Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994
39
i
i
>
i
)
►
i
i
I
I
i
Jabotinsky-áætlunin
„Endanleg lausn gyð-
ingavandamálsins ‘ ‘
eftir Guðmund Örn
Ragnarsson
Um síðustu aldamót var Vladim-
ir Zeev Jabotinsky einn þekktasti
leiðtogi síonista. En markmið síon-
ista var og er að endurheimta Jerú-
salem og landið sem Guð gaf niðjum
Abrahams, ísaks og Jakobs til eilífr-
ar eignar. Jabotinsky kom á fót her
gyðinga, Haganah, fyrir síðustu
aldamót sem nú er ísraelski herinn.
Á 4. áratugnum sá Jabotinsky
fyrir hvað verða mundi um gyðinga-
ofsóknir nasista. Hann ferðaðist því
um álfuna og hvatti gyðinga til að
flýja, áður en það yrði um seinan,
til griðlands þeirra, Israel. Því mið-
ur hlustuðu þá ekki margir á Jabot-
insky og því fór sem fór.
Ástandið í Rússlandi og fyrrum
Sovétríkjunum minnir nú mjög á
aðdragandann að valdatöku nasista
í Þýskalandi fyrir seinni heimsstyij-
öldina, þegar gyðingaofsóknir tóku
að vaxa hröðum skrefum. Ný af-
staðnar þingkosningar í Rússlandi,
þar sem nýnasistinn Zírínovskíj
vann stórsigur, benda til áframhald-
andi uppgangs nasista þar í landi
og harðnandi ofsókna á hendur
gyðingum.
Pyrrum skólapresturinn Ulf Ek-
man, sem nú er leiðtogi kristna
safnaðarins Livets Ord í Uppsölum
í Svíþjóð, hefur ásamt söfnuði sín-
„Nú er þetta skip í þann
veginn að hefja flutn-
inga á gyðingum frá
Rússlandi til Israels.
Um borð er svefnpláss
fyrir 1.000 manns, en í
neyð gæti skipið fiutt
1.500 manns í einu.“
um verið kallaður til að hvetja og
hjálpa gyðingum í fyrrum Sovétríkj-
unum til að flýja þaðan heim til
ísrael. Þetta hjálparstarf kallar Ulf
Ekman Jabotinsky-áætlunina. Það
er skoðun hans að ekki muni gef-
ast lengri tími en tvö ár til að flytja
alla gyðingá frá Rússlandi. En í því
landi einu eru nú a.m.k. 1,5 milljón-
ir gyðinga. í söfnuði Ekmans eru
um 1.500 manns. Það er því ekkert
smáræði sem söfnuðurinn hefur
ráðist í.
Á sl. vori keyptu bandarísk hjón
40 ára gamalt herliðsflutningaskip
og gáfu það Livets Ord-söfnuðinum
til þessa verkefnis. Nú er þetta
skip í þann veginn að hefja flutn-
inga á gyðingum frá Rússlandi til
ísraels. Um borð er svefnpláss fyrir
1.000 manns, en í neyð gæti skipið
flutt 1.500 manns í einu.
Síðustu 10 ár hefur Livets Ord
stundað ákaft trúboð í Rússlandi
og löndunum i kring. Ávöxtur þess
starfs eru 700 nýir lifandi trúaðir
kristnir söfnuðir, sem af heilum hug
styðja Jabotinsky-áætlunina.
Þegar áætlunin er gengin upp
hafa milljónir gyðinga bæst við þá
sem fyrir eru í Israel. Þá þarf land-
ið að vera stærra en landakort sýna
í dag. Og það land sem Guð gaf
ísrael til ævarandi eignar, (I. Mós.
12:15), er nógu stórt, miklu stærra
en gyðingar hafa nú endurheimt.
Spámaðurinn Jerimía (16:14-15)
talar um aðra „brottför", (Exodus),
ekki frá Egyptalandi heldur frá
landinu norður frá. En Moskva er
einmitt í há norður horft frá Jerú-
salem. Allt frá því á 4. öld e.Kr.
hafa „svokallaðar" kristnar þjóðir
heimsins ofsótt og drepið gyðinga.
Því miður verð ég að telja íslend-
inga til þessara þjóða. Jafnvel nú
dalega taka íslendingar við fölskum
áróðri í gegnum íslensk dagblöð,
sem kominn er frá alþjóðiegum
fréttastofum, gegn gyðingum og
ísraelsríki. Afleiðing af þessu var
skammarleg móttaka, sem Simon
Peres utanríkisráðherra ísraels
fékk í heimsókn sinni til íslands á
síðasta sumri. Forsætisráðherra,
Davíð Oddsson, bjargaði þó því sem
bjargað varð. Þökk sé honum.
Við, eins og allar þjóðir, erum í
blóðskuld við gyðinga. Við skuldum
þeim líka hjálpræðið (Jóh. 4:22) sem
kemur í gegnum gyðinginn Jesú.
Og með blóði sínu býðst hann til
að greiða blóðskuld allra sem þiggja
Vladimir Zeev Jabotinsky.
vilja. Þegar hann kemur aftur með
mætti og mikill dýrð, kemur hann
til Jerúsalem. En það verður ekki
fyrr en gyðingar heimsins eru þang-
að komnir til þess að bjóða hann
velkominn. (Matt. 23:38). Gyðing-
um er þannig áfram ætlað að færa
öllum heiminum blessun frá ísrael
og Jerúsalem.
Þegar Steven Spielberg tók loks
við Óskarsverðlaununum fyrir
myndina Listi Schindlers, ávarpaði
hann umheiminn og skoraði á menn
að gleyma ekki helför gyðinga á
valdatíma Hitlers. Myndin fjallar
einmitt um mann sem leggur allt í
sölurnar til hjálpar fólki sem Hitler
hefur ákveðið að láta myrða þús-
undum saman fyrir þá sök eina að
vera hluti af hinni Guðs útvöldu
þjóð, gyðingum.
Margir halda því fram að sagan
sé sífelld endurtekning. Það er
bæði rétt og rangt. Eins og á 4.
áratugnum eru ofsóknir á hendur
gyðingum og fleiri kynþáttum hafn-
ar aftur, þrátt fyrir heitstrengingar
eftirstríðsáranna um að slíkt myndi
aldrei endurtaka sig. Fái nasistar
sínu framgengt munu gamlar út-
Séra Ulf Ekmann.
rýmingarbúðir þeirra aftur verða
teknar í notkun. Zírínovskíj er jafn
raunverulegur og Hitler var. En
Guði sé lof fyrir að Ísraelsríki er
nú til og þangað munu gyðingar
flýja úr Evrópu. En þeir sem nú
búa i Rússlandi hafa ekki efni á
að kaupa sér farmiða þangað með
næstu flugvél, þótt Rússland sé nú
opið þeim til brottfarar. Þess vegna
hefur Jabotinsky-áætluninni verið
hrundið i framkvæmd.
Menn spá þvi sumir að innan
tveggja ára komist nasistar til valda
í einu eða fleiri Evrópuríkjum. Þá
munu þeir grípa í tómt. „Endanleg
lausn gyðingavandamálsins" verður
ekki þeirra.
Við, ég og þú, höfum á þessari
stundu tækifæri til að taka þátt, í
þeim lífróðri sem róinn er með Ja-
botinsky-áætluninni til björgunar
gyðingum í Rússlandi og víðar.
Hafðu samband ef þér sýnist.
Þú getur skrifað eða hringt til Orðs
lífsins, Grensásvegi 8, 108 Reykja-
vík.
Höfundur er fyrrv. prestur.
Vantar þig ekki
bíl fyrir sumarið?
Þá ættir þú að kíkja til okkar og skoða úrvalið!
BMW 528i árg. 1987,ek. 86
þús., ABS, rafmrúður, leðurinnr.
o.fl. Sá glæsilegasti á götunni.
Verð kr. 1.060.000.
Renault 19 TXE árg. 1991, ek.
42 þús., rafmrúður, fjarst.
samlæs. Verð kr. 960.000.
Einnig árg. 1992-1993.
Renault Clio RN árg. 1991, ek.
40 þús. Verð kr. 630.000.
BMW 520ÍA árg. 1990, vel bú-
inn, ek. 75 þús.
Verð kr. 1.990.000.
Tilboð kr. 1.890.000.
Daihatsu Charade árg. 1988,
ek. 81 þús. Verð kr. 350.000.
Chrysler Saratoga árg. 1991,
ek. 51 þús. Bíll m/öllu.
Verð kr. 1.580.000.
Volvo 240 station árg. 1990,
ek. 70 þús. Verð kr. 1.250.000.
BMW 320iA árg. 1984, ek. að- Subaru Legacy árg. 1990, ek.
eins 108 þús. Góður bíll. 55 þús. Verð kr. 1.250.000.
Verð kr. 990.000.
TILBOÐSLISTI ÁRGERÐ STGR- TILB0ÐS-
Renault 11A 1988 450.000 350.000
Lada Sport 1989 400.000 330.000
BMW 323i 1985 700.000 550.000
BMW 325i 1987 1.150.000 900.000
Ford Ranger 4x4 1987 850.000 690.000
Citroen Axel 1986 90.000 26.000
Lada station 1991 410.000 310.000
Renault Express 1990 610.000 550.000
Oldsmobile Calais 1985 650.000 490.000
Renault 19 GTS 1990 670.000 590.000
MMC Colt GLX 1988 530.000 420.000
VW Golf CL 1986 360.000 280.000
Peugeot 309 1989 480.000 390.000
Peugeot 205 XR 1987 340.000 300.000
Bílaumboðið hf.
Bílasalan, Krókhálsi
I
Skuldabréf til allt að 36 mánaða
<f
+
Beinn simi í söludeild notaöra bila er 676833. Opió: virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16.