Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 51 HANDBOLTI Suíar lagðir aðvellií Álaborg jr Islenska landsliðið byrjaði vel á Norðurlandamóti heyma- lausa í gærkvöidi, þegar þeir hófu vörn sína á Norður- landameistaratitlinum. Liðið lagði Svía, fyrrum NM-meist- ara, að velli 18:17 í spennandi leik. Trausti Jóhannesson, markvörður, varði vítakast frá Svíum, rétt fyrir leikslok. Jó- hann R. Ágústsson, sem átti stórleik, skoraði 9 mörk, Bem- harð Guðmundsson 5, Tadeusz Jón Baran 3 og Hjálmar Ö. Pétursson 1. íslenska liðið mætðir því norska í dag, en Norðmenn töpuðu, 18:20, fyrir Dönum í gærkvöldi. ÚRSLIT Körfuknattleikur UMFN - Haukar 98:69 íþróttahúsið í Njarðvík, Úrvalsdeildin f körfuknattleik, föstud. 11. mars 1994. Gangvr leiksins: 4:0, 4:2, 6:9, 11:11, 23:22, 31:22, 41:31, 52:31, 59:33, 70:40, 78:46, 86:52, 88:63, 98:69. Stig UMFN: Rondey Robinson 23, Teitur Örlygsson 18, Valur Ingimundarson 15, Rúnar Ámason 14, Friðrik Ragnarsson 11, Jóhannes Kristbjömsson 9, ísak Tómasson 4, Brynjar Sigurðsson 2, Ástþór Ingason 2. Stig Hauka: John Rhodes 22, Rúnar Guð- jónsson 11, Pétur Ingvarsson 10, Sigfús Gizurarson 8, Jón Amar Ingvarsson 8, Jón Öm Guðmundsson 6, Tryggvi Jónsson 4. Dómarar: Kristinn Albertsson og Jón Otti Ólafcson sem dæmdu vel. Áhorfendur: Um 400. ■Njarðvíkingar sýndu meistaratakta — léku geysilega vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir gerðu nánast út um leik- inn. „Við urðum að sigra 1 þessum leik til að hafa allt á hreinu. Liðið sýndi hvað í þvf býr,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálf- ari og leikmaður Njarðvfkinga. Bestir f liði Njarðvíkinga vora Valur, Rondey, Friðrik, ísak, Teitur, Jóhannes og Rúnar. John Rhodes var sá eini í liði Hauka sem stóð f Njarðvikingum að þessu sinni. Bjöm Blöndal Tindastóll - KR 86:93 Sauðárkrókur: Gangur leiksins: 6:2, 16:11, 28:21, 40:28, 46:40. 46:51, 51:57, 59:66, 63:76, 84:85, 86:93. Stig Tindastóls: Robert Buntic 29, Páll Kolbeinsson 24, Ingvar Ormasson 13, Hin- rik Gunnarsson 8, Láras D. Pálsson 7, Ingi Þ. Rúnarsson 5. Stig KR: David Grissom 34, Guðni Guðna- son 22, Hermann Hauksson 15, Ólafur Jón Ormsson 10, Ósvaldur Knudsen 7, Tómas Hermannsson 3, Láras Ámason 2. Áhorfendur: Um 300. Dómarar: Kroistján Möller og Þorgeir J. Júlfusson. ■Leikurinn var spennandi. Heimamenn vora sterkari í fyrri hálfleik, en KR-ingar f þeim seinni. David Grissom átti stórleik með KR, en Buntic og Páll vora bestu leik- menn heimamanna. Bjðm Bjömsson NBA-deildin: Houston - Seattle...........87:82 Golden State - Portland....100:97 LA Lakers - Dallas........106:101 Handknattleikur 2. DEILD KARLA: UBK-ÍH......................27:25 Frjálsíþróttir Evrópumeistaramótið innanhúss París: 60 m hlaup karla (riðlakeppni): 4. riðill: A. Porkhomovsky (Rússlandi)...........6.63 Daniel Sangouma (Frakklandi)..........6.69 Marc Blume (Þýskalandi)...............6.70 ■Einar Þór Einarsson var f þessum riðli, en „fraus" f blokkinni og fór hvergi. íslands- met hans frá fyrra ári er 6,80 sek. ■Femanda Ribeiro frá Portúgai varð sigur- vegari í 3.000 m hlaupi kvenna á 8.50,47 mfn. Keszeg frá Rúmeníu var önnur á 8.55,61 mín. og Brzezinska frá Póllandi þriðja á 8.56,90 mín. ■Tourchinskaya frá Rússlandi varð sigur- vegari f fimmtarþraut kvenna með 4.801 stig. Inancsi frá Ungveijalandi varð önnur (4.775) og Wlodarcyk frá Póllandi þriðja, með 4.668 stig. ■Heike Drechsler frá Þýskalandi varð sig- urvegari í langstökki kvenna — stökk 7,06 m. Ninova frá Austurríki var önnur með 6,78 m og þriðja var Kravets frá Úkraníu, 6,72 m. FRJALSIÞROTTIR / EM INNANHUSS Einar fór aldrei afstað Einar Þór Einarsson, sprett- hlaupari, fór aldrei af stað í 60 metra hlaupinu á Evrópu- meistaramótinu í gær. Einar var í 4. riðli og á þriðju braut. Hlaup- ararnir þjófstörtuðu tvívegis og í þriðjutilraun tókst loks að ræsa, alla nema Einar. „Ræsirinn var allt of fljótur að ræsa. Samkvæmt reglum á hann að bíða eftir því að allir séu tilbúnir, komnir upp. Einar var ennþá ktjúpandi þegar skot- ið reið af og tveir aðrir keppend- ur voru rétt hálfnaðir upp. Vð kærðum þessa framkvæmd, en kæran var ekki tekin til greina," sagði Helgi Þór Helgason farar- stjóri íslensku keppendanna. Péturs Kaströð Péturs var. Pétur Guðmundsson fagnaði bronsverðlaunum í Párfs í gær. Brons í París Pétur Guðmundsson úr KR, tryggði sér bronsverðlaun í kúluvarpi á Evrópumeistaramótinu innanhúss f Paris f gær. Pétur kast- aði kúlunni 20,04 m, en sigurvegar- inn Alexandre Bagach frá Úkraínu kastaði 20,66 m. Dragan Peric varð annar með 20,55 m, en næstur á eftir Pétri var Spánverjinn Martinez, 19,85 m. Ekki náðist f Pétur í gærkvöldi, en aftur á móti náðist í hann eftir að hann var búinn að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í gærmorgun — gekk í hringinn um morguninn og varpaði kúlunni 19 metra slétta. Lágmarkið til að komast í úrslit var 18,80 metrar. „Ég tók bara eitt kast. Kláraði bara yfir línuna og var svo farinn,“ sagði Pétur í gærdag, en hann var annar tveggja til að tryggja sig áfram í fyrsta kasti. Hann sagði að 22 kúluvarparar hefðu tekið þátt og hefðu aldrei verið fleiri. KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA Asgeir og Eggert í Bem Leikdagar íslenska landsliðsins ákveðnir á fundi í dag FULLTRÚAR íslands, Ungverjalands, Svíþjóðar, Tyrklands og Sviss mætast í dag í Bern í Sviss, þar sem rætt verður um leik- daga þjóðanna í Evrópukeppni landsliða, en gert er ráð fyrir að gengið verði frá málinu á fundinum. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og Ásgeir Elíasson, landsliðs- þjáifari, sitja fundinn fyrir hönd KSÍ og sagði Eggert við Morgunblaðið að mikilvægt væri að ná samkomu- lagi, því annars yrði niðurröðun Evr- ópusambandsins látin gilda. Ef ekki um semst leika Ungveijaland og ís- land 3. til 7. september, ísland og ormóður Egilsson, KR, er í 16 manna landsliðshópnum, sem var valinn í gær vegna leiks við japanska liðið Reysol Hitachi í Jap- an 21. marz. Hann á ijóra lands- leiki að baki og lék síðast með lands- liðinu gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum 1992, en aðrir í hópnum hafa verið viðloðandi liðið í síðustu leikjum. íslenska liðið heldur utan 18. marz og kemur heim 22. marz, en eftirtaldir eru í hópnum: Markverðir: Birkir Kristinsson, Fram, og Kristján Finnbogason, KR. Svíþjóð 8. til 12. október og Tyrkland og Island 12. til 16. nóvember í haust. Á næsta ári er leikur íslands og Sviss settur á 26. til 29. marz, ís- lands og Ungveijalands 7. til 11. júní, Svíþjóðar og íslands 15. til 16. ágúst, íslands og Tyrklands 2. til 6. september og leikur Sviss og ís- lands 7. til 11. október. Aðrir leikmenn: Ólafur Krist- jánsson FH; Skagamennirnir Óiafur Þórðarson, Sigurður Jónsson, Har- aldur Ingólfsson og Sigursteinn Gíslason; KR-ingarnir Þormóður Egilsson, Rúnar Kristinsson og Izudin Daði Dervic; Arnar Grétars- son UBK; Hlynur Birgisson Þór; Arnór Guðjohnsen og Hlynur Stef- ánsson frá Örebro og Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir frá Feyeno- ord. Ferðin er KSÍ að kostnaðarlausu, en þar sem ekki er um landsleik að ræða var ekki lögð áhersla á að Eggert sagði að KSÍ legði fram ákveðnar hugmyndir á fundinum. Áhersla yrði lögð á þijá leiki í haust og þar af einn heimaleik, en reynt yrði að forðast leiki í mars og apríl á næsta ári. Eins yrði óskað eftir að leika ekki sumarleik í Tyrklandi. Ásgeir sá æfingaleik Ungveija- lands og Sviss í vikunni, en á morg- un ætlar hann að fylgjast með Ág- ústi Gylfasyni og samheijum í Solot- hurn í leik í svissnesku deildinni. fá atvinnumennina Þorvald Örlygs- son, leikmann Stoke, Eyjólf Sverris- son hjá Stuttgart, og Þórð Guðjóns- son í Bochum í þessa ferð, en sterk- asta liði verður stillt upp gegn Bandaríkjunum ytra í lok apríl, Brasilíu ytra í byijun maí og Bóliv- íu heima f lok maf. Þormóður aflur í landsliðshópinn Arnór og Hlynur koma frá Svíþjóð og Skagatvíburnarnirfrá Hollandi Frá Bob Hennessy í Englandi ■ ERIC Cantona er tilbúinn í slag- inn með Mancehster United og verður með gegn Charlton í dag í undanúrslitum bikarkeppninnar. Cantona hefur verið meiddur og lék ekki síðustu tvo leiki með United. ■ CHELSEA mætir Wolves í undanúrslitum, en Chelsea hefur ekki sigrað í bikarn- um í 24 ár. ■ PAUL Walsh leikur fyrsta leik sinn með nýju félagi í dag. Hann náði að skipta úr Portsmouth í Manchester City í tíma í gær og var kaupverðið 750.000 pund. Hann verður því væntanlega með City á heimavelli í dag gegn Wimbledon. ■ JOHN Fashanu, fyrirliði Wimbledon, hefur samið um að vera á 2.000 punda vikulaunum, sem hálfatvinnumaður. Hann starfar m.a. fyrir Adidas og er mikið í Afr- íku, en nú getur hann farið að vild starfsins vegna. ■ JARI Litmanen, finnski sókn- armaðurinn hjá Ajax, leikur ekki með liðinu um helgina og líkur eru á að hann missi af nokkrum leikjum vegna meiðsla. Finninn hefur gert 23 mörk í vetur fyrir lið sitt og leik- ið mjög vel. ■ CELTA tryggði sér rétt til að leika til úrslita í spænsku bikar- keppninni í knattspyrnu með því að gera 2:2 jafntefli við Tenerife. Celta vann samtals 5:2 og leikur við Real Zaragoza 20. apríl. KNATTSPYRNA ÍA vann Hacken Skagamenn unnu sænska liðið Hácken 3:0 á æfmgamótinu á Kýpur. Mihajlo Bibercic gerði fyrsta mark ÍA og Sigurður Jónsson bætti öðru við fyrir hlé með glæsilega marki beint úr aukaspyrnu. HaralcL ur Ingólfsson gerði þriðja markið í síðari hálfleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.