Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Það er eitthvað að! Slakur árangur Bandaríkja- manna þegar kemur að landafræðikunnáttu hefur oft verið hafður í flimtingum, ekki síst í kjölfar könnunar Gallup og National Geographic Society árið 1988. í þeirri könnun gat rúmlega helmingur Bandaríkja- manna ekki sagt til um hversu margir Bandaríkjamenn væru og 14% gátu ekki bent á Banda- ríkin á landakorti. í niðurstöðum könnunar um landafræðikunnáttu grunnskóla- nema í tuttugu og fimm ríkjum, sem gerð var á vegum Alþjóða- landfræðisambandsins, kemur hins vegar í ljós að landafræði- þekking íslenskra og banda- rískra grunnskólanema er nán- ast hin sama. íslenskir grunn- skólanemar eru í 17. sæti af 25 í könnuninni, sem framkvæmd var í marsmánuði árið 1991 í 9. bekk grunnskóla. Voru íslend- ingar með 49,4% svara rétt en Bandaríkjamenn, sem voru í átj- ánda sæti, með 49,3%. Breskir og danskir grunnskólanemendur voru einnig á svipuðu róli. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem alþjóðlegar kannanir sýna fram á að ekki er allt með felldu hvað þekkingu íslenskra skóla- barna viðkemur. Fyrir tæpum tveimur árum voru birtar niður- stöður alþjóðlegrar könnunar á læsi níu og fjórtán ára bama í þrjátíu og einu ríki. íslensku bömin lentu þar í níunda sæti og voru Danir eina Norðurlanda- þjóðin sem var með lakari árang- ur. Þá má benda á könnun þriggja stjórnmálafræðinema við Há- skóla íslands á landafræðiþekk- ingu menntaskólanema í Reykja- vík og á Akureyri. Reyndist meðalútkoma menntaskólanem- anna vera 2,7 en meðaleinkunn viðmiðunarhóps fiskvinnslufólks á Akureyri var rúmlega 4,3. Það er löngu tímabært að það sé dregið fram í dagsljósið og um það fjallað á opinberum vett- vangi að áherslur í íslensku menntakerfí eru rangar. í erindi sem Tryggvi Jakobsson hjá Námsgagnastofnun flutti á aðal- fundi Félags landfræðinga ný- lega segir m.a.: „Upp úr 1970 urðu víða verulegar áherslu- breytingar í þeim greinum grunnskólans, sem ég kýs að kalla einu nafni samfélagsgrein- ar. Rætur þessara breytinga hafa stundum verið kenndar við Sputnik, þegar Bandaríkjamenn þóttust vakna upp við þann vonda draum að hafa dregist aftur úr öðrum þjóðum á sviði þekkingar og mennta. Með síaukinni þekkingu og umfangi fræðigreina varð einnig í æ rík- ara mæli að vega og meta það sem leggja ætti áherslu á í skóla- starfí. Ohætt er að fullyrða að minni áhersla hafí verið lögð á staðreyndanám í anda göjnlu svæðalandafræðinnar, en því meiri á samþættingu ýmissa greina. Hér heima var hafíst handa um endurskoðun náms- efnis í sögu, landafræði, átt- hagafræði og fleiri efnisþátta undir samheitinu samfélags- fræði. Það er kunnara en frá þurfi að segja að um þessar breytingar hefur fráleitt ríkt ein- hugur og oft og tíðum hafa kom- ið upp hatrammar deilur um þetta stórskólapólitíska mál.“ Það er eitthvað mikið að í ís- lensku menntakerfí þegar stað- reyndaþekking og lestrarkunn- átta íslenskra barna og ung- menna er ekki betri en raun ber vitni. Þetta vandamál snýst ekki einvörðungu um landafræði- þekkingu heldur að flestum svið- um staðreyndanáms. Ástandið er síst betra á sviði til dæmis sögu, stærðfræði eða íslensku. Því miður er jafnvel farið að bera á því að ungmenni eigi í erfiðleikum með sjálft stafrófíð og verði að grípa til vasatölvu vegna einföldustu margföldun- arútreikninga. Margir virðast vera farnir að gera sér grein fyrir umfangi vandans en lítil sem engin um- ræða fer fram um málið á opin- berum vettvangi. Um tvö ár eru nú liðin frá því niðurstöður lestr- arkönnunarinnar voru birtar. Hvað hefur verið gert til að vinna bót á þessum vanda? Hefur end- urmat á skólastefnu undanfar- inna ára farið fram til dæmis innan samtaka kennara og Kennaraháskóla íslands eða halda menn þar enn fast í þær kenningar, sem teknar voru upp á áttunda áratugnum? Þeir sem njóta þjónustu menntakerfisins og greiða hana, þ.e. böm og foreldrar þeirra, hljóta að eiga kröfu á því að nemendur fái nothæfa menntun í helstu undirstöðugreinum. Menntunarstig þjóðarinnar á ekki að lækka með almennari menntun. Engu að síður er ekki unnt að gera skólakerfið eingöngu ábyrgt fyrir öllu því sem miður hefur farið. Foreldrar verða einnig að axla ábyrgð á börnum sínum og sjá til að hin almenna menntun þeirra og þekkingaröfl- un heQist og haldi áfram á heim- ilinu. Það eru ekki bara skólar, sem eiga að kenna bömum að lesa, skrifa, reikna og kunna skil á þeirri veröld sem þau fæð- ast í. Ef aga- og kæmleysi ríkir heima fyrir varðandi þau mál mun það endurspeglast í náms- árangri barnanna í skólum. Á sama tíma og skólakerfíð verður að taka sér tak er því nauðsyn- legt að foreldrar komi á virkan hátt inn í menntun bama í stað þess að treysta alfarið á stofnan- ir, sjónvarp og tölvuleiki. Hluthafar í Eimskipafélagi íslands biðu mikið eignatjón á árunum 1991-1993 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR eignar í félaginu, hlýtur að teljast ólíklegt að hún muni ráðast í slíka ráðstöfun, sem jafngildir stór- kostiegu valdaafsali í íslensku viðskiptalífi. Sá hópur sem mestu varðar fyrir félagið Indriði Pálsson, stjórnarformaður Eimskips, lýsti hluthöfum í Eimskip á eftirfarandi hátt í ræðu sinni, á aðalfundi félagsins í fyrradag: „Þetta er sá hópur tugþúsunda íslendinga, sem skapað hefur þá vel- vild sem ég hef fundið fyrir í garð félagsins og þetta er sá stóri hópur sem mestu varðar fyrir félag- ið.“ Væri sú'raunin, leikur vart vafí á því að stjórn- arformaðurinn myndi ásamt meðstjórnendum sínum hið bráðasta beita sér fyrir því að losað yrði um mikla fjármuni sem bundnir eru í hlutabréfaeign í öðrum og óskyldum fyrirtækjum og þeir greiddir út til þessara tuga þús- unda hluthafa. Hluthafarnir TÓLF stærstu hluthafarnir í Eimskipafélagi íslands eiga 36,22% hlut í félaginu. 62,8% eignarhlutur var á hinn bóginn í eigu 14.085 íslendinga, þann 1. mars á síðastliðnu ári. 1,4 milljarðar króna tapaðir vegna hlutabréfa í Burðarási AFKOMU Eimskips á liðnu ári var lýst af stjórnendum félagsins á aðalfundi þess í fyrradag sem væri hún „vel viðunandi". Fulltrúi þriðja stærsta hluthafans í Eimskip, Lífeyrissjóðs versl- unarmanna, sem á 4,03%, Guðmundur H. Garðarsson, tók dýpra í árinni en stjórnendur, er hann þakkaði stjórn og forstjóra vel unnin störf. Hann sagði m.a. að svona rekstur og svona niðurstaða gerði fjárfestingu í hlutafélögum trúverðuga. Eimskip gegndi veigamiklu hlutverki í því að sannfæra menn um að þeir ættu að ávaxta eigið fé í hlutafé og hlutafélögum. Sé á hinn bóginn haft í huga að hluthafar Eimskips hafa á undanförnum þremur árum tapað lið- Iega 1,4 milljörðum króna, vegna hlutabréfaeignar Burðaráss í öðrum og óskyldum félags- rekstri, verður ekki annað séð en stjórnendur Eimskips hafi fallið í þá gryfju að hunsa hags- muni hluthafa sinna og þar með skilað ófullnægjandi arðsemi á það fjármagn sem bundið er i rekstrinum. Ávöxtun hlutabréfa í Eimskip frá ársbyijun 1991 til ársloka 1993 er neikvæð um 4% á ári, miðað við markaðsvirði á hlutabréfunum, að teknu tilliti til arðgreiðslna. Þannig hafa hluthafar tapað 11,5% af eign sinni á þessu tímabili, með því að binda fé sitt í hlutabréfum í Eimskip, á meðan tekju- og eignarskattsfrjáls ríkisskuldabréf hafa skilað 6,7% til 8,2% raun- ávöxtun á hveiju ári 1991-1993. Auðvitað er það ekkert einsdæmi að eign hlut- hafa í hlutafélögum hafi minnkað á undan- förnum þremur árum, síður en svo, því þessi 11,5% eignarýmun í hlutafé Eimskips er heldur undir meðaltalsrýmun á markaðnum. Samt sem áður lít- ur út fyrir að hagur hluthafanna hafi verið fyrir borð borinn, því þeir hefðu verið mun betur settir með því að fjárfest hefði verið í ríkisskuldabréfum á þessu tímabili. , 900 milljónir vantar upp á eðlilega ávöxtun af eigin fé Annar mælikvarði á frammistöðu stjórnenda fyr- irtækja er að reikna þeim vexti sem talið er eðli- legt að þeir skili á eigin fé. Líta má á eigið fé hluta- félags sem lán á áhættufjármagni frá hluthöfum til félagsins. Hluthafar í slíkum félögum ætlast eðli málsins samkvæmt til þess að fá ávöxtun á fé sitt sem er nokkru hærri en hægt er að fá eftir áhættuminni leiðum, svo sem með íjárfestingu í ríkisskuldabréfum. Séu meðalútlánavextir bank- anna á verðtryggð lán notaðir sem mælikvarði á frammistöðu síðustu ára kemur í ljós að Eimskip vantar 434 milljónir króna upp á, til að skila þess- um vöxtum. I þessum samanburði er miðað við bókfært verð eigin fjár, samkvæmt ársreikningum, en ekki er tekið tillit til þess að nokkurt dulið eigið fé er falið í eignum félagsins samkvæmt skýringum f ársreikningi. Ef dulið eigið fé í skipum og hluta- bréfaeign er tekið með í samanburðinum, eru það ekki 434 milljónir króna sem á vantar á þessu þriggja ára tímabili, til þess að sambærileg ávöxtun eigin fjár náist, heldur er upphæðin sem á vantar liðlega 900 milljónir króna. Fj árfestingarstefna í þágu hverra? Eimskip á hlut í fjölmörgum félögum, bæði í skyldri og óskyldri starfsemi. Af fjárfestingum fé- lagsins erlendis að merkja, virðist sem nokkur vaxt- arbroddur sé í starfsemi félagsins, og hlýtur það að verða þjóðinni fagnaðarefni takist „óskabami" hennar áð hasla sér völl í auknum mseli á alþjóðleg- Hlutabréf í Eimskip hafa skilað neikvæðri ávöxtun undanfarin þrjú ár. Hluthafar hafa tapað 11,5% af eign sinni með því að binda fé sitt í hlutabréfum í Eimskip. Raunávöxtun af tekju- og eignarskattsfrjálsum ríkisskuldabréfum hefur verið á bilinu 6,7% til 8,2% um markaði. Það er að líkindum óumdeilt að fjár- festingar Eimskips á erlendri grund, í dótturfélögum í svipaðri eða sömu starfsemi, svo sem skrifstofu- og þjónustumiðstöðvum félagsins, séu af hinu góða og fullkomlega réttlætanlegar og muni skila félag- inu auknum arði í framtíðinni. Hitt er erfiðara að skilja, út frá áhættumati og mati á ávöxtun, en það er fjárfestingarstefna félags- ins í fyrirtækjum hér innanlands, í algjörlega óskyld- um rekstri, svo sem flugrekstri, bankarekstri, trygg- ingafélagarekstri og olíufélagarekstri. Eimskip átti í árslok 1993 1.408 milljónir króna í Flugleiðum, íslandsbanka, Marel, Sjóvá-Almennum og Skelj- ungi, samkvæmt bókfærðu verði, en að nafnvirði var þessi eign í árslok 1993 1.052 milljónir króna. Markaðsverðið er í reynd lítillega hærra en hið bókfærða. Svo er að sjá, sem þessi geysilega fjár- festing í öðrum sterkum almenningshlutafélögum skili hluthöfum Eimskips afar takmörkuðum arði, og verður ekki í ^ljótu bragði annað séð, en stjórn- endur fyrirtækisins hafi hagsmuni hluthafa félags- ins að engu. Hugsanlega gæti góð ávöxtun hlutafjár réttlætt fjárfestingarstefnu sem þessa, en í tilviki Eimskips virðist þeirri skýringu ekki vera til að dreifa. í Burðarási hf., dótturfyrirtæki Eimskips, sem heldur utan um hlutabréfaeign félagsins í öðrum félögum, sem eru í óskyldum rekstri, var í árslok í fyrra bundin hlutafjáreign, að upphæð tæplega 1,5 millj- arðar króna í félögum sem skráð eru á hlutabréfa- markaði. Langt undir arðsemiskröfum Ekki verður sagt að hluthafar Eimskips hafi að sama skapi notið góðrar ávöxtunar af þessari geymslu á eigin áhættufé í sjóðum Burðaráss, því tekjur Burðaráss á árinu 1993 reyndust vera litlar 75 milljónir króna, sem hlýtur að vera langt undir arðsemiskröfum hlutafjáreigenda. Þar af voru tæp- lega 50 milljónir króna vegna 7% arðgreiðslna Flug- leiða á liðnu ári, en Burðarás á 34% í Flugleiðum - eignarhluti sem fallið hefur úr 1.200 milljónum í 700 milljónir á þremur árum. Flugleiðir greiddu 7% arð í fyrra, þrátt fyrir 134 milljóna króna tap félagsins á árinu 1992. Nú hefur á hinn bóginn verið ákveðið, í ljósi 188 milljóna króna tapreksturs Flugleiða á árinu 1993, að leggja til við hluthafa á aðalfundi eftir tæpa viku að enginn arður verði greiddur, þannig að einungis í ljósi þess, munu tekj- ur Burðaráss í ár minnka um a.m.k. 50 milljónir króna. Hér í blaðinu í gær kom fram í fréttum af aðal- fundi Eimskips, að hlutabréfaeign Burðaráss lækk- aði um 242 milljónir króna á liðnu ári, úr 1.814 milljónum króna í 1.572 milljónir króna, samkvæmt áætluðu markaðsvirði, sem er 13,5% eignarýrnun. Tekjur Burðaráss voru eins og áður segir 75 millj- óna króna arðgreiðslur félaga sem fyrirtækið á hlut í, sem jafngildir um 4,8% ávöxtun hlutafjárins á árinu. Hefðu 1.814 milljónirnar verið ávaxtaðar í spariskírteinum ríkissjóðs á liðnu ári, hefði arður fjárfestingarinnar verið 6,7% og þannig hefðu tekj- urnar af fjárfestingunni orðið um 120 milljónir króna. Hefði ávöxtunin á hinn bóginn verið sam- bærileg við meðalútlánavexti banka á liðnu ári, hefði hún orðið 9,1% og telq'ur af fjárfestingunni þannig orðið 165 milljónir króna. Hluthafar tapað 1,4 miljj* örðum á þremur árum Hluthafar Eimskips hafa á undanförnum þremur árum tapað um 1,4 milljörðum króna á hlutabréfa- kaupum eða hlutabréfaeign Eimskips í öðrum og óskyldum rekstri, í gegnum Burðarás, miðað við að leggja sömu fjármuni í sparisklrteini ríkissjóðs. Þessi tala er fengin með því að miða við markaðs verð hlutabréfaeignar Burðaráss í upphafi árs 1991, að teknu tilliti til arðgreiðslna og viðbótaríjárfest- inga, en í upphafi þess árs voru 2.288; milljónir Markaðurinn hlýtur að vera hæfari til þess að dreifa sinni áhættu með beinum hætti, en almennings- hlutafélög, þar sem fáir stjórna. Eitt af einkennum virks hlutabréfamarkaðar er að allar opinberar upplýsingar endurspeglast mjög hratt í verði hlutabréfa, sem sýndi sig á markaðnum í fyrradag, þegar afkomutölur Fluleiða fyrir liðið ár urðu ljósar. Markaðsverð hlutabréfa í Flugleiðum féll í fyrradag um 7%, þannig að gengi bréfanna féll úr 1,14 I 1,06. Það verð sem fjárfestar eru reiðubúnir til að greiða fyrir hlutabréf mótast af mati á núverandi stöðu og væntingum um framtíð- ina, ásamt samanburði við aðra fíárfestingarval- kosti. Stjómendur og tengdir aðilar geta ekki með króna bundnar í hlutafé í ýmsum félögum. I árslok 1993 er virði þessa 2,3 milljarða króna hins vegar einungis 1.776 milljóna króna virði. Þetta kemur ekki skýrt fram í ársreikningum félagsins, þar sem hlutabréfaeign Burðaráss er ekki færð á markaðs- virði, heldur að líkindum á uppreiknuðu kaupverði. Það vekur athygli að aðalstarfsemi Eimskips, flutningastarfsemin, hefði skilað hluthöfum 4% raunávöxtun, í stað -t-4% á liðnu ári, ef 1,4 milljarð- arnir hefðu ekki tapast, vegna hlutaijáreignar Burðaráss. „Flutningastarfsemi er það sem við kunnum“ Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, virðist gera sér fulla grein fyrir þeirri staðreynd, að það er sjálf flutningastarfsemin sem er grunnur félags- ins, því aðspurður um framtíðaráform fyrirtækisins á aðalfundinum í fyrradag, sagði hann m.a.: „Flutn ingastarfsemi er það sem við kunnum. Flutninga- starfsemi er það sem við getum. Við eigum að halda okkur við leistann okkar og færa út kvíarnar á þeim vettvangi." Það kom fram í ræðu stjórnarformanns Eimskips á fundinum í fyrradag að tekjur félagsins jukust um liðlega 1,4 milljarða króna á liðnu ári, eða um 20% og stærsti hluti tekjuaukans var vegna meiri útflutnings, en hann var um 13% meiri á árinu 1993 en árið á undan. Stjórnarformaðurinn fjallaði einnig um hagsmuni hluthafa. og arðgreiðslur og gengi hlutabréfa á markaði og sagði m.a.: „Slök arðsemi fyrirtækja ásamt háum raunvöxtum er ein meginskýring þess hve áhugi hefur löngum verið lítill á hlutabréfakaupum. Skýrir það meðal annars hvers vegna gengi hlutabréfa á hlutabréfamarkaði hefur lækkað nokkuð á árinu 1993. Um hlutabréf í Eimskipafélaginu gegnir nokkuð öðru máli. Þau hafa um langa tíð verið eftirsóknar- verð og talsverð viðskipti eru yfirleitt með hlutabréf í félaginu." Engar frekari skýringar komu fram í máli stjórnarformannsins, að hvaða leyti gengi hlutabréfa Eimskips væri háð öðrum markaðslög- málum, en gengi annarra hlutabréfa á markaði. Ættu að greiða hluthöfum út 1,5 milljarða króna Samkvæmt viðurkenndum fjármálafræðum, ættu stjórnendur Eimskips að greiða hluthöfum sínum út þá fjármuni sem bundnir eru í hlutafé annarra og óskyldra fyrirtækja, eins og þeirra sem er hér að ofan getið. Þannig gætu hluthafar Eimskips fengið liðlega 1,5 milljarða króna til ráðstöfunar og hinn almenni hluthafi gæti þannig sjálfur litið eftir eigin fé og ávaxtað sitt pund, án þess að eiga á hættu, að stjórnendur fyrirtækisins fórnuðu hags- munum hans, til þess að tryggja sér stjórnarsetu í öðrum og óskyldum fyrirtækjum. En í ljósi þess að stjóm fyrirtækisins, sem ræður öllu um fjárfesfy ingarsteínu íáagsins; í'skjóli uþ.b. 35Í& Híutafjár- Vantar samhljóm í málflutning toppanna? Ekki verður annað séð en til- vitnuð orð forstjóra Eimskips hér að framan um að flutninga- starfsemi sé það sem Eimskip ^kunni og geti og þar eigi félagið að færa út kvíarnar, stangist á við ákveðinn hluta ræðu stjóm- arformannsins, sem sagði m.a.: ,í íslensku þjóðfélagi hefur oft borið á gagnrýni I garð þeirra fyrirtækja sem eru talin stór á íslenskan mælikvarða og áber- andi I atvinnulífinu, sérstaklega ef þau skila hagnaði og eru fjár- hagslega sterk. Það hefur einnig þótt óeðlilegt af sumum aðilum að eignatengsl séu á milli fyrir- tækja. Mér virðist þó að þetta viðhorf sé að breytast nokkuð á síðustu misserum." Vart hefur stjómarformaður- inn fundið fyrir slíkri viðhorfs- breytingu hj_á hluthöfunum 14.085 (skv. íslensku atvinnu- lífi, 01.03.1993), sem þá áttu 62,8% í Eimskip (allt smáir hlut- hafar) og hafa samkvæmt ofan- greindu tapað um 950 milljónum króna af hlutafjáreign sinni á hlutabréfakaupum og hluta- bréfaeign Burðaráss í óskyldum félögum undanfarin þrjú ár, mið- að við aðrar áhættulausar fjár- festingar. Að því gefnu að hver þessara liðlega 14.000 hluthafa eigi jafnan hlut, eða 0,004%, jafngildir það því að hver hlut- hafi hefur tapað um 68 þúsund krónum á þessu tímabili. Erfitt er því að ímynda sér að grasrót- in í eigendahópi Eimskips, þ.e. 14 þúsund smáir hluthafar, taki undir sjónarmið Indriða Pálsson- ar, stjórnarformanns Eimskips, fyrrum forstjóra Skeljungs, nú- verandi stjórnarformanns Skelj- uns og stjórnarmanns í Flugleið- um, um eignatengsl milli fyrir- tækja. Líklegra er að þeir sem eiga þennan stóra hluta í Eimskip, séu sömu skoðunar og forstjóri fyrirtækisins, Hörður Sigur- EIMSKIP þróun 1991-1993 Árleg ávöxtun hluthafa í Eimskip Samanburður við spariskírteini og bankavexti 1 9 9 1 1 9 9 2.......... 10% 7 Raunávöxtun o hlutahala í Bmskip útlána bankanna fíaunávöxtun 3-5 ára sparlskirtelna Afkoma Eimskips eftir vexti af eigin fé 19 9 3 mitlj. kr. 400 300 200 100 0 (100) (200) (300) (400) (500) (600) Hagnaður ftap/ eltlr vexti al eigln té og duiöu eigin féí skipum og hlutaljáreign ettfr vexti af ^ bóktærðu eigin fé Hagnaður (tap) skv. ársreikningi Samanburður á raunávöxtun 10.0 10,0 -15.0 fíaunávöxtun hluthata í Eimskip án hlutabrétaviðskipta fíaunávöxtunarkrafa 3-5 ára spariskírteina fíaunávöxtun af hlutaljárelgn Eimskips Raunávöxtun hluthata íEimskip Markaðsverðmæti hlutafjár í Eimskip millj. kr. 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 -1.000 ...1............... -2.000 L Markaðsvlrði hlutafjár ars í lok i Markaðsverð- hlutatjár í Eimskip án hlutaljárviðskipta Uppsalnaður - iður (tap) vegna htutatjareignar gestsson, sem jafnframt er stjórnarformaður Flug- leiða og stjórnarmaður í Skeljungi, að flutninga- starfsemi sé það sem fyrirtækið kunni og geti. Virkur markaður Virkur hlutabréfamarkaður hefur verið að mynd- ast á íslandi síðustu 3-4 árin. Til þess að gera betur en aðrir fjárfestar á markaðnum verða for- ráðamenn Eimskips að hafa yfirburðaþekkingu til þess að meta framtíðarhorfur einstakra fyrirtækja og atvinnugreina, hafa meiri og betri upplýsingar en markaðurinn um starfsemi og framtíð einstakra fyrirtækja eða geta lagt fyrirtækjunum til sérstaka stjórnunarþekkingu. Af framansögðu um fjárfest- ingu Burðaráss í óskyldum félögum á undanfömum árum, er augljóst að þessu er ekki til að dreifa meðal þeirra sem taka ákvarðanir um hlutabréfa- kaup Burðaráss, enda nánast óhugsandi, sé gengið út frá þeirri forsendu að hlutabréfamarkaðurinn sé virkur hér á landi. Tugþúsundir íslendinga fjárfesta á íslenska hlutabréfamarkaðnum og verður það að teljast hverfandi möguleiki að samanlögð þekking og reynsla stjórnenda Eimskips sé meiri á þessu sviði en samanlögð þekking og reynsla svo stórs hluta I þjóðarinnar., ' Rlð sáma a reyndar við um dreifingu áhættu. löglegum hætti hagnýtt sér opinberar upplýsingar fyrr en markaðurinn. Þess vegna verður að teljast ólíklegt að Eimskip geti haft meiri og betri upplýs- ingar en allir aðrir á markaðnum. Umfangsmikill rekstur Flutningastarfsemi Eimskips er mjög umfangs- mikill rekstur og eðlilegt að álykta sem svo, að ekki veiti af óskiptum tíma og kröftum stjómenda við að stjórna þeirri starfsemi sem félagið kann best, svo enn sé vitnað til orða forstjórans. Það hlýtur að vera í þágu allra þeirra þúsunda sem eiga hlutafé bundið í Eimskipafélaginu að stjórnendur þess helgi starfsemi félagsins óskipta krafta sína, og dótturfyrirtækjum í tengdri starfsemi. Til þess að svo róttækri breytingu á fjárfesting- arstefnu Eimskips verði hrundið í framkvæmd dug- ar sennilega ekkert minna til, en að grasrótin I eigendahópnum, þeir liðlega 14 þúsund hluthafar sem samtals eiga tæp 63% í félaginu, myndi breið- fylkingu, sem gerir kröfur á hendur stjóminni, í þá veru að hámörkun arðsemi á fjárfestingu hluthaf- anna verði höfuðmarkmið stjórnenda Hf. Eimskipa- félags íslands. (Meðal heimilda: Ársreikningar Eimskips, Hagvísir Þjóðhags- stofnunar, Islcnskt atvinnulíf 1992, 1. bindi, og Morgunblaðið.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.