Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994
57
Smábátar undir sex tonnum
aldrei undir kvótakerfið
Frá Frá Hauki Sveinbjarnarsyni:
Vísað er til tveggja greina í
Morgunblaðinu 9. og 12. þ.m. þar
sem haft er eftir formanni Utvegs-
mannafélags Norðuriands, Sverri
Leossyni, m.a. að stór hluti flotans
spili frítt, að allir verði að sitja við
sama borð og að stjórnvöld verði
að kaupa upp hluta bátaflotans og
leggja honum.
Svona tal lýsir ofstopa og ekki
geta þeir talist ábyrgir sem slíka
hugsun bera.
Gáum að!
1. Togarar og stærri fiskiskip
geta sótt fjarlæg mið — það geta
smábátar ekki.
2. Togarar og stærri fiskiskip
geta verið á sjó í næstum hvaða
veðri sem er — það geta smábátar
ekki.
3. Uthald togara og stærri fiski-
skipa er allt annað og meira en
smábáta — smábátar eru dagróðra-
bátar.
4. Togarar og stærri fiskiskip
geta beitt ölium veiðiaðferð-
um/veiðitækjum — það geta smá-
bátar ekki.
5. Togarar og stærri fiskiskip
eyðileggja botngróður og ijúfa þar
með vist- og fæðukeðju fisk- og
sjávardýra — það gera smábátar
ekki.
6. Togarar og stærri fiskiskip
kasta miklu magni af fiski, missa
úr veiðarfærum og sprengja nætur
— smábátar kasta ekki fiski.
7. Togarar og stærri fiskiskip
geta stundað veiðar á öllum fiskteg-
undum, t.d. loðnu, síld, rækju og
fl. — Það geta smábátar ekki.
8. Togarar og stærri bátar þurfa
ekki að koma með aflann að landi
til vinnslu, hann getur verið unninn
um borð og/eða seldur erlendis —
þetta geta smábátar ekki.
Þetta skal látið nægja í bili þó
svo að margt annað mætti til taka,
en fínnst mönnum að smábátar
spili frítt og að þeir sitji við sama
borð og stórútgerðin. .
Þessir sömu stórútgerðarmenn,
sem vilja smábátana feiga, ráða
yfir mest allri auðlindinni, talin
sameign þjóðarinnar, sem þeir
braska með, selja, framselja og
leigja og þar með ráða þeir yfir og
hafa aðgang að mesta fjármagninu.
Þessir sömu menn vilja búa við lýð-
ræði og frelsi en nota það til að
4
VELVAKANDI
JAPANSKT
SJÓNVARPSFÓLK
ÓSKAR AÐSTOÐAR
í Morgunblaðinu fimmtu-
daginn 14. apríl var frétt um að
japanska ríkissjónvarpið væri
væntanlegt til íslands í maí til
að gera þátt um daglegt líf fólks
á íslandi. Af því tilefni er leitað
eftir upplýsingum um væntanleg
ættarmót og stórafmæli í sumar.
Jafnframt nefndi starfsmaður
japanska sjónvarpsins að gaman
væri að sjómannsfjölskylda
myndi leggja þáttagerðarfólkinu
Hð. Hann hafði Vestmannaeyjar
sérstaklega í huga. Vinsamlegast
hafið samband við Noboyasu
Yamagata í síma 28215.
T AP AÐ/FUNDIÐ
Óskilamunir í Hagkaupi á
Eiðistorgi
STARFSMAÐUR í Hagkaupi á
Eiðistorgi hringdi og sagði að
eftirfarandi hlutir hefðu fundist
í versluninni upp á síðkastið. Fern
gleraugu, sjö lyklakippur: bindi-
snæla, gullarmband með nafni
og dagsetningu, armband með
perlum, barnmæla og tvö háls-
bönd fyrir utan vettlinga, barna-
húfur o.fl. Upplýsingar eru gefn-
ar í versluninni.
Gullarmband tapaðist
GULLARMBAND með grænum
steinum tapaðist í september sl.
Ef einhver hefur fundið armband-
'ð er hann vinsamlegast beðinn
um að hringja í síma 681596.
Armbandið hefur tilfinningalegt
gildi fyrir eigandann. Góð fundar-
laun.
Gulbrún loðhúfa
GULBRÚN loðhúfa með tveimur
dúskum tapaðist í síðustu viku í
Vogahverfi eða vesturbænum.
Pinnandi vinsamlega hringi í
síma 678648,
Hjól tapaðist
STERKGULT Trek-fjallahjól tap-
aðist helgina fyrir páska úr
miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er
21 gírs fjallahjól með blárri tösku.
Ef einhver veit um hjólið þá vin-
samlega hringi hann í síma
651817 eða hafi samband við
RLR í Hafnarfirði.
Lyklakippa tapaðist
LYKLAKIPPA með húslykli og
bíllykli á tapaðist við Hamrahlíð-
arskóla að kvöldi miðvikudags.
Þetta er Aigner-leðurkippa með
stafnum g á endanum. Ef einhver
hefur fundið kippunna þá vinsam-
lega hringið í sími 19438.
Skíðahúfa tapaðist
GRÆN og mislit skíðahúfa úr
flísefni tapaðist í Bláfjallaskála á
föstudaginn langa. Ef einhver er
með húfuna þá vinsamlega hring-
ið í síma 651428, Helga.
GÆLUDÝR
Labrador-hundur týndur
GULUR labrador-hundur, eins
árs gamall og gegnir nafninu
Sámur, tapaðist frá Hrefnugötu
sl. mánudag. Sámur er ómerktur.
Ef einhver hefur orðið var við
Sám eða veit hvar hann er niður-
kominn þá vinsamlegast hringi
hann í síma 812628 eða 683070.
Kettlingur fæst gefins
ATTA vikna svört hvít læða fæst
gefins. Kassavön. Uppl. í síma
626818.
Saknar einhver Lísu?
SVÖRT og hvít læða, þ.e.a.s.
svört með hvítt á bringunni og
hvítar loppur, fannst fyrir utan
Stapasel fyrir þrem dögum. Kisan
er með ól og á henni stendur
Lísa, Strandaseli. Ef einhver
saknar kisu sem hugsanlega heit-
ir Lísa þá vinsamlega hringið í
síma 876678.
Fresskettlingur gefins
Fresskettlingur, 2 mánaða gam-
all af blönduðu kyni (loðinn), ósk-
ar eftir góðu heimili. Uppl. í síma
27949.
Kettlingar gefins
GULLFALLEGIR sex vikna
gamlir kettlingar fást gefins á
góð heimili. Uppl. í síma 652221
Vinningstolur
laugardaginn
1.
3.
4.
FJÖLDI
VINNINGSHAFA
238
7.595
UPPHÆÐÁHVERN
VINNINGSHAFA
10.995.115
139.793
7.092
518
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
17.595.772 kr.
UPPLÝSÍNGAR SIMSVARI91 -681511 LUKKUUNA991002
undiroka aðra, komast yfir alla
auðlindina, hneppa hana í kerfí og
kvóta og stjórna sjálfir. Ekki má
mikið útaf bera,' enda allt offjár-
fest, svo ekki sé hrópað á ríki og
bæ til hjálpar, dugi það ekki skal
ganga að smábátaútgerðinni dauðri
— einstaklingsframtakinu. Það má
líkja þessu við það að kartöflubænd-
ur krefðust þess að borgarbúar
settu ekki niður kartöflur í garðhol-
urnar sínar — drottnunargirnin og
yfirgangurinn, einræðiskenndin og
græðgin á sér greinilega engin tak-
mörk.
Smábátaeigendur og allir þeir
sem vilja efla og styðja einstakling-
inn til dáða og athafna, framkvæma
og framfara skora á háttvirt Al-
þingi að skerða ekki á nokkurn
hátt krókaleyfi smábáta og einnig
að þeir smábátar sem kvóta hafa
að hann sé ekki svo lítili að hann
sé ekki lifibrauð.
HAUKUR SVEINBJARNARSON
framkvæmdastjóri
Bátagerðarinnar Samtaks.
Pennavinir
SVISSNESK 23 ára kona sem ferð-
aðist um ísland í fyrrasumar og lík-
aði vel vill eignast pennavini.
Áhugamálin lestur, dans, ferðalög
og badminton:
Anita Isenchmid,
Moserweg 3,
CH-5612 Villmergen,
Schweiz.
TÓLF ára áströlsk stúlka með
áhuga á tónlist, leikur á fiðlu og
píanó, og safnar frímerkjum:
Lisa Curtis,
27 Fencott Drive,
Belmont North,
N.S.W. 2280,
Australia.
LEIÐRETTING
Hvar er upphaf,
hvar er endir?
í minningargrein um Guðlaug
Svan Kristinsson í Morgunblaðinu
laugardaginn 16. apríl síðastliðinn
var eftirfarandi erindi og sagt eftir
ókunnan höfund:
Hvar er upphaf, hvar er endir?
Hvernig fæ ég svar við því?
Eilífðin þó oss á bendir
að við hittumst öll á ný.
Erindið er eftir eftir Hjördísi
Björgu Kristinsdóttur, eitt af þrem-
ur sem hún orti um bróður sinn
Guðmund Björgvin Kristinsson og
birtust í minningargrein hennar um
hann í Morgunblaðinu 3. mars síð-
astliðinn.
LEIÐIR KVENNA TIL AUHNS ARANGURS
í VIÐSKIPTUM
Námskeiðið með Brian Tracy á mvndbandi.
Brian hefur séð um ráðningu og þjálfun
hundraðA kvenna til stjómunarstarla.
Námskeiðið er ætlað konum sem vilja ná árangri
í einkarekstri sem og fyrir metnaðarfullar konur
ervilja ná meiri árangri í starfi og einkaiífi.
„Peak Performance Woman“ er byggt á
viðamiklum rannsóknum á þörfum og
væntingum nútúnakvenna.
Sleðal efnis:
Hvemig ná má auknum árangri með bættri framkomu
Stjórnunarfélag
islands
Ánanaustum 15 Sími: 621066
Brian Tracy á myndbandi.
Leiðbeinandi:
Fannýjónmundsdóttir.
Tími: 28.-29. apríl kl. 9-13.
Hveraig á að setja sér markmið og ná þcim?
Hvernig á að leita að starfi sem leiðir til aukins frama?
INNRITUN HAFIN.
FAGOR
JJ JP JP Þ íV vP T / A V jF L A R
12 manna
7 þvottakerfi
Hljóölát 40dB
Þvottatími 7-95 mín
Sjálfv.hitastillir 55-65'C
Stillanlegt vatnsmagn
Sparnaöarrofi
Hitaþurrkun
HxBxD: 85x60x60cm
Án topp-plötu:
82x60x58cm
MUNALÁN, VISA OG EURO RAÐGREIÐSLUR
RONNING
BORGARTÚNI 24
SÍMI 68 58 68
Síðast komust færri að en
vildu og vegna 1]ölda
áskoranna endurtökum við
KOMPUDAGA næstu helgi.
KOMPU
DAGAR
ENDURTEKNIR
Básaverð aðeins
1800 krónur.
Pantiö strax því plássið er takmarkaö!
Síminner 625030.
KOLAPORTIÐ
-alltaf spennandi