Morgunblaðið - 12.03.1994, Page 24

Morgunblaðið - 12.03.1994, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 Innra eft- irliti áfátt hjá CIA JAMES Woolsey, yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjón- ustunnar, sagði í gær, að innra eftirliti hjá stofnuninni væri ábótavant eins og hefði sýnt sig í því hve langan tíma tók að fletta ofan af Aldrich Ames, sem njósnaði í langan tíma fyrir Sovétmenn og síðar Rússa. Mörgum hefur þótt undarlegt, að mikil fjárráð Ames-hjónanna skuli ekki hafa vakið grunsemdir innan CLA en Woolsey sagði, að sú hefði vissulega verið raunin og hefðu þau verið yfirheyrð fyrir löngu af þeim sökum. Þá gáfu þau þá skýringu, að um arf væri að ræða og meira var ekki gert í málinu. Woolsey hefur fyrirskipað rannsókn og end- urskoðun á öllu innra eftirliti hjá CIA. Rússa veita aftur gasi til Ukraínu RÚSSAR hafa opnað fyrir gasflutning til Úkraínu en hann hefur verið mjög lítill í heilan mánuð vegna vanskila stjómarinnar í Kænugarði. Hafa nú tekist samningar um skuldargreiðslur en Úkraínu fær 60% af öllu gasi frá Rúss- landi. Rússar hafa einnig sak- að Úkraínumenn um að hafa tappað gasi af leiðslum, sem liggja til annarra landa, en ekki er vitað hvort það olli því í gær þegar þrýstingur í gas- leiðslum frá Rússlandi til Tyrk- lands minnkaði mikið. Liggja þær um Úkraínu, Rúmeníu og Búlgaríu. Lífsnautna- maðurinn Buk- owski látinn RITHÖFUNDURINN, drykkju- og kvennamaðurinn Charles Bukowski lést í Los Angeles sl. miðvikudag 73 ára að aldri. Að sögn eftirlifandi konu hans var banameinið hvítblæði. Á sjötta tug ára var Bukowski eins konar lárviðar- skáld neðanjarðarpressunnar í Los Angeles og mikið tísku- nafn í Evrópu áður en hann var almennt viðurkenndur í Bandaríkjunum. Hann skrifaði gjama um það, sem aðeins var hvískrað um á þessum tíma, drykkjusýki, kynlíf, ofbeldi og líf útigangsmanna í Los Angel- es eða, eins og hann sagði einu sinni, um sitt eigið líf. Bukowski, sem var fæddur í Þýskalandi, gaf út 32 ljóðabækur, fimm smásagna- söfn og sex skáldsögur. Rússar afhjúpa njósnara TALSMAÐUR rússnesku leyniþjónustunnar sagði í gær, að komist hefði upp um rúss- neskan borgara, sem njósnað hefði fyrir Þjóðverja. Gaf hann engar frekari upplýsingar en /nterfax-fréttastofan sagði, að maðurinn hefði njósnað fyrir þýsku leyniþjónustuna. Síðan flett var ofan af njósnara Rússa í Bandaríkjunum hafa komið upp nokkur mál í Rúss- landi eins og til að sýna, að Rússar verði ekki síður fyrir barðinu á njósnum en aðrir. C .Ák i/«o 1 Eymd íBelgrad ÚTIGANGSMAÐUR rótar í ruslagámi í Belgrad, höfuðborg Serbíu, í leit að einhverju matarkyns. Við- skiptabann og síversnandi efnahagsástand í landinu hafa valdið því að æ fleiri eigi hvorki í sig né á. Stjóminí Slóvakíu neydd til að segja af sér Bratislava. Reuter. ÞING Slóvakíu samþykkti í gær tillögu um vantraust á stjórn Vlad- ímírs Meciars forsætisráðherra og hún verður því að segja af sér. 78 þingmenn samþykktu tillöguna og aðeins tveir voru á móti. 56 þing- menn sátu hjá, þeirra á meðal þing- menn í flokki Meciars, Lýðræðis- hreyfingu Slóvakíu, og hinum stjórn- arflokknum, Þjóðarflokki Slóvakíu. Vantrauststillagan var lögð fram á miðvikudag eftir að Michal Kovac, forseti Slóvakíu, hvatti til þess að efnt yrði til þingkosninga þar sem forsætisráðherrann hefði misst tökin á stjóm landsins. Meciar og Kovac voru bandamenn þar til í fyrra þeg- ar forsetinn neitaði að skipa menn í stjórnina sem forsætisráðherrann tilnefndi. Málaferli gegn valdaránsmönnunum 1991 í kjölfar náðunar dúmunnar Hæstiréttur Rússlands úr- skurðar um ný réttarhöld Moskvu. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Rússlands úrskurðaði í gær að hefja skyldi ný réttarhöld gegn valdaránsmönnunum frá því í ágúst 1991 en þeir reyndu að steypa Míkhaíl Gorbatsjov, síðasta sovétforsetan- um. Dúman, neðri deild þingsins sem kjörið var í desember sl., náðaði fyrir skömmu sakborningana og einnig leiðtoga blóðugrar uppreisnar gamla rússneska þingsins gegn Borís Jeltsín forseta í október í fyrra. Þess var ekki getið hvort einnig yrðu hafin málaferli gegn leiðtog- um þinguppreisnarinnar. Jeltsín og stuðningsmenn hans mótmæltu á sínum tíma ákvörðun Dúmunnar kröftuglega, sögðu að það hefði engan rétt til að náða hóp manna og væri þingið með þessu að æsa til ófriðar í landinu. Síðar hefur þó virst sem Jeltsín væri reiðubú- inn að sætta sig við orðinn hlut. Ákvörðun hæstaréttar í gær kom í kjölfar kvörtunar embættis sak- sóknara sem mun hafa bent á að í refsirétti væri tekið fram að ljúka yrði öllum réttarhöldum. Fyrri réttarhöld gegn valdaráns- mönnunum 1991 fóru fram fýrir herdómstóli. Talsmaður hæstarétt- ar sagði í gær að nýir dómarar myndu senn ákveða hvenær aftur yrði haf- ist handa við að rétta í mál- inu en fyrri réttarhöld urðu að hálfgerðum skrípaleik vegna þess að sakbomingar urðu hver á fætur öðrum of veikir til að geta mætt í réttinum. Engar niðurstöður hafa enn komið út úr réttarhöldunum sem leystust smám saman upp. Sakbomingarnir höfðu flestir verið látnir lausir úr haldi er málareksturinn gegn þeim hófst í apríl í fyrra. Hrefnuna burt úr fílaflokknum Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunbladsins. NORSK stjórnvöld hafa lagt til, að hrefna verði tekin af alþjóð- lega CITES-listanum yfir dýr í útrýmingarhættu. Þar eru fyrir dýr eins og nashyraingar, fílar og pandabirnir og eru hvers konar viðskipti með afurðir af dýrum á listanum bönnuð. Norð- menn vilja, að hrefnan verði flutt á lista 2, sem leyfir viðskipti innan ákveðins ramma, og hafa sent stjórnvöldum í 14 iöndum við Norður-Atlantshaf erindi þess efnis. Bjöm Reppe, ráðgjafí í norska sjávarútvegsráðuneytinu, segir, að flokkun hrefnunnar með dýmm eins og fílum og pandabjömum sé út í hött frá vísindalegu sjónarmiði og hann bendir á, að samkvæmt talningu séu að minnsta kosti 120.000 hrefnur við Stóra-Bret- land, ísland og Noreg, þar af um 87.000 í Norðaustur-Atlantshafi. Áætlaður fjöldi þeirra í öllum heimshöfum er um ein milljón. Norðmenn epu meðal 120 þjóða, sem hafa staðfest Washington- samþykktina um dýr og plöntur í útrýmingarhættu, en á CITES-list- anum er jafnaðarlega að finna um 2.000 tegundir. Var hrefnunni bætt á hann 1983 að kröfu stjóm- valda á Seychelleyjum. Fyrr á ár- inu reyndu Norðmenn að fá því framgengt hjá Evrópusambandinu, að þáð fjarlægði hrefnu, langreyði og háhyrning af sínum lista yfir dýr í útrýmingarhættu en því var . vísað á bug. 4 i •»i • • Reuter I skjoli arnarms WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandarílganna, efndi til fréttamannafundar í bandaríska sendiráðinu í Tókýó í fyrra- dag og sagði þá, að ekkert hefði komið út úr viðræðum við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang bandarískrar vöru í Japan. I dag kemur hann til Kína til viðræðna við ráða- menn þar. Kínasljóm ögrar Bandaríkjunum Shanghai. Reuter. KUNNUR, kínverskur andófsmaður var handtekinn í Shang- hai í gær, daginn áður en Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, var væntanlegur til Peking til að ræða við kínverska leiðtoga um mannréttindamál. Síðustu daga hafa um 20 andófsmenn í Kína verið handteknir en sleppt aftur þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjastjórnar, sem hótar að segja upp bestu-kjara-samningum Kínveija í Bandaríkjun- um bæti þeir ekki ráð sitt í mannréttindamálum. Kínverski ahdófsmaðurinn, Wang Fuchen, sem var handtek- inn í gær, er formaður mann- réttindasamtaka í Shanghai en að undanförnu hafa sex aðrir andófsmenn verið handteknir í Shanghai og 12 í Peking. Öllum hefur verið sleppt. Boðskapur Christophers til kínverskra leið- toga verður hins vegar sá, að virði þeir ekki mannréttindi bet- ur en hingað til, muni bestu- kjara-samningum við þá verða sagt upp en Bandaríkin eru langmikilvægasti markaður Kínveija. Kínverska þingið kom saman i fyrradag og ljóst er, að yfir- völd óttuðust, að andófsmenn myndu nota það tilefni og heim- sókn Christophers til að vekja athygli á stöðu mannréttinda- mála í Kína. Augljóst er, að af tvennu illu telja þau betra að þagga niður í andófsmönnunum, til dæmis með því að neyða þá til að fara frá Peking, en leyfa þeim að tjá sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.