Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 1
72SIÐUR B 87. tbl. 82. árg. ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin Vextirnir hækkaðir Washington. Reuter. BANDARÍSKI seðlabankinn til- kynnti í gær, að hann ætlaði að hækka skammtímavexti örlítið með því að minnka útlánafé bankanna. Verða svokallaðir millibankavextir hækkaðir úr 3,50% í 3,75%. Þetta er í þriðja sinn síðan í febr- úar að bandaríski seðlabankinn grípur til þess að hækka skamm- tímavexti til að draga úr verðbólgu- þrýstingi. Allar opinberar tölur sýna þó, að verðlagsþróunin sé innan eðlilegra marka en Alan Greenspan seðla- bankastjóri og ýmsir aðrir yfirmenn bankans hafa áhyggjur af að hag- vöxturinn sé of mikill. Hlutabréf lækka verulega í verði Hlutabréf lækkuðu verulega í verði í Kauphöllinni í New York eftir tilkynningu bankans og sér- fræðingar sögðu, að viðbrögð mark- aðarins endurspegluðu þá skoðun bandarískra fjármálamanna að frekari vaxtahækkanna væri þörf síðar á árinu. Reuter Sættir í nánd í Suður-Afríku? F.W. DE Klerk, forseti Suður-Afríku, og forystu- menn Inkatha-flokks Zúlú-manna eru hársbreidd frá samkomulagi sem myndi tryggja þátttöku flokksins í þingkosningunum 26.-28. þessa -mánaðar, sam- kvæmt heimildarmönnum í Jóhannesarborg í gær. De Klerk lagði fram tillögur sem miða að því að fá Inkatha-flokkinn til að hætta við að sniðganga kosn- ingarnar, en ekki var vitað hvað í þeim fólst. Til skotbardaga kom milli fylgismanna Inkatha og Af- ríska þjóðarráðsins í hverfi blökkumanna í Jóhannes- arborg í gær og suður-afrískur ljósmyndari var skot- inn til bana þegar hann var að taka myndir af átök- unum. Á myndinni er verið að flytja hann á brott en fremst er ljósmyndari Newsweek sem varð einn- ig fyrir skoti. Sjá „Úrslitatilraun til að ná sáttum ...“ á bls. 29. Næstum mettap í fluginu Genf, New York. Reuter. GÍFURLEGT tap var á alþjóð- legu áætlunarflugi í fyrra eða sem nam 4,1 milljarði dollara. Samanlagt tap frá 1990 er 15,6 milljarðar dollara. Kom þetta fram á ráðstefnu IATA, Alþjóða- samtaka áætlunarflugfélaga, í New York í gær. Búist hafði verið við, að heild- artap á rekstri aðildarfélaga IATA, 221 flugfélags, yrði 2,4 milljarðar dollara á síðasta ári en 1992 var það 4,8 milljarðar, fjórir milljarðar 1991 og 2,7 milljarðar 1990. Pierre Jeanniot, aðalframkvæmdastjóri IATA, sagði, að nú væri ljóst, að vonir manna um niðurskurð og hag- ræðingu í rekstri félaganna hefðu byggst á of mikilli bjartsýni. Vand- inn væri enn sem fyrr allt of mikið sætaframboð. Bandaríska flugfélagið North- west Airlines hefur ákveðið að lækka sumarfargjöldin um allt að 40% til að freista þess að fjölga farþegum. Stærstu flugfélögin í Bandaríkjunum brugðust skjótt við þessu og kynntu svipuð tilboð í gær. Sendimaður Rússa hefur fengið nóg af „serbneskum öfgamönnumu Segir Rússa eiga að var- ast að styðja Bosníu-Serba Sartyevo, Belgrad, Pale, Washington, Lúxemborg. Reuter. EMBÆTTISMENN Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo staðfestu í gær að leiðtogar Bosníu-Serba hefðu fyrirskipað hersveitum sínum að fara að minnsta kosti þrjá kílómetra frá múslimaborg- inni Gorazde. Serbar héldu þó árásum sínum á borgina áfram samkvæmt síðustu fréttum og yfirmaður friðargæsluliðs Sam- einuðu þjóðanna í Bosníu sagði að ekki væri mark takandi á lof- orðum Bosníu-Serba lengur. Vít- alíj Tsjúrkín, aðstoðarutanríkis- ráðherra og sérlegur sendimað- ur rússnesku stjórnarinnar í Bosníu, virtist hafa fengið sig fullsaddan á leiðtogum Bosníu- Serba og sagði að Rússar ættu að varast að styðja „serbneska öfgamenn". Sir Michael Rose, yfirmaður frið- argæsluliðsins, varaði við því að hörmungarástand myndi skapast í Gorazde ef árásunum linnti ekki. Borgarstjóri Gorazde, Ismet Briga, sagði hættu á að Serbar næðu borg- inni algjörlega á sitt vald. Vítalíj Tsjúrkín kvað stjórnarherinn í Gorazde nánast lamaðan. „Hópur serbneskra öfgamanna í Bosníu er orðinn sjúkur af stríðs- brjálæðinu," sagði Vítalíj Tsjúrkín á blaðamannafundi í Belgrad eftir viðræður við leiðtoga Bosníu-Serba: „Getum við leyft okkur að láta þennan hóp skýla sér á bak við utanríkisstefnu Rússlands pg draga aðra Serba í bijálæðið? Ég svara þessu afdráttarlaust - nei.“ Tsjúrkín sagði að orðrómur hefði verið á kreiki um að Atlantshafs- bandalagið væri að undirbúa frek- ari loftárásir á stöðvar Serba. Þessi orðrómur hefði reynst rangur en hann hefði þá þegar verið búinn að senda skeyti til Moskvu með eftirfarandi skilaboðum: „Styðjið þær af kappi." Ummæli Tsjúrkíns eru til marks um breytta afstöðu Rússa til Bosníu-Serba. Árásirnar á Gorazde eru mikið áfall fyrir ráðamenn á Vesturlönd- um, sem virðast standa ráðþrota frammi fýrir vandanum. Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði stríðið í Bosn- íu „mesta harmleikinn í Evrópu frá því Járntjaldið leið undir lok“. Bill Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst hafa falið ráðgjöfum sínum að meta þá kosti sem væru í stöðunni. Utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsins samþykktu ályktun þar sem þeir krefjast þess að árásunum verði hætt tafarlaust og án skilyrða. Sjá fréttir á bls. 28. ----» ♦ ----- Rússar í Smuguna Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. RÚSSNESKA strandgæslan mun innan skamms eða snemma í maí taka upp eftirlit í Smugunni. Hefur norska fréttastofan NTB það eftir Pavel Latysjev, einum yfirmanni hennar í Múrmansk. Pavel sagði, að ekki væri hægt að senda skip fyrr en í maí vegna mikilla anna á öðrum svæðum. Um síðustu helgi voru þrír togarar að veiðum í Smugunni, allir skráðir í Belize en í eigu Islendinga og Fær- eyinga. Að sögn starfsmanna norsku landhelgisgæslunnar er samanlagður afli þeirra 10-15 tonn af þorski á sólarhring. „Svikum“ mótmælt Sarajevo. Reuter. UM 3.000 múslimar komu saman í miðborg Sarajevo í gær til að mótmæla því að Sameinuðu þjóðirnar skuli ekki hafa reynt að afstýra því að Serbar næðu múslimaborginni Gorazde í Bosníu á sitt vald. „Við erum hér til að mótmæla grimmdarverkum og svikum og lýsa yfir því að við erum ekki hrædd við Serba,“ sagði Alija Izet- begovic, forseti Bosníu, í ræðu á útifundinum. „Friðargæsluliðinu er ekki um að kenna, né hermönnum þeirra og foringjum,“ sagði forsetinn og vísaði til þess að friðargæsluliðið í Bosníu hefur ekki umboð til að beita hervaldi nema til að veija sig. „Æðstu embættismenn stofn- unarinnar eru sökudólgarnir," hélt Izetbegovic áfram. „Þeir eru að reyna að afsaka aðgerðarleysið og það bitnar illa á Gorazde. Við höfum lært okkar lexíu - við verð- um að vera sterk, því umheimur- inn tekur aðeins mark á þeim sem sýna mátt sinn.“ Fundarmenn kröfðust þess að Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, segði af sér og Izetbegovic tók undir þá kröfu. Frá mótmælafundi múslima í Sarajevo í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.