Morgunblaðið - 13.03.1994, Page 18

Morgunblaðið - 13.03.1994, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994 Morgunblaðið/f>orkell íslensku hönnuðunum, Evu Vilhelmsdóttur, Valgerði Torfadóttur og Björgu Ingadóttur, hefur verið boðið að selja föt sín í versluninni MA2 í Osló. Hér eru þær i verslun sinni Spakssmannsspjörum á Skólavörðustíg 5. eftir Hildi Friðriksdóttur rír hönnuðir, Björg Inga- dóttir, Eva Vilhelms- dóttir og Valgerður Torfadóttir, tóku sig saman síðastliðið sumar og opnuðu verslunina Spaksmannsspjarir. Þar er eingöngu seldur kvenfatn- aður sem þær hafa sjálfar hannað og saumað. Nafnið eitt finnst blaðamanni gefa vísbendingu um að hér séu ekki á ferðinni neitt venjulegar konur, enda kemur í ljós, að íslendingar hafa tekið versluninni vel og hróður kvenn- anna hefur borist út fyrir land- steinana. Þegar Morgunblaðið leit inn á Skólavörðustíginn í vikunni voru þær nýkomnar frá Noregi, þar sem þær tóku þátt í hönnunar- sýningu á vegum kvennablaðsins KK, en í haust sem leið birtist myndskreytt viðtal við þær stöllur í blaðinu. Þátttaka í sýningunni var mikil upphefð því aðeins einum hönnuði frá hvetju hinna Norður- landanna hafði verið boðin þátt- taka. Afrakstur ferðarinnar er meðal annars samvinna við tísku- verslunina MA2 um að hún taki til sölu fatnað hönnuðanna þriggja. Verslunin selur m.a. dýra merkjavöru eins og Armani, Gaultier o.fl. VmSHPHÍMVINNUIÍr ÁSUNNUDEGI ► Björg Ingadóttir útskrifaðist frá Kabenhavns Mode og designskole 1987. Hún starfrækti eigið fyrirtæki, Zest- design, í Kaupmannahöfn. Hefur starfað sem hönnuður í Hollandi og hér heima. ► Eva Vilhelmsdóttir útskrifaðist frá Skolen for brguskunst í Kaupmannahöfn 1972. Hún hefur starfað sem hönnuður hjá ýmsum ullarfyrirtækjum. Var ein af stofnendum Gallérís Langbrókar. Starfrækti eigið fyrirtæki, Skryddu, leðurverkstæði og verslun. ► Valgerður Torfadóttir var við nám í Fylkesyrkeskolen í Hamar, Noregi, 1973-74. Hún útskrifaðist frá Textíldeild MHÍ 1979. Hefur starfað að mestu leyti sjálfstætt við textíl og fatahönnun frá 1979. Var ein af Langbrókum við Bókhlöðustíg. Hlaut menningar- verðlaun DV 1979 fyrir listhönnun. „Norski hönnuðurinn benti okk- ur á þessa verslun og þegar við komum þangað vöktu buxur mínar athygli afgreiðslustúlknanna," segir Valgerður. Því má skjóta hér inn í að þær Björg, Valgerður og Eva ganga yfirleitt í fötum sem þær hafa sjálfar hannað og saum- að. „Við sögðum þeim frá því að við værum þrír hönnuðir frá ís- landi og þá kom í ljós að þetta var sama verslun og Björg hafði selt föt sín til þegar hún bjó í Danmörku fyrir mörgum árum.“ „Ég vissi ekki hvort verslunin væri ennþá starfandi en langaði hálft í hvoru til að leita hana uppi. Þegar ég seldi þangað var hún mjög lítil, enda nýstofnuð," segir Björg. Útflutningur til Noregs Þær leggja áherslu á að Spaks- mannsspjarir sé það sem málið snúist um og útflutningurinn verði aukabúgrein komi til hans, enda eru þær ekki hrifnar af stórum stökkum hvað umsvif varðar. Ljóst er að þær munu ekki anna sauma- skap á viðbótarfatnaðinum, því tíminn í sólarhringnum nægir þeim varla til að framleiða í verslunina hér heima. „Forráðamönnum verslunarinn- ar þykir spennandi að geta boðið upp á íslenskar tískuvörur," segir Björg og bendir í átt að fatarekk- unum. „Þið sjáið að það er dálítið skemmtilegt í viðskiptum að geta sagt: Hér eru tískuvörur frá Dan- mörku og hér frá íslandi...“ Það er ekki oft sem hægt er að bjóða upp á slíkt, enda kom mörgum á óvart í Noregi að tískuföt væru framleidd hér í fámenninu." Síðan fyrirtækið tók til starfa í 1 júní sl. hefur uppgangur þess ver- ið jafn og þéttur og eru janúar- og febrúarmánuðir síst undan- skildir, að sögn þeirra Bjargar, Evu og Valgerðar. Þegar verslunin var opnuð þóttu þær bæði sýna djörfung og aðdáunarvert framtak í því atvinnu- og efnahagsástandi sem blasti við. Þeim þótti hins vegar tímabært að koma hug- myndum sínum á framfæri. „Við höfðum meiri áhuga á að vinna sjálfstætt í stað þess að eiga afkomu okkar undir öðrum. Með þessu móti berum við ábyrgðina og vitum nákvæmlega hver áhætt- an er. Auk þess teljum við mikil- vægt að koma nálægt allri starf- seminni sjálfar. Við höfum fundið að viðskiptavinirnir kunna að meta persónulega þjónustu. Einnig skiptir máli fyrir okkur að ráða hvað boðið er upp á í versluninni og að því sé ekki blandað saman við annars konar vörur frá öðrum aðilum.“ Stofnkostnaður í lágmarki Eva, Valgerður og Björg eru ákaflega stoltar yfir hvað þeim tókst að halda stofnkostnaði lág- um. „Við ákváðum að opna verslun með peningakassa, innréttingum, málningu, rafmagni og öllu sem þurfti fyrir 100.000 krónur á mann,“ sögðu þær. „Við gerðum gott betur og átt- um afgang,“ bætti Björg við. „Við vorum sniðugar að nýta allt mögu- legt heiman að, auk þess sem við unnum mikið sjálfar. Einnig vann Kjartan Ólafsson, maður Evu, töluvert fyrir okkur. Við höfðum líka undirbúið rækilega það sem varð að vinna annars staðar, en hér inni er allt sérsmíðað. Okkur þótti þessi tími svo skemmtilegur að við vorum að spauga með það okkar á milli, að gengi verslunarreksturinn ekki upp gætum við tekið að okkur að innrétta verslanir með lágum stofnkostnaði," segir Björg sposk á svip. Allar vinna þær sjálfstætt Rekstrarform fyrirtækisins er nokkuð sérstakt, því hönnuðirnir starfa alveg sjálfstætt og hver hefur hagnað af sinni vöru. Hins vegar er rekstur verslunarinnar sameiginlegur. Allar hafa þær vinnuaðstöðu heima hjá sér sem þær segja að sé frábært fyrir- komulag, því þær eiga börn á ýmsum aldri og geta þannig sinnt þeim með vinnu. Það gefur auga- leið að sjaldan gefst tími til að tala saman, því þær skiptast á að vera í versluninni á opnunartíma. „Okkur gafst samt nægur tími til að tala saman í Noregi, enda kjöftuðum við hverja aðra í kaf,“ segja þær og skella upp úr þegar þær hugsa til baka. „Það er samt gott fyrir okkur að vinna hver út af fýrir sig, því þannig náum við mikilli fram- leiðslu. Værum við að vinna þijár saman og þyrftum að funda yfir hveiju einasta smáatripi færi tíminn verulega tii spillis. í staðinn tekur hver ábyrgð á sínu.“ Þær eru sammála um að með því að vera heimavinnandi skipu- leggi þær daginn betur, auk þess sem þær „eigi nóttina sjálfar". Hana nota þær til vinnu þegar mikið er að gera og á þarf að halda. „Við vinnum mikið í skorp-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.