Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 60
lfel©ím<«£i
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3010 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRIL 1994
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
Flugrirkjadeilan
fyrir Félagsdóm
VINNUVEITENDASAMBAND íslands hefur vísað boðuðu verkfalli
Fiugvirkjafélags íslands 25.-30. apríl næstkomandi til Félagsdóms. Að
sögn Þórarins V. Þórarinssonar framkvæmdastjóra VSI lítur Vinnuveit-
endasambandið svo á að boðuð vinnustöðvun flugvirkja sé ólögieg þar
sem í gildi séu kjarasamningar flugvirkja og Flugleiða út þetta ár.
Kristján Kristinsson formaður samninganefndar flugvirkja segir þá
hins vegar líta svo á að ekki séu eiginlegir kjarasamningar í gildi
heldur sérstakt samkomulag í hagræðingarmálum, en reynist niður-
staða Félagsdóms verða önnur þá verði að hlýta því og segja samningun-
um upp á löglegan hátt. Fundur með deiluaðilum hefur verið boðaður
hjá ríkissáttasemjara í dag kl. 14.
Að sögn Kristjáns Kristinssonar
samþykktu flugvirkjar að taka á sig
ákveðna kjararýmun þegar öll við-
haldsstarfsemi Flugleiða var flutt til
Keflavíkur fyrir rúmu ári síðan, en
sú kjararýrnun hefði síðan reynst
verða meiri en þeir hefðu reiknað
með og væru þeir nú að reyna að
hluta hennar til baka. Hann sagði
að engin önnur starfsstétt hjá Flug-
leiðum hefði tekið á sig jafn mikla
kjaraskerðingu og reyndin hefði orð-
ið sú að vissir starfshópar, t.d. flug-
menn og hluti afgreiðslufólks, hefðu
fengið kauphækkanir gegn ákveðinni
hagræðingu. Hann sagðist ekki hafa
átt von á að málinu yrði vísað til
Félagsdóms þar sem flugvirkjar
væru í góðri trú um að um samkomu-
lag væri að ræða en ekki kjarasamn-
ing. Ef dómur félli á þá vegu að
boðuð vinnustöðvun þeirra væri ólög-
mæt myndu þeir að sjálfsögðu hlýta
því og segja samningum upp á lög-
mætan hátt.
Taprekstur innanlandsflugs Flugleiða
Samsetning flugflot-
ans er til athugnnar
SAMSETNING flugflota innanlandsflugs Flugleiða er meðal þess sem
er til athugunar vegna þeirrar óhagkvæmni sem verið hefur í rekstri
innanlandsflugsins, en um þessar mundir er verið að fara ofan í saum-
ana á öllum þáttum rekstrarins.
vélar á leigu með kauprétti, og hefur
ein þeirra verið í framleigu.
Að sögn Einars Sigurðssonar
blaðafulltrúa Flugleiða hefur áður
verið tekið til athugunar að breyta
samsetningu flugflotans og nota
minni flugvélar í einhveijum tilfell-
um, en mönnum hefði hins vegar
ekki virst að það myndi breyta af-
komunni. Fokkerarnir hefðu reynst
vel og væru þeir með 86% af flutning-
ur.um á fjóra helstu áætlunarstaðina,
eða um 200 þúsund farþega á ári.
„Það er verið að skoða tekjumynd-
unina, kostnaðinn og einnig er
ákvörðun um að skoða samsetningu
flugflotans. Við sjáum fram á að ná
mun betri afkomu innanlandsflugs-
ins en í fyrra og upphaflega var
áætlað í vetur, en þó ekki nóg til
að skila hagnaði. Menn eru því að
skoða fleiri möguleika og eitt af því
er samsetning flotans," sagði Einar.
Flugleiðir eru með fjórar Fokker-
Morgunblaðið/Karl Steinar
Slökkvistarf í 16 stundir
SKIPVER.JI bjargaðist þegar eldur kom upp í báti hans, ísborgu BA,
á laugardag. A myndinni sjást slökkviliðsmenn ráða niðurlögum elds-
ins, eftir að báturinn hafði verið bundinn við bryggju á Patreksfirði.
Slökkvistarfið tók alls 16 stundir. því eldur blossaði ávallt upp að nýju.
Sjá bls. 23: „Varð að forða mér ...“
Fíkniefni
innvortis
ÞRIR menn sitja nú í gæsluvarð-
haldi grunaðir um fíkniefnamis-
ferli, sem komst upp um í fyrra-
dag þegar fjórir menn, 17-24 ára
voru handteknir á Keflavíkur-
flugvelli við komu til landsins frá
Lúxemborg.
Mennirnir voru handteknir og
færðir til röntgenskoðunar þar sem
í ljós kom að tveir þeirra, 17 og 18
ára gamlir piltar, voru með aðskota-
hluti í endaþarmi. í ljós kom að um
var að ræða amfetamín, samtals 174
grömm. Eftir yfirheyrslur í gær voru
tveir fjórmenninganna látnir lausir
en tveir, þar á meðal annar þeirra
sem borið hafði efnið á sér, voru
úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 22.
og 28. þessa mánaðar.
í gær var handtekinn fimmti
maður vegna málsins og var hann
úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Tekinn í
15. skipti
fyrir brugg
MAÐUR um fimmtugt var staðinn
að landabruggun i 15. skipti um
helgina.
Lögreglan í Reykjavík fór á heim-
ili mannsins í Norðurmýri og fann
þar 400 lítra af gambra og 13 lítra
af landa sem lagt var hald á.
Maðurinn hefur eins og fyrr sagði
14 sinnum áður verið staðinn að
bruggun og hefur m.a. hiotið fang-
elsisdóma vegna þeirrar iðju.
Kvóti leigður fyrir meira
en sjötíu krónur hvert kíló
LEIGUVERÐ á aflamarki í þorski er nú komið yfir 70 krónur fyrir
hvert kíló. Björn Jónsson, kvótafulltrúi hjá LIU, hefur skjalfestar
upplýsingar um 70 króna leiguverð en hefur engu að síður heyrt
um allt upp í 74 króna leigu fyrir kíló af þorskkvóta. I febrúarmán-
uði síðastliðnum birti Morgunblaðið fréttir af því að kvótaverð væri
á 52 krónur hvert kg.
Sérstakt gjald á vörur
sem verða að spiUiefnum
í UMHVERFISRÁÐUNEYTI er nú í undirbúningi að leggja skilagjöld
á einnota umbúðir, hjólbarða, landbúnaðarplast og bíla. Þá verður lagt
fram á Alþingi innan skamms lagafrumvarp um að leggja sérstakt
gjald á vörur sem gætu orðið að spilliefnum, svo sem rafgeyma, raf-
hlöður, oliuvörur, málningu og litarefni og ljósmyndavörur.
„Verði þetta frumvarp að lögum
mun það valda straumhvörfum í
meðferð spilliefna hérlendis," sagði
Össur Skarphéðinsson umhverfisráð-
herra á Alþingi í gær. Hann sagði
-•^aá nú greiddu menn fyrir eyðingu
spilliefna eftir notkun þeirra, en
reynslan hefði sýnt að það hvetti
ekki til eyðingar efnanna. Ráðherra
sagði að ríkisstjórnin hefði samþykkt
frumvarpið en ólíklegt væri að það
næði fram að ganga á þessu þingi.
Össur Skarphéðinsson var að
svara fyrirspum frá Arna M. Mathie-
pen þingmanni Sjálfstæðisflokks um
það hvað liði beitingu hagrænna
stjómtækja, svo sem umhverfis-
skatta og skilagjalda, í samræmi við
stefnu ríkisstjórnarinnar í umhverfis-
málum. Sagði Össur að stjórnvöld
gætu beitt hagrænum stjómtækjum
til að hafa áhrif á hegðun fólks með
þvi að beita gjöldum og sköttum og
beisla þannig markaðsöflin í þágu
umhverfisverndar.
„Víða um heim er vaxandi um-
ræða um notkun hagrænna stjórn-
tækja til að stuðla að umhverfis-
vemd. Það er bent á að með því að
flytja skattbyrði frá launa- og tekju-
sköttum einstaklinga yfír í mengun-
ar- og auðlindaskatta þá megi mögu-
lega vinna gegn óæskilegri þróun á
þessum sviðum. Um þessar mundir
fer fram mjög ýtarleg skoðun á þess-
um möguleikum hjá OECD,“ sagði
Össur.
Hagræn stjórntæki
Hann sagði að ríkisstjórnin legði
áherslu á að beita hagrænum stjórn-
tækjum til að laga neysluhætti og
atvinnulíf að kröfum sjálfbærrar þró-
unar. Slík stjórntæki væru ekki
óþekkt hér; þannig væru lægri inn-
flutningsgjöld á léttum og sparneytn-
um bílum, lægri skattar á blýlausu
bensíni og skilagjöld á gosdrykkja
umbúðum.
Mikil eftirspurn hefur verið eftir
leigukvóta í þorski, en lítið framboð
og ekkert um að verulegt magn
bjóðist heldur slattar hér og þar.
Björn telur að framboðið hafi held-
ur glæðst eftir að verðið steig þetta
hátt. „Þá finnst mér að hafí orðið
ákveðinn vendipunktur. Það er eins
gott, til dæmis fyrir þá sem eiga
litla báta, að binda bátana við
bryggju og leigja kvótann fyrir
rúmlega 70 krónur kílóið. Það er
betra en að fiska til að selja í frysti-
húsið fyrir allt niður undir 70 til
80 krónur, og eiga þá eftir að borga
hlut og allan útgerðarkostnað.“
Um þessar mundir er talsvert um
að aflamark báta í þorski sé þrotið
eða að þijóta. Sumir hafa farið yfir
strikið og orðið að leigja sér kvóta
til að halda veiðileyfinu. Björn telur
ekki ólíklegt að menn réttlæti þessa
háu kvótaleigu með því að þeir
ætli sér að veiða aðrar tegundir og
séu að bjarga sér með þann þorsk
sem slæðist með. Eins eru fisk-
vinnsluhús að leigja kvóta og gera
síðan samninga við báta um að
veiða fyrir fast verð.
Aðrir kvótar mun lægri
Verð á aflamarki í öðrum tegund-
um er mun lægra. Lítil eftirspurn
er eftir ýsu og ufsa og kvótinn leigð-
ur nú á 8 krónur hvert kíló. Eftir-
spurn er eftir karfa, skarkola, grá-
lúðu og mikil vöntun á rækjukvóta.
Karfakílóið er leigt á 17 til 18 krón-
ur, skarkolinn á 18 til 20 krónur,
grálúðan frá 37 til 40 krónur og
rækjan 16 til 17 krónur kílóið. Þá
sagði Björn að aðeins væri farið
að togast á um leiguverð á afla-
marki í humri.
Meinatæknar
Fundað að
nýju í dag
EKKERT miðaði í samkomu-
lagsátt á fundi meinatækna
og viðsemjenda þeirra með
ríkissáttasemjara í gær. Ann-
ar fundur er boðaður í deil-
unni í dag kl. 14.
Martha Á. Hjálmarsdóttir,
formaður verkfallsstjórnar,
staðfesti í samtali við Morgun-
blaðið að meinatæknum með
börn á barnaheimilum á vegum
Borgarspítala hefði verið til-
kynnt að ekki yrði tekið á móti
börnunum í vistun á mánudag.
Þann dag hefði hins vegar ver-
ið ákveðið að draga ákvörðun-
ina til baka og yrði tekið á
móti börnunum í dag. Um er
að ræða 12 börn.