Morgunblaðið - 12.03.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 12.03.1994, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 Eftirmáli við sjó- mannaverkfall eftír Þröst Ólafsson Búið er að leysa sjómannadeiluna fyrir allnokkru. Því miður þurfti að beita bráðabirgðalagasetningu til að losa deiluaðila úr álögum sjálfheld- unnar sem deilan var komin í. Deiluaðilar voru sammála um að deilan hefði verið komin í óleysanleg- an hnút. Bráðabirgðalagasetning er ekki til fyrirmyndar, en eins og að- stæður voru hefðu allar aðrar leiðir leitt til þess að deilan hefði dregist á langinn a.m.k. um einhveijar vik- ur. Það eina sem menn hefðu haft upp úr krafsinu var atvinnuleysi landverkafólks, tekjuleysi sjómanna og taprekstur sjávarútvegsfyrir- tækja - og að sjálfsögðu einnar viku umræða á Alþingi. Bráðabirgðalögin leysa ekki kjaradeilu sjómanna. Kröfur sjó- manna um sérsamninga vegna nýrra veiðigreina eru óleystar og verða ekki leystar nema með samningum. Ríkisstjómin hét því að setja lög um að afnema svokallað „kvótabrask". Þijár lexíur Þessi deila var um margt lær- dómsrík. Hún sýndi í fyrsta lagi að samstaða sjómanna var aðdáunar- verð og þeir voru greinilega tilbúnir til að láta sverfa til stáls. í öðru lagi sýndi hún fram á hve vanhugs- uð afstaða margra sjómanna hefur verið gagnvart veiðileyfagjaldi, þar sem þeir hafa sameinast útgerðar- mönnum í andstöðu við það út frá röngum forsendum. í þriðja lagi undirstrikaði þessi deila nauðsyn þess að ganga frá nýjum lögum um stjórn fiskveiða sem allra fyrst, þar sem tekið verði tillit til þeirra stað- reynda sem komið hafa fram um svokallað kvótabrask og að það verði afnumið. Alþýðuflokkurinn hefur einn flokka barist fyrir veiðileyfagjaldi frá upphafí kvótakerfisins. Við höf- um litið á kvótakerfið sem tæki til að hagræða í sjávarútvegi. Aðeins efnahagslega blindir menn neita því að hagræðingar er þörf í sjávarút- vegi. Við höfum flota og veiðitæki sem sniðin eru að því að veiða a.m.k. 450 þ. tonn af þorski en munum að líkindum veiða innan við 200 þ. tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Fækkun og samdráttur er því óhjákvæmileg- ur, annað er glapræði. Engum hefur tekist að sýna fram á betri leið en að það gerist með fijálsu framsali aflaheimilda. Við setjum þó þijá fyr- irvara fyrir fijálsu framsali. Þrír fyrirvarar Fyrsti fyrirvarinn snýst um að koma í veg fyrir að framsalið gerist á kostnað sjómanna. Það má gera með ýmsum hætti. Þar er hraðari úrelding efst á blaði, en inn á það verður komið síðar. Sú hugmynd sem helst hefur verið staldrað við er að framsalið fari í gegnum opin- bera uppboðsmarkaði, þannig að það myndist markaðsverð á veiðiheimild- um. Þetta er skref í þá átt að afli fari í meira mæli í gegnum fiskmark- aði og að eigendur veiðiheimildanna - þjóðin - fái í framtíðinni beint endurgjald fyrir nýtingu á þessari eign. Fyrsta skrefið er auðvitað eðli- leg skattlagning þessara „fémætu réttinda", sem aflaheimildir eru. Annar fyrirvari sem við setjum er að takmörk verði sett á heildar- nýtingarrétt einstakra útgerðar- manna og eignalega tengdra fyrir- tækja þeirra. Við óttumst of hraða og of mikla eignauppsöfnun stærstu fyrirtækjanna. Þessa takmörkun má tengja heildaraflamarki á hveijum tíma með því að binda heildareign einstakra (og tengdra) fyrirtækja við ákveðinn heildarkvóta í tonnum talið. Ef enginn má t.d. eiga meira en 20 þús. tonna kvóta, skapast svigrúm fyrir aðra aðiia eða nýja aðila þegar heildaraflamark eykst að nýju. Með þessu móti gætum við náð báðum markmiðumm að hag- ræða og takmarka hámarkseign. Þriðji fyrirvarinn er að framsal veiðiheimilda byggist á því að þjóð- inni verði greitt veiðigjald af afla- heimildum. Röksemdimar eru þekkt- ar. Siðferðileg réttlæting fyrir fram- sali aflaheimilda er að greitt sé gjald af þeim í sameiginlegan sjóð lands- manna. Þá verða þeir sem fá þau forréttindi að veiða fisk við íslands- strendur (því að það eru forréttindi, meðan aðgangurinn að miðunum er skammtaður) að greiða hluta af þeim hagnaði sem þeim áskotnast, vegna lagasetningar almannavaldsins, til eigenda auðlindarinnar að lögum, þjóðarinnar. Þröstur Ólafsson „Til að hraða endur- skipulagningu í sjávar- útvegi svo og til að hafa hönd í bagga með til- færslu veiðiheimilda milli fyrirtækja og ver- stöðva, lögðu Alþýðu- flokksmenn til að Þró- unarsjóður sjávarút- vegsins yrði settur á fót.“ Þróunarsjóður Með þessum fyrirvörum eru sterk rök fyrir því að kvótakerfið sé skásti kosturinn til að útdeila takmörkuð- um veiðiheimildum á of stóran flota. Kvótakerfi með þessum viðaukum á að geta þjónað allri þjóðinni, ekki hvað síst þeim sem eiga afkomu sína undir sjávarútvegi, bæði til sjós og lands. Um þetta eigum við að mynda þjóðarsátt og skapa þar með grund- völl að stöðugleika og framþróun í sjávarútvegi. Til að hraða endurskipulagningu í sjávarútvegi svo og til að hafa hönd í bagga með tilfærslu veiði- heimilda milli fyrirtækja og ver- stöðva, lögðu Alþýðuflokksmenn til að Þróunarsjóður sjávarútvegsins yrði settur á fót. Hann átti að auð- velda sjávarútveginum að aðlaga sig að minnkandi aflaheimildum, og draga úr hættunni á „byggðalegum stórslysum", eins og t.d. nú á Vest- fjörðum. Jafnframt átti hann að ýta undir og styrkja sókn inn á ný mið utan landhelgi, jafnvel í örðum heimshlutum. í þessu sambandi er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að „kvóta- braskið" svokallaða á rætur sínar m.a. að rekja til of stórs flota miðað við heildaraflamagn. Vegna þess að úrelding hefur ekki átt sér stað sem skyldi síðustu ár, þar sem útgerðar- menn hafa beðið eftir Þróunarsjóðn- um, hefur einkum á yfirstandandi fiskveiðiári verið til staðar allt of stór floti til að veiða leyfðan 200 þ. tonna afla. Fjöldi báta hefur svo lítinn kvóta að þeir eru verkefnalaus- ir stóran hluta ársins. Þeir afla sér því verkefna með því að fá kvóta frá hinum sem ekki nýta sér sinn kvóta einhverra hluta vegna. Hefði Þróunarsjóðurinn orðið að lögum í upphafi síðasta árs hefði eðlileg beiting hans getað dregið verulega úr kvótabraskinu með því að úrelda verkefnalítil (kvótaiýr) skip. Þá hefði atvinnuleysisvandinn flust af sjónum í land. Sumir segja að þar eigi hann heima. Sjávarútvegurinn er og verður kjölfesta íslensks efnahagslífs. Við getum ekki rekið hann nema með ýtrustu hagkvæmni. Sjómenn eiga að hafa góð kjör. Að því viljum við stuðla með ráðum og dáð. Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Hús Hæstaréttar þreng- ir ekki að Safnahúsinu eftír Tryggva Tryggvason Fjöldi mætra manna og kvenna skrifaði nýlega undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að endur- skoða áform um staðsetningu og byggingu nýs Hæstaréttarhúss. Fyrirsögn áskorunarinnar, sem birt var með þremur heilsíðu dag- blaðsauglýsingum, var: „Komum í veg fyrir menningarslys“. Áskor- endum „þykir mjög miður ef reist verður bygging sem skyggir á Safnahúsið, eitt fegursta hús Reykjavíkur". Þá telur hópurinn einnig að hús Hæstaréttar þrengi að Þjóðleikhúsinu, Arnarhváli og - Amarhóli! Sem annar fulltrúi arkitekta og fagdómari í dómnefnd í samkeppni um nýbyggingu Hæstaréttar er mér skylt að skýra frá þeirri sérstöku aðgát sem Safnahúsinu var sýnd við samningu útboðs keppninnar og við dómstörf. Þessi aðgát, sem eitt af aðalmarkmiðum dómnefndar, er tijgreind þannig í keppnislýsingu: „í virðuleika sínum,»en eðlilegu lát- leysi, skal byggingin vera sjálfstæð, án þess að skerða á nokkum hátt eða hafa neikvæð áhrif á þær bygg- ingar sem fyrir eru í næsta ná- grenni.“ Við dómstarfið setti annar fag- dómarinn sér það yfirlýsta markmið að vera „verndari" Safnahússins og sinnti þeirri skyldu og köllun sinni samviskusamlega. Allar verðlauna- tillögumar voru grandskoðaðar þannig að þetta markmið keppnis- íýsingar skyldi uppfyllt. Tillagan sem vann 1. verðlaun tók flestum öðrum tillögum fram „Undirritaður styður af hjartans einlægfni bar- áttu fyrir varðveislu Safnahússins sem heild- ar, þ.e.a.s. hús og inn- viðir með innréttingum. Fyrirhugað hús Hæsta- réttar mun ekki með nokkrum hætti skyggja á eða skemma listaverk það sem Safnahúsið er.“ að þessu leyti, þannig að þegar all- ir þættir höfðu verið vegnir saman var tillagan metin afburðagóð og verðug verðlauna. Dómnefnd segir um garð þann sem verðlaunatillagan gerir ráð fyr- ir milli Safnahúss og húss Hæsta- réttar: „Tenging inn á Ingólfsstyttu og Amarhól er tilgerðarlaus og lát- laus landslagslist sem færir borg- inni nýjan garð.“ Miðja Arnarhóls er mörkuð áfram af tijálínu sunnan við húsið, sem gengur í austur að Þjóðleikhúsinu. Tijálínan sem stikar eftir grasflötinni er eins og hver annar byggingarhluti og myndar órofa heild með suðurveggnum. Trén mýkja ásýnd og draga fínlega dulu yfir hús Hæstaréttar. Að mati dómnefndar undirstrik- aði meðhöndlun tijágróðurs í tillög- unni öðru fremur vilja, hæfni og kunnáttu höfunda til að byggja í borg. Milli Safnahússins og húss Hæstaréttar skapast skjólgóð gras- flöt, kærkomið skjól á þessum ann- ars næðingssama stað. Garðurinn á m.a. að nýtast þeim sem starfa í báðum byggingunum. Það var samdóma álit dómnefndar að stað- þekking höfunda væri innlifuð og lausnin sprottin út úr ást á Safna- húsinu og umhverfinu og vilja höf- unda til að bæta útirými borgarinn- ar. Dómnefnd skoðaði enfremur efnisval í öllum innkomnum tillög- um. Höfundar verðlaunatillögunnar segja: „Við efnisval er tekið mið af dökkgráum lit Þjóðleikhússins, brúnleitum skeljasandslit Amar- hváls og andstæðunni í beinhvítum lit Safnahússins.“ Samdóma álit dómnefndar var að öruggt og list- rænt efnisval tillögunnar styrkti ennfremur tengsl hússins við um- hverfið, að útkoman yrði hús sem sérstaklega félli að þessum stað. Kunnuglegar vinnuaðferðir Undirritaður hefur setið á sér í öllu moldviðrinu sem tekist hefur að þyrla upp um fyrirhugaða bygg- ingu Hæstaréttar, en getur ekki lengur orða bundist. Þar þykist ég sjá kunnuglegar vinnuaðferðir tveggja kollega minna sem virðast einhverra hluta vegna ekki hafa látið frá sér heyra við lögformlega kynningu verkefn- isins fyrir öllum þrepum skipulags- mála. Þar höfðu þeir öll tækifæri á að koma ábendingum sínum á fram- færi við rétta aðila. Á íjölmennum fundi í Arkitekta- félagi íslands, þar sem málefni Hæstaréttarhúss voru rædd, var hvergi að finna forsprakka undir- skriftasöfnunarinnar, nokkuð sem mér sýnist styðja grun minn um þær hvatir sem liggi að baki and- Tryggvi Tryggvason /~ stöðunni við hús Hæstaréttar. Að það hafí tekist að fá flesta starfsmenn Safnahúss og Þjóðleik- húss til að skrifa undir, illa upp- lýsta um málið og haldnna eðlilegri íhaldssemi og blikkbeljuást vegna bílastæða sem þeir missa, tel ég lítið afrek og málatilbúnað sem ekki er sæmandi. íhaldssemi og orðhengilsháttur Hrörnun miðbæjarins er um- ræðuefni flestra sem Reykjavík þekkja. Myndarlega hefur þó verið að verki staðið við endurnýjun torga, gatna og útivistarsvæða. Reykjavíkurhöfn hefur opnast borg- urum sínum við opnun Geirsgötu og endurbyggingu hafnarbakkans. Mörg skörð eru enn í húsaröðum og mörg mistökin þar sem enn má bæta. Ahyggjuefni mitt er að nú er nánast komin á sú hefð að þegar á að byggja í miðbænum skuli skyn- semi viss hóps fólks víkja ■ fyrir smásmugulegri íhaldssemi, stagli og orðhengilshætti sem er að fæla allt framkvæmdafólk frá miðbæn- um. Sem einn af yngri borgurum Reykjavíkur vil ég enn um sinn fá að trúa því að hér sé margt ungt hæfileikafólk sem hefur framtíðar- sýn. Fólk sem kann og getur bætt úr ástandinu. Tillaga sú sem á að byggja hús Hæstaréttar eftir er verðugur fulltrúi kynslóðar sem er að taka við byggingararfinum. Safnahúsið verður að varðveita Moldviðrið sem upp hefur verið þyrlað undir slagorðunum „Komum í veg fyrir menningarslys" hefur blásið fólki kapp í kinn og því verið slegið fram í fátinu sem lausn að afhenda Hæstarétti Safnahúsið undir starfsemi sína. Innviðir Safnahússins og fáséðar vandaðar innréttingar eru menningarverð- mæti sem alls ekki má skerða. Þar sem mjög lítið fínnst af heillegum innréttingum frá þessum stolta tíma lýðveldisins er þar að finna verðugt friðunarverkefni. Verndun- arsinnar ættu að gefa þess konar verkefnum gaum næst þegar slag- orðið „menningarslys“ ber á góma. Undirritaður styður af hjartans einlægni baráttu fýrir varðveislu Safnahússins sem heildar, þ.e.a.s. hús og innviðir með innréttingum. Fyrirhugað hús Hæstaréttar mun ekki með nokkrum hætti skyggja á eða skemma listaverk það sem Safnahúsið er. Ég skora á þá sem undirrituðu áskorunina og alla aðra áhugamenn um málið að kynna sér það betur með því að líta inn á sýningu þá sem nú stendur á Hverfísgötu 6 um hús Hæstaréttar. Höfundur cr arkitekt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.