Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞIIIÐJUDAGUR 19. APRIL 1994 Þrjár sýningar Myndlist Bragi Ásgeirsson Hafnarborg. Menningar- og Iistastofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 34, 16. apríl - 2. maí. Opið 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Jón Thor Gíslason Aðaliými Hafnarboi’gar er und- irlagt 23 verkum hafnfirska mál- arans Jóns Thors Gíslasonar, sem sl. sex ár hefur verið búsettur í Þýskalandi, nánar tiltekið Stuttg- art. Jón stundaði nám í málunardeild MHÍ á hvörfum áttunda og níunda áratugarins, en þá var deildin hálf utanveltu í lítilli stofu, og enn dálít- ið í land til umskiptana, er nýbylgj- an flóði yfir og kaffærði hugmynda- listina um stund. Það er mikilvægt að minnast þess hér, því að tízkustraumar að utan eiga síður að ráða menntun- armöguleikum ungs fólks, og það telst hvorki frelsi né jafnrétti. Mál- unardeildin átti svo eftir að rífa sig upp og verða ein eftirsóttasta deild skólans um skeið, en það er önnur saga. Jón hneigðist til að fara eigin leiðir í myndgerð sinni, en hann var ágætlega meðvitaður um gildi vinn- unnar og tók köilun sína alvarlega. Það telst rétt sem hann segir í viðtali um áhangendur málverksins, „að slíkir séu nú utangarðs í þjóðfé- Iaginu", og verður að rekja orsökina til þess hve það er lausmótað á hefðir, og bendiprik miðstýrðra er- lendra viðhorfa eru mest áberandi og víðast í fyrirsvari. Þeir eiga þannig á brattann að sækja, sem vilja leggja fyrir sig klassísk vinnubrögð jafnt í málun, grafík sem skúlptúr, en það er mik- ill miskilningur að þessi vinnubrögð eigi litlu fylgi að fagna erlendis nú um stundir. En það þarf víðast hvar jafn mikið hugrekki til að rækta sinn garð á þeim sviðum, og að ijúfa hefðina fyrir nokkrum ára- tugum, og það er jafnvel lokað á þá af sama offorsi og hina forðum. Kiassísk vinnubrögð krefjast hins vegar mun samfelldari og markvissari vinnubragða en hug- myndalistin, og æskilegt er að menn séu undir handleiðslu sama mannsins í nokkur ár. Það skilja allir, að ekki gengi t.d. að kenna fiðluleik í smáskömmtum og með tíu ólíka lærimeistara á kennsluári! Við sjáum einmitt dæmið í Jóni Thor Gíslasyni, sem blómstraði er hann fékk samfellda leiðsögn. Framfarirnar eru með ólíkindum, og enn er Jón trúr upprunalegum hugmyndum sínum um málverkið, og myndefnin eru ei heldur ýkja frábrugðin. En málverkin eru orðin mikið til stærri og á stundum býsna fyrir- ferðarmikiir flekar, sem gera mikl- Annette Ackermann. ar kröfur til gerandans. Það er hið frásagnarlega, sem höfðar helst til Jóns sem fyrri daginn og þá helst hlutvakin myndefni hvunndagsins með ívafi drauma og hugaróra. Einmana og umkomulausar mann- eskjur múgþjóðfélagsins dreifa sér um myndflötinn svo að á stundum minnir á vistheimili eða lokað at- hvarf, þar sem draumarnir eru eina frelsið. í öllu falli virðast þær vera staddar í framandlegu umhverfi, rótlausar án haldfestu, og harla óvissar um stöðu sína í margbrotnu og firrtu þjóðfélagi. Það eru fjarska fínir taktar sem fram koma á dúkunum, en helst er það samræmið sem ennþá vefst fyrir listamanninum í hinum flókn- ari og fyrirferðarmeiri myndheild- um, og hið frásagnarlega yfirgnæf- ir á stundum rökfræðina í mynd- byggingunni. Hann þarf ekki einu sinni á þessu hlæði að halda svo sem myndirnar „Miljónadollara- barnið" (7) og „Heilög mynd“ (23) eru til lifandi vitnis um. Annette Ackermann í Sverrissal sýnir þýska listasp- íran Annette Ackermann tempera- myndir og málverk, en hún er enn við listnám og mun ljúka því í sum- ar, eins og það heitir í kynningu. Skilgreiningin teist ekki alveg kór- rétt, því námi lýkur trauðla, og er aldrei mikilvægara en eftir að skóla sleppir. Annette virðist hafa drjúgt upp- lag sem málari og meðferð hennar á efniviðnum á milli handanna ber vott um ríka könnunarþörf á mögu- leikum myndmiðilsins. I tempera- myndunum, sem eru málaðar á ís- landi sumarið 1991, eru Iitirnir bjartir og sjálfsprottnir, og segir iistakonan sig hafa málað þær und- ir áhrifum frá Nínu Tryggvadóttur. Það má vera alveg rétt en hins vegar er ekki svo lítið af henni sjálfri í þeim og þær teljast heild- stæðari og um leið líflegri hluti sýningarinnar. Meira er um form- og litrænar tilraunir í málverkunum og hér kemur fram mun sérgildari mynsvn sbr. „Synir“ (34) og „Engi“ (39).' og myndlýsingar og m.a. teiknað í myndasögublað, ásamt því að hafa átt verk á myndasögusýningu á Kjarvalsstöðum. Þá hefur hún myndlýst barnabók, kennsluefni, tímaritsgreinar og bæklinga. Frey- dís er kornung og myndirnar á veggjunum bera- vott um róman- tíska sál, enda sækir hún mikið í rómantízka myndlist nítjándu aldar. Myndimar eru áferðarfallegar og nostursamlega gerðar og það er viss blær ungæðislegs yndisþokka yfir þeim. Hins vegar er tæknin nokkuð einhæf og það er eitt að gera vandvirknislegar myndir og annað að bregða upp töfrum í nokkrum einföldum dráttum. Hér er spurningin stóra, hvort Freydís ætli sér metnaðarfulla hluti í teikni- iistinni, eða einfaldlega láta sér Gunnlaugur Blöndal: Stúlka með hvít klæði 1926. og fáir hafa gert betur á þessu sviði í íslenzkri list. Gunnlaugur Blöndal hafði svo létta og lifandi línu og list hans rís einmitt hæst þegar þessi eigin- leiki hans fékk að njóta sin í hvaða efnivið sem hann svo vann. Þetta er lítil sýning, en er þess virði að henni sé gaumur gefinn. Freydís Kristjánsdóttir. En Anette á auðsjáanlega eftir að marka sér ákveðnar línur, því margar myndirnar eru sem hálfk- araðar og að auk er merkilega illa frá þeim gengið. Náttúruhæfileikar eru vissulega mikilvægir, en hér kemur á neyðar- Iegan hátt fram vanræksla við nýt- ingu listnáms, sem er uppsetning og frágangur mynda. Það eru at- riði sem má læra má í skóla, en hitt sem ekki verður lært er mun mikilvægara, og farsælast að leggja alla krafta í það eftir að skólanámi sleppir. Freydís Kristjánsdóttir í veitingabúð sýnir Freydís Kristjánsdóttir allnokkrar teikning- ar í myndasöguformi. Hún hefur lagt sérstaka rækt við myndasögur Eitt verka Jóns Thors Gíslasonar, „Milliondoll- arbaby“. nægja áferðarfallegar myndlýsing- ar því það er löng leið frá slíku nostri til úrskerandi árangurs. En satt að segja eru myndasögur nú- tímans fæstar rismikil teiknilist, en þar fyrir geta þær verið æði for- vitnilegar og hér eru önnur lögmál á ferð, en t.d. við lýsingar bóka og ber ekki að rugla þeim saman. Ekki dugir að hengja slíkar myndir einfaldlega upp á veggi, heldur er æskilegt að þeim sé fylgt úr hlaði með stuttri útlistun á inntaki þeirra og þetta er mögulegt á einum litlum einblöðungi. Og hvað veitingabúð- ina varðar á hún ekki endilega að mæta afgangi hvað umbúðir um einstakar sýningar snertir, þótt hún sé ekki hugsuð sem sýningarsalur og ekki síst eftir að farið er að senda út boðskort á þær. Teikiiing-ar Gimn- laugs Blöndals Listhorn Sævars Karls, Bankastræti 9. Opið ld. 9-6 til 22. apríl. Teikningar virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá skipuleggjendum sýninga enn sem komið er, og þó hefur sá er hér ritar orðið var við umtalsverða viðhorfsbreytingu hjá hinum almenna sýningargesti. Þannig vantaði alveg teikningar á yfirlitssýningu verka Gunnlaugs Blöndals á Kjarvalsstöðum á sl. hausti. Gunnlaugur var þó snjall teikn- ari og séð hef ég mjög fínar mód- elstúdíur frá hendi hans, einfaldar og sterkar í línuspili. Þykir mér merkilegt hve þær eru verðlagðar lágt miðað við málverkin, en trúa mín er sú að það sé einungis tíma- bundið. Góð teikning hefur nefni- iega sterkt sérgildi ekki síður en gott málverk og verður ekki end- urtekin né fjölfölduð frekar en það. Og þó teikning sé oftar en ekki undirbúningsriss að málverki getur hún allt eins staðið sér í mörgum tilvikum og til eru þeir sem teikna aðeins og hafna þar me_ð öðrum tjámiðlum myndlistar. I listhorni Sævars Karls hafa verið settar upp nokkrar teikning- ar Blöndals frá þriðja áratugnum, en hér kemur vanmatið þó enn fram, því þær eru „styrktar" með einu málverki af konu í upphlut og pastelmynd, þar sem andi E. Munchs svífur yfir vötnum. Sýn- ingin stendur líka merkilega stutt yfir, eða í tíu daga, en alla jafna átanda sýningar á staðnum yfir í mánaðartíma. Ekki veit ég hversu veldur. en teikningarnar standa margar hveijar svo sannarlega fyrir sínu og þá einkum nokkrar módelstúdíur á veggnum til vinstri, og kona með hatt og sígarettu til hægri, ásamt manni með hatt í sömu röð. Allt eru þetta teikning- ar, sem listamanninum er sómi að MENNING/LISTIR Myndlist Inga Hlöðvers- dóttir sýnir í París Inga Hlöðversdóttir myndlistarkona sýnir málverk og teikningar í París út april. Sýningin er skipulögð S samráði við hollenska sendiráðið en sýningar- staðurinn er Lucernaire, centre nation- aI d'art et d’essai. Hann er í sjötta hverfi, númer 53 við rue Notre Dame des Champs. Æja sýnir í Galleríi Sævars Karls I Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, stendur nú yfir sýning á verkum Æju (Þóreyjar Magnúsdðttur). Þetta er hennar fyrsta einkasýning og ber hún heitið „Hrif“. Æja sýnir skúlptúra unna í leir, járn, stein, rekavið og gifs, sem málaðir eru með jarpikmentlitum. Öll verkin eru unn- in á árunum 1993- 1994. Sýningin stendur yfir frá 22. apríl til 20. maí og er opin á verslunar- tíma á virkum dög- um frá kl VO-18 og laugardögum frá ki. 10-14. Lista- konan hefur verk- stæði og vinnustofu á Sogavegi 190, Reykjavík. Richard Tuttle sýnir í sýníngarsalnum „Önnur hæð“ Opnuð hefur verið sýning á verkum Richard Tuttle í sýningarsalnum „Önn- ur hæð“, Laugavegi 37. Sýningin er opin alla daga nema miðvikudaga frá kl. 2-6 út maí. í kynningu segir m.a.: „Þótt mynd- list Tuttles hafi tekið gagngerum breyt- inum í tímans rás, hefur hún æviniega verið á Ijóðrænum og hugrænum r.ót- um. í stórum dráttum má segja að verk hans taki mið af lágmyndahefð- inni, hvort sem um er að ræða „lokað“ form hans frá 7. áratugnum eða „opin“ og samsett verkin sem hann liefur ver- ið að gera sl. tvo áratugi. Meðal þess helsta sem eftir Tuttle liggur eru vegg- myndir úr dúkum 1967, víraverk 1972 og gólfteikningar 1987-89. A þessari sýningu or að finna átta teikningar í röinmum úr skíragulli og þrjú þríviddarverk sein hafa áhrif á íýmið þar sem rnætast gólf og veggur. Tuttle ieggur á það áhei-slu að listsýn- ing sé gullið tækifæri til að Öðlast nýja sýn. Hann telur að í myndverki kristall- ist hið þekkta, en listsýning sé tilraun til að höndla hið óþekkta. Vortónleikar Karla- kórs Keflavíkur Um þessar mundir er Karlakór Keflavíkur að halda sína árlegu vortón- leika! Haldnir verða tvennir tónleikar í ’ Njarðvíkurkikiju, fyrri tónleikarnir verða haldnir miðvikudaginn 20. apríl og þeir síðari fimmtudaginn 21. apríl kl. 20.30. Einnig verða tónleikar í Selja- kirkju í Reykjavík, þar sem sungið verð- ur með Seljunum laugardaginn 23. apríl kl. 17. Nýr söngstjóri, Vilberg Viggósson, tók við stjórn kórsins sl. haust. Agota Joó eiginkona Vilbergs hefur séð um raddþjálfun og undirleik. Undirleikari á tóníeikunum nú er hins vegar Peter Máté. Einnig leikur á harmoniku Ás- geir Gunnarsson kórfélagi. Söngskrá kórsins er fjölbreytt, kór- lög, einsöngs- og tvísöngslög. Einsöng með kórnum syngja Ingibjörg Guðjóns- dóttir, sóþran, Steinar Guðmundsson, tenór, Steinn Erlingsson, baritón og Þórhallur ingason, bassi. Tvísöng syngja bræðurnir Steinar Guðmunds- son og Þórður Guðmundsson og einnig Steinn Eriingsson og Sverrir Guð- mundsson. Karlakór Keflavíkur heldur í tón- leikaferð til Vestfjarða í maílok og syngur með Sunnukórnum á ísafirði og Þingeyri. Tónlist Sönghopunnn Sólar- megin í Listasafni Sigurjóns Sönghópurinn Sólarmegin frá Akra- nesi heldur tónleika í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar í dag, þriðjudag 19. apríl, kl. 20.30. Sönghópurinn var stofnaður í bytjun árs 1990, söngvarar eru 9 og er allur söngur fluttur án undirleiks. Hópurinn hefur víða komið við, sungið á mörgum skemmtunum og nokkrum sinnum komið fram í útvarpi og í sjónvarpi. Sjálfstæða tónleika hefur liópurinn haldið víða á Vestur- og Norðurlandi svo og á Suðurlandi og í Reykjavík. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og spannar u.þ.b. fjögur hundruð ára tíma- bil. Sem dæmi má nefna lag eftir Or- lando di Lasso og norræn lög, t.d. Váren eftir Grieg. Þá syngur hópurinn lög ertir Debussy og íslensk þjóðlög í nýlegum útsetningum svo og popptón- list í söngbúningi og má þar sérstak- lega nefna að Sigurður Halldórsson sellóleikari útsetti fyrir sönghópinn lag Kreddy Mercury, Bohemian Rhapsody, í 9 röddum. Sönghópinn Sólarmegin skipa: Anna Snæbjörnsdóttir, Guðmundur Jóhanns- son, Gyða Bentsdóttir, Halldór Hall- grímsson, Kristján Elís Jónasson, Jens- ína Valdimarsdóttir, Lars H. Andersen, Ragna Kristmundsdóttir og Sigursteinn Hákonarson. Guðmundur er jafnframt stjórnandi hópsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.