Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRIL 1994
35
Aukin þátttaka kvenna
er það sem koma skal
Víst eiga þær erindi
eftir Guðrúnu
Agnarsdóttur
„Þrált fyrir rómað sjálfstæði ís-
lenskra kvenná standa þær langt að
baki kynsystrum sínum á Norður-
löndunum þegar þátttaka þeirra í
stjórnmálum er annars vegar. í Finn-
landi og Noregi eru nær 40% þing-
manna konur, í Danmörku og Sví-
þjóð eru konur 33% þingmanna, en
á íslandi aðeins um 25% og koma
þær flestar, eða 31%, frá sérstöku
kvennaframboði." Þetta voru upp-
hafsorð opnugreinar eftir Kristínu
Maiju Baldursdóttur í Morgunblað-
inu sunnudaginn 10. apríl, þar sem
spurt var: „Hver er ástæðan fyrir
því að íslenskar konur hafa ekki náð
jafnmiklum frama í stjórnmálum og
kynsystur þeirra á Norðurlöndum?"
Yfirskrift greinarinnar var: „Sterkar
en ófijálsar".
Þær staðreyndir sem vitnað er til
í áðurnefndri grein eiga sér einnig
hliðstæðu í sveitar- og bæjarstjórn-
um hér á landi. Ýmsar ástæður eru
nefndar í greininni til að skýra hvers
vegna staða kvenna hér er svo frá-
brugðin því sem gerist meðal ná-
granna okkar á Norðurlöndum og
margar fleiri ástæður má tína til.
Stjórnmál líðandi stundar
Sú kosningabarátta sem nú er
hafin virðist strax í upphafi ætla að
verða óvægin og persónuleg og sam-
stillt beinast spjótin helst að þeim
konum sem fremst standa. Karlar í
krapinu mundu ef til vill segja að
kosningabarátta væri nú fremur
hráskinnaleikur en sunnudagaskóli.
Hún væri hvorki fyrir penpíur eða
veimiltítur og varla vælukerlingar.
Þær gætu nú bara setið heima. Eng-
in hefur kveinkað sér enn og mörg-
um finnst áróðurinn varla svara
verður, finnst hann missa marks.
Björn Bjarnason þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins sækir að Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur og ver sinn eig-
in flokk í Mbl. 31. mars sl.: „Lýðræð-
ið og Ingibjörg Sólrún“. Niðurlag
greinar hans vakti athygli mína:
„Þessar skírskotanir til sögufrægra
karlmanna og föðurímyndarinnar á
ef til vill að skoða í ljósi umræðna
á vettvangi Kvennalistans um hug-
myndafræði kvenna og borgarstjóra-
embættið. Þær eiga ekkert erindi i
almennar stjórnmálaumræður líð-
andi stundar [leturbr. mín]. Eðlilegt
er að miklar umræður séu um málið
innan Kvennalistans, því að nú er
sérstaða hans úr sögunni."
Það er athyglisvert að þingmaður-
inn skuli telja að hugmyndir og
umræður kvennalistakvenna um
ríkjandi valdastöðu í þjóðfélaginu
fyrr og nú skuli ekki eiga erindi í
umræður líðandi stundar. Athyglis-
vert að honum finnst ekki að þær
konur sem hafa valið sér eigin leiðir
til að sækja á brattann í stjórnmálum
eigi erindi við þjóðina. Samt eru ís-
lenskar konur eftirbátar stallsystra
sinna á Norðurlöndum í þessum efn-
um. Margsinnis hefur einnig komið
fram í ræðu og riti að kvennalista-
konur eru ekki einar um óánægjuna
yfir því hve fáar konur gegna full-
trúahlutverki í stjórnmálum á íslandi
og geta þannig haft áhrif á samfélag
sitt. Konur í öllum stjórnmálaflokk-
um hafa lýst sig ósáttar og beitt sér
á margvíslegan hátt til að auka og
rétta hlut sinn.
Að þora, geta og vilja
Kvennalistakonur hafa verið
gagnrýndar fyrir að taka ekki þátt
í ríkisstjórnarsamstarfi. Þrátt fyrir
málefnalegar og ítarlegar útskýring-
ar var okkur legið á hálsi fyrir að
hafa ekki þorað. Það hefur lengi
verið viðkvæði í kvennabaráttu hér-
lendis: Að þora, geta og vilja. Nú
hefur Kvennalistinn fallist á tíma-
bundið samstarf með ákveðnum skil-
yrðum við aðra stjórnmálaflokka um
framboð til borgarstjórnarkosninga.
Það breytir engu um grundvallarsér-
stöðu Kvennalistans og þeirrar hug-
myndafræði sem Kvennalistinn
byggir á. í framboði til borgarstjóra-
embættis í Reykjavík er nú reynd
og hæf stjórnmálakona, kvennalista-
kona, sem þorir, getur og vill. Ekki
nóg með það, skoðanakannanir sýna
að meirihluti Reykvíkinga vill fá
hana sem borgarstjóra. Þá bregður
svo við að sjálfstæðismenn gefa í
skyn að iöngun hennar til að hafa
þannig áhrif á borgarmálin bendi til
þess að hún sé valdasjúk. Ekki man
Guðrún Agnarsdóttir
„Þeim sem bjóða sig
fram gegn Reykjavík-
urlistanum er vandi á
höndum. Þeir hafa á síð-
ustu stundu reynt að
söðla um í stefnumálum
sínum til að nálgast bet-
ur óskir borgarbúa.“
ég til þess að þeir karlar sem áður
hafa gefið kost á sér til borgarstjóra-
embættis hafi verið álitnir valdasjúk-
ir þess vegna. Markús Örn Antons-
son fyrrverandi borgarstjóri reynir
síðan í grein í Mbi. 8. apríl sl. að
gera samskipti kvenna á Reykjavík-
urlistanum tortryggileg. Tilraunir til
að úthýsa konum af vettvangi stjórn-
mála og stjórnsýslu eru ekki nýjar
af nálinni. Margar leiðir hafa verið
notaðar, yfirvegað eða ómeðvitað,
t.d. að gera þær tortryggilegar eða
erfiðar í samskiptum, jafnvel að
væna þær um valdasýki. Vinsælt er
þemað konur eru konum verstar.
Það koma sumsé vel í ljós strax í
upphafi þessarar kosningabaráttu
dæmi um ýmsar skýringar á því
hvers vegna konum á íslandi gengur
treglega að komast tii áhrifa í stjórn-
málum.
Nýir tímar, nýjar kröfur
Auðvitað eru sjálfstæðismennirnir
Björn Bjarnason og Markús Öm
ekki einir um málflutning af þessu
tagi, hann finnst í öllum flokkum
og einnig utan stjórnmálavettvangs.
Þeir eru hins vegar að reyna að
veija óðul sín og þann rétt til valda
í Reykjavík sem þeim finnst ef til
vill að hefðin hafi tryggt þeim. Þeir
eiga þó við óvanalega stöðu að etja.
Borgarbúar eru ekki vel sáttir við
verk þeirra og stefnu á undanförnum
árum. Þeir vilja aðra forgangsröðun.
Nú eru nýir og breyttir tímar sem
kalla á nýjar áherslur, nýja stjórnar-
hætti. Aðalmálsvari þess hóps sem
hefur sameinast um að svara kalli
tímans á annan hátt en Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur gert hingað til er
vinsæl og hæf kona. Það er því fyrst
ogfremst gegn henni sem spjótunum
er beint með gamla laginu og kalda-
stríðssöngurinn kyijaður undir. En
lögin geiga hvert af öðru af því að
málflutningurinn er ekki í takt við
tímann. Og skírskotanir til þess að
viðleitni frambjóðenda Reykjavíkur-
listans til að koma til móts við þarf-
ir borgarbúa með valddreifingu og
hverfastjórnum muni leiða yfir þá
ráðstjórn Sovétríkjanna eins og gef-
ið er í skyn í grein Markúsar Arnar
í Mbl. 9. apríl eru ekkí bara fáránleg-
ar. Þær draga í efa dómgreind þeirra
sem nær daglega fá fréttir um flókna
stöðu heimsmála og vaxandi vanda
þeirra ríkja sem áður tilheyrðu
Sovétríkjunum.
Grein Björns Bjarnasonar nefnd-
ist: „Lýðræðið og Ingibjörg Sólrún".
Lýðræði er lykill að mannréttindum,
en það er vandmeðfarið. Leiðtoga-
dýrkun er hættulegjog reyndar and-
stæð hugmyndafræði Kvennalistans,
en það er bara eitt borgarstjóraemb-
ætti og vænlegra að líta á það sem
sameiningartákn. Lýðræði felur í sér
þá áhættu að fólkið velji það sem
það vill, þá áhættu að ríkjandi öfl
missi völdin úr höndum sér ef ekki
hefur verið nógu vel að málum stað-
ið.
Þeim sem bjóða sig fram gegn
Reykjavíkurlistanum er vandi á
höndum. Þeir hafa á síðustu stundu
reynt að söðla um í stefnumálum
sínum til að nálgast betur óskir borg-
arbúa. Vonandi eiga Reykvikingar
einnig von á málefnalegri kosninga-
baráttu þar sem persónuárásir og
miðaldalegar burtreiðar verða af-
lagðar en lágmarksvirðingar verður
gætt í garð mótframbjóðenda.
Höfundur er læknir.
Fjölgum atvinnutæki-
færuin í Hafnarfirði
VANTAI BIU
□33131
GUESILEGUR SÝNINGARSALUR
eftir Magnús
Gunnarsson
Það er hagur hvers sveitarfélags
að hlúa sem best að þeim fyrirtækj-
um sem þar starfa. Vel rekin fyrir-
tæki greiða ekki einungis skatta og
skyldur til sveitarfélaganna heldur
veita þau einnig mörgum atvinnu.
Þetta vita flestir. Þó virðist sem að
núverandi yfíi’völd í Hafnarfirði hafí
lítið gert til að laða fyrirtæki til sín.
Hér í bæ eru opinber gjöld á fyrir-
tæki livað þyngst á höfuðborgar-
svæðinu og því teljum við sjálfstæðis-
menn að verði að breyta. Náum við
meirihluta í vor munum við gera allt
sem í okkar valdi stendur til að gera
Hafnarfjörð að eftirsóknarverðum
kosti fyrir fyrirtæki og upprennandi
athafnamenn. Það getum við einung-
is gert með því að halda álögum
bæjarins á fyrirtæki í algeru lág-
marki. Til dæmis með því að leggja
niður hinn óréttláta skatt á skrif-
stofu- og verslunarhúsnæði sem nú-
verandi meirihluti setti á. Einnig með
því að stilla gatnagerðargjöldum á
fyrirtæki í hóf og láta þau taka mið
„Allt of margir Hafn-
f irðingar ganga nú um
atvinnulausir og við því
verður að bregðast. Við
sjálfstæðismenn teljum
að atvinnuleysi sé al-
gerlega óásættanlegt
og leita verði allra leiða
til að draga úr því“.
af eðli þeirrar starfsemi sem verið
er að koma á fót.
Allt of margir Hafnfirðingar
ganga nú um atvinnulausir og við
því verður að bregðast. Við sjálfstæð-
ismenn teljum að atvinnuleysi sé al-
gerlega óásættanlegt og leita verði
allra leiða til að draga úr því. Eitt
af því sem bæjarfélagið getur lagt
af mörkum til eflingar atvinnuiífínu
er að hlúa að nýsköpun og ýmsu
jákvæðu þróunarstarfi.
Þrátt fyrir að illa hafi árað að
undanförnu megum við þó ekki
gleyma að líta fram á veginn. Við
sjáum ýmis teikn á lofti um betri
tíð. Má þar meðal annars nefna
síaukinn ferðamannastraum til bæj-
arins sem skapað hefur mörg störf
og gerum við okkur vonir um veru-
lega aukningu í þeim efnum. Þá er
okkur'starsýnt á hina miklu mögu-
leika sem felast í starfsemi tengdri
höfninni. Má þar nefna að hafnfirsk-
ir útgerðarmenn hafa verið í farar-
broddi í sókn á fjarlæg mið og skap-
að með því sjálfum sér og bæjarfélag-
inu stórauknar tekjur. Mikilvægt er
að búa svo um hnútana að útgerðar-
menn sjái sér hag í að gera út frá
Hafnarfirði.
Nái Sjálfstæðisflokkurinn meiri-
hluta í vor mun eitt fyrsta verk okk-
ar vera endurskoðun á fjármálastjórn
bæjarins. Nauðsynlegt er að endurfj-
ármagna og skuldbreyta óhagstæð-
um lánum til lækkunar fjármagns-
kostnaðar og auka aðhald og spamað
í rekstri. Með sparnaði er þó ekki
átt við svo rótttækar aðgerðir að
t'alið gætu i sér stórtækar uppsagnir
starfsmanna. Eins og atvinnuástand-
ið er í dag væri slíkt fásinna. Við
verðum þó að hafa í liuga að eitt
Magnús Gunnarsson
“ MMC Galant super saloon, árg. '89, sjálfsk.
■ ek. 76 þús. km. Sklpti mögul. Verö 990.000,-.
. Suzuki Swift GLI, árg. '91(2), 5 gíra, ek. 31
J þús. km, blásans. Verö 760.000,-.
■ Toyota Corolla special series, árg. ‘90, 5 gíra,
2 ek. 60 þús. km. Geisiaspilari. Verð 710.000,-.
. Mazda 323, árg. '89, sedan, sjálfsk. ek. 55
2 þús. km. Verö 570.000,-.
■ Mazda 626 GLX, árg. '89, sjálfsk. ek. 115 þús.
I km. Skipti mögul. Verö 780.000,-.
■ MMC Pajero turbo diesel, árg. '88, sjálfsk. ek.
2 127 þús. km. Skipti mögul. Verð 1.390.000,-.
Mazda B2600 pick up, árg. '89, 4x4, ek. 51
þús. km, 5 gíra. Verð 1.150.000,-.
helsta framlag bæjarins til eflingar
atvinnulífinu er að halda vel utan
um eigin rekstur. Einungis með að-
haldi og sparnaði í rekstri bæjarins
er hægt að tryggja að bæjarfélagið
þurfi ekki að seilast æ dýpra í vasa
almennings og sjóði atvinnulífsins.
Þannig stuðlum við best að öflugu
og heilbrigðu atvinnulífí.
Höfundur er efsti maður á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins
í Hafnarfirði.
■ Subaru Justy J12, árg. '91,5gira, ek. 35
■ þús. km. Verð 795.000,-.
Honda Prelude 2.0i, 16 V, árg. '87, 5 gíra, ek.
120 þús. km. Verð 950.000,-.
Nissan Sunny SR, árg. '93,3ja dyra, 5 gfra,
rauöur. Skipti mögul. Verð1080 þús.
MMC Lancer GLXI, árg. '91, 5 dyra, sjálfsk.
ek. 55 þús. km. Skipti mögul. Verð 990 þús.
Daihatsu Charade TX limited, árg. '92, 3ja
dyra, ek, 55 þús. km. Verð 690
Honda Accord, árg. '87, sjálfsk., ek. 115 þús.
km. Skipti mögul. Verð 700 þús.
Mazda 323 st. 4x4, árg. '93, 5 gíra, ek. 7 þús.
km. Verð 700 þús.
MMC Lancer GLX, árg. '88, 4ra dyra, sjálfsk.,
ek. 92 þús. km. Skipti mögul. Verð 560 þús.
MMC Colt, árg. '88, 5 dyra, 5 gíra, ek. 80 þús.
km. Skipti mögul. Verð 420 þús.
Nissan Sunny Coupe SGL, árg. '89, 2ja dyra,
sjálfsk. ek. 67 þús. km. Skipti mögul. Verð 660
þús.
Daihatsu Rocky EL2, árg. '87, 5 gíra, ek. 96
þús. Skipti mögul. Verð 780 þús.
Mazda B2600, árg. '88, 4x4, 5 gíra, ek. 102
þús. km. Skipti mögul. Verð 890 þús.
Lada station 1500, árg. '92, ek. 13 þús. km.
Verð 490 þús.
Suzuki Vitara JLXi, árg. '92, 4x4, 4ra dyra, ek
40 þús. km. Skipti mögul. Verð 1950 þús.
Nissan Sunny LX, árg. '90, 3ja dyra, ek. 64
þús. km. Verð 550 þús.
BÍjASALAN
BILFANG
HÖFÐABAKKA
112 REYKJAVl
©91-879333