Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 38 Opna Álftárósmótið Næla og Hafliði rétt við 100 stiga múrinn _________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson Það hefur alltaf talist til tíð- inda þegar 100 stiga múrinn hefur verið rofinn í töltkeppni. Á opna Álftárósmótinu sem haldið var á Varmárbökkum í Mosfellsbæ á laugardag voru Hafliði Halldórsson og gæðings- hryssan Næla frá Bakkakoti aðeins hársbreidd frá þessum eftirsóttu mörkum er þau náðu 98,40 stigum sem verður að telj- ast einstæður árangur svo snemma árs og ekki síður ef tillit er tekið til þess að ástand vallarins var ekki eins og best var á kosið. Þótti sýning Hafliða og Nælu afbragðsgóð og mun nú ljóst að Sigurbjörn Bárðarson og Oddur frá Blönduósi sem voru ósigrandi í töltkeppnum síðasta árs hafa nú fengið verðugan keppinaut að kljást við. Opna Álftárósmótið sem Hörður í Kjósarsýslu sá um var um margt nýstárlegt, en keppt var í tölti, gæðingaskeiði og gæðingaíþrótta- keppni þar sem eingöngu voru riðnar þijár gangtegundir. Keppt var í fjórum aldursflokkum og. þar á meðal barnaflokki 9 ára og yngri. Aðeins var um forkeppni að ræða þannig að segja má að mót sem þetta á þessum tíma sé góð æfing fyrir keppendur þar sem þeir fá ágætis stöðumat á sjálfan sig og hestinn. Fara Harðarfélagar þama ótroðnar slóðir en það hafa þeir verið ófeimnir að gera telji þeir sig fá einhveijar góðar hug- myndir sem vert er að reyna. Ekki gekk allt fyrir sig eins og ætlað hafði verið í undirbúningi fyrir mótið því brotist var inn í nýtt og glæsilegt félagsheimili Harðarmanna nóttina fyrir mótið og stolið þar nokkru af drykkjar- föngum og einhveijar skemmdir unnar. Verðlaunum sem veita átti á mótinu var grýtt út um grasflöt- ina og ruslað og rótað til ýmsu dóti. Tafði þessi óvænta uppákoma fyrir því að mótið gæti hafist á réttum tíma. Ef einhveijir hafa orðið varir við mannaferðir í ná- grenni Harðarbóls aðfaranótt laugardagsins eða geta varpað einhveiju ljósi á verknaðinn eru þeir beðnir að hafa samband við lögregluna í Mosfellsbæ. En úrslit urðu sem hér segir: Fjórgangur - fullorðnir: 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Sverði f. Akureyri, 6,62. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Byrjun kepnistímabilsins lofar góðu hjá Nælu frá Bakkakoti og Hafliða Halldórssyni en þau voru aðeins hársbreidd frá 100 stigunum. Sigurvegarar í öllum greinum fengu bikara sem gefnir voru af Álftárósi og afhenti Örn Kærnested lengst til vinstri forsljóri fyrirtækisins verðlaunin í nýju og glæsilegu félagsheimili Harðarmanna. Næst Erni er Lovísa Guðmundsdóttir, Davíð Matthíasson, Guðmar Þór Pétursson, Sigurbjörn Bárðar- son, Sigurður Sigurðarson, Hafliði Halldórsson og Pétur Jökull sem var mótsstjóri. 2. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Sindra f. Reyðarfirði, 6,50. 3. Sigurður Matthíasson, Fáki, á Glæsi f. Dalbæ, 6,35. 4. Hákon Pétursson, Herði, á Neró f. Búðardal, 6,17. 5. Ásgeir Svan Herbertsson, Fáki, á Bylgju f. Stekkjardal, 6,08. Tölt - fullorðnir: 1. Hafliði Halldórsson, Fáki, á Nælu f. Bakkakoti, 98,40. 2. Erling Sigurðsson, Fáki, á Öss- uri. 3. Leo Árnason Fáki á Döfnu, 80,4. 4. Sigurður V. Matthíasson Fáki. 5. Hákon Pétursson, Herði, á Neró f. Búðardal, 74,79. Gæðingaskeið: 1. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Þrym f. Eyjafirði, 42,75. 2. Vilhjálmur Einarsson, Andvara, á Tímon f. Lýsuhóli, 38,02. 3. Berglind Árnadóttir, Herði, á Pæper f. Varmadal, 36,25. 4. Sigurður Matthíasson, Fáki, á Hannibal f. Neðrakoti, 35,50. 5. Þorvarður Friðbjörnsson, Herði.31,75. Fjórgangur - unglingar 1. Guðmar Þór Pétursson, Herði, á'Spuna f. Ytra-Skörðugili, 6,92. 2. Davíð Jónsson, Fáki, á Ilíuga f. Stóra-Kroppi, 5,25. 3. Saga Steinþórsdóttir, Fáki, á Feng f. Ártúnum, 5,20. 4. Garðar Hólm Birgisson, Herði, á Baldri f. Ey II, 3,40. 5. Kristín Ásta Ólafsdóttir, Herði, á Asa f. Geldingaá, 2,97. Fjórgangur - börn 10-13 ára: 1. Davíð Matthíasson, Fáki, á Vini f. Stokkseyri, 6,12. 2. Magnea Rós Axelsdóttir, Herði, á Vafa f. Mosfellsbæ, 5,83. 3. Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Herði, á Miðli f. Laxárnesi, 4,77. 4. Sigurður Ingvarsson, Skugga, á Gusti f. Akranesi, 4,63. 5. Eyþór Árnason, Herði, á Hring- iðu, 3,80. Erling og Össur frá Keldunesi mættu sterkir til leiks í töltinu og höfnuðu i öðru sæti. Börn 9 ára og yngri: 1. Lovísa Ó. Guðmundsdóttir, Herði, á Sörla, 5,02. 2. Ragnhildur Haraldsdóttir, Herði, á Byltingu f. Byggðarhorni, 4,03. 3. Daði Erlingsson, Herði, á Neista f. Sörlastöðum, 3,50. 4. Kristján Magnússon, Herði, á Pæper f. Varmadal. Hestamót helgarinnar Firmakeppni og1 Skeifu- keppnin á Hvanneyri SEGJA má að nú gangi í garð tími firmakeppninnar því nú í vikunni á sumardaginn fyrsta og um næstu helgi verða haldn- ar fimm slíkar hjá fjórum félög- um. Geysir verður með tvö firma- mót, annað á Gaddstaðaflötum en hitt á Hvolsvelli, Kópur með sína keppni á Kirkjubæjarklaustri, Fákur á Víðivöllum og Gnýfari heldur sína keppni á Ólafsfirði. Þá mun Funi í Eyjafirði halda sitt árlega íþróttamót á Melgerðismel- um. Þá fer fram keppnin um Morgunblaðsskeifuna á Hvanneyri á sumardaginn fyrsta og Harðar- félagar fara fylktu liði í sína ár- legu heimsókn til Fáksmanna á laugardag. Hróa hattardagur á Sörlavöllum Þátttaka frá öll- um félögum á suð- vesturhorninu SÖRLAMENN í Hafnarfirði héldu opið mót fyrir yngri kynslóðina á sunnudag sem styrkt var af pítsustaðnum Hróa hetti. Keppt var í tölti í þremur aldursflokkum og mættu um 70 krakkar til leiks. Keppnin var með útsláttarfyrirkomulagi svipað og tíðkast í firmakeppnum. Einn- ig var keppni milli félaga í dekkjaralli. I mótslok var öllum keppendum boðið upp á pítsu og Pepsi. Ekki fengust, nöfn á hestum krakkanna svo hér eru því aðeins nöfn knapanna. Úrslit urðu annars sem hér segir: Ásetuverðlaun Sigurbjörg Jónsdóttir, Unglingar 14-16 ára: 1. Hrafnhildur Guðrúnardóttir, Sörla. 2. Sigríður fjétursdóttir, Söría. 3. Þórdís Höskuldsdóttir, Andvara. 4. Jóhanna Jakobsdóttir, Sóta. 5. Garðar Hólm- Birgisson, Herði. Mána. “Börn 11-13 ára: 1. Magnea Rós Axelsdóttir, Herði. 2. Kristín Þórðardóttir, Sörla. 3. Ingólfur Pálmason, Sörla. 4. Vaka Sævarsdóttir, Sörla. - v Morgunblaöið/Valdimar Kristinsson Verðlaun í flokki barna 11 til 13 ára hlutu frá vinstri talið Magnea Rós á Vafa frá Mosfellsbæ sem sigraði, Kristín Þórðardóttir, Ingólfur Pálmason, Vaka Sævarsdóttir, Hrafnhildur Jóhannesdóttir á Miðli og • Helga Ottósdóttir á Kolfinni frá Enni sem hlaut ásetuverðlaun. 5. Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Herði. Ásetuverðlaun, Helga Ottósdóttir, Herði. Börn 10 ára og yngri: 1. Júlíus Jakobsson, Sóta. 2. Ómar Theódórsson, Sörla. 3. Margrét Guðrúnardöttir, Sörla. 4. Bryndís Sigurðardóttir, Sörla. 5. Rósa Birna, Sörla. Ásetuverðlaun, Bylgja Gauksdóttir, Andvara. Dekkjarallýið unnu And- varakrakkarnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.