Morgunblaðið - 12.03.1994, Síða 7

Morgunblaðið - 12.03.1994, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 7 Skatttekjur ríkisins af bifreiðaeigendum frá 1987 7,5 milljarða hækkun TEKJUR ríkisins af bifreiða sköttum hafa hækkað úr 9,9 milljörðum króna árið 1987 í 17,6 miHjarða króna, samkvæmt fjárlögum þessa árs, en sem pró- senta af heildartekjum ríkisins hafa tekjur af bifreiðasköttum lækkað úr rúmlega 20% í tæp 17% á sama timabili, ef marka má samantekt fjármálaráðuneyt- isins. Þetta kom fram á opnum fundi, sem Félag íslenskra bif- reiðaeigenda hélt með Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra um skatta á bifreiðir á fimmtudags- kvöld. Af einstökum tekjuliðum má nefna, að tekjur ríkisins af bifreiðakaupum hafa minnkað úr 4,3 milljörðum árið 1987, þeg- ar innflutningur náði hámarki, í 3,9 milljarða í ár að áætlunin. Tekjur af eldsneyti hafa aukist úr 2,9 miHjörðum 1987 í 8,2 millj- arða í ár. Bifreiðagjöld hafa hækkað úr 200 milljónum árið 1987 í rúmlega 1,8 milljarða í ár. Fjármálaráðherra benti á, að mikil aukning hafi verið á framlagi til vegamála á sama tímabili, eða 2,2 milljarðar árið 1987 á móti 6,4 milljörðum samkvæmt fjárlögum í ár, og á seinasta ári hafi hærra hlutfalli af tekjum af bifreiðum ver- ið varið til vegamála en nokkru sinni. í ár eigi 37,5% af tekjum af bifreiðasköttum að renna til út- gjalda í tengslum við vegamál. Bif- reiðaeigendur vanmeti þann sparn- að sem hljótist af aukningu bundins slitlags. Hann nefndi einnig að sveiflur í nýskráningum bifreiða, sem voru um 24 þúsund árið 1987 en um 6 þúsund í fyrra, hafi umtals- verð áhrif á tekjur ríkissjóðs. Frið- rik sýndi samanburð á áætluðu meðaltali af verði bifreiða og bens- íns á Norðurlöndum, sem leiði í ljós að skattahlutfallið hérlendis sé sam- bærilegt við það sem gerist þar. íslands skeri sig heldur ekki úr varðandi álögur á bensínverð ef miðað er við flest lönd á evrópska Kópavogur Listi Sjálf- stæðis- flokksins ákveðinn FULLTRÚ ARÁÐ Sjálfstæðisfé- laganna í Kópavogi hafa sam- þykkt framboðslista flokksins vegna bæjarsijórnarkosning- anna í vor. Fyrstu sautján sætin eru samkvæmt niðurstöðu próf- kjörs sem fram fór 13. nóvember 1993. í 1. sæti listans er dr. Gunnar I. Birgisson, í 2. sæti er Bragi Michaelsson, í 3. sæti ér Arnór L. Pálsson, í 4. sæti er Guðni Stefáns- son, í 5. sæti er Halla Halldórsdótt- ir, í 6. er sæti Sigurrós Þorgríms- dóttir, í 7. sæti er Sesselja Jónsdótt- ir, í 8. sæti er Jón Kristinn Snæ- hólm, í 9. sæti er Gunnsteinn Sig- urðsson og í 10. sæti er Ingibjörg Gréta Gísladóttir. í 11. sæti er Karl Gauti Hjalta- son, í 12. sæti er Birgir Ómar Har- aldsson, í 13. sæti er Helgi Helga- son, í 14. sæti er Hilmar Björgvins- son, í 15. sæti er Hjörleifur Hrings- son, í 16. sæti er Hannes Ó. Sampsted og í 17. sæti er Stefán H. Stefánsson. í 18. sæti er Ásdís Ólafsdóttir, í 19. sæti er Margrét Björnsdóttir, í 20. sæti er Ásta Þórarinsdóttir, í 21. sæti er Sigurðuv Helgason og í 22. sæti er Birna G. Friðriksdóttir. efnahagssvæðinu, heldur sé hátt innkaupsverð afgerandi þáttur í eldsneytisverði hérlendis. Mikil skattheimta í máli Bjöms Péturssonar, for- manns FÍB, kom m.a. fram, að um 70% af bensínverði renni til ríkisins í líki skatta. „í janúar 1990 var innkaupsverð á bensínlítra tæpar 9 krónur en í desember 1993 tæpar 10 krónur. Útsöluverð á 92 oktana bensíni var 49,20 kr. í byijun tíma- bilsins en 64,50 kr. í lok þess. Hækkunin er um 15% á innkaupum en 31% á útsölu. Hækkunin stafar fyrst og fremst af auknum álögum ríkisins á bensín," sagði Björn. Hann mótmælti einnig harðlega hækkunum sem orðið hafa á bif- reiðagjöldum frá því að þau vom lögð á samkvæmt lögum frá 1987, seinast um 30%, og sagði það for- gangskröfu að afnema bifreiðagjöld sökum þess óréttlætis sem í skatt- heimtunni fælist. Um 60 bifreiðaeigendur mættu og spunnust fjörlegar umræður á fundinum að loknum erindum frum- mælenda. Morgunblaðið/Þorkell Fundað um bílaskatta FRIÐRIK SOPHUSSON fjármálaráðherra í ræðustól á fundi Félags íslenskra bifreiðaeigenda um bílaskatta. Fjær sjást m.a. Sigurður Helgason, sem stýrði fundi, og Björn Pétursson, formaður FIB. Það er eitthvað bogið við nviu 'sskápalínuna frá Whirlpool Bogadregin línan í hurðumnn a nýju ískápalínunni frá Whirpool gefur nútímalegt yfirbragð. Um leið er það afturhvarf til fortíðar og því má segja að gamli og nýi tíminn mætist í nýju Soft l jook línunni frá Whirlpool. HLUTFÖLL HURD HÆÐ BREIDD DÝPT VERO ST.GR. ART214 190/122 2 180 60 60 82.555 ART 362 242/83 60 82.555 ART210 202/96 60 66.405 ART 208 204/60 2 159 55 60 61.655 Heimilistæki hf fil i;5 RIUiC'l SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 OO

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.