Morgunblaðið - 13.03.1994, Síða 8

Morgunblaðið - 13.03.1994, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓKjJJIýNJ^pUR 13. MARZ 1994 A IT\ \ /"'•er sunnudagur 13. mars, sem er 72. dagur XJiWM ársins 1994. Miðfasta. Stórstreymi (4,11 m). Árdegisflóð í Reykjavík er kl. 7.09 og síðdegisflóð kl. 19.22. Fjara er kl. 1.00 og kl. 13.17. Sólarupprás í Rvík er kl. 8.19ogsólarlagkl. 19.01. Myrkurkl. 19.48. Sól erí hádegisstað kl. 13.39 ogtunglið í suðri kl. 9.00. (Almanak Háskóla íslands.) En Drottinn efli yður og auðgi að kærleika hver til annars og til allra, eins og vér berum kærleika til yðar. (I. Þessal. 3,12.) ÁRNAÐ HEILLA F7 f\ira. afmæli. í dag, 13. | U mars, er sjötugur Jörundur Þorsteinsson, Hvassaleiti 58, Reykjavík. Hann og Kristjana Jóseps- dóttir taka á móti gestum í sal Félags- og þjónustumið- stöðvar eldri borgara, Hvassaleiti 56-58, milli kl. 16 og 18 í dag, afmælisdaginn. pr/\ára afmæli.Á morgun, 14. mars, verður fimmtug Guðrún Hjördís Ólafsdóttir, Egilsbraut 7, Neskaupstað. Eiginmaður hennar er Sigurður R. Bjarnason, apótekari, Nes- kaupstað. ORÐABÓKIN Fyrir löngu (síðan) Fyrir nokkrum árum var vikið að ofangreindu orðalagi í þessum pistlum, en því miður að því er virðist með litlum árangri. Er þess vegna ekki úr vegi að minna aftur á það í von um betri undirtektir. Þegar ég var í skóla fyrir hálfri öld, mun nemendum almennt hafa verið bent á, að óíslenzkulegt væri að hnýta ao. síðan aftan við ofangreinda fyrirsögn og segja: fyrir löngu síðan eða fyrir nokkrum árum síðan. Því miður sést og heyrist þetta samt allt of oft hjá þorra fólks, bæði lærðum og leikum. Hér gæti fjölmiðlafólk vissu- lega komið til aðstoðar, en það virðist öðru nær. Segja má, að þetta klingi í eyrum á öllum rásum og stöðvum og ekki síður frá ungu fólki. í prentuðu máli sést það einnig of oft. Þetta er áreiðanlega hingað komið úr dönsku, þar sem t.d. er sagt og ritað: for mange ár siden. Þar og einnig í öðrum Norðurlandamálum er þetta almennt mál, en hjá okkur á það ekki heima, jafnvel þótt það hafí slæðzt inn í málið fyrir nokkrum öldum. í reynd er það engu betra fyrir það. Ekki verður heldur skilið, hvers vegna mönn- um finnst eitthvað auð- veldara að segja: Þetta gerðist fyrir löngu síðan eða Hann kom fyrir nokkrum dögum síðan í stað þess að segja: Þetta gerðist fyrir löngv eða Hann kom fyrir nokkrum dögum. J.A.J. KROSSGATAN L 9 fiE 12 13 n ■ _ H- 122 23 24 ■■■26 H LÓÐRÉTT: 2 hestur, 3 fugl, 4 þjakar, 5 eflir, 6 trylli, 7 sár, 9 djöflar, 10 völt, 12 læstir, 13 syndajátningin, 18 hvetja, 20 greinir, 21 þunnt berglag, 23 gelt, 24 ending. LÁRÉTT: 1 aðstoð, 5 gegn, 8 trylltar, 9 heiðarlega, 11 verðleiki, 14 kjaftur, 15 koma í veg fyrir, 16 ílát, 17 hólkur, 19 vegsamaði, 21 pípan, 22 nýgræðingur, 25 stirðleika, 26 forfeður, 27 gyðja. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1 gagna, 5 sóðar, 8 ofnar, 9 stúts, 11 dónar, 14 önd, 15 göfug, 16 raust, 17 nói, 19 illt, 21 hann, 22 dávænar; 25 gái, 26 ála, 27 als. LÓÐRETT: 2 amt, 3 not, 3 afsögn, 5 saddri, 6 óró, 7 aka, 9 sigling, 10 úlfaldi, 12 naumara, 13 rýtings, 18 ósæl, 20 tá, 21 ha, 23 vá, 24 Na. I>ing NorðurlnndíuAös sclt 1 Stokkhólmi í dag: „Litla stúlkan með eldspýturnar". FRÉTTIR/MANNAMÓT FIMIR fætur eru með dans- æfíngu í Templarahöllinni í kvöld kl. 21. SK AFTFELLIN G AFÉ- LAGIÐ í Rvík er með félags- vist í dag kl. 14 í Skaftfell- ingabúð, Laugavegi 178. FÉLAGSSTARF aldraðra, Furugerði 1: Á þriðjudaginn kl. 10 verður danskennsla hjá Sigvalda, kl. 13 kennir Kristín Lúðvíksdóttir silkiblóma- skreytingar, kl. 13 spiluð vist og brids, bókasafnið opið, leð- urvinna. KVENFÉLAG Bústaða- sóknar heldur fund mánu- daginn 14. mars kl. 20 í safn- aðarheimilinu. Happafundur, skemmtiatriði og kaffiveit- ingar. SKAGFIRÐINGAR norðan og sunnan heiða halda fagn- að í félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17, laugardaginn 19. mars sem hefst með borð- haldi kl. 20. Söngur, gaman- mál og bögglauppboð. Til- kynna þarf þátttöku í síma 36679 eða 39833 á þriðjudag og miðvikudag eftir kl. 16. SÓKN og Framsókn eru með félagsvist, stakt kvöld, nk. miðvikudagskvöld kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skip- holti 50A. Verðlaun og kaffi- veitingar. KVENFÉLAG Grensás- sóknar heldur fund í safnað- arheimilinu á morgun, mánu- dag, kl. 20.30. Félagsstörf, rætt um vorferð. Skemmtiat- riði og kaffiveitingar. KVENFÉLAG Breiðholts verður með fund í safnaðarsal Breiðholtskirkju nk. þriðju- dag kl. 20.30. Gestur fundar- ins verður Birna Smith og talar hún um tilfínningasár og áhrif þeirra á heilsu okkar og líðan almennt. KIWANISKLÚBBURINN Góa heldur fund á morgun, mánudag, kl. 20.30 á Smiðju- vegi 13A, Kópavogi. VÍGHÓLASKÓLI, Kópa- vogi. Árgangur ’57 ætlar að hittast 7. maí nk. í Félags- heimili Kópavogs. Þátttöku þarf að tilkynna til Unnar í síma 642857 eða Birnu Bjarkar í síma 39616. KVENFÉLAGIÐ Heimaey er með fund í Setrinu á Holiday Inn þriðjudaginn 15. mars kl. 20.30. Gestir úr fjór- um fyrirtækjum í Mjóddinni koma í heimsókn. SLYS AV ARN ADEILD kvenna, Seltjarnarnesi. Síð- asti fundur vetrarins á morg- un, mánudag, kl. 20.30 á Aust- urströnd 3 verður með léttu yfírbragði, tískusýning o.fl. KVENFÉLAG Grindavíkur verður með fund mánudaginn 14. mars kl. 20.30 í Verka- lýðshúsinu, Víkurbraut 46. Leynigestur, bingó o.fl. KVENFÉLAGIÐ Selljörn heldur almennan félagsfund í Félagsheimilinu nk. þriðju- dag kl. 20.30. FÉLAGSSTARF aldraðra, Gerðubergi. Á morgun hár- greiðsla og fótsnyrting. Þriðjudag kl. 8.20 sund og íþróttaæfíngar í Breiðholts- sundlaug. Miðvikudag heim- sókn í Breiðholtskirkju. Kaffí- veitingar í boði. Prestur sr. Gísli Jónasson. Lagt af stað frá Gerðubergi kl. 14.30. Uppl. og skráning í síma 79020. FÉLAG eldri borgara í Rvík og nágrenni. í dag sveitakeppni í brids kl. 13 og fjögurra daga keppni í félags- vist kl. 14 í Risinu. Dansað í Goðheimum kl. 20 í kvöld. Mánudag opið hús í Risinu kl. 13-17. Lesið úr Sturlungu kl. 17 í Risinu og söngvaka kl. 20.30. Stjómandi Kári Ingvarsson, undirleikari Sig- urbjörg Hólmgrímsdóttir. ITC-DEILDIN Eik heldur fund á Fógetanum, efri hæð, á morgun, mánudag, kl. 20.30. VESTURGATA 7, félags- og þjónustumiðstöð aldr- aðra. Miðvikudaginn 16. mars kl. 9.30-15 myndlistar- kennsla, kl. 13-14 leikfimi, kl. 14 verður kennt boccia (boltaleikur) undir leiðsögn Sigríðar Kristinsdóttur. Kaffiveitingar. AFLAGRANDI 40, félags- og þjónustumiðstöð 67 ára og eldri. Félagsvist kl. 14 á morgun, mánudag. Uppl. í s. 622571. SAMBAND dýraverndarfé- laga er með flóamarkað í Hafnarstræti 17, kjallara, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. KALDÆINGAR, KFUM/KFUK, Hafnarfirði, halda aðalfund sinn á Hverf- isgötu 15, Hafnarfirði, þriðju- daginn 22. mars kl. 20.30. Umræður um starfið í Kald- árseli. KRISTNIBOÐSSAM- BANDIÐ hefur samveru fyrir aldraða í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 56-58, á morg- un, mánudag, kl. 14-17. Unn- ið fyrir kristniboðið. KIRKJA ÁSKIRKJA: Fundur í æsku- lýðsfélaginu í kvöld kl. 20. Ópið hús fyrir alla aldurshópa mánudag kl. 14-17. BÚSTAÐAKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20.30. DÓMKIRK J AN: Kirkju- nefnd kvenna Dómkirkjunnar er með vinnufund á morgun, mánudag, kl. 20 í safnaðar- heimilinu. FELLA- og Hólakirkja: Fyrirbænastund í kapellu mánudag kl. 18. Umsjón: Guðlaugur Heiðar Jakobsson. Æskulýðsfundur mánudags- kvöld kl. 20. HÁTEIGSKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. HALLGRÍMSKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu Örk í kvöld kl. 20. Kvöldbæn- ir með lestri Passíusálma mánudag kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Fræðsla 12 ára barna mánu- dag kl. 13. TTT-starf fyrir 10-12 ára mánudag kl. 16-18. Aftansöngur mánudag kl. 18. LAUGARNESKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. NESKIRKJA: 10-12 ára starf mánudag kl. 17. Fundur í æskulýðsfélaginu mánu- dagskvöld kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA: Fundur í æskulýðs- félaginu í kvöld kl. 20.30. FRIÐRIKSKAPELLA. Á morgun, mánudag, verður kyrrðarstund í hádegi. Prest- ur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Organisti Tóm- as Grétar Ólason. Léttur málsverður í gamla félags- heimilinu að Hlíðarenda að stundinni lokinni. ÁRBÆJARKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. Öpið hús fyrir aldraða mánu- dag frá kl. 13-15.30. Mömmumorgunn þriðjudag kl. 10-12. SELJAKIRKJA: Fundur hjá' KFUK á morgun, mánudag, fyrir 6-9 ára kl. 17.30 og 10-12 ára kl. 18. Mömmu- morgnar þriðjudaga kl. 10. BORGARPRESTAKALL: Mömmumorgunn þriðjudag kl. 10-12 í Félagsbæ. Helgi- stund í Borgarneskirkju kl. 18.30. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í dag eru væntanlegir Ás- björn og Freri af veiðum og þá fara Örfirisey og Akur- eyrin. Sjá dagbók Háskóla íslands bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.