Morgunblaðið - 12.03.1994, Page 18

Morgunblaðið - 12.03.1994, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 Skrif gagnrýnenda um San Francisco-ballettinn Uppsetning Helga á Rómeó og Júlíu lofuð Ballettinn mitt besta verk til þessa, segir danshöfundurinn Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. HELGI Tómasson ræðst um þessar mundir í hvert stórvirkið á fæt- ur öðru. í kjölfar Svanavatnsins og Þyrnirósar siglir nú ballettinn Rómeó og Júlía, sem San Francisco-ballettinn frumsýndi á þriðjudag við lofsamlegar viðtökur gagnrýnenda fyrir bæði dansa og sviðsetn- ingu. „Það er glæsileg viðbót við verkefnaskrá San Francisco-bal- lettsins," skrifaði Carol Fowler gagnrýnandi í dagblaðið Los Angel- es Times á fimmtudag. „Frumsýningin tókst mjög vel,“ sagði Helgi Tómasson, stjórnandi San Francisco-ballettsins, í samtali við Morgunblaðið á fimmtudag. „Hún heppnaðist stórkostlega. Þetta er stærsta sýningin, sem ég hef sett upp, og mitt besta verk hingað til.“ Ballettgagnrýnendur Kaliforníu- blaðanna lofuðu flestir uppfærslu Helga á Rómeó og Júlíu við tónlist Rússans Sergeis Prokoffjevs. Gagnrýnandi dagblaðsins San Francisco Examiner, Allan Ulrich, skrifaði að Helga hefði tekist „undravel að gæða hvert atriði þess- arar ástarsögu úr smiðju Shakespe- ares tilfinningu djúpstæðrar við- kvæmni og vitund um hverfulleika mannanna athafna og hviklyndi ör- laganna." Ulrich bendir á það að Helgi hafí víða leitað fanga og fundið fyrir- mynd við uppsetningu sína á Rómeó og Júlíu. „En hér er á ferðinni damatísk skarpskyggni, sem ljær frásögninni talsvert meira samhengi, en fínna má í fjölda frægra uppsetninga, sem hægt væri að vísa til,“ skrifaði Ulrich. Umfjöllun gagnrýnenda hefur þó ekki verið eintómur lofsöngur. „En hvað gerist þegar danshöf- undur, sem í tilfínninganæmi sínu spannar það að vera svalur til þess að vera kaldur, tekst á við ástríðu- og lostafyllsta ballettverk hins vest- ræna heims?“ spurði David Gere, gagnrýnandi dagblaðsins San Franscisco Chronicle, á fimmtudag og svaraði: „Ballett í andstöðu við sjálfan sig.“ Undir fyrirsögninni „Hrífandi en kuldalegur, Rómeó“ kvað Gere Helga njóta sín best í atriðum, þar sem væri „hrein og ómenguð hreyf- ing“, en þrátt fyrir glæsilega bún- inga og sviðsmynd í umsjá Danans Jens-Jacobs Worsaaes og magnaða tónlist vanti upp á og sé ekki að sjá að dansararnir eigi sök á því. Annan tón kveður við í gagnrýni Los Angeles Times. „Hin nýja [upp- færsla] Helga Tómassonar á Rómeó og Júlíu er knúin ástríðum," skrifar gagnrýnandi blaðsins, Carol Fowler. „Shakespeare er sómi sýndur með þessari dansuppfærslu af hinu klass- íska leikriti." Johanna Berman dansaði í hlut- verki Júlíu á frumsýningunni og Jeremy Collins var í hlutverki Róm- eós. Bæði fengu góðar umsagnir og sagði Fowler að þau væru „full- komnir dansfélagar". Skrifaði hún einnig að „Helgi Johanna Berman og Jeremy Coll- ins dansa Romeo og Júlíu hefði ekki getað fundið týpur, sem hæfðu betur hlutverkum leiksins að líkamsburðum, þótt hann hefði leitað til Hollywood.“ Dálkahöfundur sama blaðs, Herb Caen, sagði að frumsýningin hefði yfirskyggt allt annað það kvöldið og greip til einfaldleikans í umsögn sinni: „Namminamm: [Þessi sýning] leit nógu vel út til að hægt væri að borða hana.“ Dagblaðið The Oakland Review sagði sýningu San Francisco-bal- lettsins „æsilega og gallalausa" í fyrirsögn. Gagnrýnandi blaðsins hældi jafnt Helga, Worsaae og Den- is de Coteau hljómsveitarstjórnenda Helgi Tómasson leiðbeinir dönsurum á æfingu Morgunbiaðið/Ástvaidur og kvað ekki hafa verið galla að sjá á ballettinum við fyrstu sýn. Það er ekki orðum aukið að þetta sé stór sýning. Dálkahöfundur einn skrifaði að menn ættu ekki að reka upp stór augu þótt sýningin væri alveg milljón, hún hefði nefnilega kostað tæpa milljón. Það eru tæpar 70 milljónir ÍSK. San Francisco-ballettinn hefur ver- ið á uppleið frá því Heigi tók við honum og sagði Anna Kisselgoff, gagnrýnandi The New York Times, útsendara Morgunblaðsins, að hann væri meðal fjögurra bestu balletta Bandaríkjanna, þegar Helgi kom með dansflokk sinn til New York í fyrra. Uppfærsla Helga á Rómeó og Júlíu hefur þegar vakið athygli í Kaliforníu og mun hún sennilega spyijast víðar á næstunni. í gær, laugardag, átti að fjalla um sýning- una á sjónvarpsfréttastöððinni CNN. Þá hófu gagnrýnendur hvað- anæva í Bandaríkjunum málþing um Rómeó og Júlíu í San Francisco. Þessi ráðstefna ballettgagnrýnenda er haldin óháð sýningu San Franc- isco-ballettsins. Hins vegar ber vel í veiði fyrir stjórnanda hans að gagn- rýnendur skuli þyrpast til San Franc- isco til að fjalla um Rómeó og Júlíu um leið og fyrstu sýningar nýrrar uppfærslu hans standa yfir. Foreldrar óttast skerta þjónustu skóladagheimila vegna breytinga á yfirstjórn Vistunartími styttur en heimilin ekki lögð niður FORELDRAR sem eiga börn sín á skóladagheimilum Reykjavík- urborgar óttast að breytingar verði á starfsemi heimilanna þegar starfsemi þeirra flyst frá Dagvist barna yfir til Skólaskrifstofu Reykjavíkur þann 1. september næstkomandi og í vikunni afhentu þau Markúsi Erni Antonssyni, borgarsljóra, undirskriftalista 697 ein- staklinga sem mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á starfseminni. Þær breytingar sem fyrirhugaðar eru í framtíðinni snúa að styttingu þess tíma sem börnin dvelja á skóladagheimilunum og með eflingu heilsdagsskólans verði þörf fyrir gæslu utan skólatíma fullnægt í heilsdagsskólanum og skóladagheimilin þá lögð niður. Viktor A. Guðlaugsson, forstöðumaður Skólaskrifstofu, segir þennan ótta vera á misskilningi byggðan, skrifstofan muni einungis yfirtaka reksturinn og skóladagheimilin muni í flestum tilfellum verða rekin áfram. Ekki yrði hróflað við rekstri þeirra fyrr en börnum sem þar eru vistuð verði tryggð viðunandi þjónusta. Hálfsdagsvistunin miði síðan að því að auka plássin á skóladagheimilunum. Alls rekur Reykjavíkurborg 12 skóladagheimili fyrir börn á aldrin- um 6 til 9 ára, auk þess sem borgin vistar 22 börn á einu einkareknu skóladagheimili í Vesturbænum. Aðeins börn einstæðra foreldra eiga rétt á vistun á skóladagheimilum borgarinnar og um áramót voru 309 börn vistuð þar. Bergur segir að einhver biðlisti sé eftir vistun 6 ára barna á skóla- dagheimilunum í haust. Reynslan frá síðasta hausti hafi hins vegar sýnt að heilsdagsskólinn hafi haft veruleg áhrif á þá og því lítil bið verið eftir plássi í vetur auk þess sem nokkur heimilanna séu vannýtt. Yfirstjórn skóladagheimilanna hefur hingað til verið hjá Dagvist barna en þann 31. janúar sl. var ákveðið að færa forræði þeirra yfir til Skólaskrifstofu, sem sér um rekstur grunnskóla höfuðborgarinn- ar. í framhaldi af því rituðu Bergur Felixson, forstöðumaður Dagvistar barna, og Viktor greinargerð þar sem fjallað var um þær breytingar sem kynnu að verða á rekstri þeirra á komandi árum og ástæður þeirra. Bergur segir ástæðu tilfærslunnar vera að eðlilegra sé að skóladag- heimilin séu í forsjá Skólaskrifstofu þar sem þjónustan tengist rekstri grunnskólanna. Til dæmis hafí það komið fyrir að skólarnir hafi breytt stundaskrá barna einhliða og það hafi haft veruleg áhrif á rekstur heimilanna. Betra verði að samræma stundaskrár og vistun á skóladag- heimilunum ef sami aðilinn hafi yfir- umsjón með starfinu. Bergur segir að Dagvist barna hafí samþykkt þessa tilfærslu með því skilyrði að þjónusta við einstæða foreldra verði áfram tryggð. Einsetinn skóli breytir þörfinni Það eru einkum tvær breytingar sem Bergur og Viktor segja að verði á rekstri skóladagheimila. Boðið verði í ríkara mæli upp á hálfs dags vistun og í framtíðinni sé fyrirsjáan- legt að rekstri skóladagheimila verði breytt. I greinargerðinni segir að þær breytingar sem nú standa yfir í skólamálum borgarinnar, svo sem starfræksla heilsdagsskóla, áform um einsetinn skóla sem væntanlega leiddi til aukinnar kennslu, leiddi til þess í framtíðinni að starfsemi skóla- dagheimila í núverandi mynd verði óþörf. Áslaug Haraldsdóttir sem sæti á í óformlegum vinnuhóp foreldra barna segir foreldrana í sjálfu sér ekki vera á móti breytingu á starf- semi skóladagheimilanna, það þurfi bara að skilgreina betur í hveiju breytingamar væru fólgnar. Ein- stæðir foreldrar gætu ekki nýtt sér þjónustu heilsdagsskólanna í núver- andi mynd, stærsta vandamálið væri frí í skólum á skólaárinu sem séu um 30 dagar. Inn í þessari tölu eru jólafrí, páskafrí, frí vegna starfsdaga kennara og aðrir lögbundnir frídag- ar. Við þetta bættist svo sumarfrí skólanna sem er 3 Vi mánuður. Bergur og Viktor taka undir þessa gagnrýni og segja að áður en hægt sé að gera verulegar breytingar á rekstri skóladagheimilanna verði að leysa vandann með frídagana, það sé brýnasta verkefnið. í greinargerð þeirra segir að „þetta verður þó aðeins gert, að við- komandi grunnskólar (heilsdags- skóli) og skóladagheimili geti í sam- vinnu tryggt foreldrum viðveru á svokölluðum „starfsdögum" og virk- um dögum aðliggjandi leyfum og lengt árlegan tíma a.m.k. til jafns við það sem nú gerist á skóladag- heimilum." í greinargerð sem vinnuhópur for- eldra barna á skóladagheimilum sendi frá sér í byijum mars segir ennfremur að áður en heilsdagsskól- inn verði viðunandi úrræði fyrir ein- stæða foreldra verði að taka á ýms- um óvissuþáttun í rekstri hans, eins og mismunandi aðstöðu og starfs- mannahaldi, en engir kjarasamning- ar hafa verið gerðir við þá sem starfa í heilsdagsskólanum auk þess sem gefa verði næringarþörf bamanna gaum. Víðast hvar komi börnin sjálf með nesti eða geti keypt máltíðir í skólanum. Áslaug segir að á skóla- dagheimilunum séu börnin í fæði og fái morgunmat, heita máltíð í hádeg- inu og síðdegiskaffi. Skóladagheimilum breytt í leikskóla Bergur segir að ekki sé búið að ákveða að leggja niður nein skóla- dagheimili, þau verði ekki lögð niður fyrr en að vel athugðu máli, þegar hægt verður að fá sömu þjónustu innan heilsdagsskólans. Hann segir að þar sem skóladagheimili verði lögð niður verði þeim breytt í leik- skóla fyrir yngri börn. Að vísu að búið að ákveða að sameina tvö skóla- dagheimili í Breiðholti sem hafi ver- ið vannýtt hingað til. Börn frá Hóla- koti verði flutt yfir á Hraunkot og því fyrrnefnda breytt í leikskóla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.