Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994
49
KÖRFUBOLTI
Nýkomin sending
af gúmmískófn*^
á frábæru veroi.
„Magic“ Johnson
hættir sem þjálfari
Grandagaröi 2, Reykjavík, sími 28855, grænt númer 99-6288.
Earvin „Magic“
Johnson hefur
ákveðið að draga
sig í hlé og hættir
að þjálfa LA Lakers.
Körfuboltasnillingurinn Earvin „Magic“
Johnson hefur ákveðið að þjálfa ekki Los
Angeles Lakers á næsta keppnistímabili, en
aðeins stuttur tími er eftir af yfirstandandi
tímabili. Er þessi ákvörðun tekin aðeins
mánuði eftir að hann tók að sér þjálfun
liðsins. Ástæðan mun vera sú að
„Magic“ og eiginkonu hans
Cookie, finnst hann eyða
of miklum tíma að heim-
an, einkum með tilliti
til þess að hann er HIV-
smitaður og stór hluti
tíma hans fer í að fræða
ungt fólk um alnæmi. „Maður
þarf að leggja virkilega hart að sér
og vinna mikið og það er ekki hlutur
sem mig langar til að gera eins og
ástatt er,“ sagði Earvin við frétta-
menn eftir að hann lýsti þessi yfir.
Sagðist hann búast við að framveg-
is sæti hann hljóður á áhorfenda-
bekkjunum.
Jerry Buss eigandi LA Lakers
sagði í yfirlýsingu sem hann
gaf eftir tapleik Lakers gegn
Portland Trailblazers vel
skilja þessa ákvörðun
„Magics". „Þjálfun krefst
gífurlegra krafta og tíma og
með öllu því sem Earvin er að reyna
að koma í verk skil ég vel afstöðu
sagði hann. „Hann hefur staðið sig
ákaflega vel og ég er viss um að hefði hann
tekið ákvörðun um að helga sig þjálfarastörf-
um stæði hann sig vel í því.“
LA Lakers hefur unnið sex leiki og tapað
sjö síðan „Magic“ tók við liðinu.
hans,“
Hljómsveitin O’lary and t.he Bards spilaði við góðar undirtektir gesta á Ömmu Lú.
Jón Svavarsson
STJORNUR
Bókaður af
lögreglunni
Leikarinn þekkti, Dudley Moore
kvæntist loksins unnustu sinni
Nicole Rothschild um síðustu helgi,
en þau hafa verið par í langan tíma.
Kemur brúðkaupið mönnum þó al-
mennt á óvart vegna þess að leikar-
inn var handtekinn 21. mars sl.
eftir að unnustan hafði ákært hann
fyrir barsmíðar. Nú hefur hún hins
vegar dregið þá ákæru til baka.
Stærri myndin sýnir brúðhjónin á
svölunum heima hjá sér eftir at-
höfnina en minni myndin Dudley
Moore illa á sig komin á lögreglu-
stöðinni í Los Angeles.
Reuter
Dudley Moore,
fangi nr.
3907092.
Dudley Moore
og eiginkonan
Nicole
Rothschild.
Hver kannast ekki viö þessa einu sönnu gúmmískó
sem þykja þægiiegir og góöir fyrir allan aldur
á þessum árstíma. í sveitinni eru þeir ómissandi.
Stærðir 25-33 kr. 998-, 35-39 Kr. 1.195-,
og stæröir 40-44 kr.1.490-
Verslun athafnamannsins frá 1916
TONLIST
Irsk
stemmning
á Ommu Lú
Um 150 manns hlustuðu á írsku
þjóðlagahljómsveitina O’lary
and the Bards spila á tónleikum
sl. fimmtudagskvöld á Ömmu Lú.
Er þetta í annað eða þriðja sinn
sem hljómsveitin kemur til lands-
ins að spila fyrir íslendinga, enda
var mikil stemmning á tónleikun-
um. Auk tónleikanna á Ömmu Lú
héldu þeir út á land og spiluðu
m.a. fyrir Selfyssinga á laugar-
dagskvöldið. Hljómsveitin Snæ-
fríður og stubbarnir hituðu upp
fyrir gesti sl. fimmtudagskvöld.
Þeir skemmtu sér vel og tóku hressilega undir. F.v. Alfreð Gunnars-
son, Sigurður Þór Ástráðsson, Völundur Völundarson, Halldór V.
Jóhannsson, Valtýr Helgason og Þórhallur Birgisson.
Tónlistarfólk kom einnig til að fylgjast með. F.v. Jón Bjarnason
skemmtanastjóri Hótels Selfoss, Þorleifur Jóhannsson trommuleik-
ari, Grímur Sigurðsson bassaleikari og eiginkona hans, Sigríður
Finnsdóttir söngkona, Snorri Guðvarðsson gítarleikari og Inga Eydal.
McDonald’s
auglýsir nýjan opnunartíma á kvöldin:
Frá og með 18 apríl verður opið
á kvöldin, serti hér segir:
VEITINGASALUR TIL KL. 21:00
BÍLALÚGA TIL KL. 23:00
Veríð ávallt veikomin
LYST
m
Leyfishafi McDonald 's
fslensktfýrirtceki
fslenskar lanabúnaðarafurðir
N\
|McDonaJds
Gleðjumst saman
VEITINGASTOFA
FJÖLSKYLDUNNAR,
SUÐURLANDSBRAUT 56