Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994
38
Opna Álftárósmótið
Næla og Hafliði
rétt við 100
stiga múrinn
_________Hestar_____________
Valdimar Kristinsson
Það hefur alltaf talist til tíð-
inda þegar 100 stiga múrinn
hefur verið rofinn í töltkeppni.
Á opna Álftárósmótinu sem
haldið var á Varmárbökkum í
Mosfellsbæ á laugardag voru
Hafliði Halldórsson og gæðings-
hryssan Næla frá Bakkakoti
aðeins hársbreidd frá þessum
eftirsóttu mörkum er þau náðu
98,40 stigum sem verður að telj-
ast einstæður árangur svo
snemma árs og ekki síður ef
tillit er tekið til þess að ástand
vallarins var ekki eins og best
var á kosið.
Þótti sýning Hafliða og Nælu
afbragðsgóð og mun nú ljóst að
Sigurbjörn Bárðarson og Oddur
frá Blönduósi sem voru ósigrandi
í töltkeppnum síðasta árs hafa nú
fengið verðugan keppinaut að
kljást við.
Opna Álftárósmótið sem Hörður
í Kjósarsýslu sá um var um margt
nýstárlegt, en keppt var í tölti,
gæðingaskeiði og gæðingaíþrótta-
keppni þar sem eingöngu voru
riðnar þijár gangtegundir. Keppt
var í fjórum aldursflokkum og. þar
á meðal barnaflokki 9 ára og
yngri. Aðeins var um forkeppni
að ræða þannig að segja má að
mót sem þetta á þessum tíma sé
góð æfing fyrir keppendur þar sem
þeir fá ágætis stöðumat á sjálfan
sig og hestinn. Fara Harðarfélagar
þama ótroðnar slóðir en það hafa
þeir verið ófeimnir að gera telji
þeir sig fá einhveijar góðar hug-
myndir sem vert er að reyna.
Ekki gekk allt fyrir sig eins og
ætlað hafði verið í undirbúningi
fyrir mótið því brotist var inn í
nýtt og glæsilegt félagsheimili
Harðarmanna nóttina fyrir mótið
og stolið þar nokkru af drykkjar-
föngum og einhveijar skemmdir
unnar. Verðlaunum sem veita átti
á mótinu var grýtt út um grasflöt-
ina og ruslað og rótað til ýmsu
dóti. Tafði þessi óvænta uppákoma
fyrir því að mótið gæti hafist á
réttum tíma. Ef einhveijir hafa
orðið varir við mannaferðir í ná-
grenni Harðarbóls aðfaranótt
laugardagsins eða geta varpað
einhveiju ljósi á verknaðinn eru
þeir beðnir að hafa samband við
lögregluna í Mosfellsbæ.
En úrslit urðu sem hér segir:
Fjórgangur - fullorðnir:
1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á
Sverði f. Akureyri, 6,62.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Byrjun kepnistímabilsins lofar góðu hjá Nælu frá Bakkakoti og
Hafliða Halldórssyni en þau voru aðeins hársbreidd frá 100 stigunum.
Sigurvegarar í öllum greinum fengu bikara sem gefnir voru af Álftárósi og afhenti Örn Kærnested
lengst til vinstri forsljóri fyrirtækisins verðlaunin í nýju og glæsilegu félagsheimili Harðarmanna.
Næst Erni er Lovísa Guðmundsdóttir, Davíð Matthíasson, Guðmar Þór Pétursson, Sigurbjörn Bárðar-
son, Sigurður Sigurðarson, Hafliði Halldórsson og Pétur Jökull sem var mótsstjóri.
2. Sigurður Sigurðarson, Herði, á
Sindra f. Reyðarfirði, 6,50.
3. Sigurður Matthíasson, Fáki, á
Glæsi f. Dalbæ, 6,35.
4. Hákon Pétursson, Herði, á Neró
f. Búðardal, 6,17.
5. Ásgeir Svan Herbertsson, Fáki,
á Bylgju f. Stekkjardal, 6,08.
Tölt - fullorðnir:
1. Hafliði Halldórsson, Fáki, á
Nælu f. Bakkakoti, 98,40.
2. Erling Sigurðsson, Fáki, á Öss-
uri.
3. Leo Árnason Fáki á Döfnu, 80,4.
4. Sigurður V. Matthíasson Fáki.
5. Hákon Pétursson, Herði, á Neró
f. Búðardal, 74,79.
Gæðingaskeið:
1. Sigurður Sigurðarson, Herði, á
Þrym f. Eyjafirði, 42,75.
2. Vilhjálmur Einarsson, Andvara,
á Tímon f. Lýsuhóli, 38,02.
3. Berglind Árnadóttir, Herði, á
Pæper f. Varmadal, 36,25.
4. Sigurður Matthíasson, Fáki, á
Hannibal f. Neðrakoti, 35,50.
5. Þorvarður Friðbjörnsson,
Herði.31,75.
Fjórgangur - unglingar
1. Guðmar Þór Pétursson, Herði,
á'Spuna f. Ytra-Skörðugili, 6,92.
2. Davíð Jónsson, Fáki, á Ilíuga
f. Stóra-Kroppi, 5,25.
3. Saga Steinþórsdóttir, Fáki, á
Feng f. Ártúnum, 5,20.
4. Garðar Hólm Birgisson, Herði,
á Baldri f. Ey II, 3,40.
5. Kristín Ásta Ólafsdóttir, Herði,
á Asa f. Geldingaá, 2,97.
Fjórgangur - börn 10-13 ára:
1. Davíð Matthíasson, Fáki, á Vini
f. Stokkseyri, 6,12.
2. Magnea Rós Axelsdóttir, Herði,
á Vafa f. Mosfellsbæ, 5,83.
3. Hrafnhildur Jóhannesdóttir,
Herði, á Miðli f. Laxárnesi, 4,77.
4. Sigurður Ingvarsson, Skugga, á
Gusti f. Akranesi, 4,63.
5. Eyþór Árnason, Herði, á Hring-
iðu, 3,80.
Erling og Össur frá Keldunesi mættu sterkir til leiks í töltinu og
höfnuðu i öðru sæti.
Börn 9 ára og yngri:
1. Lovísa Ó. Guðmundsdóttir,
Herði, á Sörla, 5,02.
2. Ragnhildur Haraldsdóttir,
Herði, á Byltingu f. Byggðarhorni,
4,03.
3. Daði Erlingsson, Herði, á Neista
f. Sörlastöðum, 3,50.
4. Kristján Magnússon, Herði, á
Pæper f. Varmadal.
Hestamót helgarinnar
Firmakeppni og1 Skeifu-
keppnin á Hvanneyri
SEGJA má að nú gangi í garð
tími firmakeppninnar því nú í
vikunni á sumardaginn fyrsta
og um næstu helgi verða haldn-
ar fimm slíkar hjá fjórum félög-
um.
Geysir verður með tvö firma-
mót, annað á Gaddstaðaflötum en
hitt á Hvolsvelli, Kópur með sína
keppni á Kirkjubæjarklaustri,
Fákur á Víðivöllum og Gnýfari
heldur sína keppni á Ólafsfirði.
Þá mun Funi í Eyjafirði halda sitt
árlega íþróttamót á Melgerðismel-
um.
Þá fer fram keppnin um
Morgunblaðsskeifuna á Hvanneyri
á sumardaginn fyrsta og Harðar-
félagar fara fylktu liði í sína ár-
legu heimsókn til Fáksmanna á
laugardag.
Hróa hattardagur á Sörlavöllum
Þátttaka frá öll-
um félögum á suð-
vesturhorninu
SÖRLAMENN í Hafnarfirði héldu opið mót fyrir yngri kynslóðina á
sunnudag sem styrkt var af pítsustaðnum Hróa hetti. Keppt var í tölti
í þremur aldursflokkum og mættu um 70 krakkar til leiks. Keppnin
var með útsláttarfyrirkomulagi svipað og tíðkast í firmakeppnum. Einn-
ig var keppni milli félaga í dekkjaralli. I mótslok var öllum keppendum
boðið upp á pítsu og Pepsi. Ekki fengust, nöfn á hestum krakkanna
svo hér eru því aðeins nöfn knapanna.
Úrslit urðu annars sem hér segir: Ásetuverðlaun Sigurbjörg Jónsdóttir,
Unglingar 14-16 ára:
1. Hrafnhildur Guðrúnardóttir, Sörla.
2. Sigríður fjétursdóttir, Söría.
3. Þórdís Höskuldsdóttir, Andvara.
4. Jóhanna Jakobsdóttir, Sóta.
5. Garðar Hólm- Birgisson, Herði.
Mána.
“Börn 11-13 ára:
1. Magnea Rós Axelsdóttir, Herði.
2. Kristín Þórðardóttir, Sörla.
3. Ingólfur Pálmason, Sörla.
4. Vaka Sævarsdóttir, Sörla.
- v Morgunblaöið/Valdimar Kristinsson
Verðlaun í flokki barna 11 til 13 ára hlutu frá vinstri talið Magnea Rós
á Vafa frá Mosfellsbæ sem sigraði, Kristín Þórðardóttir, Ingólfur
Pálmason, Vaka Sævarsdóttir, Hrafnhildur Jóhannesdóttir á Miðli og
• Helga Ottósdóttir á Kolfinni frá Enni sem hlaut ásetuverðlaun.
5. Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Herði.
Ásetuverðlaun, Helga Ottósdóttir,
Herði.
Börn 10 ára og yngri:
1. Júlíus Jakobsson, Sóta.
2. Ómar Theódórsson, Sörla.
3. Margrét Guðrúnardöttir, Sörla.
4. Bryndís Sigurðardóttir, Sörla.
5. Rósa Birna, Sörla.
Ásetuverðlaun, Bylgja Gauksdóttir,
Andvara. Dekkjarallýið unnu And-
varakrakkarnir.