Morgunblaðið - 13.03.1994, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994
Clinton Bandaríkjaforseti í vanda vegna Whitewater-málsins
Eiginkonan úr
valdasessi
vegna meintra
fjúrglæfra?
eftir Kristjón Jónsson
BILL Clinton Bandaríkjaforseti lagði arminn um herðar eigin-
konu sinnar, Hillary Rodham Clinton, kyssti hana tvívegis á
kinnina og hvatti starfsmenn í Hvita húsinu, alls um 300 manns,
ákaft til að láta ekki deigan síga þrátt fyrir gerningahríðina
vegna Whitewater-málsins. Þetta gerðist á innanhússfundi I vik-
unni en þótt forsetinn sé að sögn heimildarmanna vígreifur er
ljóst að mjög er að honum og eiginkonu hans kreppt. Náin tengsl
við gjaldþrota sparisjóðsstjóra, misheppnuð fjárfesting fyrir 16
árum í sumarbústaðalandi sem kennt var við Whitewater í Arkans-
as, grunur um misnotkun valds á ríkisstjóraárunum, sjálfsvíg
gamals vinar og samstarfsmanns í fyrra; allt er þetta mál farið
að minna á reyfara. Útilokað er fyrir leikmenn að meta að svo
stöddu hvort forsetahjónin hafa brotið lög eða fjölmiðlar og póli-
tískir andstæðingar Clintons eru að gera úlfalda úr mýflugu.
Spjótin beinast nú einkum að forsetafrúnni sem verið hefur
áhrifameiri í stjórn landsins en nokkur fyrirrennari hennar í
Hvíta húsinu.
Ung og saklaus í Arkansas
BILL og Hillary Clinton við messu í Arkansas árið 1979. Árið á
undan var Clinton kjörinn ríkisstjóri og þá höfðu þau jafnframt fjár-
fest í Whitewater-fyrirtækinu sem byggði sumarbústaðahverfi en
fór á hausinn.
• Hvernig var öllum fjárfestingum
forsetahjónanna háttað, hve mikið
högnuðust þau og hve miklu töp-
uðu þau, voru skattalög brotin?
• Tóku opinberir eftirlitsmenn í
Arkansas, af tilliti til Clinton-hjón-
anna og vegna margvíslegra
tengsla þeirra við McDougal, með
silkihönskum á Madison-spari-
sjóðnum, leyfðu þeir honum að
halda áfram rekstri lengur en eðli-
legt gat talist þegar fjárhagserfið-
leikar stofnunarinnar eru hafðir í
huga?
•Var það við hæfi að Hillary
Clinton, sem þá var lögfræðingur
hjá Rose-lögmannastofunni í Little
Rock, kæmi fram í hlutverki full-
trúa Madison-sparisjóðsins gagn-
vart opinberum eftirlitsmanni sem
eiginmaður hennar, Clinton ríkis-
stjóri, hafði skipað? Veitti spari-
sjóðurinn fé í kosningabaráttu
Clintons fyrir ríkisstjórakjör?
•Tengdist meint sjálfsvíg Vinc-
ents Fosters, náins vinar forseta-
hjónanna um áratuga skeið og
aðstoðarráðgjafa Clintons forseta
í lögfræðilegum efnum, Whitewat-
er-málinu? Reyndi forsetaembætt-
ið að hindra framgang lögreg-
lurannsóknar á andláti Fosters í
júlí 1993 með því að fjarlægja
skjöl um Whitewater-málið af
skrifborði hans er ljóst var að
maðurinn var látinn? Fiske mun
einnig kanna vísbendingar um að
ekki hafi verið um sjálfsvíg að
ræða.
• Voru þrír fundir embættismanna
forsetans og fjármálaráðuneytisins
um rannsókn Whitewater-málsins
haldnir til að hafa samráð um að
torvelda rannsóknina og fengu
Clinton-hjónin vitneskju um þessa
fundi?
WHITEWATER-MALIÐ
' Ozark-fjöll '
® /
Litfle Rock r
ARKANSAS '
WHITEWATER
FYRIRTÆKIÐ
Stolnafl 1978 og átti áfl byggja
dýra sumarbústaði.
Eigendur: Bill og Hillary Clinton
og James og Susan
McDougal.
• Clinton- hjónin lóku ián til að
Ijármagna sinn hlul og sögðusl
síðarhala tapað á fyiirtækinu.
El marka ma skaltaskýrslu
þeirra hala þau hagnasl lltillega
MADISON-SPARISJÓÐURINN
James McDougal tekur við stjórn sparisjóðsins 1982.
• Maðison ler á hausinn 1989 og ekkert læsl uppi 60
millljón dollara skuldir.
• James McDougal er saksóttur fyrirjjármálasvik
I lengslum við gjaldþrolið. Sýknaður 1990.
• Rannsóknarmenn reyna að komast aðþvíhvort
Madison hafi veitt lé i Whitewater eða kosningasjóð
Clintons lyrir endurkjör i embælli rikissljóra 1984.
ROSE-LOGMANNASTOFAN
Samstarfs- Hillary Clinton, Vincent Foster
menn: (dó 1993) og Webster Hubbell.
(Nú er Hubbell þriðji æðsti maður
I dómsmálaráðuneytinu).
• Hillary Clinlon er fulltrúi Madison þegar eltir-
lilsmenn hins opinbera eru beðnir um leyfi lil
að hlutafé sparisjóðsins verði aukið. Hún Iram■
visar endurskoðun lyrirtækisins Frost & Co.
er sanni að Madison eigi lyrir skuldum.
• Hubbell er lulltrúi alrikisstjórnarinnar í máti1
gegn Frost & Co. sem hölðað er til að reyna
aðnálé sem tápaðisl þegar Madison hmndi.
Fjármál hjónanna hafy ávallt
verið í umsjón betri helm-
ings forsetans sem sagður
er vera harla kærulaus í
þeim efnum, eiginkonan
hefur auk þess alltaf verið
mun tekjuhærri. Þrátt fyrir
faðmlögin áðurnefndu eru nú
vangaveltur meðal kaldrifjaðra
fréttaskýrenda um að lausn forset-
ans geti orðið sú að „fóma drottn-
ingunni“, láta eiginkonuna taka á
sig sökina og svipta hana öllum
völdum og ábyrgðarstörfum reyn-
ist hún hafa farið á svig við fjár-
málasiðgæði og jafnvel lög. Þetta
yrði þó erfitt í reynd; Clinton hefur
ávallt lagt áherslu á að þau hjón
séu samhent og eiginkonan sé besti
og nánasti ráðgjafi forsetans í
stjórnmálum.
Heimildarmönnum ber yfirleitt
saman um að Hillary Clinton sé
að minnsta kosti andlegur jafnoki
manns síns. Jafnvel pólitískir and-
stæðingar segja hana metnaðar-
fullan hugsjónamann, gagnstætt
eiginmanninum sem oft er sakaður
um tækifærismennsku.
Samstaða á örlagastundu
Hillary Clinton er af efnuðu fólki
komin, eiginmaðurinn var blá-
snauður, hún hefur stutt hann með
ráðum og dáð, agað hann og kennt
honum. Ríkisstjórinn og síðar for-
setinn voru að miklu leyti sköpun-
arverk hennar. Hún fórnaði örugg-
um frama hjá frægustu lögmanna-
stofum landsins að loknu námi,
settist að í smábænum Little Rock
í útkjálkaríkinu Arkansas til að
vera manni sínum stoð og stytta
í valdaklifri hans á heimaslóðum.
Á örlagastundu í baráttunni við
George Bush 1992 stóð hún með
manni sínum og fyrirgaf honum
ítrekað framhjáhald. Það er alls
ekki víst að hún láti þegjandi og
hljóðalaust ýta sér út af taflborð-
inu, ef til vill fyrir þær sakir einar
að hafa verið full gírug og dugleg
við að treysta fjárhag fjölskyldunn-
ar, „skaffa".
Hillary Clinton er bandarískur
vinstrisinni, liberal, í venjulegum
skilningi orðsins, vill að ríkisvaldið
sé öflugt og leysi vandamálin. Sagt
er að nokkur rígur sé þegar kom-
inn upp á milli starfsmanna forset-
ans annars vegar og starfsliðs
eiginkonu hans hins vegar. Hinir
síðamefndu, sem sumir eru
blökkumenn, eru . tortryggnir
vegna stefnu „hvítu strákanna" í
búðum forsetans sem vilja ekki
spenna bogann um of í ýmsum
hefðbundnum baráttumálum
demókrata, vilja að höfðað sé til
miðjufólks ekki síður en vinstri-
sinna. Hafni forsetafrúin úti í kuld-
anum vegna Whitewater gætu
talsmenn ýtinna minnihlutahópa í
Bandaríkjunum, sem að jafnaði
styðja demókrata og litið hafa á
Hillary Clinton sem sinn fulltrúa í
Hvíta húsinu, dregið þá ályktun
að um pólitíska stefnubreytingu
sé að ræða.
Velferð og skrifræði
Hugmyndir Hillary Clinton í
heilbrigðismálum hafa verið gagn-
rýndar fyrir að vera í gömlum
skrifræðisstíl. Bent hefur verið á
að velferðarkerfi eins og hún
mælir með sé að sliga fjárhag
margra Evrópuríkja. Við margt er
að kljást, hagsmunir lækna og
lyfjaframleiðenda vega einnig
þungt, þeir óttast að missa spón
úr askinum. En fáir hafa dregið í
efa réttmæti þess að forsetafrúin
annaðist undirbúningsstarfið —
fyrr en nú. Táknrænt fyrir um-
skiptin er að grafið hefur verið upp
að forsetahjónin eigi hlut í fjárfest-
ingasjóði sem hefur braskað með
hlutabréf í lyfjafyrirtækjum, helsta
skotspæni vinstrisinnaðra umbóta-
sinna í heilbrigðismálunum.
„Hún [forsetafrúin] er öflugasti
talsmaður stjórnvalda í heilbrigðis-
málunum og það er ljóst að meðan
þessi ský grunsemda grúfa yfir
höfðum forsetahjónanna mun það
draga úr henni kraft“, sagði Mike
Synar frá Oklahoma, demókrati í
fulltrúadeild þingsins og mikill
stuðningsmaður Clinton-stjórnar-
innar.
Spurningar Fiske
Sérstakur rannsóknardómari í
Whitewater-málinu er Robert
Fiske, skipaður í janúar að ósk
Clintons forseta en gegn vilja Hiil-
ary Clinton sem ávallt vísaði öllum
ásökunum á bug og taldi rannsókn-
ina óþarfa. Talið er að starf Fiske
geti varað í að minnsta kosti hálft
annað ár, málskjöl verði á aðra
milljón og þrír tugir manna verði
í fullu starfi við það auk þess sem
25 manna sérfræðingahópur frá
alríkislögreglunni, FBI, mun að-
stoða við rannsóknina. Helstu
spurningarnar sem Fiske og menn
hans vilja fá skýr svör við eru:
• Hyglaði James McDougal,
stjórnandi Madison-sparisjóðsins í
Little Rock og vinur Clinton-hjón-
anna, þeim með því að leyfa þeim
að leggja fram minna en helming
hlutafjár í Whitewater-sumarhúsa-
spildunni þótt þau væru skráð fyr-
ir 50% eign?
• Beittu Clinton-hjónin dómara í
Little Rock þrýstingi til að fá hann
til að nota áhrif sín hjá opinberri
stofnun er annast fjárstuðning við
smáfyrirtæki? Stofnunin veitti eig-
inkonu McDougals, Susan,
300.000 dollara lán [rúmar 20
milljónir króna].
Whitewater og Watergate
Fyrstu viðbrögð Clintons og
manna hans er Whitewater-málið
skaut upp kollinum voru jafn
klaufaleg og Nixon-stjórnarinnar á
áttunda áratugnum þegar upp
komst um innbrotið í Watergate.
Reynt var að gera sem minnst úr
öllu, þijóskast við að veita upplýs-
ingar í staðinn fyrir að leggja strax
öll spilin á borðið.
Pólitísk' staða forsetans hefur
verið styrkjast undanfarna mánuði
og skoðanakannanir sýnt vaxandi
stuðning kjósenda. Nú hefur
skyndilega syrt í álinn, þingmenn
demókrata eru hræddir, óttast að
Whitewater geti skaðað flokkinn
og þá í kosningum í haust. Mögu-
leikar forsetans á að fleyta heil-
brigðismálatillögunum í gegnum
þingið eru að verða að engu.
Baráttukjarkurinn starfsmanna
í Hvíta húsinu, sem margir eru
ungir að árum og lítt harðnaðir,
hefur þegar beðið mikinn hnekki.
Verði fleiri sakir dregnar fram í
dagsljósið getur ástandið farið að
minna á lömun. Þá er hætt við að
einhverjir rifji upp viðbrögð rott-
unnar þegar hún finnur á sér að
skipið er orðið að manndrápsbolla.
Áhyggjur erlendis
Breska dagblaðið Financial Tim-
es fjallaði um Whitewater-málið í
forystugrein í vikunni og benti á
að stjórn Clintons hefði ekki notið
ótvíræðrar aðdáunar utan Banda-
ríkjanna í fyrstu. Reynsluleysi og
skortur á heilsteyptri stefnu nýju
stjórnarinnar í utanríkismálum
hefðu valdið mönnum áhyggjum.
Tíminn hefði með sínu lagi unnið
nokkuð á fyrra meininu, hið síðara
væri ef til vill ekki hægt að lækna
að fullu en að undanförnu hefði
mátt sjá batamerki. Yrði Clinton á
hinn bóginn flæktur í neti hneyksl-
ismála til langframa, sem veruleg
hætta væri á, væri hægt að slá
því föstu að allt sigi í sama farið
á ný.