Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARZ 1994 Sértækar aðgerðir vegna Vestfjarða Byggðastofnun falið að kanna vanda ann- arra sveitarfélaga RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær endanlegar tillögur vinnuhóps fjögurra ráðherra sem fjallað hefur um aðgerðir til aðstoðar atvinnulífi á Vestfjörðum. Hugmyndirnar voru kynntar á ríkis- stjórnarfundi í siðustu viku. Síðan þá hefur verið ákveðið að fela Byggðastofnun að gera úttekt á byggðarlögum sem kunna að hafa orðið fyrir sambærilegum samdrætti í aflaheimildum og Vestfirðir, búa við áþekka einhæfni atvinnulífs og sem eru að vinna að stækkun atvinnu- og þjónustusvæða með sameiningu sveitarfélaga. Forsætis-, fjármála- og utanríkisráðherra var falið að semja frumvarp um aðgerðirnar. ***** t.-*i Morgunblaðið/Júlíus Ók á fimm bíla MAÐUR, sem talinn er hafa verið ölvaður, ók á fimm bíla á um 500 metra kafla frá Faxafeni um Skeið- arvog að Miklubraut. Lögregla var dágóða stund að safna saman upplýsingum frá hlutaðeigandi öku- mönnum um aðdraganda málsins. Tveir ökumannanna sem á vegi mannsins urðu meiddust og tveir bílanna urðu óökufærir, auk þess sem draga þurfti bíl tjónvaldsins á brott. Hrina af fjöldaárekstr- um og umferðarslysum „ÞETTA hefur verið svartur föstudagur í umferðinni,“ sagði Guðmund- ur Einarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið í gær en þá hafði á skömmum tíma verið ekið á þrjá gangandi vegfarendur í borginni, auk þess sem 21 bíll hafði átt aðild að fjórum árekstrum sem urðu á fjölförnum umferðargötum á háanna- tíma. Einn slysavaldurinn var maður sem að sögn lögreglu var áber- andi ölvaður og ók á fimm bíla. Eftir því sem Morgunblaðið fékk upp- lýst varð enginn fyrir alvarlegum meiðslum í þessum óhöppum. í tillögunum felst að heimilt verði að veita 300 milljónum króna í víkjandi lán skv. ströngum skil- yrðum. Að sögn Eyjólfs Sveinsson- ar, aðstoðarmanns forsætisráð- herra, er ríkisvaldið tilbúið til að koma til aðstoðar þar sem fyrir- tæki fara í samvinnu og samruna og að því gefnu að sveitarfélögin séu að taka til í sínum málum með sameiningu og styrkingu atvinnu- svæða. Víkjandi lán „Rétt er að vekja athygli á því að þessar 300 milljónir eru engin peningagjöf heldur víkjandi lán og eru háðar mjög ströngum skilyrð- um,“ sagði Eyjólfur. „Þær verða aldrei meginefni þeirra aðgerða sem þarf að grípa til þessum fyrir- tækjum til bjargar. Aðallausnin felst í þeim aðgerðum sem fyrir- tækin þurfa að grípa til sjálf.“ Eyjólfur sagði að vegna hag- ræðingar í sjávarútvegi á Vest- fjörðum yrði myndaður starfshóp- Morgunblaðinu í dag fylgir blaðauki, sem nefnist Nám & framtíð. í blaðaukanum er skýrt frá Námskynningu ’94, sameiginlegri námskynningu skólanna, _sem haldin verður í Háskóla íslands, Kennarahá- skóla íslands og Sjómannaskól- anum á morgun, sunnudag. ur með fulltrúum ríkisstjórnar, banka, sjóða, Byggðastofnunar og annarra kröfuhafa. Með aðstoð rekstrarráðgjafa kannar hópurinn hvaða fyrirtæki uppfylla settar kröfur og gera tillögur um að þeim verði veitt víkjandi lán. Allir sitja við sama borð Ríkisstjómin ákvað í gær að fela Byggðastofnun að gera út- tekt, svipaða þeirri sem gerð var á Vestfjörðum, á vanda annarra byggðarlaga. „Ef einhvers staðar eru byggðarlög eða einstakir stað- ir sem búa við áþekk vandamál þá er Byggðastofnun falið að gera úttekt á þeim og skila af sér tillög- um í framhaldi af því. Það er ein- faldlega verið að segja að þeir sem eiga við svipuð vandamál að stríða sitji við sama borð,“ sagði Eyjólf- ur. Ríkisstjómin samþykkti að fela forsætis-, fjármála- og utanríkis- ráðherra að semja framvarp um tillögumar. Þorsteinn segir að Norðmenn séu ekki að bæta markaðsstöðu sína með aðild að ESB svo nokkru nemi. Hins vegar séu þeir að gefa Evrópu- sambandinu eftir yfirráð yfir norsk- um sjávarútvegi. 80% af útflutn- ingstekjum íslendinga komi frá sjávarútvegi og meðan við getum Sjö bílar áttu aðild að árekstri í Ártúnsbrekku um miðjan dag í gær. Skófla fauk af þaki jeppa á austur- ekki bætt aðgang að Evrópumark- aði með aðild en þyrftum að fóma yfirráðum yfir auðlindinni komi ekki til álita að ganga í sambandið. Þorsteinn segir Evrópusamband- ið skuldbundið til þess að standa við EES-samninginn þótt hin EFTA-ríkin gangi í sambandið. leið og hemlaði næsti bíll á eftir til þess að forðast að aka yfir skófiuna. Ókumanni næsta bíls þar á eftir tókst Þorsteinn segir tæknilegt úrlausn- arefni að breyta EES-samningnum í tvíhliða samning milli Evrópusam- bandsins og Islands. „Mér sýnist að við höfum tryggt okkur. Með hinu væram við að fóma yfirráðum yfir landhelginni. Ég held að íslenskir sjómenn myndu aldrei sætta sig við að ákvarðanir um möskvastærð og friðunarað- gerðir með lokun á ákveðnum veiði- svæðum yrðu settar undir valdið í Brassel. Við ætlum okkur að ráða þessari auðlind, hún er undirstaðan undir okkar sjálfstæði," sagði Þor- steinn Pálsson. ekki að hemla í tæka tíð, fremur en hinum fjórum sem á eftir fylgdu og ók hver á annan. Tveir menn voru fluttir á slysadeild Borgarspítalans með bak- og hálsmeiðsli og sumir bflanna voru stórskemmdir. 78 ára maður á fólksbfl ók utan í fimm bíla og stórskemmdi tvo þeirra á leið sinni frá húsi við Faxafen, eftir Skeiðarvogi og suður að Miklu- braut á háannatíma um klukkan 16 í gær. Ökumenn tveggja bíla sem maðurinn ók á þurftu að leita til slysadeildar. Slysavaldurinn, 78 ára gamall maður, virtist áberandi ölvað- ur að sögn lögreglu en að sögn vitna ók hann ýmist aftur á bak eða áfram á bfla sem á vegi hans urðu. Á fímmta tímanum urðu tveir árekstrar með fimm mínútna milli- bili við mót Reykjanesbrautar og Smiðjuvegar. Tveir bflar áttu aðild að hinum fyrri, þrír að þeim seinni. Enginn meiddist, að sögn lögreglu. 2 ára telpa varð undir bíl við Hard Rock Café í Kringlunni klukkan tæp- lega fjögur í gær. Telpan rann að sögn lögreglu á svelli og undir bíl. Hún var flutt á slysadeild til skoðun- ar, en fékk að fara heirtvað henni lokinni og er óbrotin og ekki alvar- lega meidd, samkvæmt upplýsingum frá slysadeild. Þá varð drengur fyrir bíl á mótum Brautarholts og Nóatúns á fimmta tímanum en hlaut ekki alvarleg meiðsli, að sögn lögreglu, fremur en kona sem ekin var niður á gang- brautinni í Austurstræti, á móts við Landsbankann. Á þeim tíma sem þessi slys urðu var blíðviðri í borginni, sólarglæta, hægviðri og ekki teljandi hálka á jafnmiklum umferðargötum. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Islendingar hefðu ekki hag af aðild að ESB ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra telur hagsmuni íslend- inga bærilega tryggða með samningnum um evrópska efnahagssvæð- ið og við hefðum ekki hag af aðild að Evrópusambandinu. Miðað við þá samninga sem séu í deiglunni milli sambandsins og Norð- manna myndi aðild íslands að ESB ekki þýða bættan aðgang að Evrópumarkaðnum svo nokkru næmi en hins vegar þyrfum við að fórna yfirráðum yfir auðlindum sjávar. í dag Uppsetning Helga lofuö Gagnrýnendur Iofa uppsetningu Helga Tómassonar á ballettinum Rómeð og Júlíu 18 Skóladagheimilin_______________ Foreldrar óttast skerta þjónustu skóladagheimila 18-19 Slæm verkefnastaða Ef samkeppnisstaða byggingariðn- aðarins verður ekki jöfnuð verður mikið atvinnuleysi í greininni í sumar 19 Leiðari____________________ Það er eitthvað að! 26 Menning/listir þ Nýir leikarar útskrifast úr Leiklistarskólanum - Tónleikar helgarinnar — Andspymuhreyf- ingin að verki — Kristjana og Baltasar sýna LESBCE MOROUNBLAOflNi SPORÐAKÖST : UNDIR JÖKLI :SIISÍ Lesbók ^ Jöklaferð og hvalaskoðun í einni rispu - Nýtt hæstaréttarhús — Listamiðstöðin Louisiana í grennd við Kaupmannahöfn - Kvennabarátta og líknarmál Boeing 757-þota frá Flugleiðum Lent var í Bergen vegna eldsneytisleka ELDSNEYTISLEKI kom að leiðslu í öðrum hreyfli Boeing 757-vélar Flugleiða um miðjan dag í gær. Vélin var á leið til íslands með 179 farþega frá Stokkhólmi og Ósló. Lekans varð vart þegar hún var nálægt Bergen í Noregi og var ákveðið að lenda þar. Að sögn Einars Sigurðssonar, upp- var að búast. Slökkvikerfi er í hreyfl- lýsingafulltrúa Flugleiða, fengu flug- menn þotunnar merki um eldsneytis- leka í mótor kl. 14.15 að íslenskum tíma. Ákveðið var að lenda í Bergen, sem var næsti flugvöllur. Ekki þurfti að nauðlenda en slökkt var á hreyfl- inum og farið eftir ákveðnum reglum sem gilda við aðstæður sem þessar. Að sögn Einars gekk allt eins og við unum en ekki kom til þess að það yrði notað. Skömmu síðar var vél send utan eftir farþegunum. Um borð í henni var flugvirki með varahluti og gerði hann við bilunina í gær eftir að flug- virkjar í Bergen höfðu tekið vélina í frumskoðun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.