Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.04.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 29 Evrópska skrifræð- iðkannað VILJI menn kynnast helvíti » ættu þeir að gifta sig í Þýska- landi, panta símanúmer á It- alíu, týna vegabréfinu í Frakklandi og sækja um skilnað i Bretlandi. Blaðamenn The Daily Te- legraph kynntu sér skrifræði í nokkrum Evrópuríkjum og gáfu þeim einkunn eftir því hversu auðvelt var að eiga við skriffmnana. Ítalía lenti í neðsta sæti, fékk fjögur stig af tíu mögulegum, enda á blý- antsnagið þar í landi sér rætur í stjórnartíð fasista. Ekki eru mörg ár síðan það tók þrjú ár að fá síma og menn þurfa enn að standa í röð til að verða sér úti um vottorð sem segir til um að viðkomandi sé á lífi. Óskiljanlegar reglur er víðar að finna, það tekur til dæmis átta vikur að fá þýskt vega- bréf. Þjóðveijar óttast taum- lausan straum flóttamanna og aðeins einn aðili getur gert vegabréf sem illmögulegt er að falsa. Þýskaland fékk 5 stig í einkunnagjöf fréttaritarana. Erfitt að skilja Þá þykja reglur um skilnað fáránlegar í Bretlandi; haldin eru sýndarréttarhöld sem eng- inn sækir, ekki einu sinni hjón- in. Alls tekur skilnaðurinn sex mánuði hið minnsta og getur dregist á langinn í mörg ár, ef ekki er sátt um öll atriði hans. Bretland fékk þó sæmilega einkunn, sjö stig. Það flýtir enn afgreiðslu vottorða í Suður-Evrópu ef skriffinnunum er greitt auka- lega. í Þýskalandi skiptir hins vegar öllu máli að gera allt rétt, séu menn rétt skráðir gengur þeim allt í haginn. Mis- farist eitthvað í skráningu er hins vegar voðinn vís. Eitt það versta er að týna nafnskírtein- inu eða að giftast manni eða konu sem ekki er Evrópubúi. Hið síðarnefnda er svo tíma- frekt að flest slík hjónaleysi fara til Danmerkur. Skrifræðið í Frakklandi, sem hlaut 6 stig, þykir hreint ekki svo slæmt. Þó býsnast margir yfir þeim ströngu reglum sem gilda um að menn hafi nafn- skírteini ævinlega á sér. Enn- fremur er tímafrekt að skrá bíla og að fá vegabréf, sem tekur um einn mánuð, og gift- ingar og skilnaðir í Frakklandi reynast útlendingum hreinasta martröð. En aftur til Ítalíu. Þar vekur einna mesta athygli sú gleði og vinátta sem svífur yfir vötn- um á skráningarskrifstofu fyrir nýfædd börn. Þangað halda feðurnir til að skrá erfingjana og þurfa að hafa með sér tvo votta um barnsfæðinguna. Myndast jafnan skammlífur en góður vinskapur með feðrunum er þeir skrifa upp á plöggin hjá hver öðrum. Öllu óvinsamlegra andrúmsloft mætir þeim sem ætla að skrá og afskrá notaða bíla, því það tekur að minnsta kosti 18 mánuði. Svíar til fyrirmyndar Fá orð eru höfð um Svíþjóð, sem fær 9 stig af 10. Börn eru skráð sjálfkrafa, raðir þekkjast vart í opinberum stofnunum, það tekur fjóra daga að fá síma, 10 mínútur að fá vegabréf, gift- ing getur farið fram sama dag og hennar er óskaij og einn til tvo frtánuði gð skilja fyrir bani- • $ | laus^ijón en sex máfiuði eigi* þau börn. Stríðsdans STUÐNINGSMAÐUR flokks Zúlúmanna, Inkatha, dansar stríðsdans frammi fyrir hersveitum hægri- manna í Kv aZulu-Natal. Sveitir hægrimanna hafa að undanförnu þjálfað sveitir Zúlúmanna í vopnaburði. Úrslitatilraun til að ná sáttum í Suður-Afríku Pretoríu. Reuter. F.W. de Klerk forseti Suður-Afríku freistaði þess í gær að fá fylk- ingu Zúlúmanna, Inkathaflokkinn, til þátttöku í kosningunum 26.-28. apríl og binda endi á vaxandi ofbeldisaðgerðir í Iandinu. Stjórnmála- leiðtogar sögðu að verið væri að gera lokatilraunina til þess að fá Inkathaflokkinn ofan af því að hunsa kosningarnar en með þeim lýkur 350 ára valdatíma hvítra manna í Suður-Afríku. forseti né Nelson Mandela leiðtogi ANC viijað ljá máls á. Komið hefur til ofbeldisverka er Zúlúmenn hafa fylgt kröfum sínum eftir, einkum milli stuðningsmanna Inkatha og fylgismanna ANC. Finnar í friðar- samstarf FINNAR ákváðu í gær að taka þátt í friðarsamstarfi NATO- ríkjanna. Sagði í yfirlýsingu ut- anríkisráðuneytisins, að það myndi stuðla að auknum stöðugleika í Evrópu en Finnar væru ekki að leita nýrra úrræða í vörnum landsins. SÞ-launum stolið MIKIL leit fór fram í aðalstöðv- um Sameinuðu þjóðanna í Mogadishu í Sómalíu í gær að 3,9 milljónum dollara, sem horf- ið höfðu úr gömlum peninga- skáp í eftirlitslausri skrifstofu. Var um að ræða laun starfs- manna SÞ en á sunnudags- morgni kom í ljós, að brotist hafði verið inn í skrifstofuna og skápurinn stóð opinn. Brúðkaupið blásið af EKKERT varð af „brúðkaupi aldarinnar" á Ítalíu en aldurs- munur hjónaefnanna var 69 ár, brúðurin 93 ára gömul en brúð- guminn 24. Beið mikill skari fréttamanna eftir þeim við skrif- stofur borgardómara í Tórínó þar sem þau ætluðu að ganga í hjónaband en þau létu ekki sjá sig. Þykir sennilegt, að þau Margherita Bazzani, auðug ekkja, og Andrea Pezzoni hafi hætt við allt saman en þau hafa ekki fengið stundlegan frið fyrir fréttamönnum síðan fyrirætlan þeirra spurðist út. De Klerk ræddi við Mangosuthu Buthelezi leiðtoga Zúlúmanna í nokkrar stundir áður en Cyril Ramaphosa framkvæmdastjóri Af- ríska þjóðarráðsins (ANC) kom til liðs við þá. Síðdegis var fundi frest- að til dagsins í dag, þriðjudag. Ric- hard Carter, talsmaður de Klerks, sagði að verið væri að kanna skrif- legar tillögur til lausnar deilunni sem komu fram eftir óformlegar viðræð- ur um helgina. „Það er skammur tími til stefnu. Þetta er lokatilraunin. Forsetinn ákvað að gera sitt ítrasta til þess að reyna ná sáttum," sögðu stjórn- málaleiðtogar en tilraunir alþjóð- legi-a sáttasemjara í síðustu viku til þess að sætta sjónarmið fóru út um þúfur. Inkatha-flokkurinn hefur krafist stjómarskrárbreytinga þann veg að þeir fái nánast fullt sjálfsforræði fyr- ir heimaland Zúlúmanna, KwaZulu- Natal. Það hefur hvorki de Klerk Færeyjar Hótaað leggja flotanum ÞórshÖfn. Frá Grækaris Djurhuus Magn- usscn, fréttaritara Morgunblaósins. LANDSSTJÓRNINNI var bjarg- að en allsherjarverkfallið færðist nær. Sú varð niðurstaðan á fundi lögþingsins á föstudag en þá var samþykkt nieð Iitlum niun afar umdeilt frumvarp um lækkun á tekjutryggingu sjómanna. Oli Jacobsen, formaður í Fiski- mannafélagi Færeyja, sagði fyrir helgi, að staðið yrði við að leggja öllum flotanum, kæmu lögin til fram- kvæmda. og Efljntjn'. Abrahamsen, formaður' í. skípstjóráfeTaginu, tók mndn-#það meðjipquiTtT-'* ÍTú þegar bulo tu-'áðafVreiðj^ög- in um^j<jutryggTngUUgum!fECTi?i-. ur lanœsíjórnjt í’ppWll oll stiiyrði* dönsku* stiórnarirmafm'á'í fvrra. Fjórar góðar ástæður til að kaupa rekstarvörurnar hjá Boðeind Bjóðum mikið úrval af rekstrarvörum fyrir tölvur og jaðartæki. Disklingar, margar gerðir af köplum, rykhlífar fyrir tölvur, skjái. lyklaborð og prentara. Blekbönd og dufthylki fyrir flestar gerðir prentara. músamottur og úlnliðspúðar. Einnig bjóðurn við lyklaborðsskúffur og skjáarma sem festa má á vegg eða borð og þannig auka vinnurými. [allín BOÓEIND Austurst|önd 12 ^ímiv512061 • Fax 612081
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.