m.a. frá Austurlöndum íjær. Rétt er að benda fólki á að kanna öryggi þessa ódýra keramiks ef nota á það undir mat. í erlendum neytendatímaritum má af og til sjá viðvaranir til neyt- enda vegna of mikils blýinnihalds í sumum þessum vörum. Slíkar viðvaranir virðast fara hér hjá garði. í febrúarblaði Food Chemic- al News kemur fram að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hef- ur bannað sölu á ákveðnum keramikvörum vegna geysimikils blý- og cadmíuminnihalds. Meðal þess sem stofnunin bannar sölu á nú eru diskar, 24 cm stórir, með ferskju- og eplamunstri frá Crown Ceramics Co. Ltd. Bangkok. Geislun matvæla Nú fer víða fram umræða um geislun matvæla til að auka geymsluþolið. í Bandaríkjunum er geislun matvæla umdeild og þess- ar vikumar er mikill þrýstingur framleiðenda á bandarísk stjóm- völd um að leyfa geislun á nauta- kjöti. Samtök neytenda, sem beij- ast fyrir framboði á ómenguðum matvælum, leggja eindregið til að ekki verði leyfð sala á geisluðu kjöti fyrr en niðurstöður frekari rannsókna, hvað varðar örygg- isþáttinn, liggja fyrir. Landbúnað- arráðherra Bandaríkjanna segir að sala verði ekki leyfð fyrr en fullsannað hafi verið að geislunin sé neytendum skaðlaus og innan eðlilegra marka. Samkvæmt febrúarblaði Food Chemical News er geislun á kjúkl- ingum leyfð þar í landi. Matvæla- og lyQaeftirlitið heldur því fram að fjöldi rannsókna hafi leitt í ljós að geislunin skapi enga hættu fyrir neytendur og hún geti verið áhrifarík við að koma í veg fyrir að sýkingar geti borist með mat- vælum í neytendur. Einnig er því haldið fram að geislunin geti verið mikilvægur þáttur í endurskipu- lagningu á öryggiseftirliti mat- væla — en muni aldrei verða látin koma í stað hreinlætis eða ann- arra öryggisþátta á ferlinum frá framleiðslubýli að borði neytenda. í Bandaríkjunum þrýsta tals- menn neytenda á stjórnvöld um að hafna alfarið geislun sem að- ferð til að eyða óæskilegum gerl- um í matvælum. Þeir segja að neytendur hafí áhyggjur af neyslu slíkra matvæla. Þar að auki myndi það hafa í för með sér hækkað verð á matvælunum og minna á að aldrei hafi verið sýnt fram á að geislað nautakjöt sé neytendum öruggt til neyslu. Tekið er tillit til óska neytenda Þessar deilur í Bandaríkjunum eru mjög athyglisverðar. Greini- legt er að hjá opinberum eftirlits- stofnunum gætir nú meiri var- kámi en áður við að samþykkja nýjar aðferðir við meðhöndlun matvæla, sérstaklega ef álitið er að þær geti haft í för með sér efnabreytingar í matvælunum. Kemur þar ekki síst til þrýstingur frá neytendum. Benda má á að hér á landi er leyfð sala geislaðra matvæla. En eins og fram hefur komið, hefur ekki tekist að sanna að slík með- höndlun matvæla sé neytendum skaðlaus — til lengri tíma litið. Nú eru ekki allir hér á landi sátt- ir við þessa gerilsneyðingaraðferð, því hljótum við neytendur — einn- ig hér — að gera kröfu til þess að á umbúðum þessara matvæla séu upplýsingar eða greinilegar merk- ingar um að matvælin hafi verið geisluð, hvort sem um er að ræða grænmeti, hrá kalkúnalæri í plast- umbúðum eða önnur matvæli. Viðskiptalönd herða kröfur um hreinlæti og meðferð matvæla Nú eru viðskiptalönd að herða reglur um meðferð og gerlainni- hald matvæla, hvort sem um er að ræða innlenda framleiðslu eða innflutta. Ástæðan fyrir því er sýkingarhætta. Eftir því sem vinnsla matvæla er meiri, fara þau um hendur fleiri aðila og um leið eykst hætta á gerlamengun. Slík mengun er ekki hættulaus, margir gerlar geta verið hættulegir. Al- varlegar sýkingar hafa komið fram hjá neytendum í viðskipta- löndum af völdum baktería bæði í fiskmeti og landbúnaðarvörum og vegna rangrar meðhöndlunar matvæla. Þeir þættir verða teknir fyrir í næsta Sjónarhomi. M. Þorv. FÁTT UM FRUMLEIKA Músíktilraunir Tónabæjar hafnar Kenýa MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar hófust sl. fimmtudagskvöld, en þá kepptu tíu bílskúrshljómsveitir um að komast í úrslit og keppa þar um hljóðverstíma. Rokk var í fyrirrúmi og rokksveitir sem kom- ust áfram, tvær valdar af áheyr- endum og ein af dómnefnd. Aðsókn að þessu fyrsta kvöldi til- raunanna var prýðileg, sem lofar góðu fyrir næsta tilraunakvöld, næstkomandi fimmtudag. Athygli vekur að flestar hljómsveitimar sungu á ensku, sem er í samræmi við almennan frumleikaskort; lítið var um nýjungar og ferska strauma en frekar innfluttar hugmyndir. Tilraunirnar hófust með miklum hamagangi á fönkrokksveit- inni Pýþagóras, sem kynnti sig með tilþrifum. Hljóm- sveitin lék tvö lög án söngs; nokkuð þekkileg lög en það vantaði fyllingu og meiri svip. Sungna lagið var held- ur ekki gott, þó kannski iliskásta. Bláir skuggar komu úr allt annarri átt en aðrar hljómsveitir kvöldsins, léku lágstemmda popptónlist með jassinnskotum, en það var bara fyrsta lagið sem stóð uppúr og þá helst fyrir gott innlegg klarinettuleik- ara og ágætan söng. Sérlega var þriðja lagið þunnt með vondum enskum texta. Diesel Sæmi lék sýrða rokktónlist en vantaði spila- reynslu til að rennsli lag- anna yrði betra. Þetta var helst áberandi í lokalagi sveitarinnar, þar sem lagið hökti í stað þess að renna áfram. Cyclone var líklega með yngstu hljómsveitum kvöldsins, en líka með þeim hressustu og komst hæglega í úrslit. Rasmus var aftur á móti ekki eins hress; lék einskon- ar epískt popp. Fyrsta lagið byijaði ekki illa, en í fyrsta viðlaginu var eins og það dytti í sundur og sveitin komst ekki á sporið eftir það. Söngkona sveitar- innar hefur þekkilega rödd, en ekki góða raddbeitingu; nokkuð sem lær- ist. Eftir vel þegið hlé sté spaugsveit- in Thunder Love á svið og stóð sig nógu vel til að komast í úrslit. Gröm var önnur tveggja hljóm- sveita kvöldsins sem var með ís- lenska texta og á köflum var hljóm- sveitin ansi góð, helst í keyrsluköfl- um laganna, en rólegri sprettir gengu ekki eins vel upp. Söngvari sveitar- innar var góður þegar hann sieppti sér og hljómsveitin lofar einkar góðu. Wool, sem á eftir kom, minnti á tónleika dönsku jassrokksveitarinnar Weghevyll Gröm Pýþagóras _ \ Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Diesel Sæmi Secret Oyster í Tónabæ á sínum tíma, með góðum hamagangi á hljómborð og skemmtilegum rokk- frösum, þá sumir væru gamaldags. Dómnefnd fannst ástæða til að hleypa hljómsveitinni í úrslit. Weghevyll var bráðskemmtileg, en hafði þá galla helsta að vera með þunna enska texta og söngstíll ann- ars prýðilegs söngvara var einhæfur og þreytandi í stórum skömmtum. Weghevyll er hljómsveit sem gæti komist vel áfram með raeiri vinnu, enda var spilamennska með ágætum, sérstaklega fjölbreyttur trommuleik- ur. Kenýa var ekki jafn skemmtileg sveit, þó hún hafi byijað með látum. Reyndar var á köflum sem hljóm- sveitin væri ekki vel æfð og til að mynda var trommuhluti fyrsta lags- ins afleitur og sumstaðar S lagi núm- er tvo skrikaði hrynsveitinni fótur. Þriðja lag sveitarinnar var líklega það besta, þó ekki væri það nýstár- legt eða frumlegt. Texti: Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.