Morgunblaðið - 13.03.1994, Side 16

Morgunblaðið - 13.03.1994, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994 KVIKMYNDIR/HÁSKÓLABlÓ tekur eftir helgi til sýninga myndina sem búist er við að sópi til sín Oskarsverðlaunum 21. þessa mánaðar, Schindler’s List, eftir Steven Spielberg. Myndin Qallar um þýska hermangarann Oskar Schindler sem bjargaði rúmlega þúsund gyðingum frá útrýmingarbúðum nasista. OSKAR SCHINDLER (Liam Neeson) var fæddur sölumaður og óforbetranlegur fjárhættuspilari og kvennamaður sem ætlaði að freista gæfunnar í kjöl- far innrásar Þjóðverja í Pólland og græða á her- mangi. Eins og margir landar sínir gekk hann í nasistaflokkinn til að komast í sambönd en honum stóð á sama um stefnu flokksins og stjórnmál yfir- leitt, hans aðalmarkmið var að njóta lífsins. Fyrst í stað lét samviskan Oskar, sem þarna var á fertugs- aldri, í friði. Hann kunni að smjaðra fyrir SS-skrif- ræðinu og uppskar með því að hann fékk að taka yfir rekstur á verksmiðju sem gyðingar höfðu átt og framleiddi enameleruð áhöld. Oskar óð í kven- fólki og hélt villtar veislur fyrir réttu mennina. Með því tókst honum að tryggja sér arðvænlegan samn- ing við herinn um framleiðslu á eldhús- og matará- höldum í stórum stfl. Oskar græddi á tá og fingri, treysti stöðu sína með mútum og svartamarkaðs- braski og ekki var launakostnaðurinn að íþyngja rekstrinum; ókeypis vinnuafl kom úr vinnubúðum nasista í Plaszow. Oskar Schindler fól einum gyð- ingnum, Itzhak Stern (Ben Kingsley), að annast fjár- mál fyrirtækisins og halda utan um gróðann sem var ofboðslegur. Eftir því sem múturnar, gjafirnar og veislum- ar skiluðu verksmiðjunni fleiri samningum jókst þörf- in fyrir vinnuafl og fljótlega voru þar farnir að starfa 250 gyðingar. Eftir því sem umsvifin jukust fór Schindl- er að fyllast viðbjóði á nas- istaflokknum en hann varð sífellt oftar vitni að tilefnis- lausu ofbeldinu sem þeir beittu gyðingana. Hann varð vitni ,að nauðungar- flutningum úr gettóinu í Krakow þar sem þýskir her- menn drógu fólk eins og fénað út af heimilum sínum og skutu á staðnum hvem þann sem veitti viðnám. Ekkert var skeytt um hveij- ir urðu vitni að ofbeldisverk- unum og það rann upp fyrir Schindler að fyrst hermenn- irnir hegðuðu sér svona jafnvel fyrir framan börn gæti það ekki þýtt annað en það að þeir ætluðu sér líka að drepa vitnin. Oskar Schindler tók því þá ákvörð- un að beita fyrirtæki sínu til þess að reyna að bjarga eins mörgum gyðingum og unnt væri undan nasistun- um og gera fyrirtæki sitt að griðastað þeirra. Með því að múta og skjalla spillta lykilmenn nasista fékk hann leyfi til að stofna útibú frá Plaszow við fyrirtæki sitt og setja þar á stofn eigin vinnubúð- ir, sem hann byggði og rak á eigin kostnað. Engir verð- ir fengu að starfa í búðum Sehindiers, aðbúnaður allur var þar margfalt betri en á höfuðbólinu. Starfsfólkinu fjölgaði sífellt því Schindler lagði það í vana sinn að kaupa með svartamarkaðs- góssi þá gyðinga úr Plaszow sem hann hélt að ættu á hættu að verða Goeth höf- uðsmanni (Ralph Fiennes) að bráð, en sá óútreiknan- legi og miskunnarlausi sad- isti var yfirmaður Plaszow- búðanna. En þar kom árið 1944 að tilskipun barst um það að nú krefðist hin endanlega lausn gyðingavandamálsins þess að allir gyðingar úr vinnubúðunum í Plaszow yrðu sendir til útrýmingar í Auschwitz, Gross-Rosen eða Treblinka. Nú lagði Oskar Schindler allt undir og innkallaði alla þá greiða sem hann hafði nokkru sinni gert Goeth og öðrum nasist- um. Þannig fékk hann leyfi til að flytja verksmiðju sína til Brinnlitz við tékknesku landamærin og taka með sér starfsfólk. Með aðstoð Itzhaks Stern útbjó hann lista með rúmlega 1.100 nöfnum úr eigin verksmiðju og Plaszow og fékk hann samþykktan. Síðan hóf hann rekstur á vopnaverk- smiðju í Brinnlitz og starf- rækti hana með gyðingun- um sínum þá sjö mánuði stríðsins sem eftir lifðu en gætti þess þó að framleiða ekkert sem Þjóðvetjum kæmi að gagni í stríðs- rekstrinum. Eftir stríðið flutti Oskar Schindler til Argentínu og gerðist bóndi en missti aleiguna innan tíu ára og sneri öreigi til Þýska- lands. Þar tók „fjölskylda hans“, gyðingar Schindlers, einsog þeir kölluðu sig, við honum og ól önn fyrir hon- um til æviloka. Gyðingar og Ísraelsríki hafa sýnt Oskar Schindler ýmsan sóma og þegar Schindler lést í ör- birgð í Frankfurt árið 1974 var lík hans flutt til Jerúsal- em og grafið þar. Árið 1982 kom út bókin Schindler’s Jews eftir Thomas Kenally og innan skamms hafði Steven Spiel- berg tryggt sér réttinn til að kvikmynda söguna og ráðgerði að heíjast handa strax eftir að mynd hans ET var frumsýnd árið 1982. Ýmislegt varð þó til að teija þau áform og eftir á að hyggja fagnar Spielberg töfínni. „Ég þurfti tíu ár til að þroskast nægilega til að geta tekist á við þessa sögu,“ segir meistari ævin- týramyndanna, sem hefur gert 7 af 20 mest sóttu kvikmyndum sögunnar. Schindler’s List er frá- brugðin þeim öllum - fyrsta alvörukvikmynd Spielbergs segja margir - svo frá- brugðin að Spielberg á ekki von á því sjálfur að snúa sér aftur að gerð mynda af ætt Jurassic Park. Schindler’s List er gerð í svart/hvítu og að mestu leyti -tekin upp á hinum raunverulegu söguslóðum myndarinnar, meira að segja í íbúðinni þar sem 0 Oþokkar FANGABÚÐASTJÓRINN Goeth (Ralph Fiennes) leiðir sína menn í áhlaupi á gyð- ingahverfi í Krakow. Með leik sínum þykir Fiennes hafa skapað eitt eftirminnileg- asta illmenni kvikmyndanna hin síðari ár. 0 Ibúðunum OSKAR Schindler lagði sitt af mörkum og tókst að bjarga 1.100 gyðingum frá dauða í útrýmingarbúðum nasista. Schindler bjó í Krakow. 40% skotanna í myndinni eru tekin með lausri myndavél í anda fréttamynda. „Flest það sem ég hef séð um Helförina er í svart/hvítu og þannig sé ég hana fyrir mér. Með því að taka mynd- ina í svart/hvítu og með lausri myndavé! að stórum hluta fær hún á sig trúverð- ugt yfirbragð heimildar- myndar. Þannig varð hún raunverulegri. Þetta er saga sem verður að segja hverri einustu kynslóð. Eg vil að fólk geti horft á þessa mynd eftir marga áratugi án þess að það fái hugmynd um hvaða ár hún var gerð,“ segir Spielberg. Schindler’s List hefur verið íádæma vel tekið. Spielberg er vanur að upp- skera vel fjárhagslega eftir myndir sínar en að þessu sinni keppast menn við að bera lof á kvikmyndina sem slíka og um það er rætt að hún hefur verið tilnefnd til 12 Óskarsverðlauna og er það hald manna í Holly- wood, að 21. þessa mánaðar hljóti Steven Spielberg í fyrsta skipti Óskarsverð- laun fyrir \kvikmyndaleik- stjórn auk þess sem myndin um Oskar Schindlerog gyð- ingana, sem hann forðaði frá útrýmingarbúðunum, Fær Óskar Óskar? LIAM Neeson, til liægri á mynd- inni, leikur Oskar Schindler og hefur 'ilotið tilnefningu til Ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn. Með honum á myndinni cr leikarinn Ben Xingsley, sem ieikur bókara Schindlers og iijálparhellu, Itzhak Stern. verði valin besta mynd ársins. Að auki hafa m.a. Liam Neeson og Ralph Fiennes verið tilnefndir fyrir leik sinn í myndinni og er a.m.k. þeim síðarnefnda spáð verðlaunum fyrir magnaða túlkun á fangabúða- stjóranum Goeth. Eitthvað ann- að en peningar STEVEN Spielberg er gyðingur, margir ætt- ingja hans fórust í útrýmingarbúðum nasista og á uppvaxtarárum sínum í Cincinnatti í Ohio kynntist hann eftirlifendum úr helförinni en gyðingafjölskyldur víðs vegar um Bandaríkin lögðu sitt af mörkum til að gera því fólki kleift að hefja nýtt líf vestra. „Ég hef verið að búa mig undir að gera þessa mynd alla ævi," segir Spielberg. Hann er aðeins 46 ára gamall en hefur í liðlega 20 ár verið í hópi virtustu leik- stjóra í Hollywood og á þeim tíma hefur hann gert 7 af 20 mest sóttu kvikmyndum sögunnar. Til þessa hefur sérgrein Spielbergs verið ævin- týramyndir og afurðirnar bera vott um fag- mennsku í hæsta gæðaflokki en innihaldið hefur oft þótt rýrt í roðinu og við Spielberg hefur loðað að hann ætti eftir að gera eins og eina alvöru- mynd til þess að menn hættu að tala um hvað hann væri efnilegur og mikill fagmaður og færu að tala um að hann hefði eitthvað að segja. Schindl- er's List virðist vera sú mynd og sjálfur á Spiel- berg tæpast von á að snúa aftur til ævintýranna. Við gerð Schindler’s List varpaði Spielberg flestum sínum einkennum fyrir róða, þannig er til þess tekið að í allri myndinni sé ekki að fmna eitt ein- asta myndskeið sem er tekið úr krana en það þykir í frásögur færandi þegar Spielberg er annars vegar. Ekki það að Spielberg þyrfti undan neinu að kvarta. Síðast í fyrrasumar sló Jurassic Park öll aðsóknarmet en sjálfur átti hann fyrra metið með myndinni um geimveruna ET sem gerð var 1982. Spielberg var rúmlega tvítugur þegar hann gerði sína fyrstu kvikmynd, Dual með Denis Weaver (McCloud) í aðalhlutverki. Fyrsta stórmyndin var Sugarland Express og árið 1975, á 26. ári, leik- stýrði Spielberg Jaws, myndinni um hákarlinn ógur- lega sem skaut tugum milljóna skelk í bringu og olli jafnvel martröðum; ein umtalaðasta og mest sótta mynd allra tíma. Aðrar stærstu myndir hans eru Close Encounters of the Third Kind, myndimar þijár um Indiana Jones í samvinnu við George Lucas; Raiders of the Lost Ark, Indiana Jones and the Temple of Doom og indiana Jones and the Last Crusade, að ógleymdum Color Purple og Emp- Iire of the Sun. Myndir hans 3941, Always og Hook féllu hins vegar hvorki áhorfendum né gangrýnend- um 3érlega vel í geð. Þá hefur hann framleitt og verið hvatamaður að gerð fjölmargra annarra vin- sælla ævintýramynda. Að öllu samanlögu á Spiel- berg að baki einhvem merkasta og glæsilegasta feril sem sögur fara af í Hollywood og tæplega fertugum voru honum veitt sérstök verðlaun á Ósk- arsverðlaunahátíðinni fyrir merkilegt ævistarf. Margar mynda hans hafa verið tilnefndar til Óskars- verðlauna og hann sjálfur fyrir ET, Raiders of the Lost Ark og Close Encounters. Margir leikarar og tæknimenn hafa hreppt heiðurinn vegna mynda Spielbergs en aldrei hann sjálfur. Það er hald margra að nú sé komið að Spielberg en Schindler’s List hefur þegar sópað til sín flestum öðrum viðurkenn- ingum sem í boði eru. Hetjusaga úr helförínni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.