Morgunblaðið - 13.03.1994, Page 28

Morgunblaðið - 13.03.1994, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 13. MARZ 1994 ATVIN N U A UGL YSINGA R „Au pair“ Hjúkrunarfræðingar Snyrtifræðingar 19 ára barngóð dönsk stúlka óskar eftir „au pair“ starfi frá júlíbyrjun. Svör sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 20. mars merkt: „Au pair - 13100“. Hárgreiðslufólk Höfum til leigu hárgreiðslustól í Hafnarfirði. Áhugasamir leggi inn svör á auglýsingadeild Mbl., merkt: „Hár - 64“. Matreiðslumaður óskast frá 1. apríl til 1. október á veitingastað, 30 mínútna akstur frá Reykjavík. Nema í matreiðslu vantar á sama stað. Umsóknir óskast sendar auglýsingadeild Mbl. merktar: „ÓR- 10389", fyrir 25. mars nk. Markaðsstjóri Óskum að ráða starfsmann til að sjá um markaðsmál IKEA á íslandi. í boði er áhuga- vert starf í ungu og framsæknu fyrirtæki með mikla vaxtarmöguleika. Nauðsynlegt er að umsækjandi uppfylli eftir- farandi: ★ Hafi markaðsmenntun. ★ Hafi starfsreynslu við markaðsmál. ★ Hafi góða enskukunnáttu. ★ Eigi gott með að vinna með fólki. ★ Sé framtakssamur. ★ Sé metnaðarfullur. ★ Sé á aldrinum 25-45 ára. Skriflegar umsóknir sendist IKEA fyrir mánudaginn 21. mars 1994. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og öllum svarað. c/o Sigurbjörg Pálsdóttir, Box 3170, 123 Reykja vík. ffl BORGARSPÍTALINN Hjúkrunarstjóri á skurðdeild - skurðhjúkrun - Staða hjúkrunarstjóra á skurðdeild E-5, er laus til umsóknar. Skurðgangur þjónar fimm sérgreinum skurð- lækninga, á 7 skurðstofum. Starfsvið hjúkrunarstjóra felst meðal annars í eftirfarandi: • Almennri stjórnun - starfsmannahald og áætlanagerð. • Hjúkrunarstjórnun - verkstjórn, gæðaeft- irlit, eftirlit með skipulagningu, fram- kvæmd og skráningu hjúkrunar og um- sjón með þróunarvinnu. Hjúkrunarstjóri skal hafa víðtæka starfs- reynslu og þekkingu í skurðhjúkrun og reynslu í stjórnun. Staðan veitist frá 1. maí 1994. Umsóknir skulu hafa borist til Sigríðar Snæbjörnsdótt- ur, hjúkrunarforstjóra Borgarspítalans, fyrir 30. mars 1994. Gyða Halldórsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri, veitir frekari upplýsingar. Sjúkraliðar Við á öldrunarlækningadeild B-5 á Borgar- spítalanum óskum eftir sjúkraliðum til starfa á allar vaktir sem fyrst. Hlutavinna kemur til greina. Góð starfsaðstaða og skemmtilegur starfsandi til staðar. Upplýsingar veita Auður Harðardóttir, deild- arstjóri, sími 696555, og Erna Einarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 696356. óskast til starfa á sjúkrahúsið Vog til sumar- afleysinga. Jafnframt vantar hjúkrunarfræð- ing í fasta stöðu frá og með 1. júní nk. Vinnuhlutfall er samkomulagsatriði. Á Vogi eru rúm fyrir 60 sjúklinga og er unn- ið við sérhæfða hjúkrun í afeitrun áfengis- og vímuefnasjúklinga. Gott tækifæri til að kynnast vímuefnahjúkrun, sem kemurtil með að nýtast hjúkrunarfræðingum á öðrum svið- um hjúkrunar. Upplýsingar gefur Jóna Dóra Kristinsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í símum 681615 og 676633. KÓPAVOGSBÆR Félagsmálastofnun Kópavogs fjölskyldudeild Laus er til umsóknar 50% staða félagsráð- gjafa. Um er að ræða tímabundna ráðningu til 12 mánaða. Verksvið er einkum innan barnaverndar. Krafist er félagsráðgjafa- menntunar eða sambærilegs náms. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af barnavernd- arstarfi og geti hafið störf hið fyrsta. Frekari upplýsingar gefur Gunnar Klængur Gunnarsson, deildarfulltrúi í síma 45700. Umsóknarfrestur er framlengdur til 18. mars nk. Umsóknum með vottorðum um nám og fyrri störf skal skilað á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu Fé- lagsmálastofnunar í Fannborg 4. 1 Laus störf við átaksverkefni hjá Reykjavíkurborg Ráðningarstofa/vinnumiðlun Reykjavíkur- borgar leitar eftir starfsfólki í tímabundin störf við átaksverkefni sem hefjast á næst- unni á vegum borgarinnar. Óskað er eftir að ráða eftirfarandi: a) Verkafólk til margvíslegra starfa hjá gatnamálastjóra, Vatnsveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Reykjavíkur og garðyrkjudeild. b) Blikksmiði hjáTrésmiðju byggingadeildar við viðgerðir, m.a. á loftræstikerfum og þakrennum. c) Pípulagningamenn við stillingu snjó- bræðslu- og hitakerfa á vegum bygginga- deildar borgarverkfræðings. Einnig vantar pípulagningarmann til viðgerða- og við- haldsstarfa hjá Vatnsveitu. d) Trésmiði hjá Trésmiðju og Rafmagns- veitu Reykjavíkur við ýmis smærri við- haldsverkefni. e) Múrara í viðhaldsverkefni á vegum Tré- smiðju. f) Byggingaverkafólk hjá Trésmiðju við handlang og aðstoð við iðnaðarmenn. g) Járniðnaðarmenn við endurvinnslu o.fl. af lager hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Skilyrði fyrir ráðningu í þessi störf er að við- komandi sé atvinnulaus og á skrá hjá Ráðn- ingarstofu/vinnumiðlun Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur er til og með 18. mars nk. Umsækjendur skulu snúa sér til Ráðriingar- stofu/vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, sími 632580, þar sem nánari upplýsingar fást. Ráðningarstofa/vinnumiðlun Reykja víkurborgar. Snyrtivöruverslun á besta stað við Laugaveginn hefur húsnæði fyrir förðun og/eða snyrtingu. Tilboð, merkt: „Sjálfstæð atvinna - 10“, leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 17. mars. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða fóstru í 50% starf á leikskól- ann Ægisborg v/Ægisíðu, s. 14810. Einnig vantar þroskaþjálfa og fóstru á leik- skólann Ósp v/lðufell, s. 76989. Þá vantar fóstru í fullt starf frá 15. maí nk. á leikskólann Njálsborg v/Njálsgötu, s. 14860. Allar nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Sjónvarpsmynda- framleiðandi í Flórída leitar að aðstoðarmanni, á aldinum 22-30, vegna upptöku á íslandi. Möguleiki á áframhaldandi starfi í Flórída. Þarf að tala ensku. Vinsamlega sendið upplýsingar um mennt- un, fyrri störf og önnur áhugamál, ásamt símanúmeri og nýlegri mynd, til: RCP Productions Inc., P.O. Box 030464, Fort Lauderdale, Florida 33301 USA. SKIPAREKS TRARDEILD EIMSKIP óskar að ráða starfsmann í skiparekstrardeild. Meginhlutverk deildarinnar, sem er ein af þremur deildum á Rekstrarsviði, er að stýra skipaflota, viðhalda verðmæti hans og tryggja rekstraröryggi skipanna með hámarkshagkvæmni að leiðarljósi. Starfs- og ábyrgðarsvið: 1. Tengiliður skipstjóma og landreksturs.. 2. Innkaup rekstrarvöru og varahluta. 3. Rekstraráætlanir, matsgerðir, kostnaðareftirlit og ráðgjöf vegna viðhalds og viðgerða. 4. Öryggismál, fræðsla og endurmenntun í samvinnu við skipstjóra og yfirvélstjóra. 5. Umsjón með umhverfis- og gæðamálefnum sem tengjast skipum félagsins. Við leitum að starfsmanni með verk- eða tæknifræðimenntun af skipa eða vélasviði. Nauðsyn er að umsækjendur hafi annað hvort góða starfsreynslu sem verk-/tæknifræðingur eða hafi, auk framangreindrar menntunar, menntun sem vélstjóri, vélvirki eða í annarri sambærilegri iðngrein. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar "Skiparekstrardeild 071" fyrir 25. mars n.k. 1 X & 1 if 1 Skeifunni 19 | Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta 1 Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.