Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 39 föstudagsins 4. marz síðastliðins. Hún hafði ætlað að dytta að ein- hverju utanhúss en hnigið niður á hlaðinu. Þó Helga hafi fráleitt ætlað sér að fara að deyja svona upp úr þurru, er mér nær að halda að hún hafi hlotið þann aldurtila, sem hún hefði kosið sér; að deyja standandi, falla í miðri dagsins önn. Aðstand- endum Helgu á Vatnshömrum vott- um við fjölskyldan dýpstu samúð og blessum minningu sannrar heið- urskonu. Árný Birna Hilmarsdóttir. Það var fyrir næstum heilli mannsævi, 55 árum, sem ég fyrst hitti og kynntist vinkonu minni, Helgu Björnsdóttur á Vatnshömr- um í Andakílshreppi, sem nú er látin, svo vinátta okkar hefur stað- ið býsna lengi. Og þótt okkur hafi skilið sveitir og firðir í öll þessi ár styttist sú vegalengd með tím- anum og er nú í raun orðin lítill spotti miðað við það sem var þegar við eiginmaður minn, Sigurjón Fjeldsted, fórum á Gamla Fordin- um í fyreta sinn saman að Vatns- hömrum sumarið 1939 og vorum margar klukkustundir á leiðinni. Þá var Helga enn ráðskona hjá Þorsteini bróður Siguijóns og með okkur Helgu tókst vinátta sem varði æ síðan og skiptu þá vega- lengdir engu. Við skyndilegt fráfall hennar hrannast upp minningamar. Við leituðunj skjóls hjá henni og Þor- steini árið eftir þessa fyrstu heim- sókn, ég með nýfædda dóttur mína, þegar talað var um að jafnvel kæmi til loftárása á Reykjavík og hún tók okkur fagnandi þessi myndarlega og harðduglega kona. Þá bjó fólk ekki við það sem kall- ast sjálfsögð þægindi í dag, en stritaði myrkranna á milli við að- stæður sem vefst fyrir fólki að ímynda sér. Þá fóru stórþvottar fram niður við Vatnshamravatn og mér er minnisstætt hve Helga lagði hart að sér, var iðin og ósér- hlífin en gekk til allrar vinnu af sömu eljunni og dugnaðinum. Þannig var hún alla tíð. Og hún unni Andakílnum og Borgarfirðinum og sveitalífinu. Sveitamennska var henni í blóð borin, hún var bóndi en líka kven- skörungur í okkar augum þar sem hún sat ein á Vatnshömrum síð- ustu tæpu tvo áratugina og okkur þótti það alls engin tilviljun að fæðingardagur hennar, 19. júní, skyldi verða fyrir valinu sem sér- stakur Kvennadagur. Hún var líka óhemju myndarleg í höndunum og saumaði fallegustu dúka og fín föt eins og ekkert væri. Helgu varð ekki barna auðið en það var sérstök gleðistund í hennar lífi þegar kjördóttir þeirra hjóna, Ruth, kom á heimilið. Ég man hvað hún hugsaði vel um hana og var elskuleg en ég hafði kynnst því vel áður hversu barngóð hún var því í heimsóknum okkar Siguijóns tók hún dætrum mínum eins og þær væru hennar eigin. Helga las alla tíð mikið og hún fylgdist grannt með því sem gerð- ist í kringum hana, ekki aðeins í sveitinni heldur líka í landsmála- pólitíkinni í gegnum sjónvarp og útvarp og lestur blaða og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, sem hún var óhrædd við að halda á loft. Og hún fylgd- ist vel með sínum vinum og skyld- fólki, mér og dætrum mínum og fjölskyldum þeirra. Við heimsótt- um hana á hveiju sumri og dvöld- um þá aldrei minna en viku í senn. Samgangurinn varð ekki minni þegar Siguijón keypti blett undir sumarbústað í landi Vatnshamra og dætur mínar og eiginmenn þeirra tóku að reisa hann um miðj- an áttunda áratuginn. Þá vorum við enn í skjóli Helgu, sem tók okkur fagnandi og af eðlislægri gestrisni og skipti þá ekki máli hversu margir voru með í för og hversu marga þurfti að hýsa. Þegar Þorsteinn Fjeldsted eigin- maður Helgu féll frá hélt hún bú- skapnum áfram af sínum venjulega dugnaði. Hún hafði ung komið á Vatnshamra og unni þeim stað og sveitinni í kring og þar vildi hún lifa og deyja innan um sína góðu nágranna, sem voru boðnir og bún- ir að rétta hjálparhönd til að létta undir með henni þegar árin færð- ust yfir. Ég hitti Helgu að leiðarlokum vikuna áður en hún lést þegar ég ók með dóttur minni og manni hennar að heimsækja hana að Vatnshömrum í dásamlegu veðri vestur í Borgarfjörð. Sveitin var eins og hún fegurst getur orðið að vetrarlagi með drifhvítum fann- breiðum í glampandi sólinni. Helga tók á móti okkur með hlýja brosinu og glettninni í augunum og eins og alltaf var stutt í hláturinn sem ljómaði um allt andlit. Hún töfraði fram kaffiborð hlaðið kræsingum á augabragði og svo sátum við og töluðum um daginn og veginn og rifjuðum upp gamla daga. Það var yndisleg stund og guðsblessun að fá að sitja með henni í eldhúsinu einu sinni enn. Nokkrum dögum seinna lést Helga á heimili sínu. Það sannast enn að enginn veit hvenær kallið kemur og víst er að ferðirnar í Andakílinn verða með öðrum svip en áður. Ég vildi með þessum fátæklegu minningarorð- um þakka kærri vinkonu minni fyrir allt og allt. Blessuð sé minn- ing Helgu á Vatnshömrum. Sigrún G. Fjeldsted. Hinn 4. marz síðastliðinn lést Helga Björnsdóttir Fjeldsted. Helga fluttist ung að árum í Borgarfjörð- inn frá Mjóafirði. Hún giftist föður- bróður okkar Þorsteini V. Fjeldsted bónda á Vatnshömrum í Andakil, en hann lést 1976. Frá því að við fyrst munum hafa ferðir að Vatns- hömrum verið fastur punktur í lífi okkar. Það var gaman að fylgjast með Helgu þar sem hún bjó ein í sveitinni. Hún lét sér ekki leyðast, hafði alltaf eitthvað fyrir stafni. Hún var óþreytandi við að breyta og bæta hjá sér í bænum, ásamt því að að ganga í útiverk sem þurfti að vinna. Hún saumaði út og fór á námskeið í tréskurði. Okkur er efst í huga þakklæti þegar við minn- umst Helgu, þakklæti fyrir allar samverustundirnar gegnum árin og þá sérstaklega öll sumrin sem sum- arbústaðasmíðin stóð yfir. Það var sama hvort við komum tvö eða tutt- ugu, alltaf voru móttökurnar jafn- góðar og nóg pláss fyrir fleiri svefn- poka á loftinu. Það var okkur ómet- anlegt að eiga Helgu að og verður erfitt að venjast því að hennar njóti ekki lengur við. Við biðjum guð að blessa minningu Helgu á Vatns- hömrum. Elsku Ruth, Þráinn og fjölskylda, við sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Vigdís, Margrét, Sigrún og Anna. Bærinn Vatnshamrar í Andak- ílshreppi stendur á brekkubrún rétt ofan við Vatnshamravatn sem er stutt frá Hvanneyri. Það er mjög fallegt á Vatnshömrum og gott útsýni yfir Borgarfjarðarhér- að og fjallahringinn sem blastir við allt í kring. Þangað flutti Helga á unga aldri og bjó þar til dauða- dags. Hún hafði mikið dálæti á þessum stað og þar vildi hún dvelja eins lengi og nokkur kostur væri. Er ég heimsótti hana fyrir nokkru var hún nýkomin heim af sjúkrahúsi þar sem hún hafði dval- ið í nokkra daga. Hún hafði orð á því að hún vonaðist eftir að verða ekki eldri en það að hún gæti búið þarna og séð um sig sjálf, hún vildi síst verða ósjálfbjarga og upp á aðra komin á elliheimili eða ein- hverri stofnun. Svo virðist að henni hafi orðið að ósk sinni því að hún varð bráðkvödd heima hjá sér hinn 5. mars sl. Ég kom síðast í Vatnshamra aðeins þremur dögum fyrir andlát hennar. Þá var hún kát og hress að vanda og sátum við lengi og spjölluðum saman ásamt Gísla bróður hennar, sem þá var þar í heimsókn. Ekki datt mér í hug að þetta myndi vera í síðasta sinn, sem ég heimsækti hana að Vatns- hömrum. þar ættaður af Fljótsdalshéraði og kona hans Sigurborg Gísladóttir frá Meðalnesi í Fellum í Norður- Múlasýslu. Helga ólst upp að Reykjum í stórum systkinahópi. Alls voru systkinin 18, þar af dóu þijú í bernsku, en sjö eru enn á lífi. Árið 1936, þegar Helga er 17 ára, flyst hún og allmörg systkini hennar með foreldrum sínum til Akraness. Skömmu síðar ræðst Helga í Vatnshamra og giftist síð- ar Þorsteini Fjeldsted bónda þar og hefir búið þar síðan. Þorsteinn lést 1. apríl 1976 og hefir Helga búið ein á Vatnshömrum síðan. Þau Þorsteinn og Helga eignuðust engin börn en ólu upp eina fóstur- dóttur, Ruth Fjeldsetd, sem gift er Þráni Scheving Siguijónssyni endurskoðanda í Reykjavík. Ég kynntist ekki Helgu fyrr en ég flyst til Hvanneyrar 1986. Hún fræddi mig á því að við værum skyld, bæði komin af svokallaðri „Vefaraætt" á Austurlandi. Tókst fljótt mikil vinátta milli fjölskyldu minnar og Helgu og var ég tíður gestur á Vatnshömrum. Um tíma sá hún um loðkanínubú Hvanneyrarskóla, sem staðsett var í hennar húsum uppi á Vatnshömr- um. Ég var kennari í kanínurækt og hafði umsjón með kanínunum, kom ég því oft þangað, ýmist einn eða í fylgd nemenda. Það var mjög gaman að fara með nemendur þangað. Allt var svo vel hirt, hreint og vel um gengið eins og allt sem henni tilheyrði eða var í hennar umsjá og hún ar alltaf svo glaðleg og hress heim að sækja. Ég heyj- aði einnig með henni túnið í nokk- ur skipti, en hún fargaði öllu fénu fyrir nokkrum árum og átti aðeins tvö hross síðustu árin. Helga var mjög glaðlynd og gestrisin og mjög margir komu reglulega til hennar. Varla leið sá dagur að ekki kæmu einhveijir gestir. Helga var mjög sjálfstæð og ákveðin í skoðunum og óhrædd við að láta þær í ljós við hvern sem var. Það var mjög skemmtilegt að heimsækja hana, setjast við eld- húsborðið hjá henni og spjalla um hitt og þetta yfir kaffibolla og góðu heimabökuðu meðlæti, sem hún átti alltaf nóg af hversu marg- ir sem komu þennan eða hinn dag- inn. Helga gekk ekki heil til skógar. Hún var biluð í baki sem gerði henni erfitt fyrir um margt. Þrátt fyrir það var hún sívinnandi, hélt öllu við bæði úti og inni, og allt var hreint og í röð og reglu í kring um hana. Hún vildi standa á eigin fótum, engum skulda neittt og vera öllum óháð. Hún var mikill vinur vina sinna. Ég er þakklátur fyrir að hafa það verið erfitt fyrir þig að sjá á eftir þeim flytja. Én nú var það ég. „Ó, guð, hvað segir afi?“ sagði ég við Jónas. Viti menn, Jónas fór og talaði við afa fyrir mig, því ég sat heima og grét, en svo birtast þeir hjá mér og afi segir: „Ætlar þú ekki að pakka niður, Marta mín?“ Og þar með var ísinn brotinn. Þann- ig varstu, afi minn, og þannig ætla ég að muna þig. Elsku afi, með þökk fyrir allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Marta Guðjóns Hallgrímsdóttir og fjölskylda. Hann afi er dáinn. Getur það áður? Hjartað segir stopp, gamall maður sofnar svefninum langa. Guðjón afi var fæddur í Landeyj- um, sonur hjónanna Árnýjar Odds- dóttur og Jóns Vigfússonar. Afi flutti til Vestmannaeyja árið 1927 og byijaði þá strax til sjós, fyrst sem háseti en síðan sem vélstjóri og varð vélgæsla hans ævistarf. Árið 1959 keyptu afi og pabbi saman bát sem þeir nefndu Hafþór Guðjónsson VE 265 og gerðu þeir hann út í fjögur ár. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá Guðjóni afa. Þegar ég hugsa til baka kemur kímnin og létta lundin mér fyrst í hug. Ég man fyrst eftir afa í bláum samfestingi með tóbaksklút í vasanum, þá var hann að vinna í Vélsmiðjunni Magna. Seinna fór hann að vinna á verkstæðinu hjá Hraðfrystistöð- inni og seinast hjá Vinnslustöð- inni. Afi var mikill Týrari, grænn í gegn sögðum við hin. Fótbolti var hans aðaláhugamál. Hann mætti á alla leiki hjá ÍBV og þá með vasaút- varp með sér til að fylgjast með hinum leikjunum í deildinni. Þegar fæturnir fóru að gefa sig fóru þeir saman á bílnum, pabbi og hann. Það var vonlaust að hringja í afa ef enski boltinn og Bjarni Fel. voru í markinu hann Grobbi." Afi var líka mikill þjóðhátíðarmaður. Ég veit að ég á eftir að minnast hans í hvert sinn sem við syngjum: „Það liggur svo makalaust ljómandi á mér.“ Afi var giftur Mörtu Jónsdóttur, hún dó árið 1957. Þau byggðu sér hús á Heiðarvegi 25 og bjó afi þar þar til hann fór á Hraunbúðir 1991. Afi og amma eignuðst þijú börn. Elstur er Jón Valgarð, f. 1931, giftur Guðlaugu S. Gunnarsdóttur, áttu þau fimm börn en misstu tvo drengi, fyrir átti Guðlaug dóttur sem hann gekk í föðurstað. Addý Jóna er í miðið, f. 1935, hún var gift Hallgrími Garðarssyni, hann dó 1981, þau áttu saman þijú börn, fyrir átti Addý eina dóttur. Seinni maður hennar er Kristmundur Sörlason. Yngstur systkinanna er Hafþór, f. 1947. Hann var giftur Þórunni Ó. Óskarsdóttur og áttu þau saman eina dóttur. Þau skildu. Hafþór er nú giftur Þorgerði Hlöð- versdóttur og eiga þau saman tvo drengi. Þorgerður átti einn dreng fyrir. Barnabörnin eru 15. Elsku afi, ég trúi því að nú sértu aftur með Mörtu ömmu sem passað hefur bræður mína, Gunnar og Guðjón Val. Elsku pabbi, Addý og Hafþór, góður faðir og indæll afi Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég þótt látinn sé tek þátt í gleði ykkar yfír lífinu. (Ók. höf.) Marta Jónsdóttir. I dag kveðjum við elsku afa okk- ar sem lést á sjúkrahúsi Vest- mannaeyja eftir stutta legu. Við systkinin vorum svo lánsöm að al- ast upp á neðri hæðinni hjá afa á Heiðarvegi 25 til ársins 1972. Margs er að minnast frá þessum árum, t.d. þegar sú yngsta af okkur týndist einn morguninn og fannst eftir mikla leit til fóta.undir rúminu hjá afa, steinsofandi. Á hveiju að- fangadagskvöldi beið maður þess að afi settist í stólinn sinn og byij- aði að lesa upp jólapakkana, en auðvitað þurfti stríðnin að koma aðeins upp í honum og sagði hann að allir þyrftu að leggja sig eftir matinn og geyma pakkana fram að næstu jólum, en alltaf fannst afa það jafn gaman að sjá skelfing- arsvip okkar barnanna, og þá var honum mikið skemmt. En eftir að verið, við pabbi vorum hjá honum í sjónvarpinu, þá stund áttu afi og á köttui'inn Skottat^HánjfVar góður er farinn, Guð geymi hann og stýrki' okkur. við fluttum upp á Illugagötu kom afi dáglega tll ‘okkárÁ 06 oifnyb 'iBv laivi rw Bnioflsrí ni kynnst þessari ágætis konu og fyrir margar ánægjulegar stundir hjá henni á Vatnshömrum. Ég votta fósturdóttur hennar og fjölskyldu samúð mína svo og eftir- lifandi systkinum og vandamönn- um. Blessuð sé minning Helgu Björnsdóttur á Vatnshömrum. Ingimar Sveinsson. Þau tíðindi bárust okkur sl. laug- ardagsmorgun að ein besta vinkona okkar væri farin frá okkur hér í þessu lífi. Fréttin um lát Helgu Björnsdóttur, bónda á Vatnshömr- um í Andakílshreppi, hefur breytt miklu. Samskipti okkar við þessa konu voru mikil og góð. Helga „garnla", eins og Álfheiður, litla dóttir okkar, kallaði hana, var eins og amman í fjölskyldunni. Helgu þótti vænt um að barnið skyldi titla sig „gömlu“, það var nokkuð sem enginn annar gerði og það líkaði Helgu. í huga bamsins var bara til ein einstök Helga „gamla“ og minningin um hana er björt. Helga var fljót að sinna duttlungum barnsins í heimsóknum okkar, óháð því hvort hún þyrfti að ganga eitt skref til viðbótar. Hún tók okkur alltaf opnum örmum og vandamál voru ekki til, það var ekki hennar aðferð, að íþyngja öðrum með sín- um málum. Það var fastur liður í fjölskyldu- lífínu að hafa samskipti við þessa góðu konu, þar hefur nú myndast stór eyða. Helga var heimakær og henni var annt um landið og þá sérstaklega Vatnshamra. Það kom því nokkuð á óvart að hún skyldi vilja dvelja á heimili okkar á Hvanneyri aðfangadagskvöld jóla 1992, þau jól verða okkur alltaf minnisstæð. Áform okkar í framtíð- inni voru stór og ætluðum við að vinna saman að áhugamálum okk- ar. En áætlanir eiga það til að standast ekki og þannig er það í þessu tilviki. Helga hafði fengið verk fyrir bijóstið annað slagið undanfarnar vikur, en hún gerði alltaf lítið úr honum og hélt sínu striki. Hún fylgdist vel með öllu og var vel heima í öllum málefnum líðandi stundar. Þeir eru ófáir klukkutímarnir sem við höfum setið saman og spjallað um líflð og tilveruna. Þeir klukkutímar verða því miður ekki fleiri hérna megin en Helga „gamla“ er sú manneskja sem við myndum vilja hitta fyrst, þegar okkar tími kemur að ganga þá leið sem hún er á nú. Guð geymi þig, Helga okkar, minningin lifir björt. Sverrir Heiðar, Emma Heiðrún, Álfheiður og Birgir Þór, Hvanneyri. Afi var mikill íþróttaunnandi og skipti þá engu máli hvaða Eyjafélag átti í hlut. Alltaf var hann fyrstur manna á völlinn, hvort sem um handbolta eða fótbolta var að ræða. En mikið fékk eini Þórsarinn í fjöl- skyldunni að heyra frá honum að hún væri ekki í rétta félaginu, það líkaði honum ekki. Afi reyndist móður okkar vel þegar faðir okkar lést 22. desember 1981. Var hann hennar stoð, alltaf tilbúinn að laga og bæta ef eitthvað fór úrskeiðis hjá okkur hvort sem var utan- eða innandyra. Þannig var afi, vildi að ölium vel. En mikið var það erfitt þegar mamma seldi húsið og flutti til Reykjavíkur með okkur þijú systkinin. Var það þungt og átakamikið spor fyrir móður okkar að yfirgefa aldraðan föður og æskustöðvarnar en afi tók öllum þessum breytingum með jafnaðar- geði, þannig var afi. Nú verður mikil breyting hjá okkur systkinunum að geta ekki farið að Hraunbúðum að heimsækja afa þegar við komum til Eyja en við vitum að hann var sáttur við lífið og örugglega ánægður með að vera búinn að hitta hana ömmu Mörtu aftur eftir 37 ára aðskilnað. Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigfríð, Sæþór, Berglind

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.